Tíminn - 06.01.1961, Blaðsíða 11
'Í'ÍM IN N, föstudaglnn 6. janúar 1961. 11
Lárusar Salómonssonar
Hátta-hylling
Allir landsmenn þekkja Lárus Salómonsson, skáld,
glímukappa og lögregluþjón. Af öllum þessum greinum
er Lárus kunnur, ekki hvað sízt af glímunni, en þá íþrótt
hefur hann stundað af fræknleik og hans niðjar. Fuglarnir
á Tjörninni þekkja hann líka. Þegar stokkendurnar, svan-
irnir og krían fara að huga að hreiðurgerð í Tjarnar-
hólmanum á vorin, þá kemur Lárus og verndar þá fyrir
ránfuglunum með byssuskotum. Til þess notar hann
haglabyssu eða stóran kíkisriffil, þann sem hann heldur
á á myndinni hér að ofan.
Lárus á mikið af byssum. Þær hanga á veggjunum í
skrifstofunni hans. Þegar undirritaður kom að heimsækja
Lárus fyrir nokkrum dögum og sá þessar byssur, spurði
lítill drengur sem var með í förinni, hvað hann gerði við
byssurnar. „Ég nota þær til að skjóta vonda fugla“, sagði
Lárus við drenginn. Svo sýndi hann litla drengnum skraut
legan fugl, sem stendur á borðinu hjá honum. Þann fugl
má trekkja upp og þá tipplast hann áfram og baðar vængj-
unum. „Þetta er góður fugl“, sagði Lárus.
En Lárus á fleira heima hjá sér en fugla og byssur.
Hann á þar kjörgripi sem erlendir þjóðhöfðingjar hafa
gefið honum fyrir drápur þeim fluttar. Hann hefur gefið
út tvær ljóðabækur og kemur enginn dagur yfir hann
svo hann yrki ekki kvæði eða stakar bögur. Lárus er ekki
unnandi nútíma ljóðlistar. Hann heiðrar hefðbundið form
eins og hann segir sjálfur í kvæðinu, sem hér fer á eftir,
en það kallar hann „Hátta-hylling“:
Heiðra þú hefðbundið form
— háttanna dýrustu snilld.
Finndu hinn fallglaða storm.
Formið og tungan er skyld.
Heiðra þú háttanna ætt
— hástuðlað, guðborið mál.
Listin í lífið er rætt:
ljóðið kemst næst vorri sál.
Hátturinn heimtar sinn blæ,
hrynjandin fall sitt og róm.
Ljóðið er ljósvakans fræ,
lagboðans geymir það hljóm.
Hafðu sinn hátt eins og ber
— hefðbundið form á sinn
rétt.
Hrynjandin hreimfögur er
háttréttum bragliðum sett. •
Andans ber atgjörvi hæst
orðbundin stuðlanna list,
tilþrifin töfrandi glæst.
Tungunnar íþrótt var fyrst.
Stærir oss Starkaðarlag,
etuðlar við aldanna nið.
Ennþá sem áður í dag
una menn bragkli^inn við.
Björt stíga Bjarkarmál hrein.
Braga er hátturinn frjór.
Listskrúðug lauf ber á grein
ljóðstofninn fagur og stór.
Refhvörf og Runhendan dýr,
Riðhent og Greppsminni
snjallt—
Kyngin og kveðandin gnýr
kallar fram manngeðið allt.
Egils þú iðka skalt hátt.
Alhent þér kynna sem bezt.
Drótthendu dýrka þú átt
dáðstór, en Hrynhendu me'st.
Fyrst skaltu Fornyrðislag
frjálslegt þér kynna og sjá
Ljóðahátt leysa af brag
lágsigldu skáldunum hjá.
Hagmælt er hugljúft og Stælt
hýrt kliðar Bálkarlag við
Áttmæltu einnig fæ hælt;
uppfæri Liðhent á svið.
Hógvær bæn lítils manns
Á Vordingborg-sjúkraiiúsinu
í Danmörku liggur fimmtugur
kranastjóri, Andersen að nafnl,
með báða faetur reifaða og
strengda upp úr rúminu. Hann
mölvaði fæturiM skömmu fyrlr
jól, þegar hann stökk út úr
stýrishúsi kranans og kom nið-
ur í ruslbing eftir sextán metra
fall. Kraninn valt af sporinu
vegna jafnvægismismunar, og
stýrishúsið sundraðist gersam-
lega, er það liafnaði á jörðinni.
— Ég vissi vel að dauðinn var
nærri, segir Andersen, og ég
hugsaði til konunnar minnar.
Svo flaug mér í hug það, sem
ég hafði hvað eftir annað heyrt
um þessháttar slys og ég vissi
að það var aðeins einn mögu-
leiki til að lialda líftórunni, að
stökkva út. Myndln hér .að neð-
an er af Andersen í rúminu.
— Amalía, nú megum við vona að smáþjóðirnar fái eitthvað að segja árið 1961.
Tilsagt og Tvískelft sig ber.1
Tugdrápulag met ég smátt. j
Samhent og Sextánmælt er
seimlíkt við Orðskviðuhátt.
Munnvörp og Málahátt tel.
Mest prýðir Drögur þó tvennt.
Detthent og Dunhendu vel við.
Draugshátt og Veggjað fæ
kennt.
Fossandi Fleinsháttur er.
Fjórðungalok ber sinn nið.
Skáldforna Skjálfhendan ber
skyldleika Rétthendu við.
Hjástælt og Haðarlag er
hreimlétt, og Klifað er bjart. I
All't þetta ættmót sitt ber.
Öðru hér líkist svo margt.
Heilmarga hætti ei tel;
háttleikni þeirra samt met.
Bragháttu bezta ég vel,
boðlega aðeins fram set.
Stakan er sterkbyggð og
hrein.
stendur í skyldleika viö
háttanna hásprottnu grein,
hefur sinn rímmjúka klið.
Geymum vorn göfuga arf,
goðmagnað háttanna stál.
Látum ei ljóðfífla starf-
leirsetja Starkaðar mál.
Þetta segir Lárus um hættina, „vorn göfuga arf“. Víst
er að margir verða ósammála viðhorfi hans til nútíma
ljóðlistar. En Lárus er ekki banginn í sinni afstöðu, og
andstæðingar hans eru það víst ekki heldur. Vilji þeir
andmæla Lárusi eru þeir velkomnir á síðuna hér og hvenær
sem er. — b.ó.