Tíminn - 22.01.1961, Qupperneq 9

Tíminn - 22.01.1961, Qupperneq 9
TÍMINN, sunnudaginn 22. janúar 1961. Björn Guðmundsson frá Núpi í Dýrafirði, sem nú dveist á Akureyri, hefur sent Tímanum eftirfarandi frásögn af kynnum sínum vi þrjá aldna menn í Dýra- firði. Teiknimyndina, sem fylgir greininni, gerði Björn af einum þessara manna, Helga Bjarnasyni frá Sellátrum í Tálknafirði, þeim er síðast segir frá í þáttum þess- um. aði hásetum sínum að taka brimróðurinn, en sat sjálf- ur við stýri. Lendingin tókst sæmilega, því þeir, sem biðu, óðu móti bátnum og hugðust draga hann upp, en hann var þungur með mönnum og afla, þar með allstórri lúðu. Næsta ólag lét ekki á sér standa og reið fyrsta bára þess yfir bát og menn og svo hvert af öðru, „Guð hjálpi mér þar fér Iöan“ Hákon Pálsson var rólynd ur maður og æðrulaus, þótt ekki gengi allt sem bezt. Skal hér sögð lítil saga, því til sönnunar. Hákon átti sexæring, er hann reri stund um frá hinni gamalkunnu veiðistöð, Fjallaskaga. Það var yzta býlið, norðan Dýra fjarðar, því nær yzt á nes- inu milli Grundarfjarðar og Dýrafjarðar. Býli þetta er nú í eyði, en þar hefur verið reistur viti fyrir 6 árum og skipbrotsmannaskýli nokkru áður. Nú var það vor eitt, að Hákon gerði út bát sinn og hafði 5 háseta. Sigurður Sólberg, sonur Hákonar, var einn þeirra. Svo var það morgun einn, að allir for- menn á Skagamölum reru til fiskjar, enda var veður ágætt. Þegar leið að hádegi, dró upp bliku yfir Kópinn, nesið sunnan Arnarfjarðar. Þegar svo háttar, má búast við brimi áður langt líður, en brimasamt er þarna, enda má heita, að lendingin sé fyrir opnu hafi. Formenn irnir sáu að blikan breytt- ist fljótt í dökkan þoku- bakka, er síðan hækkaði og út fjörðinn lagði stinnings- kalda, er óðum ágerðist. Allir bátarnir voru staddir um klst. róður frá verstöð- inni. Fóru menn þá að tín- ast til lands, nema Hákon, hann sat rólegur á sínu miði. Fengu þeir að síðustu þungan barning út af Skaga töngunum, en þeir eru dá- lítið utan við lendinguna. Brim var komið og fór vax- andi, en lendingin tókst vel, og er bátar voru settir, tóku bátverjar að hyggja að Hákoni. Hann var þá lagður af stað til lands, og hafði þungan barning inn með hlíðinni. Utan við Skagatang ana er vík er heitir Krossa- vík. Þar er allgott var, að róa inn með landinu. Er Hákon var kominn inn á þessa vík, voru flestir bát- verjarnir af Skagamölum komnir þangað. Skyldi nú sá formaður, er bezt var treyst, velja lag handa Há- koni. Var það vandi mikill, því stutt er milli ólaga í vaxandi brimi. Loks kom að því að formanni virtist koma sæmilegt lag handa Hákoni og hrópuðu þá allir einum rómi til hans. Hann heyrði hljóðin og vissi þeg- ar hvað gera skyldi og skip- bátinn fyllti og hann fór með flötu og færðist nær landi, farviði og öðru skol- aði út og þá heyrðist Hákon segja með sinni góðu og gömlu ró: „Þar fór nú trog- ið og þar fór einn maður- inn, og Guð hjálpi mér, þar fór lóan".1) Margar hjálp- arhendur voru á lofti og öllu var náð er út tók, Sólbergi, flyðrunni og austurtroginu o. fl. Og bátnum var ráðið á stöfnum upp á kamb, og þar með öllu bjargað. Eftir að Hákon hætti róðr um, gerðist hann háseti á þilskipum er gengu á hand- færaveiðar. Frá Þingeyri gekk stór franskur kútter „Skrúður“, skipstjóri Guðm. Kristjánsson frá Haukadal. Hákon var þar háseti. í norðan stórhríð, sorta kaf- aldsbyl og náttmyrkri, var „Skrúður“ einhvers staðar fyrir Suðurlandi, og rakst þar á sker. Gengur Hákon þá fram að hásetaklefanum og kallar niður: „Hann stendur nú piltar“. Hákon byggði sér íveru- hús, milli Gerðhamra og Al- viðru, er hann nefndi „Sjá- Helgi Bjarnason frá Sellátrum. land“. Þar bjó hann með konu sinni, Júlíönu Þórðar- dóttur og dóttur þeirra Guðmundu, en ólánið hellt- ist yfir, skömmu eftir alda- mótin, er snjóskriða mikil tók húsið af gíunni og velti því um koll. Hákon var ekki heima, Júlíana slapp ó- meidd, en dóttirin fórst. í þessari frásögn um Hákon, er að mestu stuðzt við frá- sögn Jens Jónssonar, er þá var að alast upp á Fjalla- skaga. „Geíðu merínni tó bakskorn í nefið“ Finnbogi Friðriksson í Ytrihúsum hjá Núpi, var af- ar hæglátur, gætinn og grandvar maður. Eg kynnt- ist honum ekki mikið og má segja að einu kynnin séu þau er nú skal greina. Hann var að byggja sér lítinn bæ og vantaði smið, svo ég gaf mig til að hjálpa blessuðum gamla mannin- um. Þegar komið var að þvi að smíða skyldi sperrurnar, vantaði hann efifj í þær og fór því á Þingeyri með Kr. Guðlaugssyni til að útvega sér efni. Þann dag spjaraði ég saman stafnasperrum úr borðastumpum, er ég lét leggjast á víxl. Þær þurftu ekki mikið að bera, því á þær áttu þilfjalirnar að negl ast. Næsta morgun, er ég geng niður eftir, sé ég, að Bogi er að athuga starf mitt frá fyrra degi og meðal ann ars sperrurnar. Eg býð hon- um góðan daginn, en hann J) Minni sprökur nefndar „lóur“. voru er eitthvað svo upptekinn af sínum hugsunum að hann segir: „Alltaf hef ég nú vit- að það að þú værir vænn maður, en aldrei trúað því að það væri svona“. Þótt ég ekki kynntist Boga meira, þá fann ég á sam- tíð minni að hann átti al- mannahrós fyrir mann- dyggðir og háttprýði. Hann ól upp munaðarlausan, efni legan dreng, Jónas Valdi- marsson, er nú starfar í Rey^javík. Eitt sinn, er ég hafði skroppið til ísafjarðar, á reiðhrossi, er ég átti þá, brúnni hryssu er ég nefndi „Fjólu“, tók -ég eftir því er ég kom að Mýrum að eitt- hvað var að henni. Á Fells- leitinu spretti ég af og áði stund, en hryssan dembdi sér strax niður á melinn og velti sér og sama gerði hún er ég kom heim að Núpi. Bjóst ég við, að þetta myndi vera hrossasótt og vildi nú leita ráða hjá eldri mönn- um og fór til Boga gamla. Var harin sofnaður því komið var yfir lágnætti. Eg vek hann og ber upp erindi mitt. Hann hugsar málið, en telur að lokum að þetta muni vera snertur af hrossa sótt og segir mér að sumum 'hafi reynzt vel að gefa hest inum tóbak í nefið, en það tóbak notaði Bogi ekki, hann tók upp í sig. Þá er að leita til Helga gamla, hugs- aði ég, því ég vissi, að hann tók í nefið. Helgi Bjarnason er fædd- ur að Sellátrum í Tálkna- firði um 1860. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson og Sólveig, systir Elísabetar móður Guðjóns Arnórsson- ar. Helgi var hálfbróðir Guðm. Bjarnasonar, sem nú er háaldraður í „Hrafnistu“ enn eldsnar í hreyfingum og afkastamikill við vinnu sína. Helgi kom að Núpi með Kristjáni Oddssyni, bónda á Núpi. Eg lagði svo leið mína til Helga, vakti hann upp og hann kemur í nærbuxunum til dyra og ekur sér. Eg segi honum vandkvæði mín og spyr hann ráða. Eftir að hafa velt fyrir sér þessum vandkvæðum mín- um æðistund segir hann: „Eg veit ráð, en ég veit ekki hvort ég á að segja þér það.“ Eg bað hann blessað- an að gera það. „Jæja“, segir Helgi: „Það er þá það, að óspjöiluð ungfrú á að setjast allsnakin klofvega yfir bakið á henni.“ Eg brosti nú að þessu læknisráði og kvað það, af ýmsum ástæðum ekki væn- legt. „Nú, það mætti nefna það við ana.... hérna.“ Eg vil nú heldur reyna að gefa henni tóbak í nefið, ef Reynandi, að óspjðfl- uð ungfrú færi á bak þú vildir hjálpa mér um svolítið. „Jæ .Jjað er guð- velkomið11, segir Helgi og hendist inn til að sækja „tuðruna“. Eg held nú þang að, sem Fjóla liggur og sæti lagi að koma tóbakihu í nas ir hennar, þegar hún andar að sér. Henni verður mjög hverft við, rís á fætur og frussar hressilega, hristir sig og ráfar niður í varpa og fer að bíta í ró og næði. Hún virtist bara albata. Helgi var ókvæntur og eina sögu hef ég heyrt af því, er stúlka ein hafi verið mjög nærgöngul við hann á yngri árum, til fylgilags við sig. Þá reiddist Helgi, slengdi henni flatri og sagði: „Hana liggíiu þama, þangað til fjandinn gerir þig vanfæra að rauðskjöldóttum bola- kálfi.“ Helgi átti lítið timburhús á Núpi skammt frá skólan- um. Skóladrengir höfðu oft gaman af að skreppa til hans í rökkrinu og tefla við hann. Heyrði ég sagt, að sumir létu hann viljandi bera sigur úr býtum, því þá væri hann fúsari á að gefa þeim kaffisopa. Einu sinni fór hann til Þingeyrar með Kr. Guðlaugs syni. Þá gerði suðvestan krapahríð um daginn svo skefldi yfir alla hurðina á Helgahúainu og svo frysti að, svo klakalag lá yfir hurð og skráargati svo Helgi komst ekki inn. Fer hann því heim að Núpi og dvelur þar til vökuloka. Þá rís hann upp og segir: „Nú fann ég ráðið, ég míg í skráargatið.“ og þar með fór hann. Á öðrum tug aldarinnar vann Ungmennafélag Mýra- hrepps kappsamlega að því að leggja upphækkaða vega spotta í hreppnum. Einna síðast voru brúaðar Alviðru mýrarnar, með þátttöku hreppsins að mig minnir. Þetta var um km vegar- spotti, sem lagður var, en það dróst vist 3—4 ár að borið væri ofan í veginn, því bæði var lítið. um kerrur og langt að flytja ofaníburð. Á fundi að Núpi er rætt var um vegagerð í hreppnum, tók- Helgi til máls og sagði meðal annars: „Já, vega- gerðin á Alviðrumýrunum er nú þannig, að ef f j andinn væri á öðrum endanum en fortöpuð sál á hinum, já, fari það í helvíti að hann legði í að ná íana.“ Helgi var mikill bókaunn- andi, átti mikið af bókum og fékkst dálítiö við bók- band. Hann sagði snilldarvel sögur og kunni óhemju mikið af þeim. Hann var að segja mér sögur, er ég teiknaði meðfylgjandi mynd af honum Helgi fórst með þilskipinu „Dýra“, er gerður var út frá Þingeyri. Friður sé með minningu blessaðs gamla mannsins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.