Tíminn - 12.01.1961, Side 1

Tíminn - 12.01.1961, Side 1
Áskriftarsíminn er 1 23 23 9. tbl. — 45. árgangur. Qqmmnmmm Fimmtudagur 12. jauúar 1961. Kaupfél. A-Skaftfellinga semur um hækkað fiskverð - færafiskur í 1. fl. og 15 aura hækkun á góðum netafiski. Samningar hafa tekizt á Hornafirði milli Kaupfélags Austur-Skaftfellinga og út- gerðarmanna á Höfn um nýtt fiskverS. Þó var ekki búið að ganga formlega frá þeim samningum í gærkvöldi. í aðalatriðum er að_ vísu fylgt því fiskverði, sem L.Í.Ú. geiði til- lögur um, en þó gerð þau frávik til hækkunar, að færafiskur, sem yfirleiít er alls staðar talinn bezti fiskurinn, verður greiddur sama verði og límifiskur, enda sé hann vel með farinn, og fimmtán aura uppbót greidd á netafisk að full- nægðum settum skilyrðum. Netafiskur blóðgaður lifandi Skilyrðin, sem verðuppbótin á netafiskinum er háð, eru þau, að skipverjar skilji á milli þess fisks, sem blóðgaður er lifandi, og hins, sem blóðgaður er dauður. Verður uppbótn greidd á þann fisk, sem blóðgaður er lifandi, ef daglega er landað og 60% af honum telst fyrsta flokks fi'skur, að dómi mats- manns, en hitt annars flokks fiskur. Samningar við sjómenn Bátar á Hornafirði cru byrjaðir róðra og afla vel, um tíu lestir af slægðum fiski í i'óðri. Samningar hafa ekki enn verið gerðir við sjó- menn, en takist heildarsamningar ekki nú um miðjlan mánuðiinn, verður leitað hófanna um sérsamn inga á Hornafirði á grundvelli 'hins nýja fiskverðs, sem ver'ður í raun all miklu hærra, en fiskverð- tillögur L.f.Ú. og fiskkaupenda gera ráð fyrir. Tunnusmiðjan komin í gang Tunnuverksmiðjan á Akureyri tók til starf.a sl. þriðjudag. Vinna þar aS smíSinni 40 manns undir stjórn Björns Einarssonar. Um jólin kom til Akureyrar með Brúarfossi norskt efni í 36 þús- und tunnur, og verSur unniS úr þvi. E.D. Jón Trausti fékk á sig brotsjó í gærmorgun - 25 sjómílur suður af Reykjanesi. Myndin sýnir belgíska togarann Marie Jose Rosette, þar sem skipið iá við festar í höfninni í Vestmannaeyjum. (Ljósm. Jóhannes Sigmarsson). Togarinn lét ekki að stjórn - Sjópróf í Vestmannaeyjum í gær. Sjópróf fóru fram í Vest- mannaeyjum í gær út af skips tapanum í fyrrakvöld, er belg íski togarinn Marie Jose Ros- ette fórst við hafnargarðinn í Eyjum. Eins og sagt er frá f blaðinu í gær bar slys þetta að með all óvenjulegum hætti. Fyrstur var kvaddur fyrir rétt- inn Jón Sigurðsson, hafnsögumað- ur, er lóðsað hafði skipið út á ytri höfnina. Þá var kvatt fyrir vitni, er fylgzt hafði með atburð- um úr landi, Stefán Runólfsson, verkstjóri í Hraðfrystisrtöðinni. Þá var skipstjórinn kvaddur fyrir og bar framburði vitna saman við frásögn hans. (Framhald á 2. síðu.) Vélskipið Jón Trausti TH- 52 fékk á sig brotsjó í gær- rnorgun um 25 sjómílur suð- ur af Reykjanesi, er skipið var á leið til Þýzkalands með j jfisk og síidarfarm. Brotsjór- jinn gekk yfir brúna stjórn-j 'borðsmegin, braut glugga og æddi inn í hana, og eyðilagði, öll siglinga- og hjálpartæki íj brú og kortaklefa. Brotnaði j hurð, sem lá aftur úr brúnnij út á bátaþilfar, en glerbrot úr gluggum gengu í gegnum hurðina. Fjórir menn voru í brúnni er brotsjórinn reið yfir skipið. Sakaði einn þeirra, Sigurjón Pálsson, háseta úr: Hafnarfirði en hann stóð við i stýri. Skarst hann nokkuð í: andliti. Hinir sluppu ó-1 meiddir. Vélskipið Trausti, sem er Aust ur-þýzkt togskip, er eign Rastar h.f. á Raufarhöfn. Skipið var í leigu Ólafs óskarssonar. Tók það fullfermi af síld og fiski í Hafnarfirði, og lagði þaðan kl. 13 í fyrradag áleiðis til Þýzka- lands. 70 gráðu halli Kl. 4 í gærmorgun, er skipið var um 25 sjómílur suður af Reykjanesi, gekk sjórinn yfir skipið meö fyrrgreindum afleið ingum. Veðurhæð var þá um 12 vindstig og sjór þungur. Halla- (Framhald á 2. síðu.) Mynd þessa tók Ijósmyndari blaðsins af brúnni á Jóni Trausta við bryggju í Hafnarfirði í gærkvöldf. Má Ijóslega sjá hversu brúargluggarnir eru leiknir eftir ólagið. (Ljósm. TÍMINN, K.M.) Viðrædur enn árangurslausar - bls. 2 -■ ir- Tnirf-’fnriTTaágíi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.