Tíminn - 06.01.1961, Síða 5
TIMINN, föstudaginn 6. janúar 1961.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit-
stjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjarnason. — Skriístofu:
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—1830'
Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Hagstofan er betri
heimild en Ólafur
Mbl. hefur bersýnilega ekki talið það viðeigandi að
reyna ekki að afsaka þá talnablekkingu Ólafs Thors. að
útflutningsverðmætið hefði minnkað um 500 millj. kr.
á síðastl. ári, þótt verzlunarskýrslur sýni, að það hefur
aukizt um 80 millj. kr fyrstu ellefu mánuði ársins,
miðað við 1960. í gær gerir því blaðið tilraun til þess
að réttlæta reikningsaðierð Ólafs og hnekkja því, sem
Tíminn hefur sagt um þessi mál.
Samkvæmt upplýsingum Mbl. er reikningsaðferð
Ólafs sumpart fólgin í því að taka saman hve afli tog-
aranna og síldveiðiskipanna hefur orðið minni á árinu
1960 en 1959, en árið 1959 var metafli hjá síldveiði-
skipunum um 16 ára skeið og afli togaranna einnig í
bezta lagi. Ef Ólafur hefði viljað fara rétt að, hefði
hann átt að miða við meðalafla og þá nefði útkoman orðið
allt önnur. Sumpart er svo reikningslist Ólafs fólgin í
því, að taka út úr þær útflutningsvórur, sem verðfall
hefur orðið á, og reikna hvað mikið hefði fengizt íyrir
þær, ef miðað er við hæst verð á þeim áður. Þannig
l'ær Ólafur svo út, að útflutningsverðmætið hafi orðið
500 millj. kr. minna 1960 en 1959.
Með slíkri reikningsaðferð væri hægt að taka næst-
um hvaða ár sem er, og finna út, að þjóðin hafi tapað
svo og svo mikið vegna aflabrests og verðfalls.
Rétta reikningsaðferðin er vitanlega sú, að reikna
dæmið í heild og taka jafnt með tap og ávinning. Þá
fyrst fæst rétt mynd af því, hvort útfiutningsverðmætið
hafi raunverulega rýrnað, þegar allt er framtalið. Þess
vegna á ekki aðeins að reikna út aflabrest togaranna,
heldur einnig aukinn afla bátanna. Það á ekki aðeins að
reikna út verðfallið á mjöli og síld, heldur einnig verð-
hækkanirnar, sem hafa orðið á saltfiski, skreið og öðr-
um útflutningsvörum.
Þannig eru verzlunarskýrslur Hagstofu íslands reikn-
aðar út. Niðurstaða þeirra er líka allt önnur en hjá Ólafi.
Niðurstaða þeirra er sú, að útflutnmgsverðmætið hafi
orðið 80 millj. kr. meira fyrstu 11 mánuðina 1960 en
1959, en ekki 500 millj. kr. minna, eins og Ólafur er
að gefa í skyn.
Strand ,,viðreisnarinnar“ verður því ekki afsakað á
þann veg, að ríkisstjórnin hafi haft minna fé til ráðstöf-
unar 1960 en 1959. Versnandi lífskjör almennings verða
ekki heldur réttlætt með því, að þjóðartekjurnar hafi
minnkað. Verzlunarskýrslur Hagstofunnar eru öruggari
heimild en útreikningui Ólafs. Sú sök verður ekki með
neinu móti þvegin af Ólafi, að hann hefur gert tama-
blekkingar að uppistöðu áramótaræðu sinnar.
Sjómannakjörin
Um þessar mundir standa yfir samningar milli út-
vegsmanna og sjómanna um kaup og kjör sjómanna á
bátaflotanum.
Að þessu sinni er sá háttur hafður á, að reynt er að
koma á samningum, er gilda fyrir landið allt, en fram
að þessu hafa gilt sérstakir samningar fyrir nær hvern
útgerðarstað. Það hefui orsakað kapphlaup og glund-
roða, sem reynzt hefur óæskilegur.
Þess vegna væri illr til þess að vita, ef einstakir
aðilar gerðust til þess af einhverjum annarlegum ástæð-
um að koma í veg fyrir að slíkt samkomulag næðist, c.d.
með því að gera sérsamninga áður en fullreynt er hvort
heildarsamningur getur náðst.
t
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
ERLENT YFIRLlT
Feðgarnir, sem stjórna Marokkó
Veríur samvinnaa vií Nasser og Nkrumah fieim tíl styrktar?
UM ÞESSAR mundir stendur
yfir í Casablanca í Marokkó
fundur þeirra ríkisleiðtoga í
AMku, sem taldir eru standa
lengst til vinstri. Þar eru
m.a. samankomnir Nasser frá
Egyptalandi, Nkrumah frá
Ghana, Toure frá Guinea og
Keita frá Mali. Sá þjóðhöfðing-
inn, er setti fundinn, verður
hins vegar ekki talinn neinn
venjulegur vinstri maður, en
það var Muhammed soldán i
Marokkó, sem á margan hátt
stjórnar enn með sama hætti
og forfeður hans, sem eru búnir
að skipa samfleytt konungs-
stólinn í Marokkó í 1200 ár.
Muhammeð konungur og þó
einkum sonur hans, Moulay
Hassan, telja það hins vegar
vænlegast til þess að veldis-
stóll þeirra hrynji ekki líkt og
Farouks í Egyptalandi og Feis-
als í írak að skipa sér sem
mest við hlið vinstri sinna í
alþjóðamálum, þótt opinber-
lega fylgi Marokkó hlutleysis-
stefnu.
Nokkurt dæmi um þetta er
það, að soldáninn hefur samið
um það við Banadrfkjamenn,
að þeir yfirgefi innan tiltekins
tíma herbækistöðvar þær, sem
þeir höfðu i Marokkó.er landið
hlaut fullt sjálfstæði fyrir
tæpum 5 árum. Annað dæmið
er það, að nýlega fékk Marokkó
stjórn vopnasendingu frá Rúss
um rétt eftir að hún hafðf
fengið vopnasendingu frá
Bandaríkjamönnum. Á þennan
og annan hátt hefur soldáninn
reynt að sýna, að hann sýni
Rússum ekki minna traust og
vinsemd en vesturveldunum,
enda hafa Rússar endur'goldið
það með því að viðurkenna til-
kall Marokkós til Mauritaniu.
AÐ DÓMI margra, sem til
þekkja, er það ekki síður Mou-
lay Hassan krónprins, er hefur
markað þessa stefnu, en sold-
áhinn sjálfur. Þótt Moulay
Hassan sé enn ekki nema rétt
þrítugur að aldri, hefur hann
verið mjög áhrifamikill bak við
tjöldin seinustu árin, og er
Moulay Hassan flytur raeSu á þingi S.Þ.
sagður hafa mikil áhrif á föður
sinn. Hann var um nokkurt
s-keið yfii'maður hersins og fékk
þá öðruhvoru það hlutverk, að
kveða niður uppreisnartilraunir
og uppþot og þótti sýna vask-
lega framgöngu við slik tæki-
færi. Þegar Muhammed ákvað
á siðastl. vori að víkja frá ríkis
stjórn, er styddist við flokkana,
en mynda í staðinn óháða emb-
ættismannastjórn, gerði hann
Hassan að forsætisráðherra.
Hann hefur komið víða fram
síðan og látið á sér bera. Meðal
annars átti hann alls-herjarþing
S.Þ. á síðastl. hausti og flutti
þar ræðu, sem vakti talsverða
athygli. Hann er snotur maður,
sem kemur vel fyrir, enda
sagður allvel menntaður, hefur
lagapróf.frá frönskum háskóla
og er ságður lesinn í frönskum
og ar'abis’kum bókmenntum.
ÞAÐ VERÐUR Moulay Hass-
an, sem mun raunverulega
verða aðalfulltrúi Marokkós á
ráðstefnunní í Casablanca. Vafa
laust mun hann reyna að nota
ráðstefnuna til þess að auglýsa
Marokkó sem eitt forusturíki
hinna róttæku Afríkuríkja og
sjálfan sig sem einn aðal-
íeiðtogann í samtökum þeirra.
Þótt Moulay Hassan skipi sér
þannig við hlið hinna róttæk-
ari vinstri afla í Afríku, er það
talsvert dregið í efa, að hann
eigi eftii' að setjast í soldáns-
stólinn í Marokkó. Þrátt fyrir
það eru vinstri menn í Marokkó
honum andstæðir og krefjast
þess, að Marokkó verði lýð-
veldi. Mikið veltur á því, hvern
ig Hassan reynist sem forsætis-
ráðherra, en það verður honum
að sjálfsögðu mikill styrkur, ef
hann dugir vel í því starfi. Það
er og einnig víst, að vænlegast
ráð hans til að halda völdum,
er að kjósa samstarf við rót-
tæku öflin í Afríku og reyna
að tryggja sér þannig, að þau
reki elcki áróður gegn honum.
Á ýmsan hátt eru þeir feðg-
ar taldir bæta hvorn annan
upp. Hassan er athafnamaður,
en sagður nokkuð fljóthuga, en
faðir hans er aðgætinn og hygg-
inn, en ekki maður sérstakra
stórræða. Báðir eru taldir gera
sér fulla grein fyrir því, að
margt þurfi að breytast í Mar-
okkó, en hins vegar sé far'sæl-
ast að það gerist, án snöggrar
byltingar. Það er m.a. til þess
að forðast slíkt, er þeir reyna
að hafa sem bezt samstarf við
róttæku öflin utan Marókkó.
Þ.Þ.
V-V.'V.-S.-'V.X.'V.-V.-V-V .-v .vvo
/
)
)
)
}
}
)
)
)
)
)
)
}
)
}
}
f
)
f
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
/
)
)
}
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
f
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
J
/
)
)
)
)
)
)
)
Gjáarstökk - og sauðir, sem hrapa
Mikið hefur verið skrif-
að og skrafað um hina svo
kölluðu „viðreisn" ríkis-
stjórnarinnar. Mikill meiri
hluti þjóðarinnar mun
telja að „viðreisnin“ hafi
algjörlega misheppnast, og
margir telja að betra hefði
verið að taka viðreisnina
í áföngum.
Alþýðublaðið segir frá
því að einn af frumherjum
„viðreisnarinnar" hafi
spurt þingmann Framsókn
arflokksins á þessa leið:
Ef þú ætlaðir að stökkva
yfir gjá, mundir þú ekki
stökkva yfir í einu stökki
en ekki í áföngum?
Nú skal ég upplýsa, að á
5. tug ára hafði ég haft
með höndum að stökkva
yfir gjár, í sambandi við
haustsmölun af afréttum.
Þá var gencið inn Skriðjök
ultun~urnar til að horfa í
gljúfrin og klettana í hlíð
um fjallanna, og þá urðu
margar jökulgjár á leið okk
ar, sumar voru erfiðar yfir
ferðar, sumar ekki. Maður
varð nákvæmlega að reikna
út getu sína, áður en
stökkið var tekið ef c-+övkva
átti yfir. Margar stökk ég
í einu stökki, en aðrar varð
ég að taka í áföngum. Ýms
ar varð ég að reyna að lag
færa áður en stokkið var,
höggva spora í gjárnar til
þess að reyna að finna á
öðrum stað skemra á milli
gjárbarmanna svo hægt
yrði að stökkva yfir og allt
af fann maður leið yfir
gjárnar, ýmist var stokkið
í einu stökki eða var far-
ið í áföngum og alltaf slysa
I.aust.
Svo er það eitt sinn að
við fórum að ná í sauð úr
Vandræðatungum að hann
hljóp á jökul og ekki hafði
iann len>ri hlaupið iökui.inn
þegar hann kom að gjá, og
sauðurfnn hugsar auðsjáan
lega Iítið, en tekur sig á
loft og ætlar að stökkva yf-
ir gjána en lenti ofan í
hana. Við litum niður í
gjána og sáum niður á sauð
inn langt niður í gjánni.
Hann var þar klemmdur
milli gjáveggjanna og gat
sig hvergi hreyft, það varð
ið reyna að bjarga blessaðri
skepnunni upp úr, jú við
höfðum með okkur streng,
létum einn manninn síga
íiður til þess að koma bandi
á sauðinn, og við drógum
hann upp, sauðurinn var
ekki látinn gjöra svona vit
leysu oftar. Það þarf meira
en meðal sauðarhöfuð til
að sjá og reikna út hvenær
hægt er að stökkva yfir gjá
og hvenær er nauðsyn að
fara krókaleiðir og taka
gjána í áföngum. Dauðinn
er vís fyrir hvern sem lengi
þarf að liggja klemmdur
milli ísveggja niður í
gjánni.
23. des. 1960.
Kristján Benediktsson.
Einholti.