Tíminn - 06.01.1961, Síða 14

Tíminn - 06.01.1961, Síða 14
14 TÍMINN, föstudaglnn 6. janúar 1961, Mér skjátlaðist. í stað þess lyfti - hann höfðinu á mér og skaut púðanum undir. — Segið mér hver hann var, hvíslaði hann hásum rómi. — Eg vil fá að vita hver hann var. Eg verð að vita það- Ef það hafði verið hann þá þurfti hann ekki að spyrja. Þá hefði hann vitað. EftirvæntmgLn og spennan hafði verið svo þung að nú þegar henni létti, fann ég svitann perla af enninu á mér. Eg lá máttvana og lok aði augunum af þeirri ein- földu ástæðu að ég gat ekki haldið þeim opnum. Meðan ég lá svona var bar ið að dyrum. Tilrauninni var lokið. Marty sneri sér að dyr unum án þes-s að skilja nokk- uð. Og þetta hafði átt að bjarga lífi mínu! — Kom inn, sagði ég hæg- látlega. Vikadrengurinn kom í gætt ina og ég bað hann að útvega nokkrar sígarettur. Eg reyndi að henda reiður á hugsunum mínum. Nú var Marty sem sagt sýkn saka. Og þótt ég væri vonsvikin þá fann ég mér til undrunar óseigjanlegan létti fylla huga minn. Og ég sagði furðu lost in við sjálfa mig: Hamingjan góða, þér er farið að þykja vænt um þennan auma ræfil, fyrst þú verður svona fegin. Eg reis loks á fætur og gekk að spegilbrotinu á veggn um. Nú get ég farið, hugsaði ég. Hingað var enga sönnun að sækja. Eg hafði gleymt honum, ég hafði gleymt að ég hafði hætt að tala við hann í miðju kafi, vegna þess að fyrir mér var samtalinu lokið, en fyrúr hann var það að ná hápunkti. Hann stóð líka á fætur, kom til mín og lagði höndina á öxlina á mér. Eg sneri mér að honum en hafði allan hugann við að setja á mig húfuna. — Segið mér hver hann var. Segið mér það. — Hvers vegna? Hvaða ýnægj u hafið þér að vita það. Það er búið að handtaka einn mann og hann verður tekinn af lífi innan skamms. • — Það kemur mér ekki við, og gagnar mér ekki, sagði hann. Eg geri hvorki hið opin bera ákæruvald né ríkið. Og mér kemur ekki við, hvern ríkið drepur fyrir þetta morð. Það var ég sem elskaði hana. Eg vil fá að vita, hver gerði það, hvaða hendur það voru, sem kyrktu hana. Það er sama þótt ríkið láti taka tíu manns af lífi fyrir glæpinn, sá sem gerði það, er og verð ur hinn seki. — Eg veit það ekkt, sagði ég. — En þér sögðust hafa séð hann. — Eg skrökvaði þvi, sagði ég. — Þér segið ósatt. Þér hald ið að ég sé bara aumingi og Eg mundi ekki eftir neinu nafni sem ég gat sagt hon- um. — Jú, ég skal segja yðar, hvar hann er .. . ég s-kal segja yður það .... hann býr á þriðju hæð í . . . Eg slengdi framan í hann nafni og heim ilisfangi — Sleppið mér þá, stundi ég og barðist við grátinn af sársaukanum. Hann veik til hliðar, ég Eftir Cornell Woolrich 22 ekki þess verður aö fá að vita um það. En ég verð að fá að vita þetta — aðeins þetta, ég vil vita, hver það var sem myrti hana. Eg gekk i áttina til dyra, en hann varð fyrri til og etillti sér upp fyrir framan mig. — Eg sleppi yður ekki. Þér vitið hver gerði það og ég leyfi yður ekki að fara, fyrr en þér segið mér hver er morðinginn. Eg reyndi að ýta honum til hliðar, en hann tók þéttings fast um ulnliðinn og hélt mér. Við slógumst eiginlega og sú hugsun hvarflaði að mér að ef hann félli fyrir freisting- unni að kyrkja mig, þá hefði ég enga von um að komast undan. — Hættið þessu! Látið mig vera, kveinaði ég. — Þér eruð skepna. Eg gat auðvitað hrópað á hjálp, en ég vildi ekki að fólk kæmi drífandi úr öllum átt- um. Hann sneri ruddalega upp á handlegginn á mér og ég þoldi ekki við fyrir sársauka. En mér gagnaði ekki að segja sannleikann, því að honum trúði Marty ekki. — Ætlið þér að segja mér það, ætlið þér að segja mér •það, endurtók hann hvað eft ir annað. reif upp dyrnar og þaut niður. Á leiðinni út úr hverfinu hugsaði ég með mér, að það hefði verið eins gott að ég lét hann fá einmitt þetta þeimilisfang. Það var ekki að vita upp á hverju hann tæki. Eg hafði látiö hann fá nafnið og heimilisíang mitt. Það er erfitt að bíða í myrkri eftir að tekið verði í hurðarhúninn, oíurhljóðlega og vera komi inn sem boöberi dauðans. Nóttin var kyrr og i herberginu mínu rikti enn meiri kyrrð. Hið eina, sem benti til nærveru minnar var glóðin á sígarettunni og tikk armbandsúrsins. Það var siðasta tilraunin, sem ég gerði við Marty, þó að ég hefði ekki undirbúið þessa. Nú taldi hann sig vita hver hefði mvrt konuna, sem hann elskaði ofar öllu ööru | í lífinu. Einhver sem hét i „French“ — hann myndi sjá nafnið niðri i forstofunni — og byggi í þessu húsi á þess- ari hæð og i þessu herbergi sem ég var nú. Spurningin var aðeins hvað ætlaöizt hann fyrir? Hvaö hugðist hairn gera? Eg hafði myndað mér mína skoðun um þá hlið málsins og það var þess vegna, sem ég sat hér í hmpri klukkan þriú að nóttu, í stað þess að liggja í rúminu eins ot: eðlilegast var. Og ég sat í stói sem var í öðrum enda herbergisins, eins langt frá rúminu og dyrunum og ég gat fært hann. Eg hafði háttað mig og far ið upp i rúm, legið vakandi nokkrar klukkustundir, þeg- ar ég fékk hugboð um, að ég væri í yfirvofandi hættu. Að síðustu hafði ég ekki fest eirð í rúminu. Hvers vegna viJdi hann fá nafn og heimfflisfang morðingjans, sem ég þóttist hafa séð? Og á þeirri stundu varð mér ljóst, hvað fyrir honum vakti. Hann vildi hefna dauða elskunnar sinn- ar. Sama hvað það myndi kosta, hann varð að hefna sín á „morðingjanum“. Eg kveikti ljósið á nátt- lampanum og sagði við sjálfa mig: Eg þori ekki að liggja lengur. Ef ég geri það, á ég kannski ekki eftlr að vakna til þessa lífs framar. Eg fór í slopp og hafði ljós ið kveikt um stund, en áttaði mig á því að ef ég slökkti ekki ljósið myndi hann ekki koma inn. Og þá yrði það bara næsta nótt. Og þetta var lokatilraun- in. Ef hann kom hingað í þeim tilgangi að drepa þenn an „French“ haföi hann um leið sannað sakleysi sitt á morði Miu Mercer. Þvi að ef hann sjálfur var morðinginn myndi hann aldrei leita hefnd ar yfir öðrum. Ekki einu sinni geðveikur maður gerði það. Þá mundi ég að hann komst ekki inn og það myndi seinka þessu um nokkrar nætur. Þess vegna læddist ég niður og tók slána frá að innan- verðu. Nú gat hann óhindr- aður komist inn. Eg gekk aftur til herbergis míns og lokaði dyrunum en læsti ekki. Eg tók poka úr baðherberginu, sem ég geymdi í óhreint tau, setti hann í sængina þar sem ég hafði legið og reyndi að koma dálitlu mannslagi á poka- garminn. Svo breiddi ég vand lega yfir hann og slökkti ljós ið, og í myrkrinu virtist sann arlega maður liggja í rúminu. Eg vissi að þaö var hættn legt að vera inni, þótt ég i reyndi að fela mig. En þar i sem þetta var síðasta raun Martys, gat ég ekki látið mér nægja að húka frammi í gangi og kíkja þegar hann kæmi. Eg dró stólinn þvi út í dimmasta skotið, sneri bak inu fram og smeygði mér bak við hann. Kannski var hann kominn og stóð núna og horfði upp í gluggann, eins og hann hafði gert hjá Miu. Hann myndi sjá að ljósiö var slökkt og þá myndi harai voga sér af stað .... Það var kyrrð og ró úti og inni. Örlítill bjarmi frá tungl inu lýsti inn í herbergiö og féll á hurðarhúninn, og ég gæti því séð þegar har.n tæki í. Það var lika annaö sem myndi gefa mér merki um komu hans, það brakaði alltaf í þriðja efsta þrepinu í stig- anum. Marty vissi ekki um það, en ég hafði oft tekið eft ir því. Klukkan var nú fjögur að morgni og ég haíði setið í hnipri bak við stólinn síðan klukkan eitt. Tikkið í úrinu mínu lét hátt; tikk, tikk, tikk, tikk, tikk .... Eg heyrði allt í einu brak í stiganum og vissi að þetta myndi vera þriðja þrepið; hann var þá kominn svona nærri. Eg flýtti mér að drepa í sígarettunni og einblíndi á hurðarhúninn. Það leið iöng stund — mér fannst það heil eilífð — og ekkert gerðist. Ef einhver stóð fyrir utan dyrnar, vai hann sjálfsagt að athuga hvort nokkuð hljóð bærist að innan; hvort öilu væri ekki óhætt. UTVARPIÐ Föstudagur 6. janúar: 8.00 Morgunútvarp: 9.30 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Vi3 vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 18.00 Bamatími í jólalokin Helgj og Hulda Valtýsdætur stjórn; tímanum 18.25 Veðurfregnir. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Karl'akórinn Geysir á Akur- eyri syngur. Söngstjóri Árni Ingimundarson. 20.35 „Hver rífur svo langan fisk úr roði?“: Þrettándavaka tek in saman af Stefáni Jónssyni og Jóni Sigurbjörnssyni. 21.40 Kvennakór Slysavarnafélagsin; og einsöngvarar syngja óper- ettulög. Söngstjóri: Herbert Hri- bersehek. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Og stund líður": Gamanþátt- ur með söngvum eftir rjóh og jójó. Leikendur: Kristín Anna Þórarinsdóttir og Ævar R Kvaran. Hljómsveitarstjóri: Magnús Pétursson. 22.50 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. •IRÍKUR VÍÐFÖRU Merki Jómsvíkinga 49 Eiiíkur snýst áhæli og skundar inn til læknisins. Þar liggur þá gamalmennið og engist af krampa- flogum. — Hvað er að? hrópar Eiríkur óttasleginn. Læknirinn starir fram fyrir sig stirðnandi augum og neytir síðustu krafta til að rísa upp við dogg og benda á flösku. — Réttu mér hana strax!, stynur Ihann. Um leið og hann hefur sopið gúlsopa af flöskunni, fær hann lit- arhátt sinn aftur og flogin hætta. — Þú hefur borgið lífi mínu, Ei- x'íkur, segir hann.' — Þetta sem þú færð mér er banvænt eitur. Ég reyndi það á sjálfum mér og hefði dáið strax í stað ef ég hefð iekki átt þetta mót- eitur og þú rétt mér flöskuna. I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.