Tíminn - 06.01.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.01.1961, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, föstudaglnn G. janúar 1961. Áttræður: Kristján Magnússon Bókamarkaðurinn Brekku, Núpasveit Hinn 6. nóvember, árið 1880, fæddist sveinbarn að Hróarsstöð- um í Öxarfirði. Sveinninn var vatni ausinn, og hlaut nafnið Kristján. Foreldrar hans voru Magnús Björnsson og Kristín Guðnadóttir, sem þá bjuggu á Hró- arsstöðum. Var Kristján næstyngst ur 7 systkina. Veturinn sem í hönd fór, frostaveturinn 1880—81, var einn sá grimmasti, sem yfir þetta land hefur gengið, og á eftir fór harðindatímabil, eitt hið mesta á síðari öldum. Þá var það að vestur heimsferðir náðu hámarki. Lífsbar áttan var afar hörð. Hungurvofan læddist kringum bæ fátæklingsins á hverju vori, og komst því miður, oft inn fyrir dyrnar. Það voru því fremur kaldar viðtökur sem hann fékk, sveinninn ungi, sem var af bláfátæku foreldri kominn. En ein- hvern veginn komst hann þó yfir fyrstaveturinn, og þá næstu, en oft hefur honum sennilega verið kalt á góm og tá, og tæplega hefur hann alltaf lagzt pakksaddur til svefns'. En hann hafði hlotið í vöggugjöf seiglu og þolgæði, sem hefur enzt honum allt til þessa dags, og enzt svo vel, að enn er 'hann við sæmilega heilsu, og sinn ir þó nokkrum störfum. Um 14 ára aldur, fór Kristján að Brekku í Núpasveit, og hefur hann verið kenndur við það heim- ili síðan, enda lengstum þar dvalið. Eftir að Kristján kom í Brekku, mun mjög hafa skipt um lífskjör hans til hins betra. A Brekku var stórt bú, og alltaf nóg til hnífs og skeiðar. Húsbænd- urnir, og fjölskyldan öll, var hon- um mjög góð, og reyndist honum framúrskarandi vel, og var hann þar eins og í foreldra húsum. Aðalstarf Kristjáns, eins og margra annarra unglinga í sveit á þeim árum, varð fjárgæzla. Þá var fjárins gætt árið um kring. Yfir veturinn var það að sjálfsögðu við hús, hýst á nóttunni, en beitt á hverjum degi ef fært var veður, og þá jafnan staðið hjá því. Á vorin vor'u ærnar setnar fram að burði, og eftir að þær voru bornar, þurfti að gæta þeirra fram að fráfærum, en þá mun oftast hafa verið látið nægja að ganga við þær. En _svo komu fráfærurnar, og þá byrjaði hjásetan á ný. Á haustin voru svo lömbin og veturgamla féð setið, þar til farið var að hýsa allt féð, og lokaðist þá hringurinn. Það kom fljótt í Ijós, að Kr’istján var laginn smali. Komu þá og þeg- ar fram þau einkenni í skapgerð hans, sem jafnan hafa eihkennt öll hans störf síðan, trúmennska, vandvirkni og skyldurækni1, sam; fara þrautseigju og ósérplægni. í öllu starfi exu þessir eiginleikar mikils verðir, en þó mun það ekki sízt gilda um fjárhirðinguna. Þar er trúmennsakn ómetanleg, og á þrautseigju og þolgæði reynir oft til hins ýtrasta. Átti það ekkí sízt við að vetri til, þegar beit var sótt af kappi, og féð oft rekið til beitar langan veg í slæmri færð, og tví- sýnu veðri. Fyrst í stað var það vor-, sum- ar- og hausthirðing fjárins, sem Kristján fékkst við. En er honum óx fiskur um hrygg, tók hann einn- ig við vetrarhirðingu, og var um tugi ára vetrarfjármaður, og þá um leið yfirstöðumaður á Brekku, og nokkra vetur á öðrum bæjum. Veit ég ekki til að honum bærist nokkurn tima á með hóp sinn, sem otf var stór, og mun -hann þó stund um hafa komizt í krappan dans. Enda mun honum ekki hafa skeik- að með að rata hverju sem viðraði. Brekkuland er stórt og leitótt, mikið hi’aun. Það vildi því oft verða tafsamt að hafa féð saman á haustin og framan af vetri, ef tíð var góð. Við þar starf reyndist Kristján hinn mesti bjargvættur. Það var eins og hann vissi á hvaða bletti hver kind hélt sig, og byggð- ist það á náinni eftiriekt og at- hygli frá ári til árs, um hátterni kindarinnar og eftirlætisstöðvar. Stundum dreymdi hann kindur, sem vantaði, hvar þær1 voru stadd- ar, og gat gengið að þeim eftir til- vísan draumsins. Þá var Kristján og fjárglöggur í bezta lagi. Það sagði mér maður, sem eitt sinn var við lúning á ám á Brekku, að Kristján hefði sótt lamb undir hverja á inn í réttina, þegar ærin var rúin, og hefði hon- um ekki skeikað. Slíkt leika aðeins afburða glöggir menn. í mörg ár mætti Kristján fyrir Núpsveitunga á Blikalónsrétt, bæði haust og vor. Mun þeim hafa þótt sinn hlutur vel tryggður, ei' þeir höfðu Kristján þar sem full- trúa. Einkum var það á vorréttinni við rúningu ánna, sem mjög i'eyndi á fjárgleggni og athyglisgáfu. Á þeim árum sluppu ær oft óbornar, og voru þá að sjálfsögðu með ó- merkinga, og var þá ekki vanda- laust að fá á því rétta lausn. Sama mátri og segja um tvílembur, það var oft ekki auðvelt að láta þæi' fá lömb sín, þegar búið var að reka inn í eina rétt kannske nokk- ur hundruð ær, og var þá betra að flasa ekki að neinu. Kom þá fjár- gleggni og athyglisgáfa Kristjáns' að góðum notum. í Brekkulandi, og nágrenni, hef- ur löngum verið mikið um tófu, enda skilyrði ákjósanleg fyrir þær að dyljast þar í hrauninu. Hafa þær tíðum gert strandhögg í sauðahjarðii' Brekkubænda og ná- granna þeirra. Reyndist Kristján fljótt liðtækur í bezta lagi í bar- áttunni við skolla. Ekki gerðist hann þó grenjaskytta, en var löng- um grenjaskyítum tii aðstoðar, og skaut oft tófu í þeim leiðöngrum. En starf hans á þessum vettvangi var fyrst og fremst fólgið í því, að leita á grenjum, og leita uppi gren. Kom eftiriekt hans og gjör- þekking á landinu þar að góðum' notum. Einnig mun hann hafa komizt furðu langt í því, að þekkja háttu og bragðvísi tófunnar, og láta þar' koma krók á móti bragði. Er ekki að efa, að þó hann væri ekki aðalmaður við grenjavinn- inga, hefur þó þessi þekking hans oft ráðið úrslitum um góðan á- rangur. Kristján kvæntist og hvarflaði þá frá Brekku um nokkurra ára skeið, en kom svo þangað heim 'aftur og hefur dyalizt þar síðan. Hann eignaðist eina dóttur, en hún féll fyrir sigð hvíta dauðans í blóma lífs síns. Einn son lét hún eftir sig, sem nú er um tvítugt. Hefur hann alizt upp í Reykjavík, en heims'ækir afa sinn öðru hverju. Eru þessar heimsóknir dótturson- arins gamla manninum hinar mestu ánægjustundir, svo sem vænta má. Er þetta og hinn efni- legasti piltur. Kristján er hæglátur maður hversdagslega, og hið mesta prúð- menni. Hann er glaðlegur í við- móti og ræðinn, sé hann tekinn tali. Góðlátleg glettni er honum jafnan tiltæk ef svo ber undir. Kærasta umræðuefni hans, og hugðarefni, er sauðkindin. Enda hefur honum tekizt furðu vel, svo sem hinum beztu fjármönnum, að skilja eðli hennar allt, duttlunga og þarfir. En því aðeins er hægt að ná trausti og vináttu skepnunn- ar að hún sé skilin, og sambúðin reist á þeim grundvelli. Og því aðeins verður og fullnægt þörfum hennar svo að vel sé. Hin síðari ár hefur Kristján haft kindur sín- ar sér í húsi, og notið ánægjunnar af að umgangast þær. Hefur hann ekkert til spai'að að útlit þeirra og líðan mætti verða sem bezt. Hafa þær og líka i'íkulega launað hon- um góða aðbúð. Kristján er enn við sæmilega heilsu, og gegnir nokkrum heim- ilisstörfum. Öll hans verk eru nota drjúg, unnin af sömu vandvirkn- inni og trúmennskunni og jafnan áður. En ti'úmennska og vand- virkni hafa verið einkennandi um öll hans störf. Tvívegis hefur Kristján hlotið vinnuhjúaverðlaun, og þar með verðskuldaða viðurkenningu fyrir langa og dygga þjónustu. Mynd sú, s em hér fylgir af Kristjáni, er tekin heima á Brekku á síðastliðnu sumri. Þegar Kristján hefur ekki haft öðrum störfum að gegna, hefur hann gjarnan verið barnfóstra, því hann er mikill barnavinur. Á Brekku hefur hann verið samtíða tveim ættliðum, og hefur með honum og börnunum tekizt gagnkyæm vinátta. Kristján hefur lengi keypt „Tím ann“, og haldið honum til haga. Hafi hann vantað blað inn í, hefur hann ekki verið í rónni fyrr en honum hefur tekizt að ná í það. Mér finnst fara vel á því, að „Tím- inn“ verði þá til þess að geyma þessa fátæklegu afmæliskveðju, og fel honum hana hér með til vaið- veizlu. Ég vil svo þakka þessum aldna vini mínum fyrir margar ánægju- legar samverustundir, og óska þess, að aftanskinið megi verða honum fagurt, og lýsa honum aUa leið inn á land morguni’oðans. Stefán Kr. Vigfússon. sem verið hefur í Ingólfsstræti 8, er fluttur á Laugaveg 2811. Opnað í dag. f tilefni af því verða bækur seldar með ótrúlega lágu verði. Einkaritari Stúlka, sem getur vélritað ísienzku og ensku ósk- ast frá 1. febr. Stúdentsmenntun æskileg. Laun skv. XI. fl. launalaga. Umsókn með mynd sendist Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg sem fyrst. Sendisveinar Dagblaðið Tímann vantar sendisveina fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar hjá auglýsingastjóra. Sími 18300. Fyrirliggjandi: | Miðstöðvarkatlar j með og án hitaspírals. STÁLSMIÐJAN H.F. Sími 24400. | Amerisk eldavél Stór amerísk eldavél til sölu. Verð kr. 2500,00. Hentug fyrir sveitaheimili. Upplýsingar í síma 17599. SKIPAIÍTGCRÐ RÍKISINS Hekla vestur um land í hringferð hinn 12. þ. m. Tekið á móti flutningi árdegis á morgun og mánudag til Patreksfjarð ar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar Siglufjarðar, Dal víkur, Akureyrar, Húsavíkur. Farseðlar seldir á þriðjudag. Tapast hefur Atvínnurekendur brún hryssa 5 vetra, ætti að vera með folaldi Mark: i sneitt framan hægra biti j framan fjöður aftan vinstra. j Verði einhver hryssunnar ; var, geri hann vinsamlegast aðvart Símstöðinni Grund, Skorradal. Piltur með gagnfr.próf og tvo bekki í Iðnskóla, óskar eftir iðnnemaplássi. Tilboð sendist afgr. Tímans fyrir mánudagskvö1^ „Fljótt“ ÞAKKARÁVÖRP Við undirrituð þökkum kærlega öllum þeim hverfisbúum okkar við Suðurlandsbraut og öðr- um þeim, sem lögðu okkur lið með peningagjöfum, fatnaði og fleiru, er kviknaði í íbúð okkar að Suð- urlandsbraut 116, hinn 29. nóv. síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Geirharður Jónsson og fjölskylda, Suðurlandsbraut 116, Reykjavík. Eiginmaður minn Páll B. Melsfed andaSist að heimili sínu hinn 4. þ.m. Elín Melsted.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.