Tíminn - 12.01.1961, Síða 11
TÍMIN N, fimmtudaginn 12. janúar 1961.
11
'.'•' y ’ ' ’
. • :
.
Lausar gerfitennur
að hverfa úr sögunni
J DÖNSKU blöðunum er nú
mikið rætt um tannkrem
sem inniheldur kísil, en Dan-
ir eru ekki á einu máli um
hvort slíkt tannkrem sé leyfi
legt í þeirra landi samkvæmt
lagasetningum. í Bandaríkj-
unum hafa menn aftur á
móti fyrir löngu komizt að
þeirri niðurstöðu að kísill í
tannkremi varni tann-
skemmdum meir en nokkuð
annað þekkt efni.
Tannlæknar í Bandaríkjun
um hafa veitt kísil-tann-
kreminu hina beztu viður-
kenningu, en vísindamenn
þar byrjuðu að gera tilraun
ir með það fyrir þrettán ár-
um. í fyrstu voru rottur not
aðar við tilraunirnar, en síð-
an var reynt að pensla tenn
ur nokkur hundruð bama
með þessu efni. Árangurinn
varð sá að þessi börn fengu
mikið síður að kenna á tann
skemmdum en venjulegt
mátti teljast. Síðan hafa
Bandaríkjamenn komizt all-
langt í tilraunum með kísil-
tannkremið.
FIANSKIR tannlæknar segja
Bandaríkjamenn hafa
komið í veg fyrir tann-
skemmdir um 30% miðað við
það sem gerðist áður en kisil
tannkremið var tekið til notk
unar.
Þá komu fram á þingi
danska tannlækna athyglis-
verðar upplýsingar um hvern
ig hægt er að laga góm-
skekkju sem lýsir sér þannig
að annað hvort efri eða neðri
gómur skagar nokkuð fram
fyrir hinn og er það mikið
andlitslýti. (Hér hafa sumir
hlotið uppnefni fyrir slíkt og
verið kallaðir „stallkjaftar"
eða „trönugemsar"). Þetta er
unnt að laga með uppskurði
og líka með tannrétingum ef
minna er að gert.
IjÁ SEGJA tannlæknar að
tími lausu gerfitannanna
sé jafnvel bráðum liðinn. Það
sem koma skal í stað lausu
gerfi-tannanna eru málm-
tengsli sem festast í kjálka-
beinið. Gerfitennurnar eru
svo festar við þessi tengsli.
Margir verða nærfellt góm-
lausir af því að nota gerfi-
tennur árum saman og vilja
þær aldrei tolla. Einnig þess
um verður hjálpað með mót-
unaraðgerðum á gómum.
Sundaug og veitingastaður
Hammarskjöld
Pretoria 10/1 (NTB). — Dag
Hammarskjöld, aðalritari S.þ.,
mun fara áleiðis til New York
n.k. fimmtudag til þess að vera
á fundi öryggisráðsins, sem hefst
þar á föstudag. Að beiðni Sovét-
ríkjanna mun öryggisráðið ræða
þann atburð, er Belgar leyfðu
her Mobutus ofursta í Kongó að
fara um Ruanda-Urundi, til þess
að komast til Kivuhéraðs í
Kongó.
Hammarskjöld hefur síðustu
þrjá daga kynnt sér ástandið í
kynþáttamálum Suður-Afríku. —
Hann hugðist halda frá Suður-
Afríku til Khartum, Kairó,
Beirút og Bombay, en hefur nú
slegið þvi á frest um sinn.
Fréttamenn í Pretoriu segja,
að Hammarskjöld hafi verið
mjög þreyttur, er hann kom til
borgarinnar í dag frá Póndó-
landi, þar sem kynþáttaóeirðir
hafa verið hvað mestar að und
anförnu.
Svört prestsmaddama
Presturinn í Hale Barns í Englandi kvæntist amerískr! negrastúlku um
jólin. Þau kynntust í Oxford en bæði voru þar við nám. Viðtökurnar sem
prestsmaddaman fékk hjá sóknarbörnunum var „langt fram yfir allar
vonir", segir presturinn. Myndin er frá brúðkaupi þeirra.
Harmsaga Sauerbruchs
í Þýzkalandi er nú vart
meira um annað talað en ný
útkomna bók um síðustu ævi-
ár hins þekkta skurðlæknis
Sauerbruch, sem íslenzkir les
endur þekkja af bókinni
Líknandi hönd. Bók þessi
nefnist Die Entlassung, en
þar er lýst á átakanlegan
hátt hversu þessi mikli lækni
trúði í blindni á óskeikulleika
sinn og gerði margar hræði-
legar skissur eftir að honum
var tekið að förlast.
Sauerbruch hafði lifað og
starfað í Þýzkalandi gegnum
þykkt og þunnt og gert sínar
velheppnuðu aðgerðir á há-
um og lágum, nazistum og gyð
ingum, kommúnistum og and
kommúnistum, vegsamaður
alls staðar fyrir nærfellt of-
urmannlega snilli á sviði
skurðlækninga. En hann slapp
ekki við fantatök ellinnar.
Hann fékk heilakölkun sem
rændi hann skynsemi og ör-
yggi án þess hann gerði sér
þess nokkra grein.
Sauerbruch varð sjúkling-l
unum stórhættulegur. Hann
gleymdi jafnvel sjálfsögð-
ustu ráðstöfunum við skurð-
aðgerðir og hundsaði hjúkr-
unarfólkið ef það dirfðist að
áminna hann.
Þesari sorgarsögu um fall
snillingsins Sauerbruch hefur
verið misjafnlega tekið í
Þýzkalandi en heimildir sagn
ritarans standa óhagga^ar.
^ • -V. . -s.-
Um nýáriö fengu íbúarnir í Roskilde í Danmörku í fyrst3 sinn a3 baöa
sig í sundlaug, sem byggð hefur veriö undir vatnsgeymi borgarinnar, og
í byrjun næsta mánaðar geta þeir farið að éta í veitingahúsi, sem verið
er að ganga frá ofan á vatnsgeyminum. Þaðan verður gott útsýni en slíkt
þykir lúxus í Danmörku, því flata landi. Myndin er af þessari byggingu. I
HlutaveBta
Húnvetningafélagið efnir til hlutaveltu sunnud.
12. febr. í húsi félagsins Miðstrapti 3 til stvrktar
Byggðasafni sýslunnar.
Þeir, sem geta gefið muni, vínsamlegast komi
’þeim á eftirtalda staði:
Verzlunina Brynju
Rafmagn h.f., Vesturgötu 10
Manchester, Skólavörðustíg 4
HLUTAVELTAN HEFST KL 2 SÍÐDEGIS
Húnvetningar! Standið saman til styrktar þessu
merka málefni.
Sauprhruch