Tíminn - 06.01.1961, Page 13
13
TÍMINN, föstudaginn 6. janúar 1961.
HATZ-diese!vél
Eins og undanfarin ár, mun-
um vér nú á þessu ári útvega
þeim bændum, sem þess óska,
súgþurrkunartæki.
Bændur, er ekki hafa raf-
magn, geta valið milli tveggja
tegunda af aflvélum. þýzkra
HATZ dieselvéla og enskra
ARMSTRONG SIDDELEY
dieselvéla. Báðar þessar teg-
undir véla eru loftkældar og
hafa reynzt afburða vel.
Ennfremur má velja milli 3ja gerða af blásurum, sem
verða munu til á lager
1. blásari (gerð S 11) upp að ca. 60 m2 hlöðustærð
2. blásari (gerð H 11' upp að ca 90 m2 hlöðustærð
3. blásari (gerð H 12) upp að ca. 180 m2 hlöðustærð
Blásarar fyrir stærri hlöður eru smíðaðir eftir pöntun.
Þeir bændur, sem hafa hug á að kaupa slík tæki fyrir
næsta sumar, eru beðnir að hafa r.amband við oss nú
þegar.
H-11 blásarar
Orðsending frá Landssmiðjunni I bænda
Tómas sextugur
(Framhald af 9. síðu.)
eins og Að Áshildarmýri og
Dagur Noregs. Þar segir skáld
ið:
Og þjóð sem. áður orti með
bleki og penna,
yrkir um þessar mundir með
blóði og stáli
hetjukvæði sem geymast ó-
bornum öldum.
Og aldrei var betur kveðið á
norrænu máli.
Þó unir skáldið bezt „gullnu
víni, ljúfum leik við ljóð og
draum“ og helst vildi hann
ekki líta veröldina í „óskáld-
legri birtu". Og skýringin er
nærtæk:
Og hvernig ætti fugl við lygn
an fjörð
að festa sér í minni degi
lengur
þann heim, sem leggur úlfúð
í sinn vana?
Skáldið horfir ekki óraun-
sæjum augum á kaldan veru-
leikann og gyllir hann fyrir
sér, hann snýr ekki heldur
við honum baki á flótta eins
og sumir vilja halda fram,
heldur skapar hann sér nýj
an heim draums og fegurðar
og lifir þar lífi sínu. Og fá
íslenzk skáld hafa komist
lengra en Tómas í því að
gera þennan draumaheim að
veruleika.
í skuggalegum skðg
af skynjunum og kenndum
sál þín bjó
Á vííavangi
(Framhald af 7. síðu).
þótt ofurlítið sé nú dregið
úr ágengdinni. Á þessu ári
á að ræna sjómenn og út-
vegsmenn um upphæð sem
nemur ca. 14 aurum á hvert
kíló — eða a.m.k. 140 millj.
króna. — Það á að halda
vaxtaokrinu áfram, útgerð-
inni og þar með þjóðinni allri
til ómetanlegs tjóns. Hags-
munum höfuðbjargræðisveg
arins á að fórna á altari |
Seðlabankans til vegsemdar j
„viðreisnarguðnum“, sem'
sannur er að mörgu illu en
engu góðu.
Sjávarútvegsmálaráðherra
gerir sér fulla grein fyrir
þeim þungu álögum, sem
hann hefur lagt á útgerð-
ina. Hann virðist hins veg
ar hreint ekki vera á því að
afnema þessar álögur.
sér athvarf, bak við heimsins
harm og trega.
í ljóðum sínum hefur Tóm-
as Guðmundsson höndlað þá
fegurð sem hann dreymdi og
þar hafa rætzt þær vonir og
þrár sem urðu úti í veruleik-
anum. Og jafnframt hefur
hann gefið okkur daggarperl
una á stráinú. hina bláu gleym
mérei, dýrðarbláan himin
og nið elfunnar í hinni haust
fögru ættiörð trega síns.
í Ijóðum sínum hefur Tómas
gróðursett hið „dularfulla
blóm í draumi“ þjóðar sinnar. j
jj- 1
Gróíur og garðar
(Framhald af 4. siðu).
með þuriu barri, en votum rót-
um í pokana alveg nýupptekn-
ar. Síðan skal láta pokana
standa upp á endann svo að
raki sem kann að myndast sígi
niður að rótunum. Geymslan
skal vera loftgóð og sól má
aldrei skína á pokana. Lendi
þeir í sólskini, verður fljótt
heitt í pokunum og hætt
við skemmdum af myglu o.fl.
Mýs og rottur hafa stundum
komizt í pokana og nagað göt á
þá til s'kemmda. Ekki má stafla
pokunum saman, einkum ef loft
r'æsting ekki er í lagi. Eigi þeir
að geymast lengi, má aðeins
raða þeim í eitt lag. Ensku, al-
gengustu plastpokastærðirnar
eru frá 10 x 16”—24 x 45”.
Rúmast 100—250 fræbeðajurtir
í þeim minnsta, en 1000—7000
í þeim stærstu. Beztir þykja
sterkir, þykkir pokar 0,127 mm
(500 ,,gauge“), og má nota
slíka oftar en einu sinni. En
helmingi þynnri plastpokar eru
einnig notaðir. — — ,
Ekki veit ég hvort þessi
plas'tpokageymsluaðferð mundi
henta hér á landi, eða hvort
pokarnir eru nógu ódýrir. (Að-
ferðinni er m.a. lýst í „Gaitner-
Tidende“ nr. 50 árið 1960).
Málflutningsskrifstofa
MálflutmngssrC'ií ínnheimta.
fasteignasala.
Er þetta sambærilegt?
Framhald af 7. síðu.
ur óbeinlínis tjóni, jafnvel þótt
mikil fríðindi næðust á öðrum
sviðum.
En ef ekki er samið, má búast
við sama framferði af Bretanum,
þrátt fyrir bitra reynslu hans frá
Súez og viðar og þeim byggðum
á árangri, sem hann hefur senni-
lega ttúað að yr'ði af herhlaupi
sínu á íslenzka landhelgi, og
mætti hann þó af þessu hvoru
tveggja draga lærdóm.
Fyrir okkur íslendinga er ein-
sýnt að sýna áfram þá einbeitni
og samhug þjóðarinnar, sem vei'ið
hefur og hvika í engu frá rétti
okkar.
Magnús Þorgeirsson.
er opinn í kvöld.
Kvartett Kristjáns Magnússonar
Söngvari: Elly Viihjálms
Jón Skapiason hrl.
Jón Grétar Sigurðsson, lögfr.
Laugaveg' 10.-. i2 hæð)
Sími 11380
Auglýsið í Tímanum
Barnaleíkriti'ð
LÍNA
LANGSOKKUR
verður sýnt á morgun
laugardag 7. jan. kl. 16
í Kópavogsbíói.
Aðgöngumiðasala í Kópavogsbíó frá
kl. 17 í dag og kl. 13 á morgun,
laugardag.
Ctibúið
í ÁRÓSUM
Hinn vinsæli gamanleikur.
15. sýning
'verður fimmtudaginn 12. jan.
kl. 20,30 í Kópavogsbíói.
Aðgöngumiðasala í Kópavogsbíói frá
kl. 17 á miðvikudag og fimmtudag.
Strætisvagnar Kópavogs fara frá
Lækjartorgi kl. 20 og til baka eftir
sýninguna. .
X