Tíminn - 22.01.1961, Síða 5

Tíminn - 22.01.1961, Síða 5
5 TIMIN N, SRtnnudagian 22 |M&ar 1961. L Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stjóri: Egill Bjamason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasimi: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Aðvörunarorð búnað- armálastjóra Útvarpserindi það, sem Steingrimur Steinþórsson iíutti nýlega um landbúnaðinn á árinu 1960, hefur vakið mikla athygli. Tölur þær, sém hann nefndi, sýndu nefni- lega glögglega, hvernig viðreisnin hefur leikið landbún- aðinn. Samkvæmt upplýsingum Steingríms minnkaði skurð- gröftur á árinu um 15%, miðað við næsta ár á undan. Bráðabirgðaathugun bendir til þess, að nýræktarfram- kvæmdir hafi orðið 25% minni 1960 en 1959 Innflutn- ingur á heimilisdráttarvélum minnkaði um 43%, einnig miðað við 1959. Ræktunarsamböndm fluttu aðeins mn tvær jarðýtur á árinu 1960. Byggmgaframkvæmdir í sveitum drógust stórlega saman, jafnt íbúðarhúsa og pen ingshúsa. Ályktanir þær, sem búnaðarmálastjóri dró af þessari öfugþróun, voru ekki síður athyglisverðar. Honum fórust m. a. orð á þessa leið. „Landbúnaður verður að hafa stórfellda fjárfestingu árlega, eigi landið ekki að ganga úr sér og rýrna á skömmum tíma. Ræktun, þurrkun lands, byggingar og önnur mannvirki, er standa 1 þjónustu land- búnaðarins, þurfa sífellt viðhald og áfram- haldandi umbætur. Sé þetta ekki framkvæmt á sómasamlegan hátt, fara mannvirki og allar lramkvæmdir í örtröð. Þetta höfum vér, íslenzkir bændur, crðið að sannreyna á undanförnum öídum og goldið niikið afhroð fyrir. Það verður því að vera sífelldur og stöðugur f járstraumur frá bændum og öðrum þeim, er jörðina erja, til jarðarinnar aftur, til þess að bæta hana og gera hæfa til framleiðslustarfanna. Bændur verja árlega stórkost- legum fjármunum, til þess að bæta og fegra landið.“ Ennfremur sagði búnaðarmálastjóri: „Ég hef nefnt hér nokkur atriði í byrjun hins nýja árs, sem mér virðast á margan hátt uggvænleg og það á þann hátt, að bændur athugi vel hvert og hvernig sternir og hvað eigi að gera. Gott tíðarfar er ágætt og ómetan- legt, en eitt dugar það ekki, til þess að sú þróun verði í íslenzkum landbúnaði, sem þarf að verða og vér vonumst eftir. Kyrrstaða í þessum efnum er sama og afturför Eng- inn atvinnuvegur er viðkvæmari fynr því en landbún- aður. Þar þarf sífelld framsókn að vera að verki og ekki sízt í þjóðfélagi eins og hér á voru landi, þar sem svo margt er ógert og umbætur allar skammt á veg komnar, þótt mikið og margt hafi miðað rétt fram hina síðustu áratugi.“ Þessi aðvörunarorð, sem hér eru sögð, eru vissuiega sönn, enda mælt af manni, sem þekkir hag landbúnaðar- ins manna bezt. Þessi ummæli búnaðarmálastióra mættu ekki aðeins vera bændnm, heldur þjóðinni allri mikið alvöruefni. 900 milljónir I yfirlitsræðu Steingríms Steinþórssonar sem vitnað er i hér á undan, er auk annars að finna merkilegar upplýsingar um landbúnaðarframleiðsluna á síðastl. ári. Samkvæmt þeim hefur heildarverðmæti framleiðslunnar numið um 900 millj kr., þar af nam útflutningurinn 165 millj. Það sést vel á þessu, hve mikla björg bændastétt- in dregur í þjóðarbúið. 'ERLENT YFIRLíT Leiötogí verkfallsmanna í Belgíu Tekst Renard aí gera Vallóníu aÓ sósíalistísku ríki? SEINUSTU dagana hefur heldur dregið úr átökum í Belgíu, en það stafar engan veginn af því, að þeim sé að ljúka, heldur er héir miklu fremur um nokkurt hlé að ræða. Eyskens hefur fengið „viðreisn“ sína samþykkta í neðri málstofu þihgsins, en öldungadeildin hefur enn ekki tekið málið til endanlegrar með ferðar. Líklegt þykir, að „við- reisnin" verði samþykkt þar og Eyskens fái þannig þingið til að fallast á stefnu sína. Hins vegar þykir mikill vafi á því, að hún komi nokkru srinni til fulira framkvæmda. Innan stjórnarflokkanna er mjög rætt um, að annað tveggja verði að gera, þegar þingið hafi samþykkt „viðreisnina", að stjórnin semji við jafnaðar- menn um breytingar á henni eða að þing verði rofið og efnt til nýrra kosninga. Ólík- legt er, að stjórnarflokkarnir missi meirihluta sinn í kosn- ingunum, en hins vegar myndu þeir vart berjast fyrir „við- reisninni" óbreyttri í kosninga baráttunni og eftir kosning- arnar yrði að líkindum mynd- uð ný ríkisstjórn. Vafalaust myndi heppilegast, að það yrði samsteypustjórn allra flokka, því að Belgía er í slíkum vanda stödd af ýmsum ástæðum, að þörf er á sameinuðu átaki þjóðarinnar til að rétta við hlut lands og þjóðar. Meðan það er að ráðast, hver niðurstaðan verður í þess^ um efnum, hafa jafnaðarmenn talið rétt að fara nokkuð hæg- ara í bili en þeir gerðu áður og því dregið úr verkföUun- um. Hins vegar virðast þeir reiðubúnir til að hefja bar- áttu að nýju, ef stjórnin 'æt- ur ekki neitt undan síga, þ. e. hvorki semur um breytingar á „viðreismnni“ né ' efnir til nýrra þingkosninga. í FRÉTTUM, sem borizt hafa frá Belgíu síðan þessi á- tök hófust, hefur borið mest á nöfnum tveggja leiðtoga iafn aðarmanna, sem báðir eiga sæti á þingi og hafa haÞ for- ystuna þar. Það eru þeir Leo Collard, formaður flokksins og Achiel van Acker, sem var for- sætisráðherra 1954—58. Acker. sem er orðinn nokkuð gamall, en er í miklum metum, reyndi um skeið að miðla málum en mistókst það vegna stífnj Eysk ens. Síðan hefur hann tekið upp einbeittari afstöðu gegn Eyskens. Collard hefur einnig reynt að miðla málum, en án árangurs. Það er hins vegar hvorugur þessara leiðtoga jafnaðarmanna sem er aðalkrafturinn bak við mótspyrnu jafnaðarmanna gegn „viðreisn' Eyskens Sá maður- inn, sem hefur ráðið mestu bak við tjöldin og jafnframt hefur lát:ð mest til sin taka á vinnustöðunum, er André Ren- ard, sem er einhver mikilhæf- asti og skeleggasti baráttumað- !Si:LS5f:ÍÍ® ife*. - ■ André Renard ur, sem evrópsk verkalýðshreyf ing hefur á að skipa í dag. André er snjallastj áróðurs- maðurinn, sem nú er uppi í Belgíu, og er jafnvígur í ræðu og riti. Hann er og sagður mjög snjall skipuleggjari. Hann hefur hvað eftir annað hafnað því að taka sæti á þingi Belg- íu, því að hann segist ekki hafa annan tilgang en að helga belgísku verkalýðshreyfingunni krafta sína. Það mun og ráða nokkru um þetta, að hann telur þingleiðtoga jafnaðarmanna vera of hægfara. Eg vil ekki bíða eftir því í 20—30 ár, segir André, að við komum sósíal- ismanum í framkvæmd, heldur vil ég gera það strax í dag. André er tæplega fimmtugur að aldri, fæddur í vallónska hluta Beigíu, og varð ungar verkstjóri í járnsmiðju eftir að hafa lokið tilskildu iðnnámi. Hann hór jafnframt að starfa innan verkalýðshreyfingarinn- ar og varð þar fljótt áhrifa- mikill. Hann var mjög róttæk- ur í skoðunum á þessum árjm og tók m.a. þátt sem sjálfboða- liði í spönsku borgarastyrjöld- inni. Þegar Þjóðverjar her- námu Belgíu, höfðu beir strax illar bifur á Renard og settj hann í fangelsi. Hann slapp 'f‘*v Uppdrá'ttur, sem sýnir hvernig Belgía skiptist milli Vallóna og Flæmingja. þaðan eftir tvö ár og tók eftir það mikinn þátt í starfi mót- spyrnuhreyfingarinnar. Að ' stríðinu lokmu gerðist hann starfsmaður verkalýðshreyfing- arinnar og hefur nú verið aðal- leiðtogi hennar í Vallóníu á annan áratug. Það er ekki sízt árangurinn af starfi Renards, að verka- menn í Belgíu hafa um nokk- urt skeið notið tiltölulega betri kjara en yfirleitt annará stað- ar í Evrópu og komið hefur verið upp mjög fullkomnu tryggingakerfi. Renard telur þetta hins vegar ekki nægilegt. Hann vill þjóðnýtingu stóriðn- aðarins og markvissan áætlun- arbúskap. RENARD hefur lengi verið því fylgjandi, að Belgíu yrði skipt í tvö sambandsríki, enda mælir margt með því. í raun og veru búa tvö þjóðarbrot í \Belgíu, Vallónar, sem eru franskrar ættar og tala franska tungu, og Flæmingjar sem eru hollenzkrar ættar og tala svip- að mál og Hollendingar. Um margt eru þessi þjóðarbrot ó- lík. Vallónar hafa jafnan verið róttækari í skoðunum og minni trúmenn og hefur þetta á síð- ari áram birzt í því, að jafn- aðarmenn ei/ga aðalfylgi sitt meðal þeibra. Fyrst eftir að Belgía varð sjálfstætt ríki, réðu þeir öllu meira, en smátt og smátt hafa völdin dregizt meira og meira í hendur Flæm ingja, enda hefur fólksfjölg- un og ýmsar framfarir orðið meiri í landshluta þeirra. Af þeim ástæðum hefur skilnað- arhreyfing eflzt í Vallóníu seinustu áratugina. Eftir að Renard hefur gert sér ljóst, að Flæmingjar myndu standa í vegi þess, að Belgía yrði sósíalistískt ríki. hefur á- hugi hans aukizt fyrir því, að Belgíu yrði skipt í tvö sam- bandsríki með allvíðtækri sjálf stjórn. Hann hefur nú átt meg- inþátt í þvl, að þetta mál hef- ur dregizt inn í átökin um „viðreisn" Eyskens. Andstæð- ingar hans þykjast sjá, hvað fyrir honum vaki með því. Takmark hans sé að Vallónía skuli þó alltaf verða sósíalist- ísk, þótt ekki takist að gera alla Belgiu það. En líklegt er. að Renard yr'ði áhrifamesti maðurinn í Vallóníu. ef til um- rædds aðskilnaðar kæmi Ef hins vegar færi svo. að aðrir stjórnarhættir sköpuðust meðal Vallóna' en Flæmingja, gæti bað orðið til þess að skilja þá að til fullnustu innan skamms uma. Þess vegna gæti svo' farið, að „viðreisn“ Eysk- ens kæmi af stað hreyfingu, er ætti eftir að valda enda- lokum Belgíu. Slíkt hefur þó vafalaust aldrei verið ætlun hans, heldur gildir það um hann eins og fleiri afturhalds- menn, að þeir horfa of skammt þegar þeir eru að þjóna hin- um afturhaldssömu skoðunum sínum. Þ.Þ. ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) t ) ) ) ) ) ) ) t ) ) ) ) ) ) / / ( ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ). ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) Blaðið Framsókn í Vest-i mannaeyjum. sem gefið er út af Helga Benediktssyni flyt- ur nýl. mjög þungorða grein um bátaábyrgðarfélagið í Eyj- um og vmsa forráðamenn þess. Eru bormr fjárdrættir óg fjár- svik á félagið, sem nemi milljón-i Bátaábyrgðafélag borið sökum um. Hafi félagið haft stórfé af út- vegsmönnum í Eyjunum með of háum iðgjöldum og vöxtum í skjóli hagræddrar bókfærslu. Einnig hafi rélagið haft af útflutn- ingssjóði með röngum upplýsing- um. Eru sérlega þungar sakir bornar á Björn Guðmundsson. for n'ann útvegsbændafélagsin> endurskoðanda bátaábv 'fé lcgsins, og Ársæl Svein . • ;or- seta bæjarstjórnar Ve. r i eyja og stjórnarmeðlim í bá.j- ábyrgðarfélaginu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.