Tíminn - 06.01.1961, Qupperneq 8
8
Sýning Menntamálaráðs á
verkum Svavars Gnðnasonar
Hvort hefur almenningur gefið
gaum sem skyldi, málverkasýningu
þeirri sem nú fyllir sali Lista-
safns ríkisins.
Þetta er fjórða yfirlitssýningin
sem Menntamálaráð efnir til í
heiðursskynj við einstaka íslenzka
listmálara.
Hinar fyrstu þrjár voru þá jafn-
framt yfirlitssýningar á málverk-
vm Ásgríms, Jóns Stefánssonar og
Kjarvals, um það leyti sem þeir
uðu sjötugir
En sýningu Svavars ber að með
öðrum hætti. Svavar Guðnason var
utanlands ekki einvörðungu náms-
árin, heldur má telja, að hann hafi
þar lagzt í víking.
Um það leyti sem Svavar fer
utan til þess að framast í listgrein
sínni, er málverkalistin fyrir
aivöru tekin að brjótast í nýja
farvegu, og í dvalarlandi sínu
verður Svavar brátt áberandj liðs-
maður í hópi þeirra sem taka að
brjótast hina nýju svonefndu
abstrakt-vegu.
Listgreinar eru eins og í ætt
við straumvöfn, sem hlaða undir
sig, til þess að kanna ókunnar
slóðir, bylta sér og ryðja nýja
farvegu. Einkum þytkir eðlilegt
að brögð séu hér að, þegar svo
ber við, að aldalöng tilveran tekur
í óða önn að kanna og ryðjast ó-
kunna stigu, grafa sig inn í innstu
leyndardóma tilverunnar, og upp-
götvar þar hvert undrið öðru
meira, nefni aðeins rafmagnið,
efnis- og eðliseindir og sumra
þeirra kyngikraft. Slík er snilli
mannsandans, að öll þessi öfi eru
beizluð — virkjuð og vandinn sá
mestur, að stilla sig um að ráð-
stafa allri þessari þekkingarauð-
legð og orkunýting öðruvísi en til
obóta!
Meðan slík býsn eru að gjörast,
ei ekkert undarlegt, þótt lífið
láti sér ekki framar einvörðungu
lynda viðlög þau og augnayndi,
sem því hafa lengst af nægt
Á umbótatímabilum sem yfir
lönd hafa gengið hefur menning-
m — viðlagið — eins og leystst
úr læðingi ýmisf í formi orðlistar,
tónlstar, höggmyndalistar, leiklist-
ar, og þá ekki sízt málverkalistar,
sem flætt hefur um hin ýmsu
lönd í samfloti við velfarnað
þeirra.
Og vissulega er abstraktlistin
frumleg nýjung í hópi hins list-
ræna undirleiks sem tilveran í
dag auðsjáanlega þarfnast.
Það er eitthvað ferskt og stór-
brotið við þetfa dagsins í dag ný-
tilkomna viðlag, eitthvað stórt og
sterkt og frjálst — mér liggur við
að segja rammt — kyngimagnað!
Hér er byrjað að tala við okkur
annarlegrj tungu þar sem litir og
form biðja hvorki mann né náft-
úruvöld, tízku né aldarhátt nokk-
urrar vægðar Heldur syngur hér
hver um sig kalt og klárt
með sínu nefi! Formið fer að aug-
ans vild hverju sinni, en í sam-
fioti við tóna litanna og verður
úr þessu hverju sinni bókstafleg
nýsköpun sem augað hefur eigi
áður litið. En slíkt er þá áræði
hins sjálfumglaða og sjálfráða
listamanns, að hann ræðst einnig
á hin þekktu form eins og til
dæmis manninn sjálfan og endur-
segir hann að eigin vild og
yfirleitt náttúruna alla, en þó
eins og hálfsagða sögu. En þetta
mun þó hafa þann megintilgang
að sigla ekki alfarið út fyrir endi-
mörk þess sem augað er vanast
við, en þá farnast honum að sjálf-
sögðu bezt, þegar hann sjálfur í
sinni sjálfumgleði með reynslu og
raunsæi hefur náð taumhaldi á
Fegasusi þessa nýja tjáningar-
fcrms.
Að sjálfsögðu verður það til
bjargar þessu frumlega tjáningar-
formi, að svo er margt sinnið sem
skinnið, einn kýs sér þetta og ann-
ar hitt. Er mér til dæmis alveg
Ijóst, hverjar tvær myndir sýning-
arinnar ég hefði valið mér. En
því vali fylgir engin kvöl, með því
að báðar eru þessar myndir þegar
í einkaeign, eins og raunar flest
þessara listaverka.
Öðru vil ég segja frá. Ég tók
með mér á þessa sýningu Svavars
Toppmenn Aíríku
halda ráðstefnu
Casablanca 4.1. (NTB)
Mohamed V. konungur í
Marokko setti í dag toppfund;
nokkurra Asíu- og Afríku-
ríkja þ.e.a.s. Ceylon, Ghana,
Malí, Guinea, Arabiska sam-
bandslýðveldið, Marokko, Lib
ýa og Alsír (fulltrúar frá út-
lagastjórn Serkja.) Það er
Muhamed konungur, sem boð
að hefur til þesarar ráð-
stefnu.
Nasser forseta var vel fagn
að, er hann kom til borgarinn
ar á snekkju sinni. Var hann
og Muhamed konungur um-
kringdir fagnandi manfjölda,
er þeir óku um göturnar og
fékk lögreglan engri stjórn á
komið. Nkrumah forseti
Ghana, Touré forseti Guineu
og Keita forseti Malí komu
í tveimur rússneskum flug-
vélum með rússneskri áhöfn
og lentu vélar þesar á banda-
ríska flugvellinum við Nouc
eur,' en flugher Bandaríkj-
anna hefur flugvöll þennan
til sérstakra afnota. Þessar
flugvélar eru gjafir frá Krústj
off til Nkruma og Touré.
Stöndum saman.
Múhamed konungur setti
síðar um daginn ráðstefnuna
með ræðu. Hann kvað daga
nýlendukúgunar og kynþátta
misréttis brátt úr sögunni.
Konungur lagði áherzlu á
samstöðu Afríkuríkja. Hann
lagði bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn í Afríku og
kvað engin erlend íhlutunar-
öfl lengur þoluð í álfunni.
Konungur vék því næst að
Alsír og sagði landið eiga að
fá sjálfstæði þegar í stað.
Hann sagði um Mauritaníu,
að Marokko myndi berjast
gegn því að það landsvæði
yrði skilið frá Marokko og
bæði löndin þannig gerð veik
ari.
Loks rædd konungur um
Kongó og sagði, að nauðsyn-
legt væri að koma á friði í
landinu og völdin yrðu feng
in að nýju í hendur Patrice
Lumumba forsætisráðherra.
Lagði konungur fram tillögur
í fimm liðum um þetta i fram
kvæmd.
Fundur um
menntun
og vísindi
A vegum Evrópuráðsins starf
ar nefnd, sem f jallar um æðri
menntun og vísindastörf.
Nefnd þessi kom saman á fund
í París snemma í desember.
Á fundinum var ákveðið að
fela sjö sérfræðingum að at-
huga samvinnu háskóla Evr-
ópu og Afríku. Þá var rætt um
hvernig fá megi yfirlit yfir,
hvaða vísindastarfsemi fer
fram í Evrópu. í því sambandi
var ákveðið að gera skrá um
rannsóknarstofur í rafeinda-
tækni og að framkvæma athug
un varðandi rannsóknarstof-
ur, sem ekki eru tengdar há-
skólum. Þá var ákveðið á fund
inum að rannsaka, hvernig
kennslu í ýmsum lítt þrosk-
uðum tungumálum er hagað
í evrópskum háskólum og sam
þykkt ályktun um nauðsyn
þess að auka kennslu í kín-
versku. Loks var ákveðið að
fram skyldi fara athugun á
samvinu þeirra aðila, sem
vinna að svipuðum verkefn-
um og nefndin.
Fund þennan sátu fulltrúar
þeirra ríkja, sem eiga aðild
að Evrópuráðinu auk all-
margra áheyrnarfulltrúa. Af
íslands hálfu sátu fundinn dr.
Snorri Hallgrímsson prófessor
og Steingrímur Hermannsson
framkvæmdastjóri Rannsókn
arráðs ríkisins.
)Frá upplýsingadeild Evr
ópuráðsins).
TÍMINN, föstudaglnn 6. janúar 1961.
tvo gistivini mína, hreppstjóra úr
sveit og son hans tvítugan.
Hvorugur þessara manna hafði
áður í þetta hús komið. Og hvor-
ugur þeiirra kynnzt málverkum
nema lítillega á einkaheimilum.
Þessir menn voru þarna strax eins
og heima hjá sér, þeim lágu leynd
ardómar myndanna í augum uppi
eigi síður en mér, þeirra sem
emkum vöktu athygli þeirra og
um var rætt. Urðu mér viðhorf
þessara gáfuðu náftúrubarna þá
eins og enn ein vísbendingin um,
að ekki er siglt út úr korfi hins
normala manns — náttúrubarns-
ins — með þessari tjáningarað-
ferð. Heldur er hér um nýsköpun
að ræða, nýja leið að fegurðar-
skyni mannsins, sem um ókomin
ár og aldir á eftir að gleðja auga
cg hlýja hug.
En þess er þá að geta, að um-
rædd sýning Svavars að þessu
sinni stendur nú Jiér, sakir þess
orðstírs, sem húiT hlaut í Dan-
mörku, en þar minnast nú forystu
menn og brautiyðjendur í abstrakt
list sigra sinna með yfirlitssýn-
ingum, en Svavar var einn í þeirra
hópi sem þarna fóru fremstir og
fyrir það var hann með þeim
hætti hylltur í okkar gamla sam-
bandslandi, að sýning Svavars hér
er eins konar bergmál af þeim
hróðri, sem Svavai'i féll þar í skaut.
G. M.
Ekkja Niels Finsen 93 ára
Hinn 12. desember s.l. var ald-
arafmæli Níéls Finsens, eins
hins frægasta manns af íslenzku
bergi. Hann fann upp læknandi
mátt ljóssins og er því frum-
kvöðull Ijóslækninga og færði
með því þúsundum sjúkra
inanna heiibrigði og hreysti á
nýjan leik. Hann lézt fyrir 56
árum, eigi löngu eftir að hann
hlaut Nóbelsverðlaun fyrir vís-
indastörf sín og uppgötvanir.
Ekkja Fmsens frú Ingibjörg,
dönsk kona, lifir enn 93 ára að
aldri. Þessi mynd er af henni,
tekin fyrir nokkrum dögum, er
dönsk blöð höfðu viðtöl við hana
1 tilefni aldarafmælis manns
hennar. Frúin heldur á mynd af
manni sínum.
Þessa afmælis hefur lítt verið
getið í íslenzkum blöðum, og
ekki heldur í útvarni. Má það
kynlegt heita, og víst var ævi
lians með þeim hætti, að mikill-
ar frásagnar er verð.
Kjarnaofn springur
í Bandaríkjunum
Idaho Falls, Idaho 4. 1. (NTB).
í gærkveldi varð hér1 sprenging í
kjarnaofni og biðu þrír menn
bana af völdum hennar. Kjarna-
ofn þessi er í um það bil 60 km.
fjarlægð frá Idaho Falls.
Lík eins þeirra, er fórust, hefur
verið flutt á brott í sjúkrabifreið
en vegna geislunarhættu hafa lík
hinna tveggja verið einangruð í
klefa þeim, þar sem sprengingln
varð. Þau boð voiu látin út ganga
í dag, að efcki væri frefcari hætta
á ferðum vegna þessarar spreng-
ingar.