Tíminn - 22.01.1961, Síða 7
7
TlMINN, suiUMMfctginn 22. jauúar 1961.
- SKRIFAD OG SKRAFAÐ
Tillaga Framsnknamtanna am frairJeiJslu- og framkvæmdaáætlun - Tillagan um stofnun
atvinnuaukningarsjóðs - Tekjur tryggðar til vega- og brúa-gerða - Styrkar til ræktunar
sambanda - Bústofnslán - Stuðningur við nýbýlinga - Lán til hafnarframkvæmda - Efl-
Eitt merkasta máliö, sem
flutt hefur verið á Alþingi
að þessu sinni, er tillaga níu
þingmanna Pramsóknarflokks
ins um undirbúning löggjafar
um framleiðslu og fram-
kvæmdaáætlun þjóðarinnar.
Tillaga þessi var flutt í þing-
byrjun og er nú komin til
nefndar í sameinuðu þingi.
Gísli Guðmundsson, sem er
fyijsti flutningsmaðurinn,
fylgdi henni úr hlaði með ýt-
arlegri ræðu.
Efni tillögunnar er á þá
leið. að ríkisstjórninni skal
falið að skipa fimm manna
nefnd til að undirbúa löggjöf
um það, hversu semja skuli
fyrir ár hvert og fyrir nokkur
ár í senn áætlun um fram-
leiðslu og framkvæmdir í land
inu með tilliti til vaxandi
fólksfjölda, nauðsynlegra
framfara og jafnvægis í
byggð landsins. Skipa skal í
nefndina einn mann eftir til-
nefningu hvers þingflokks og
bankastjóra Framkvæmda-
bankans, og skal hann vera
formaður nefndarinnar.
Heildaráætlun
í greinargerð, sem fylgir
tillögunni, er hún meðal ann-
ars rökstudd á þessa leið:
„Þjóðinni fjölgar nú ört.
Hún er og vill vera á fram-
faraleið. Landið og miðin um
hverfis það búa yfir miklum
möguleikum. En vinnuafl og
fjármagn á sín takmörk. Nauð
syn ber til þess, að þjóðin og
þeir, sem forystu hafa í mál-
um hennar, geri sér grein
fyrir því á hverjum tíma með
nokkrum fyrirvara, að hverju
skuli stefna í framleiðslu og
framkvæmdum og hvernig
þeim skuli haga, hvað óhjá-
kvæmilegt sé og æskilegast,
hvað helzt megi mæta áf-
gangi og hvers vænta megi,
ef með forsjá er á málum
haldið. Með skipulagi þarf
jafnframt að tryggja jafn-
vægi í byggð landsins. Nokkr
um sinnum hafa verið kosn-
ar eöa skipaðar nefndir til
að gera áætlanir á afmörk-
uðu sviði, og sumar ríkisstofn
anir hafa gert slíkar áætlan-
ir um starfsemi sína. í því
sambandi hafa verið gerðar
athuganir, rannsóknir og til-
lögur, sem geta orðið til
mikils gagns, ef rétt er á
haldið. Nú virðist tími til
þess kominn, að þau vinnu-
brögð verði upp tekin, að
jafnan verði samin heildar-
framleiðslu- og framkvæmda
áætlun (landsáætlun) fyrir
hvert ár og fyrir nokkur ár
í senn og að reynt verði að
fara eftir henni, svo sem tök
eru á“.
Vafalítið er, að þessi tillaga
hefur áorkað því, að ríkis-
stjórnin tók nokkru síðar að
boða framkvæmdaáætlun,
sem hún myndi leggja fram.
M. a. var að þvi vikið í ára-j
ing iðnreksturs - Stefna umbóta og framsóknar -
Fyrir Aiþingi liggur tiiiaga frá Framsóknarmönnum um að samin verði
framleiðslu- og framkvæmdaáætlun, er miði m. a. að því að tryggja sem
bezta nýtingu náttúruauðæfa iandsins. Meðfylgjandi mynd er frá jarð-
hitasvæðinu í Krýsuvík, en orka þess cr enn ónotuð, eins og svo
margra annarra orkulinda iandsins.
Hætt er þó við, að slík áætlun,
undirbúin á skömmum tíma,
verði heldur flaustursleg og
meira miðuð við áróður en
raunhæfan tilgang. Illt er, ef
þannig verður unnið að jafn
mikilsverðu máli.
Atvinnuaukningar-
til þessara fram-
1 um lán til bústofns og búvéla
kaupa. í greinar/erð frv. er
sýnt fram á, hve örðugt sé
nú efnalitlum mö'nnum að
koma sér upp bústofni eða
að eignast búvélar, og væri
því með slíkri sjóðsstofnun
stigið nokkurt spor til stuön-
ings við þá. Án slíkrar að-
stoðar, sé mikil hætta á, að
margir bændur verði að gef-
ast upp við búskap.
Þá fluttu þrír þingimenn
Framsóknarflokksins í neðri
deild snemma á þinginu frv.
þess efnis, að aukið sé fram-
lag ríkisins til nýbýlinga
þannig, að styrkurinn til
íbúðabyggingar hækki úr 25
þús. kr. í 40 þús. kr., og styrk
urinn til ræktunar úr 35 þús.
kr. í 50 þús. kr. Er þetta rök-
stutt með því, að allur til-
kostnaður hafi mjög hækkað
síðustu misserin. Þá er einnig
sjóður
Snemma á þingi, lögðu allir
þingmenn Framsóknarflokks
ins í efri deild fram sérstakt
frumvarp um framleiðslu- og
atvinnuaukningarsjóð, er
einkum annaðist það verk-
efni að tryggja jafnvægi í
byggð landsins. Tekjur sjóðs-
ins skyldi vera fast árlegt
framlag frá ríkinu 10 næstu
árin. Lán úr sjóðnum skyldi
veita til að kaupa eða koma
upp atvinnutækjum eða að-
stöðu til hvers konar fram-
leiðslu og atvinnuaukningar,
sem til þess er fallin að efla
atvinnulífið í landinu og i
framlag — r_________ ______ , , ,
kvæmda verða a. m. k. 23 tn að byggingarstyrkur
mill. kr. hærra í ár en fjárlög jinni1:i1 efnalíí'll3, bænda, sem
gera ráð fyrir
I greinargerð frumvarpsins
njóta sama réttar og nýbýl-
ingar, verði hækkaður tilsvar
er það rakið, að framlög til ancl1- Geyt er ráð fyrir i frv.
vega- og brúamála hafa stöð,aÞ heildarframlag ríkisins til
ugt farið lækkandi, miðað við ! Þe£sara' mála aukist verulega.
heildartekjur ríkisins, en Bent er á Það í greinargerð-
tekjur af benzíntolli og bif-
reiðaskatti hins vegar stöðugt
aukizt. Til þess að koma í
veg fyrir, að vega- og brúa-
gerð dragist enn meira sam-
an, telja flutningsmenn hyggi
legt að tryggja fastan tekju-
stofn í þessu skyni, og virð-
ist þá eðlilegt og sanngjarnt
að nota bifreiðaskattinn og
benzíntollinn í því skyni,
Vélakaup og
bústofnslán
Fjórir þingmenn Framsókn
arflokksins í neðri deild lögðu
fram snemma á þinginu frv.
til laga um þá breytingu á
og
stuðla að jafnvægi í byggð lögum um jarðræktar- fvrra Að viðbættn hvf fó
landstns. Lánstíminn skyldi húsagerðarsamþykktir í sveit * má að hafnaSóðir
vera 10—20 ár og vextir ,um, að ríkið veiti framlag til sen} að haÍnaJslóðir
4__6%. ’ endurnviunar á ræktunarvél- lagt fram með lántok-
inni, að víða vanti íbúðarhús
á jörðum, þar sem ræktun sé
komin í gott horf, og sé mik
il hætta á, að slíkar jarðir
fari í eyði, ef byggingarstyrk-
urinn er ekki aukinn.
Lán tií hafnar-
framkvæmda
Sex þingmenn Framsóknar
flokksins- í neðri deild flytja
, frumvarp um að ríkið útvegi
lán til hafnarbóta. Samkv.
1 frv. myndi ríkinu gert mögu- J
legt að lána hafnarsjóðum |
samtals 106 millj. kr. af er-j
lendu lánunum til viðbótar
þeim lánum, sem voru veitt
endurnýjunar á ræktunarvél- 8ætu lagt fram með lántök-
um, er nemi helmingi kostn-' urn innanla,nös, og að við-
aðar. í greinargerð frum- bæt.tu Þorlákshafnarláninu,
varpsins er sýnt fram á, að ættl Þetta að geta tryggt
vegna gífurlegrar verðhækk- j verulegt átak í hafnarmálun
unar á slikum vélum, muni um næstu misserin.
ræktunarsamböndum óger- i * greinargerð frumvarpsins
legt að endurnýj a vélakost er sýnt fram á, að þörfin fyrir
sinn, nema með aðstoð hins hafnarbætur sé víða mjög
opinbera. Þannig kosti belta- brýn. Framtíð margra álit-
vél af miðlungsstærá nú um legra staða, getur oltið á því,
622 þús. kr., í stað 385 þús. að slíkar framkvæmdir drag
kr. fyrir „viðreisnina". | ist ekki lengi úr þessu. Hafn
Fjórir þingmenn Framsókn arbæturnar eru og víða lík-
arflokksins í efri deild lögðu legar til þess aö stuðla óbeipt
fram í þingbyrjun frumvarp að stóraukinni framleiðslu og
um stofnun bústofnslána- bættri nýtingu afkomuskil-
■sjóðs. Stofnfé sjóðsins sé 20 yrða.
Undanfarin ár hefur verið
veitt árlegt framlag úr ríkis-
sjóði í þessu skyni, en hér er
lagt til, að það verði verulega
hækkað, og jafnframt komið
traustri, varanlegri skipan á
þetta má!, sem er mjög þýð-
ingarmikið landsbyggðinni.
Vega- og brúasjóður
Sex þingmenn Framsóknar
flokksins í neðri deild lögðu
fram snemma - á þessu þingi
frumvarp um stofnun vega-
og brúasjóðs. Aðalefni frum-
varpsins er að allt innflutn-. _
ingsgjald af benzíni og þunga millj. króna framlag ríkisins,
skattur af bifreiðum, skuli er greiðist sjóðnum á fjórum
renna til þessara framkv., en árum, og 30 millj. kr. lán, sem
sérstök fjárveiting á fjár- ríkið útvegi honum. Tilgangur
lögum fellur niður, yrði sjóðsins sé að veita frumbýl- ina lögðu sex þingmenn Fram
Lfíing iðnreksturs
Nokkru fyrir þingfrestun-
móíaræðu fomætisráðhcrra. v=3Si trsyting garð, myndi iugum cg cfra:brrr.d- ró!mr.rf!c!:k?ín7 frara tillögu krepprnnar.
til þingsályktunar um eflingu
iðnreksturs. Samkvæmt henni
var eftirfarandi lagt fyrir
ríkisstjórnina:
1. Að leggja fyrir rann-
sóknaráð ríkisins að taka til
rækilegrar athugunar og
rannsóknar í samráði við
Iðnaðarmálastofnun íslands,
hvaða iðngreinar geta hér-
lendis haft jafngóðan eða
betri starfsgrundvöll en hlið
stæðar iðngreinar hafa í ná-
grannalöndum íslands. Áliti
verði skilað sem allra fyrst og
það birt almenningi, svo að
orðið geti til leiðbeiningar
þeim, sem vilja hefja nýjan
iðnrekstur.
2. Að hlutast til um, að
stofnlán til iðnfyrirtækja
I verði aukin, einkum kð til
þeirra fyrirtækja, sem vilja
I hefja eða auka iðnrekstur til
; framleiðslu á útflutnings-
* vöru.
3. Að stuðla að því, að iðn-
fyrirtæki, sem komin eru á
það stig að geta hafið útflutn
ing samkeppnishæfan, fái
þegar sérstaka fyrirgreiðslu
um rekstrarlán í því skyni.
] Það er nú ljóst orðið, að
þótt sjávarútvegur og land-
búnaður eflist með eðlilegum
hætti, þá er nauðsynlegt að
gera stóraukið átak til að
efla iðnaðimn í landinu. Til-
laga sú, sem hér er sagt frá,
miðar að því, að það verk-
efni verði undirbúið sem bezt.
Stefna iippbyggingar
og framsóknar
Hér hefur verið drepið á
nokkur umbóta- og framfara
mál, sem Framsóknarmenn
beita sér fyrir á þessu þingi.
Auk þess mætti svo nefma
ýmis mál, er þingmenn flokks
ins flytja, ásamt þingmönn-
um úr öðrum flokkum, t. d.
um undirbúnimg virkjunar á
Jökulsá á Fjöllum og um
niðursuðuverksmiðju á Siglu-
firði.
í þessum tillögum kemur
stefna Framsóknarflokksins
glöggt fram. Hann vill upp-
byggingu í stað samdráttar,
aukna framleiðslu í stað
mihni framleiðslu, aukna at-
vinnu í stað minnkandi at-
vinnu. Aðeins með þeim hætti
er hægt að tryggja hér blóm
leg og batnandi lífskjör —
aðeims með þeim hætti getur
ísland haldist áfram að vera
byggilegt land. Ef til vill eru
atjórnarflokkarnir nú famir
að sjá, að þjóðin vill slík
vinnubrögð og býr því til ein
hverja áferðarfallega fram-
kvæmdaáætlum. En slík áætl
un verður aldrei meira en
pappírsgagn meðan fy!gt er
stefnu Hoovers í efnahagsmál
unum, eins og nú er gert —
stefnu samdráttarins og