Tíminn - 27.01.1961, Page 1

Tíminn - 27.01.1961, Page 1
Áskriftarsíminn er 1 2323 22. fl>L — 45. árgangur. íslendingar eru mikil ökuþjóS, enda streyma bílarnir jafnt og þétt til landsins. Myndin hér aS ofan er af bílakössum inni við Suöurlandsbraut, þar sem um tvö hundruö bílar bíða afgrelðslu. Þetta eru Moskovitsch-bílar, og mun meirihluti þeirra þegar seld- ur, að þvl er blaðinu hefur verið tjáð. í þessari árgerð er stærri gír- kassi en verið heíur og fjórir gírar áfram. Auk þess er vatns- kassahh'f öðru visl en verið hef- ur. Rússneskur verkfræðingur frá bíiasmiðjunum hefur verið hér á landi í vetur til þess að kynna sér, hvernig bíiarnir endast á ís- lenzkum vegum. Ljósmynd: TÍM- INN, KM. 15 metra öldur við veðurskipið India Föstudagur 27. janúar 1961. FEugsamgöng- ur tepptust vegna veðurs Heita má að allt innanlands flug hafi legið niðri vegna veðurs í gær. Ein flugvél fór þó til Akureyrar og átti að fara þaðan til Þórshafnar og Kópaskers. Flugvélin tepptist á Akureyri. og var verið að binda hana niður, er blaðið hafði tal af afgreiðslu Flugfé- lagsins á Akureyri. 45 hnúta hliðarvindur var á (Framhald á 2. síðu.) Versta veður af suðaustri gekk yfir Reykjavík í gær, og komst veðurhæðin í 12 vind- stig í hryðjum. Um fimmleyt- ið í gærdag hafði veður heldur lægt, og hið versta var um garð gengið. 13 vindstig voru á Stórhöfða í Vestmannaeyj- um klukkan tvö í gærdag, og 15 metra háar öldur við veð- Geitur í svelti í klettum á Austfjörðum Þetta er að vísu ekki höfðingi hjarðarinnar, sem hefst við í klettunum í Barðsneshorni En þetta er eigi að síður myndarlegur hafur — og án efa fótfimur. (Ljósmynd: Óskar Sigvaldason.) Undanfarið hafa sjö geitur gengið sjálfala í Barðsnesi sunnan Norðfjarðarflóa. Þær eru þarna í klettum, þar sem mjög torsótt er að þeim. Mögu leikar á beit á þessum stað eru mjög litlir, og er reyndar | viðbúið, að einhver jar geit- anna hafi þegar látið lífið af völdum illviðra, ef ekki sultar. Tildrög þessa mál em þau, a5 eigandi geitanna, Skarphéðinn Stefánsson, fluttist í sumar búferl- um frá Reyðarfirði til Neskaup- staðar. Hafði hann með sér geitur sínar, sjö að tölu. Fór hann með geitur’nar á eyðibýli sunnan Norð- fjarðar, sem heitir Barðsnes, og er á norðurströnd samnefnds skaga, er afmarkar Norðfjarðarflóa að sunnan og austanverðu. Leitarmenn fundu þær Þarna héldu geiturnar sig allt sumarið og langt fram á haust. Af einhverjum ástæðum dróst, að eig- andi vitjaði geitanna, og þegar átti að sækja þær, voru þær horfnar. Fjárleitamenn í eftirleitum urðu síðan varir við þær. Voru þær komnar utar í nesið, út með firð- inum, og þar munu þær enn vera, (Framhald á 2. síðu.) urskipið India, um 500 km suSur af Dyrhólaey. „Þetta er eins og vetrarveður geta orðið“, sagði Jónas Jakobs- son, veðurfræðingur, er blaðið hafði tal af honum laust eftir kl. fimm í gær. Loftvogin snarféll Veðri þessu olli lægð, sem um hádegisbilið í fyrradag var suð- austur af Nýfundnalandi og þá ekki beysin. Síðari hluta dags í fyrradag fór lægð þessi að færast í norðaustur, dýpkaði hún þá og færðist öll í aukana. Um klukkan tvö í gærdag var hún 300 km. suður af Vestmannaeyjum, farin að hægja á sér og orðin mjög djúp, (^ramhald á 2. siðu.) Sauðburður í janúar Það bar til tíðinda á bæn um Syðstu-Mörk í Vestur- Eyjafjallahreppi s.l. sunnu- dag, að f jögurra vetra göm- ul ær, efgn Sigríðar Ólafs- dóttur, bar tveimur lömb- um. Annað lambið er sér- staklega vænt og fallegt, en hitt í meðallagi. Ærin var lamblaus í fyrravor. Er hér um að ræða fátíðan atburð, enda þótt aukizt hafi á síðari árum að ær taki upp á því að bera á annarlegum tímum árs. — P.J. Grimsbyáskorun í fiskveiíideilunni: Samninga eða herskipavernd Khöfn í gær — einkaskeyti til TÍMANS: Danska útvarpið skýrði svo frá í dag, að brezk- ir fiskimenn hafi á fundi í Grimsby í gær samþykkt á- skorun til brezku ríkisstjórn- arinnar, varðandi fiskveiði- deilu íslendinga og Breta. Segir þar m.a., að ríkisstjórn- inni beri annað hvort að leita eftir endanlegri lausn á deil- unni eða hefja fiskveiðarnar við ísland á nýjan leik undir herskipavernd. Formaður félags yfir- manna á Grimsbytogurum tilkynnti ríkisstjórninni sím leiðis samþykkt fundarins og lagði á það áherzlu, að vor- vertíðin væri senn framund- an, en það væri langfengsæl- asta vertíðin, sem brezkir sjómenn hefðu nógu oft orðið að fara á mis við síð- ustu árin. Aðils. ■SDHHEflBBBMHHttHHuól

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.