Tíminn - 26.01.1961, Síða 5

Tíminn - 26.01.1961, Síða 5
TÍMINN, fimmtudaginn 26. janúar 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjamason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Kjarahætur sjómanna Hinir nýju samningar, sem hafa náðst milli bátasjó- manna og útgerðarmanna eftir 10 daga verkfall, er mikill sigur fyrir þá fyrrnefndu. í flestum aðalverstöðvum munu kjör bátasjómanna batna um 15—25%, þegar miðað er við síðastl. ár. í þessum útreikningum er bæði tekið til- lit til hækkunar aflahluta og hækkunar fiskverðs, en fisk- verðið til sjómanna, sem var lögbundið allt seinasta ár, hækkar nú verulega. Þá bafa sjómenn fengið ýmis hlunn- indi önnur, t. d. fellur niður öll þátttaka þeirra í útgerðar- kostnaði, kauptrygging hækkar um 9% á sumar- og haustvertíð, og eftirleiðis mun þeim jafnan tryggt sama fiskverð og útgerðarmönnum. Þessar auknu kjarabætur til sjómanna eiga ekki að þurfa að hafa þau áhrif, að hagur útgerðarinnar versni, miðað við seinasta ár. Vegna lækkunar þeirrar, sem orð- ið hefur á vöxtum, lækkar bæði útgerðarkostnaðurinn nokkuð og fiskvinnslustöðvar greiða hærra fiskverð en í fyrra. Þá benda allar fregnh’ af erlendum mörkuðum til þess, að útflutningsverðið muni fara hækkandi. Af- komuhorfur hjá útgerðinni eru því batnandi framundan. Fyrir útgerðina er það áreiðanlega ávinningur, að heildarsamningar hafa nú náðzt, í stað þess að áður giltu sérsamningar fyrir nær hverja verstöð. Þetta leiddi af sér óeðlilegt kapphlaup og ringulreið, sem er nú von- andi úr sögunni. Ánægjulegast hefði verið, að sjómannasamningarn- ir nýju hefðu getað náðst án þess að verkfall hefði þurft að koma til. Mikil verðmæti hafa að sjálfsögðu farið for- görðum vegna þess, að nær allur flotinn var stöðvaður meðan á verkfallinu stóð. Auk þess dró yfirvofandi verk- fall víða úr róðrum áður en til þess kom. Vafalaust nem- ur það tap, sem þannig hefur orðið til ,tugum'milljóna króna í erlendum gjaldeyri. Það, sem mestu olli um þess- ar tafir, var sú afstaða rikisstjórnarinnar, að hún hvatti útgerðarmenn til þess að semja ekki um neinar hækkan- ir. Útgerðarmenn hættu þó fljótlega að fara eftir þess- um ráðleggingum og gengu til móts við sjómenn á eðli- legan hátt. Þessvegna hafa nú náðzt farsæl málalok. Þetta mætti hins vegar vera til eftirbreytni framveg- is. Atvinnurekendur ættu ekki að óþörfu að láta etja sér út í verkföll, þótt einhverjir valdamenn hvetji til þess. Það er betra að taka sanngjarnt tillit til verkafólksms, eins og útgerðarmenn hafa gert. Cyifa ilia þakkað Alþýðublaðið hælir mjög Birni Pálssyni í gær fyrir ræðu, sem hann flutti nýlega á Alþingi. Blaðið segir að málflutningur Björns hafi verið sérlega sanngjarn og réttmætur. í þessari ræðu sýndi Björn m. a. fram á, að sá eini ráðherra, er hefði tekið þátt í þessum umræðum, Gylfi Þ. Gíslason, hefði farið með algerléga rangar töl- ur um vaxtamálin og allt það, sem hann hefði sagt um greiðsluhallann væri hrein og bein endaleysa. Með því að lýsa samþykki sínu á ræðu Björns, tekur Alþýðub:að- ið að sjálfsögðu undir-þessi ummæli hans um málflutn- ing Gylfa. Mbl. hælir einnig ræðu Björns og gerir engar athuga- semdir við ummæli hans um Gylfa. Það eru því harla litlar þakkir, sem Gylfi fær hjá stjórnarliðinu fyrir það að vera þó eini ráðherrann, er reyndi að réttlæta „rið- reisnina“. Fólk, sem talað er um f íveimur forsetakosningum í Bandaríkjunum leiddu þeir Eisenhower og Adlai Stevenson saman hesta sína og kepptu um æðsta embætti landsins. Eisen- hower sigraði glæsilega í bæði skiptin vegna þeirrar lýðhylli, er hann naut sqm gamall hers- höfðingi, en utan Bandaríkj- anna hefur víðast verið litið svo á, að forusta Stevensons myndi hafa reynzt Bandaríkjun um heppilegri en forusta Eisen- howers á undanförnum árurn. Óhætt má segja, að á þessum tíma hefur enginn Bandaríkja- maður notið slíks álits utan Bandaríkjanna og Stevenson. Nú er skipt hlutverkum hjá þeim Eisenhower og Stevenson. Eisenhower er nú orðinn óbreyttur borgari og seztur að á búgarði sínum í Gettysburg, þar sem hann hyggst að eyða seinustu árum ævinnar. Steven- son hefur hins vegar tekið við aðalfulltrúastarfi Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum og fær nú tækifæri til þess að láta áhr'ifa sinna gæta á vett- vangi aiþjóðamálanna. Því hef- ur verið fagnað viðast í heim- inum, að Stevenson skyldi taka við því starfi, því að Bandarík- in eigi ekki völ á öðrum betri manni til þess að vera fulltrúi þeirra þar. Líklegt þykir, að Stevenson myndi ekki hafa tekið við þessu staifi, nema hann fengi að ráða nokkuð miklu um stefnu Banda ríkjanna á vettvangi S. Þ. Það er og talið líklegt, að hann muni heldur kjósa að víkja úr starfinu en að framfylgja ein- hverju því, sem hann telur ekki rétt. Stevenson var í góðu skapi, er blaðamenn ræddu við hann á mánudaginn, en neitaði að svara spurningum fyrr en á blaðamannafundi í dag. Stevenson fyrrr framan aðalanddyrið á Höll S. Þ., er hann kom þangað slðastl. mánudagsmorgun til að afhenda Hammarskjöld embættisbréf sitt. Eisenhower á morgungöngu hjá búgarði sínum í Gettysburg síðastl. laugardag eða daginn eftir að iiann lét af forsetastörfum. / '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ J / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / ) '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / / / / / '/ /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.