Tíminn - 26.01.1961, Blaðsíða 2
2
TIMIN N, fimmtudaglnn 26. janúar 3L9fiJ.
Kasavúbú og Tshombe
fallast sáttir í faðma
Forsetnisi botSar breytingar á innanlandsmálum
í anda Tshombe
Leopoldville 25.1. (NTB) f dag
setti Joseph Kasavubu forseti ráS-
stefnu 500 leiðtoga í Kongó hér
í borg. Ekki eru þar þó fulltrúar
frá Orientale og KívúhéruSum,
sem bæði eru á valdi fylgismanna
Lúmúmba. Sömuleiðis hefur
stjórn Tshombe í Katangafylki
ekki sent fulltrúa á ráðstefnu
þessa.
í setningarræðu sinni sagði
Kasavúbú forseti m.a.: Þessi ráð-
stefna ar aðeiþs undirhúningur
■aV ráðstefnu leiðtoga Kongó, sem
haldin verður í næsta mánuði. Nú
sjö mánuðum eftir að Kongó
Sjóræningjarnir
(Framhald af 1. síðu.)
um borð í Santa María, er skipið
var s-tatt á Karíbahafi. Þetta er
20 þúsund smálesta farþegaskip
r.ieð 370 manna áhöfn og 600 far-
þegar eru með skipinu — mest
auðkýfingar víðs vegar að úr
heimi. Uppreisnin var gerð með
þeim hætti, að 70 vopnaðir menn
undir forystu Galvao, fyrrum of-
ursta í her Portúgal, komu um
borð í skipið og þóttus-t vera far-
þegar, en þegar skipið var komið
á haf út; drógu menn þessir fram
vopnin og yfirbuguðu áhöfnina.
Leiðtogi uppreisnarmanna, Gal-
vao, er mikill andstæðingur Sal-
azar einræðisherra í Portúgal.
Hann segir skipið tekið í nafni
ar.dspyrnuhreyfingar gegn Salazar,
en leiðtogi þeirrar hreyfingar sé
Delgado herforingi, sem var í
framboði gegn Salazar við síðustu
kosningar í Portúgal. Segir Gal-
vao, að Delgado sé hinn rétt-
k.-örni forseti landsins, en Salaz-
a) hafi náð völdum með kosninga-
falsi. Galvao segir skipið tekið til
þess síðar að flytja með því inn-
rásarmenn til Portúgal.
Ránið löngu ráðgert
í dag heyrðist til Galvao um
loftskeytastöð Santa Maríu. Sagði
uppreisnarforinginn m.a., að hann
myndi aldrei láta skipið af hendi,
og vonlaust væri að veita hon-
um eftirför. Yrði það gert, myndi
hann sökkva skipinu með öllu
innanborðs. Sagðist hann viljla
undirstrika þá ábyrgð, sem menn
tækju á sig, ef þeir reyndu að
taka skipið. Galvao segist vera
reiðubúinn að setja farþegana í
land í einhveiri hlutlausri höfn,
ef öruggt sé, að skipið verði ekki
af honum tekið. Þá segir Galvao,
a£ öllum líði vel um borð, og
þar gangi allt eins og það á að
vera.
Delgado sá, sem fyrr er nefnd-
ur og nú er landflótta í Brasilíu,
sagði í Sao Paulo í dag, að taka
Santa Maríu hefði verið á döfinni
allt frá því i apríl í fyrra. Sagðist
hann sjálfur standa á bak við
þessar aðgerðir.
Sföustu fregnir:
Bandaríski sjóherinn segir, að
Santa María sé nú um 1500 km
austur af Trinidad. Portúgalir
eru þeirrar skoðunar, að skipinu
sé stefnt til eyja undan vestur-
stönd Afríku. Hafa Portúgalir
mikinn viðbúnað og hafa sett á
flot öll sjófær herskip sín til
þess að reyna að fanga skipið.
Stjórn Portúgals hefur beðið
Frakka um að framselja skipið,
ef það komi til hafnar á frönsku
yfirráðasvæði. Sams konar beiðni
hefur verið send stjórnum Breta
og Bandaríkjanna.
fékk sjálfstæði, er málum lands-
ins komið í mikið óefni. Verk-
efni þessarar ráðstefnu og þeirr-
ar. sem saman kemur í febrúar,
er að finna lausn á þeim vanda.
sem ríkir í málum Kongó. Kong-
óska þjóðin verður að nýju að
hefja baráttu fyrir velmegun
sinni og skapa sér virðulegan
sess meðal frjálsra og fullvalda
þjóða.
SAMKOMULAG?
Forsetinn sagði, að fylkjaskipt-
ingin í landinu væri skringileg og
í engu samræm við óskir og þarf-
ir þjóðarinnar. Sagði hann, að
taka þyrfti fylkjaskipunina til ná-
ltvæmrar athugunar. Forsetinn
sagði, að hann væri hlynntur því,
að einstök fylki fengju verulega
sjálfsstjórn um eigin mál, en
margt yrði þó að vera sameigin-
legt s. s. hermál.
Stjórnmálafréttaritarar í Leop-
oldville túlka ræðu forsetans 'á
þá lund, að hann vilji ná sam-
komulagi við stjórn Tshombe í
Ifatanga. Bendir og flest til þess
nú, að sætlir muni takast milli
stjórnarinnar í Leopoldville og
Tshombe. Á það er meðal annars
bent, að fyrirhuguð er nú stofn-
nn sameiginlegs herafla þeinra
Kasavúbú, Tshombe og Kalonji
fvlkisstjóra í námuríkinu í Kasai.
A her þessi að halda niðri stuðn-
ingsmönnum Lumumba,
KosningaríBelgíu
í marz
Brussel 25.1. (NTB) Kosn-
ingar verða látnar fram fara
i Belgfu I marz n.k sennilega
fyrir páska. Frá þessu skýrði
Roger Motz foringi frjáls-
lyndra í Brussel í dag. Sagði
Motz, að eftir viðræður frjáls-
lyndra við Gaston Eyskens
forsætisráðherra og flckk
hans — kaþólska — hsfði
verið ákveðið að efna til þing-
kosninga í landinu sennilega
26. marz n.k.
Ráðgert er, að áður en kosn-
ingar þessar fara fram, muni belg
íska þingið samþykkja „viðreisn-
ar“-frumvarp ríkisstjórnarinnar,
en út af því spunnust hin miklu
verkföll í landinu svo sem kunn-
ugt er af fyrri fréttum.
Fyrir bíl
í fyrradag varð lítil stútka fyrir
strætisvagni á Reykjanesbraut
skammt frá Shell. Hún skrámaðist
eitthvað í andliti, en meiddist ekki
frekar.
London 25.1. (NTB) — Haft
er eftir nokkuð áreiðanlegum
keimildum, að Nikita Krústjoff
forsætisráðheira Sovétríkjanna
muni halda til New York í marz-
byrjun n.k. til þess að vera við-
staddur, er allsherjarþing SÞ tek-
Manni bjargað
(Framhald ar 1. síðu.)
þegar gert viðvart. Kom það á
vettvang, og var maðurinn fluttur
í slysavarðstofuna.
Eldurinn var kæfður, en miklar
brunaskemmdir urðu í herberg-
inu, og eyðiiögðusrt flestar eigur
leigjandans af eldi og reyk. Talið
er, að e.t.v. hafi kviknað í út frá
vindlingi, en málið er þó ekki
kannað til hlítar.
Af manninum er það að segja,
aö hann var talinn úr lífshættu í
gær, en til öryggis fluttur á sjúkra
hús. Mun hann hafa andað að sér
rpiklum reyk.
Arabar kalla
heim hermenn
Leopoldville (NTB). Stjórn
arabíska sambandslýðveldisins
hefur ákveðið að kalla heim
hermenn sína í gæzluliði SÞ
í Kongó. Hammarskjöld aðal-
ritara SÞ hefur verið tilkynnt
þessi ákvorðun og hann beð-
inn að sjá svo um, að her-
mennirnir geti farið frá
Kongó fyrir lok þessa mán-
aðar.
Stjórn Arabiska sambands
lýðveldisins tók þessa ákvörð
un á skyndifundi í Kairó í
morgun. Segir, að S.þ. hafi al-
gerlega brugðist hlutverki
sínu í Kongó. Af þeirri ástæðu
muni stjórn Arabiska sam-
bandslýðveldisins þegar kalla
heim hermenn sína i land-
inu. Jafnframt er því lýst yfir,
að stjórn Arabiska sambands
lýðveldisins styðji Patrice
Lumumba, hinn fangelsaða
forsætisráðherra, og sé reiðu
búin að veita honum herstyrk
ef svo þyki henta.
Datt og meiddist
á andliti
Laust eftir klukkan hálf-
fjögur í gær varð það slys í
frystihúsinu ísbirninum. að
færeysk stúlka, sem þar vinn
ur, datt á gólf og meiddist eitt
hvað í andliti. Sjúkrabíll
flutti hana á slysavarðstof-
una.
Gamanleikur
I fyrrakvöld var frumdýndur’
| í samkomuhúsinu á Akureyri gam
anl-eikurinn Vængstýfðir englar.
Menntaskólanemendur sýna s'jón-
leik þennan. Þetta er skemmtileg-!
ur leikur, yfir sýingunni fjörugur
og ferskur blær, og þetta gengur
glaðlega fyrir sig eins og vant er
um sýningar menntaskóknem-
enda. ED.
ui til starfa að nýju.
Talið er fullvíst, að Krustjoff
mun ireyna í ferð þessari að ná
talj af hinuin nýja forseta Banda-
ríkjanna, John F. Kennedy, sem
um þessar mundir ræðir utanríkis
mál við heiztu ráðgjafa sína.
Krústjoff til New
York í marz n.k.?
Kennedy ræddi
við ráðherra
Washington (NTB) — Kenn-
edy Bandaríkjaforseti hefur
rætt við þá Rusk, utanríkis-
ráðherra, McNamara, land-
varnaráðherra, McGeorge
Bundy, sériegan ráðherra um
öryggismái landsins og fleiri
háttsetta embættismenn um
sambúðina milli Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna.
Krustjoff, fors.ráðh. hefur
átt tveggja stunda viðræður
við ambassador Bandar. í
Moskva, Thompson, og sendi
hinn síðarnefndi skýrslu til
stjórnarinnar í Washington
þegar á eftir. Talið er, að
Krustjoff hafi óskað eftir
fundi með Kennedy sem allra
fyrst. Annars hefur ekkert
verið látið uppi við blaðamenn
um skýrslu Thompson, en það
er fyrst og fremst hún. sem
Kennedy hefur haft til með-
ferðar í samvinnu við ráð-
herra sína í dag.
Frá Aljiingi
(Framhald af 7 síðu).
Sjálfstæðismenn hefðu við af
greiðslu fjárlaga fellt tillögur
Framsóknarmanna um hækk
un atvinnuaukningarfjár. —
Það væri undarlegt, að þeir
menn, sem áður hafa flutt
frumvarp um sama efni sjálf
ir, skuli nú flytja þingsálykt
unartillögu um það efni.
Sigurður Bjarnason sagði
að því aðeins væri hægt að
auka atvinnu og framleiðslu
úti um landið að höfuðbja.rg
ræðisvegunum væri komið á
heilbrigðan grundvöll.
Sigurvin Einarsson kvaðst
sammála um að það væri nauð
synlegt að koma atvinnuveg
unum á heilbrigðan og örugg
an grundvöll, en eru þeir það
nú? Eru þeir nær því að vera
það en þeir voru fyrir ári síð
an og er nokkur von til þess
að þeir verði það nokkurn
tíma, ef sömu stefnu er fylgt?
Sagði Sigurvin að stuðnings-
menn stjórnarinnar tækju nú
li;laí[siiiiílaskólinn
■■■
Munið íélagsmálaskólann í
kvöld kl. 8,30 í Framsókn-
arhúsinu. Páll Þorsteinsson
alþingismaður og Örlygur
Hálfdanarson fulltrúi leið-
beina um byggingu ræðu.
Þátttakendur geta enn kum-
izt að.
ætíð orðið fyrirvara varðandi
viðreisnina........ef viðreisn
in heppnast. Viðreisnin hef-
ur fengið að standa í friði
fyrir Guði og mönnum í heilt
ár og þetta „ef“ er orðið nokk
uð hvimleitt.
Gísli Jónsson kvaddi sér
hljóðs og vakti umræður um
frumvarp í þessa átt, sem
hefði dagað uppi á þinginu
1956. Sagði Gísli að Fram-
sóknarmenn hefðu drepið mál
ið þá, því að þeir hefðu hleypt
í gegn breytingartillö'*”’--' fi*á
kommúnistum, sem gerði það
að verkum að Ólafur Thors
taldi sig ekki geta fylgt mál-
inu.
Gisli Guðmundsson sagði að
það frumvarp hefði reyndar
breytzt í meðförum þingsins,
en breytingarnar hefðu verið
til bóta að sínu áliti, þótt þær
hafi ef til vill orðið til þess
að Sjálfstæðismenn trpvgtu
sér ekki til að fylgja málinu.
Sagðist Gísli ekki sjá hvað fyr
ir flutningsmönnum þessara
þingsályktunartillögu vekti,
því tillagan væri eins konar
dagskrártillaga við frumvarp
það um sama efni, er væri til
meðferðar í efri deild. Það
væri annað þingið, sem það
frumv. væri flutt á og áður
hafa verið flutt frumvörp er
gengu í sömu átt m.a. af flutn
ingsmönnum þessarar þings-
ályktunartillögu, og málið
ætti því að vera orðið það und
irbúið og hugsað af þingmönn
um að engin ástæða væri að
draga það enn von úr viti með
samþykkt þessarar þingsálykt
unartillögu.
Urðu enn nokkur orðnsHno'i
milli þeirra nafna, Gisla Guð
mundssonar og Gísla Jónsson
ar um málið. Hannibal Valdi
marsson lauk umræðunni og
sagðist vilja taka undir það
sem Sigurvin hefði sagt að bað
færi illa saman slíkur tillögu
flutningur og fylgispekt við
viðreisnina, því að einn þátt-
ur viðreisnarinnar væri m. a.
sá að draga fé utan af lands
byggðinni í frystihús Seðla-
bankans í Reykjavík. Þá sagð
ist hann vilja leiðrétta það
í sambandi við frumvarpið
1956, að það hefðu ekki verið
kommúnistar sem báru fram
breytingartillögurnar heldur
Alþýðuflokksmenn, en hann
hefði þá fylgt Alþýðuflokkn-
um að málum.
Dagskrá
DAGSKRÁ efri delldar Alþingis
fimmfudaginn 26. jan. 1961, kl. U/2
mlðdegis.
Lögskráning sjómanna, frv. — 1.
umr.
DAGSKRÁ neðri deildar Alþingis
fimmtudaginn 26. jan. 1961, ki. V/2
miðdegis.
1. Siglingalög, frv. — 1. umr.
2. Sjómannalög, frv. — 1. umr.
3. Varnir gegn útbreiðslu jurta-
sjúkdóma, frv. — 1. umr.
4. Fjárreiður Sölumiðstöðvar hrað-
frystlhúsanna, þáltill. — Ein umr.
Flokksstarfift í bænum
Kópavogur
Aðalfundur fultlrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður
haldinn í kvöld fimmtudaginn 26 janúar í Kársnesskóla kl. 8,30 e.h.
— Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
AÐALFUNDUR FUF í KEFLAVÍK
Aðalfundur FUF i Keflavík verður haldinn mánudaginn 30. janúar
n.k., kl. 9 e.h. í Ungmennafélagshúsinu, uppi. Fundarefni: Venjuleg