Tíminn - 26.01.1961, Síða 8

Tíminn - 26.01.1961, Síða 8
8 TIMINN, íimmtUflaffinn 26. jannar.13^1 INGOLFUR DAVIÐSSON GRÓÐUR og GARÐAR smáa kaíktusa saman í blóma- keri eða grunnum kassa- Einnig kaktusar og ýmsir þykkblöð- ungar í sama blómakeri eða jurtapotti t.d. „Zebrakaktus“ hnoði'ar (Sedum), Crassula, Stapelia, sem ber „krossfiska- blóm“, kranskollur (Echever- ia) o. fl. — — Kaktusar eru nú á ný að komast í tízku. Hér er jólakaktus alkunnur; hefur flata, blaðkennda stöngla og Kaktusar eru einhverjar sér- kennilegustu jurtir vei'aldar. Blöð þeirra venjulega orðin að iþyrnum, en stönglarnir gegna hlutverki venjulegra blaða — að vinna kolefni úr loftinu til næringai'. Stönglarnir (kaktus- arnis) eru næsta margbreyti- legir að lögun, sumir súlulaga, aðrir hnöttóttir, nokkrir flatir os.frv. og oft hinir fáránleg- ustu. Þeir geyma mikinn safa í stönglunum og þola þurrk flestum plöntum betur. Enda eru aðal'heimkynni þeirra þurr- ar hásléttur, gil og sendnar hlíðar Mexíkó og Suðvestur- Bandaríkjanna. Síðar hafa þeir t.d. borizt til Miðjarðai'hafs- landanna og vaxa þar bæði raektaðir og villtir. — Margií' kaktusar bera mjög litfögur blóm, t.d. rauð eða gul, tiekt- laga og stór. — Kaktusar eru ágæir tofnjurtir í norðlægum löndum, harðgerðir, sérkenni- legii' og auðræktaðir. Þeir þola þurran miðstöðvarhitann prýðilega, hann minnir á eyði- merkurloftið í heimkynnum þeirra. Gerir ekki mikið þótt þirtu um tíma. Þeir eiu t.a.m. tilvaldar jurtir í skrifstofnrþar sem sjaldan eru tök á miklu nostri við blóm. Margar skr'if- stofur eru æði tómlegar og „berangurslegar" vistarverur, sem ekki veitir af að lífga dá- lítið með blómum. Hægt er að fá ýmsar stærðir og gerðir eru góð gluggablónt Kaktusar kaktusa í blómabúðum og garð yrkjustöðvum. Þeir vaxa frem- ur hægt og byrgja ekki útsýn. Rækta má þá eina í pottum, en piýðilega getur líka farið á því að rækta marga fremur ber fjölda faguirauðra blóma um jólaleytið. Páskakaktus er allÍHsvipaður, en blómgast seinna eins og nafnið bendir til. Til er einnig hvítasunnu- kaktus (Ph. kyleridus). — Kúlukaktusar, ýmsar tegundir, eru nær’ hnöttóttir eða egglaga, alsetrtir smáþyrnum og bera rósrauð eða hvít blóm. — Fíkju kaktusar (Opuntia) eru marg- breytilegir, oft liðskiptir, þykk- ir og mjög þyrnóttir. Blómin gul eða rauðgul. — Nætur- drottningin (Cereus grandi- florus) er frægust slöngukakt- usa. Ber stór og fögur ilmandi blóm — gulbrún og hvít. Blóm- in spiinga út að kvöldlagi, standa um nóttina í allxi sinni dýrð, en visna síðan — næsta morgun. Er oft beðið árum saman eftir „nótt drottningar- innar“. Sumir græða jólakaktus á næturdrottninguna. Fjölbreytni kaktusanna er mikil. Er ræktun þeirra og mörgum tegundum lýst í bók- inni „Stofublóm". — Hin stóra og tilkomumikla Indíánafjöður (Sansevieria) með röndóttu blöðin, er prýðileg stofujurt og hentar líka ágætlega í búðir og skrifstofur. Hún er ekki kaktus, heldur þykkblöðungur liljuættar og ber imlandi klasa hvítra blóma, ef henni líkar lífið. Vill sól og þurik, en getur þó lifað lengi í skugga. Getur gleymist að vökva þá nokkra daga. En afvökvun og fi'ost er þeim flestum hættulegt. Kakt- usar þola sterkt sólskin og eru í rauninni miklar sólarjurtlr, en þola þó einnig fremur litla orðið allt að 1 m. á hæð — og er í „ræktunarskilyrðaflokki" með kaktusum. Kaktusar eru mjög sérstæð deild gróðurrík- isins — undarlegir, unaðslegir, fáránlegir og dularfullir. Sumir súlukaktusar í heitum löndum verða 5—10 m. á hæð. Stund- um springa út á einni nóttu blóm kaktusa á stóru svæði og lleggur ilminn langar leiðir., Streymir fólk að til að sjá hið undursamlega fyrirbrigði. — Allmargir' kaktusar eru ætir og margur ferðamaður hefur sval- að þorsta sínum á safa kaktus- stöngla. Til eru fíkujkaktusar, jarðarberjakakhisar og tómata kaktusar, kallaðir svo af því að aldin þeirra eru etin og líkjast nokkuð fíkjum, jarðarberjum og tómötum. Eins konar áfengi eða „draun>alyf“ fæst úr sum- um. — Á ísiandi geta þeir prýtt heimilin cg skrifstofurnar. Þið getið líka reynt að græða tvo kaktusa saman og framleiða skemmtilega samgræðhnga til fjölbreytni og gamans. iai?lf?sýHrsviiýsýiffa?iirsýií?8via8ýli Þegar ritstjóri Alþýðublaðsins j les um óstjórn skjólstæðinga sinna^ á málefnum Akranesskaupstaðar:, Vanskil, óreiðu, atvinnuofsóknir og fjárdrátt, kemur aðeins eitt orð í huga hans: Jarðskjálfti. Enn tel i ég of fljótt að líkja stjórn krat-| anna á Akranesi við svo hræðilegt j náttúrufyrirbæri, enda þótt Grön-, dal geri það á vissan hátt. Um eitt j er Gröndal þó sannfærður: „Ef( jarðskjálfti gengi yfir og Akranes j hryndi í rúst“, eins og hann orðar það svo smekklega — að Daníel Á- gústínusson kæmist lífs af úr þeim hildarleik. Á þetta að vera einhver spásögn? Um þau 4 efnisatriði, sem fram koma í Alþýðublaðinu 11. þ. m. vil ég segja þetta: Fjárdrátturinn 1. Það eru helber ósannindi að ég hafi veitt innheimtumanni bæj- arins launauppbót s. 1. sumar, enda hæg heimatökin hjá ritstjóranum að vita það rétta, ef hann óskar eft ir að fara satt með. Misferli það, sem þá átti sér stað var þegar lag- fært með tilstyrk H. Sv., enda var það í svo smáum stíl, að ómannúð- logt hefði mátt teljast að gera það að opinberu máli. Hefðí ritstjóri Alþýðubl. nokkra sómatilfinningu ætti hann að ræða sem minnst um fjárdráttarmál þetta. Vánskilastefnan 2. Um fjármál Akraness segir Gröndal: „Hins vegar hefur tekist að standa í skilum og fjármál bæj- arins eru í föstum skorðum“. Það er grár leikur að skopast að skjólstæðingum sínum á þenn- an hátt. Látum staðreyndirnar Aiþýðublaðið og jaröskjáiftinn tala. Þann 1. sept. voru 11 hafnar- lán gjaldfaliin og öll greidd skil- víslega. Síðan 1. sept. hafa önnur 11 hafnarlán fallið í gjalddaga. Samkvæmt yfirlýsingu H. Sv. lágu þau öll í vanskilum í lok ársins 1960. Þetta heitir á máli Gröndals „að standa í skilum“ og halda „fjármálum bæjarins í föstum skorðum." Svona röksemdir eru páfagaukum einum sam boðnar. Við þá er jafn- an erfitt að ræða alvarleg mál. Svörin verða býsna oft bros- leg. En það vill svo til að í þessu máli er auðvelt að leiða nokkur gagnmerk vitni. Hvað segir Fram- kvæmdabankinn um skilvísina? Hvað segir Landsbanki íslands? Hvað segir Habag í Diisseldorf? Hvað segir Gísli Sigurbjörnsson? Hvað segir Fjármálaráðuneytið? Ef ritstj. Alþýðubl. vildi birta sérstaka traustsyfirlýsingu frá framannefndum lánveitendum og umboðsmönnum þeirra væri það öllum heiðarlegum borgurum á Akranesi sérstakt ánægjuefni. Þeir meta mikils skilvísi bæjarins og að lánstraust hans sé varðveitf. Komi ritstj. Alþýðubl. ekki með slíkar umsagnir verða skrif hans nú — sem áður — dæmd mark- laust fleipur út í bláinn. Fjárhagsáætlunin 3. Einn þátturinn í fjármála- éreiðunni er að gera ekki fjár- hagsáætlun samkvæmt lögum. Und anfarin sex ár hefur það verið föst venja á Akranesi að leggja fram fjárhagsáætlunina í byrjun des- ember og afgreiða hana eftir tvær umræður fyrir jól. Aðeins í fyrra var samkomulag um að draga seinni umræðuna, þar til séð yrði hverjar efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar yrðu. Enda er hér um ótvíræð iagafyrirmæli að ræða. Núverandi bæjarstjóri hefur hér enga afsökun. Við bæjarstjóraskipt ín 1. sept. s. 1. var gert ítarlegt upp giör, sem samþykkt var af honum sjálfum með eigin undirskrift. Bókhaldið var því lengra komið en ella og flýtti stórlega fyrir undir- búningi fjárhagsáætlunarinnar en seinkaði ekki, eins og ritstj. Alþbl. vill vera láta. Hann fer því hér n>eð íómar missagnir um bæjarmál Akraness, eins og áður, enda hleyp ur hann venjulegast með slúður úr öðrum, en reynir ekki að kynna , ser málin sjálfur. Bæjarútgeríin — botnlaus rekstur 4. Bæjarútgerð Akraness er orðin hreint viðundur. Eg hef oft og mörgum sinnum rætt um það í bæjarstjórninn] á undanförnum j árum að taka þyrfti upp nýja stefnu í útgerðarmálum bæjarins áður en togararnir riðu öllum bæj- arrekstri á slig. Þegar ljóst var að togararnir töpuðu meir en kr. 2 millj. 1958, er togaraútgerðin í landinu var yfirleitt rekiln með hagnaði, taldi ég að ekki þyrfti lengur að biða og tafarlaust bæri að leggja bæjarútgerðina niður og selja togarana. Var það auðvelt þá. Síðan hafa margar milljónir bætzt við tapreksturinn. Eftir langar um- ræður um rekstur togaranna var loksins samþykkt í ágústmánuði s 1. að leggja útgerðina niður og selja skipin. Framkvæmdastjórinn hélt rekstri togaranna áfram á kostnað bæjar- ins, eins og ekkert hefði skeð. en úr sölu varð ekki neitt. Þá eina breytingu gerði hann á rekstrinum v?ð hætta að hafa samráð við togara nefnd og hefur hún ekki verið köll uð saman til fundar eða látin vita neitt um reksturinn undanfarna 5 mánuði. Vitað er þó að Bjarni Öl- afsson er í skuldafangelsi í Bret- landi og Akui'ey bundin í Reykja- vík. Sennilega er ætlunin að slá lán í hinum nýja kreppulánasjóði úigerðarinnar og halda svo sukk- inu áfram á kostnað bæjarins. Eyða 56 þús. í ferðakostnað, 50 þús. í endurskoðun, 44 þús. í máls- kostnað, svo nokkrir frægir liðir séu nefndir úr reikningum útgerð- arinnar í fyrra. Eg hef varað við ,þessum rekstri og mun halda því | áfram. Sá tími nálgast, að allir þeir, sem hafa einhvern snefil af j ábyrgðartilfinningu telja ráðs- jnænnsku þessa gjörræði við fjár- hag bæjarins. Rekstrartap útgerð- 1 arinnar frá upphafi er komið yfir 2ö millj. og þar af hefur bæjar- sjóður þegar gi'eitt yfir 14 millj. Togararnir eru líka ekki nú orðið sá þáttur í atvinnulífi bæjarins, sem þeir voru í upphafi. Það er því mál að þessu glæfraspili linni Allt sem hér er aðhafst er á á- j byrgð bæjarsjóðs. Það er því ekki furða, þótt stefnuvottarnir á Akra- nesi séu orðnir sárfættir af ferð- ;um sínum til bæjarstjórans upp á síðkastið og spari sér ferðir sínar roeð því að birta stundum 8 stefn- ! ur í einu. Þetta er víst einn vottur 1 þess að bænum „hefur tekist að ! standa í skilum" og fjármál hans „eru í föstum skorðum“, eins og ritstjóri Alþbl. orðar það. Ekki ó- nýtt að hafa páfagaukinn með í ferðinni. —o— Akranes hefur á undanfrönum áium verið bær mikilla athafna og framfara. Umfangsmiklar fram- kvæmdir hafa verið gerðar á stutt- um tíma í höfninni, vatnsveitunni, sjúkahúsinu og skólabyggingum, á- samt mörgu öðru. Mörg verefni bíða óleyst, svo sem alþekkt er hjá vaxandi bæjarfélögum. Heiðar legur fjárhagsgrundvöllur og al- menn tiltrú á bæjarfélaginu eru fiumskiljTði þess að vonir manna um framfarir geti rætzt. Það er því ekki að ástæðulausu að nokk- ur uggur er í mönnum út aí .it.'im blikum, sem dregið hefur á lou og engum dyljas't, er sjá vilja. D. Á.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.