Tíminn - 12.01.1961, Page 14
14
T í MIN N, fimmtudaginn 12. janúar 1961.
Reyndu þetta aldrei fram
ar, u»gi maður. Annars gæti
svo fari'ð að þú færir í sam-
kvæmi systur þinnar með
hönd í fatla og glóðarauga.
En Jiann hló aðeins.
— Eg þóttist líka viss um
að fá hann aftur. Það sagði
ég líka við afgreiðslustúlk-
una, þegar ég valdi kjólinn.
Það var ekki fyrr en systir
hans, Leila Mason hringdi
sjálf til mín og sagði að hana
langaði ákaflega mikið til að
hitta mig, að ég lét undan
síga. Eg skildi ekki þennan
feikna áhuga hennar á mér.
Eg hef litla holu fyrir mig,
við skulum koma þangað.
Hún leiddi mig inn í her-
bergi sitt og hringdi á þjón.
Svo sagði hún:
— Við skulum fá okkur eitt
glas af kampavíni hérna inni.
Hafið þér nokkuð á móti því?
Eg hef ekki komizt til að
tæma eitt einasta glas í botn
í allt kvöld.
Hún var yndisleg, eins og
finnst yður ekki? Hann notar
þær líka sárasjaldan og mað-
ur er alltaf að rekast á þessi
bréf um allt húsið. Eg býst
ekki við að þær klárist nokk
urn tíma.
Eg lét hana ekki fá eld-
spýtnabréfið aftur. Hér var
sönnunargagn mitt. Eg vildi
ekki sleppa því aftur.
Leila varð allt í einu al-
HVER VAR Jf
<7
■ . Eftir
Cornell Woolrich
Það var svipað og ég hafði
vænzt. Nokkrir tugir af her-
bergjum og krystalljósgkrón
ur í loftunum. Eg bjóst við
að þetta væri mjög áþekkt
því sem gerðist hjá þeim sem
eru í hæsta skattgreiðenda-
flokknum.
Systirin var líka miðdepill
inn. Hún var hávaxin og ynd
isleg stúlka, gædd þokka og
blíðu. Hún tók báðum hönd-
um um framrétta hönd mína.
— Ó, þér komuð þá eftir
allt saman! Það er að vísu
aldrei hægt að vera með þeim
sem mann langar mest til I
svona samkvæmum, en þetta
brýtur þó ísinn. Og gleymdu
nú fyrir alla muni ekki að
við tvær þurfum að tala sam
an áður en þér farið. Ladd,
þú verður að hafa gætur á
henni, svo að hún hlaupist
ekki á brott.
Hún sneri sér að gestum,
sem komu aðvífandi, en leit
þó áður til mín, rétti vísifing
ur upp og sagði:
— Og gleymið því nú ekki.
— Hún er yndisleg, sagði ég
við Ladd.
— Já, hún er ekki sem verst,
sagði hann í bróðurlegum
tón.
Það var Ladd, Ladd, Ladd,
allt kvöldið. Það var næstum
hlægilegt, hvað hann lagði sig
fram um að hafa mig einn og
út af fyrir sig. Við dönsuðum
dálítið, hann sýndi mér hús-
ið, við drukkum kampavín og
um hálfeittleytið fóru gest-
irnir að byrja að tínast burt.
Eg var alveg búin að gleyma
loforðinu okkar Leilu, og hann
leit á kiukkuna og sagði að
við gætum farið í smá öku-
ferð áður en hann færi með
mig heim. Eg veit ekki, hvort
Leila hefur verið að leita mín
en þegar ég var komin inn á
snyrtiherbergið, kom hún á
eftir mér og tók undir hand
legg minn:
— Komið, sagði hún. — Hér
getum við ekki talað saman.
27
ég sá strax, og ég komst einn
ig að raun um að hún var
prúð og viðfelldin í tali. Hún
hellti í glösin og bauð mér
sígarettu.
Og þá gerðist það ....
— Eg hefði átt að biðja
þjóninn um eldspýtur, sagði
hún, gekk að skáp og dró út
skúffu. Eg sat og beið.
— Yfirleitt er kveikjari hér
á borðinu, en hann hefur villzt
eitthvað. En það sakar ekki,
hér er gamallt eldspýtnabréf.
Hún kom aftur og settist
hjá mér og kveikti í fyrir okk
ur báðar. Eg hafði ekki fylgzt
með tali hennar, því að ég sat
sem dæmd og einblíndi á eld
spýtnabréfið .... sem hún
handfjallaði kæruleysislega.
Það var blátt og var merkt
„M“ framaná. Þetta bréf var
nákvæmlega eins og eld-
spýtnabréfið, sem ég hafði
fundið undir dyrunum í íbúð
Miu Mercer.
Eg lét eins og drepist hefði
í sígarettunni minni og sagði:
— Má ég? og tók af henni
bréfið. Eg kveikti á eldspýtu
meðan ég virti það fyrir mér
nánar. Það var enginn vafi.
Það var nákvæmlega eins og
það, sem ég hafði fundið.
Eg sagði kæruleysislega:
— Eru þetta yðar eldspýt-
ur?
— Nei, það er eiginlega
Ladd, sem á þær. Eg gaf hon
um einu sinni býsn af þessu
í jólagjöf. Fáránleg gjöf,
varleg og fór að tala um mig
og Ladd.
— Þér vitið ekki, hvað þér
eruð honum mikils virði, sagði
hún. — Eg veit að vísu ekki
um tilfinningar yðar í hans
garð og ég hef engan rétt til
að hnýsast í slík mál ....
Hún hikaði, en hélt síðan
áfram:
— En það sem ég segi yður
nú, gæti hann aldrei gert.
Þess vegna verð ég að gera
það. Látið hann ekki verða
of ástfanginn af yður. Því
verðið þér að lofa mér ....
vegna yðar sjálfrar. Það liggja
ýmsar ástæður fyrir því að
ég segi þetta ....
Eg gaf mér tíma til að hug
leiða orð hennar. Þetta var
ekki venjulegt hjal um hvort
ég væri nógu góð handa hon
um eða hann handa mér,
hvort við myndum eiga sam-
an og svo framvegis. Hún
reyndi að vara mig við honum.
Eg fann það, þótt hún segði
það ekki berum orðum. Mér
gat ekki skjátlast í því.
Og allt í einu stóð hann í
dyrunum og horfði gremju-
legur á okkur.
— Hvað varstu að segja Al-
bertu? sagði hann hörkulegar
en ég hafði heyrt hann tala
fyrr. — Var það eitthvað, sem
ég mátti ekki heyra?
Leila hló og lét sem ekkert
væri:
— Ladd, þú mátt ekki vaða
svona inn. Við gátum verið
að laga sokkana okkar eða
hver veit hvað.
— Eigum við að fara, sagði
hann við mig.
— Já, við skulum gera það,
sagði ég. Það var ekki til neins
að vera lengur.
En ég hugleiddi, hvað það var
sem hún ætlaði að segja mér.
Næsta dag fór ég á skrif-
stofuna til Floods. Hann
hlýddi á mig og sagði svo: —
En þér hafið engar sannanir
enn?
Eg sýndi honum eldspýtna
bréfið.
Hann skoðaði það og hristi
síðan höfuðið.
— í sjálfu sér er það einskis
nýtt. Þótt það gefi til kynna
að eigandi þess hafi verið í
íbúð hennar, og hafi skilið
þetta eftir þar, er það í sjálfu
sér engin sönnun. Hver sem
er gæti hafa haft það með.
Við verðum að fá ótvirætt
sönnunargagn.
— Eg veit það, sagði ég. —
Og það getur komið á hverju
augnabliki. Þess vegna kom ég
hingað til yðar. Eg verð að
búa mig undir það, en ég veit
ekki hvernig ég gæti gert það.
Það þýðir ekki að koma til
yðar eftir á og segja frá því
— ég verð að hafa eitthvað
áþreifanlegra til að leggja
fyrir yður. Getið þér ekki ráð
lagt mér eitthvað?
Hann hugsaði sig um stund
arkorn.
— Eruð þér einar í íbúð-
inni?
— Alein.
— Og þér eruð vissar um,
að eitthvað komi í Ijós?
— Já, eftir að ég fann —
komst yfir seinna eldspýtna
bréfið er ég viss um það.
— Eg skal fá menn okkar
til að útbúa eitthvað, sagði
hann. Þér verðið að sjá til að
enginn sé hjá yður, þegar
þeir koma.
Því var komið fyrir nokkr-
um dögum seinna. Flood kom
í eigin persónu til að líta eft
ir. — Leynilegt upptökutæki,
sagði hann við spurningu <
minni. — Það er innbyggður
hátalari hérna.
— Gott, þá skil ég, sagði
ég. — Og við eigum þá að
sitja fyrir framan hátalar-
ann.
— Já, ég skal gefa yður upp
hæfilega fjarlægð. Ef þið
verðið í meiri fjarlægð en svo
sem hér vérða raddirnar
daufar.
Hann dró hugsanlega línu
með fætinum.
— Haldið yður innan þessa
rúms.
Hann flutti húsgögnin til.
— Dívaninn verður að vera
aðeins nær, sagði hann. — Eg
býst við að hann verði notað
ur ....
Eg fann roðoa hlaupa fram
í kinnarnar á mér, hvers
vegna, veit ég ekki.
— Þér þurfið ekki að fara
að skápnum til að setja tæk
ið af stað. Hér er lelðslan og
slökkvari. Þér setið slökkvar-
ann upp, þegar þér viljið
byrja að taka upp. Snúran
liggur fyrir ofan divaninn og
sézt því ekki og slökkvarinn
er hér á milli púðanna tveggja
græna og gula. Og 'rleymið
nú ekki hvar hann er.
Hann gekk um og lagfærði
það sem honum fannst þörf á.
— Jæja, við skulum reyna,
sagði hann svo. — Segið nú
eitthvað, rólega alveg eins og
þér séuð að tala við einhvern.
Eg heyrði lágt suð.
— En ef hann tekur eftir
þessu hljóði? spurði ég.
Fimmtudagur 12. janúar.
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
12,50 „Á frívaktinni“: Sjómanna-
þáttur í umsjá Kristínar Önnu
Þórarinsdóttur.
14.40 „Við, sem heima sitjum"
(Svava Jakobsdóttir).
15,00 Miðdegisútvarp.
18,00 Fyrir yngstu hlustenduma
(Gyða Ragnarsdóttir og Erna
Aradóttir).
18,25 Veðurfregnir.
18.30 Lög leikin á ýmis hljóðfæri.
19,00 Tilkynningar.
19 30 Fréttir.
20,00 „Fjölskyldur hljóðfæranna":
Þjóðlagaþættir frá Unesco,
menningar og vijsindastofnun
Sameinuðu þjóðanna; IV. þátt
ur: Fiðlur.
20.30 Kvöldvaka:
a) Lestur fomrita: Lárentíus-
ar saga Kálfssonar; IX. lestur
(Andrés Bjömsson).
b) íslenzk tónlist: Lög eftir
Þórarin Jónsson.
c) Upplestur úr sagnaþáttum
Þjóðólfs (Páll Bergþórsson
veðurfræðingur).
d) Samtalsiþáttur: Ragnar Jó
hannesson ræðir við Eyjólf
bónda i Sólheimum.
21,45 íslenzkt mál' (Dr. Jakob Bene
diktsson).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22.40 Úr ýmsum áttum (Ævar R.
Kvaran leikari).
22.30 Kammertónleikar.
23,10 Dagskrárlok.
FiRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Merki
Jómsvíkinga
54
— Hefurðu heyrt nokkur grun-
samleg hljóð? spyr Eiríkur varð-
manninn. — Nokk,urt skvamp í
síkinu eða þess háttar? — Alls
ekkert, svarar maðurinn. Eiríkur
gengur kringum kastalann. —
Gæti hugsazt að Vúlfstan hefði
varpað Bolor út um ljórann, nei,
bað er ógjörningur.
En auðvitað hefði hann getað
fengið aðstoðarmann til að flytja
hann í böndum og ferja á bát yfir
síkið, sem rennur út í mýri. Eirík
ur rannsakar bakkana en finnur
engan bát. — Ekki hefur hann þó
flogið, fjanda kornið.