Tíminn - 06.01.1961, Síða 16

Tíminn - 06.01.1961, Síða 16
Föstudaginn 6. janúar 1961. 4. bla3. Þrettándinn: — Jólasveinarnir fara í dag ☆ Hér getur að líta húsakynni Atuagagdliutit þegar blaðið kom fyrst út. 1864 var byggður kofi sá, sem sést til vinstri og þar var blaðið til húsa fram til 1896. Grænlenzkt blaðlOOára Fyrsta myndskreytta blað- ið í Danaveldi, sem hefur kom Frá sements- verksm.tilDetroit Dr. Sigmundur Guðbjarnar son, sem verið hefur yfirverk fræðingur við Sementsverk- smiðjuna á Akranesi flytur nú til Detroit-borgar í Bandaríkj unum. Mun hann þar vinna að rannsóknarstörfum. Við brottför dr. Sigmundar hélt starfsmannafélag Sements- verksmiðjunnar honum sam- sæti og voru honum færðar margar góðar gjafir. Dr. Sig mundur var maður mjög vin sæll af öllum starfsmönnum. -G.B. Svo tíndust þeir í burtu. — það tók þá frost og snjór. Á Þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór. Fyrir löngu á fjöllunum er fennt í þeirra slóð. — En minningarnar breytast í myndir og Ijóð. •V*; ☆ Teikning eftir Tryggva Magnússon Vísurnar gerði Jóhannes úr Kötlum Mullersmót haldið við Skíða skálann næstk. sunnudag ið nokkurn veginn reglulega út, er aldargamalt um þessar mundir eða nánar tiltekfð 1. jan. s.l. Blað þetta er gefið út í Grænlandi og heitir á græn- lenzku Atuagagdliutit, hvað ekki mun þýða annað en frétt ir, sem mönnum er boðið upp á. Landstjóri Dana í Godhaab, H.J. Rink stofnaði þetta blað og keypti fyrir 250 rikisdáli litla prentsmiðju. Var blaðið til húsa í híbýlum landstjóra fyrst i stað en síðar í kofa einum, þar sem pappírinn reyndist iðulega orðinn að ís- klumpum er til átti að taka. Frá upphafi vega var blaðið myndskreytt og heilar frá- J Flestir beztu skiðamenn Reykjavíkur taka þátt í keppni um Mullers-bikarinn svoneínda. sagnir í. myndum einvörð (Framhald á 2. síðu.) Skíðamót það, sem kennt er við brautryðjanda skíðaíþrótt arinnar L. H. Muller, og er svigmót, fer fram á vegum Skíðafélags Reykjavíkur n.k. sunnudag við Skíðaskálann í Hveradölum og hefst kl. 2 eh. Mótið mun standa yfir í rúm- lega 2 tíma . Keppt verður í fjögra manna sveitum og munu tvær sveit ir verða frá hverju félaganna, Ármanni, ÍR. og KR. Samtals verða því 24 kepp endur sem fara tvær ferðir hver. Sú sveit sem ber sigur úr být um fær afhe,ntan farandbik- ar þann, „Mullersbikarinn“, sem gefinn var af fjölskyldu L.H. Mullers í tilefni 45 ára afmælis Skíðafélags Reykja- víkur, fyrir tæpum tveimur árum. Þegar félag hefur unn ið bikar þennan fimm sinnum fær það hann til eignar. Þátt takendur í fyrstu sveitinni fá aukaverðlaun. Ennfremur stendur til að sá keppandi sem fær bezta samanlagðan brautartíma, fái sérstök verðlaun sem gefin verða í tilefni þessa fyrsta „Múllersmóts". Sl. tvo vetur varð eigi af keppni þesari vegna snjóleys is við Skíðaskálann þegar mót ið skyldi fara fram. — Búast má við harðri keppni þar s«m allir eða flestir beztu svig menn Reykvíkinga leiða hér saman hesta sína. í slíkri sveitarkeppni þarf keppandi sérstaklega að gæta L. H. Múller öryggis til þess að sveitin verð: eigi úr leik auk þess sem hver einstakur verður að leitast við að ná sem beztum braut- artíma. Það dugir ekki minna en LÍDÓ! Jú, þessi mynd er alislenzk, meira að segja tekin í gaer. Og hvar? Á nýja fæðingarhelmillnu Forstöðukonan þar, Hulda Jensdóttir, sagði að þetta væru hennar eigin börn, og skulum við e! í«m það;rEn storkurinn stendur á stigapaili og hefur staðið þar öll jóiin. við Elríksgötu. !■:! rengfa hana Eins og áður hefur verið Igetið í fréttum, standa Fram- ! sóknarfélögin í Reykjavík fyr | ir skemmtun hinn 11. þ.m., i þár sem m.a. verður spilað ;BINGÓ um glæsilega vinn- | inga. Nú hefur hins vegar kom Jið á daginn, að Framsóknar- Jhúsið verður of lítið, og ekki dugir minna en stærsta veit- ingahús bæjarins, LIDO. — Og þó er viðbúið að færri komizt að en vilja. Stærsti vinningurinn í Bingóinu verður far til Kaupmannahafnar og aftur til baka. En þar að auki verð u’ flugfarmiði út á land, fatnaður, værðarvoðir og margt fleira. Meðal annarra skemmtiatriða verða skemmtikraftar þeir, sem nú vinna í Lidó, eldgleypirinn Sammy Wild og Kari-Kari-systur. — Eins og sýnilegt er, verður aðsóknin ..ijög mikil, og er þeim, sem ekki vilja verða af ánægjulegri kvöld- stund, bent á að panta miða í síma 155 64 eða 129 42. Um gatnagerðar- gjald I fundargerð bæjarráðs Reykja- víkur, dagsettn 30. des. 1960, stendur m. a.: — „Lögð fram ‘il- laga bæjarverkfræðings, dags. 30. þ. m., á þá leið, að gatnagerðar- gjald verði árið 1961 sem hér seg- ir: Einbýlishús: kr. 47,00 á rúm- meterinn, raðhús: 31,00 kr. á rúm- meterinn, tvíbýlishús: 25,00 kr. á rúmm., fjölbýlishús, 4 hæðir: 19,00 kr. á rúmm. og fjölbýlishús yfir fjórar hæðir: 14,00 kr. á rúmm.“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.