Tíminn - 27.01.1961, Qupperneq 5
TÍMINN, föstudaginu 22. janúar 1961.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjarnason — Skrifstofur
í Edduhúsinu — Simar: 18300—18305
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
y_________________________________________ ■■ ■ ■
Lánstraustið
Ef litið er yfir málflutning stjórnarliðsins nú og fyrir
ári síðan, þá kemur það næsta glöggt í ljós, að vart
stendur nú steinn yfir steini af því, sem þeir sögðu þá.
Svo gersamlega hefur allt það, sem þeir sögðu í fyrra,
hrunið til grunna.
Þeir sögðu, að „viðreisnin“ mynui bæta hag atvinnu-
veganna, auka sparifjársöfnunina, gera greiðslujöfnuð-
inn við útlönd hagstæðan o. s. frv. Allt hafa þetta reynzt
falsspádómar.
Þá töluðu þeir um greiðsluhalla við útlönd sem hinn
stórfelldasta háska, enda þótt hann stafaði af öflun láns-
íjár til framleiðsluaukningar. Nú seg]a þeir, þegar fyrir
liggja tölur um hinn mikla greiðsluhalla seinasta árs að
hann sé í stakasta lagi, því að hann stafi af skipa- og
flugvélakaupum.
Þannig má rekja þetta nær endalaust áfram Að sinni
verður þó látið nægja, að bæta við einu dæmi enn.
í fyrra deildu ráðherrarnir hart á vinstri stjórnma
fyrir það, að hún hefði tekið alltof mikið af lánum. Nú
er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn: Vinstri
stjórnin hafði ekki nægilega mikið lánstraust.
Svo er bætt við: Lánstraustið var alveg þrotið. þegar
vinstri stjórnin fór frá völdum, en var endurreist með
„viðreisninni.“
í næstu andránni er svo sagt: Nær allur greiðsluhalli
áranna 1959 og 1960 stafar af lántökum vegna fram-
kvæmda, sem búið var að semja um áður en núv. ríkis-
stjórn kom til valda, einkum þó í tíð kratastjórnarinnar
1959. M. ö. o.: Vinstri stjórnin skyidi við lánstraustið í
ekki lakara lagi en svo, að næsta ríkisstjórn gat stofn-
að til lántaka, sem nálgast munu emn milljarð króna'
Þannig gildir það um allan málflutning stjórnarliðs-
ins, að eitt rekur sig á annars horn.
Sannleikurinn er sá, að vinstri stjórnin hafði nægi-
legt lánstraust og það hafði kratastjórnin einnig. . Við-
reisnin“ þurfti því ekkert lánstraust að endurreisa. Það
sjá líka allir, að hinn mikli greiðsluhalli á síðastl ári,
er síður en svo líklegur til að styrkja lánstraustið,
heldur mun miklu fremur veikja það.
En þrátt fyrir þessar staðreyndir, hamra nú Ólafur
Thors og Gylfi Þ. Gíslason á því, að stjórnin hafi enuur-
reist lánstraustið! Það er nú seinasta hálmstrá þeirra.
Þegar Gylfi þagði
Af hálfu ráðherranna hefur verið talsvert flaggað
með því, að fyrir hafi legið á síðastl. vetri þær yfir-
lýsingar frá erlendum fjármálamönnum og fjármála-
stofnunum, að íslendingar hefðu hvergi neitt lánstraust
erlendis, nema breytt yrði um efnahagsmálastefnu og
„viðreisnin“ tekin upp.
í umræðum, sem nýlega fóru fram á Alþingi, beindi
Þórarinn Þórarinsson þeirri fyrirspurn til Gylfa Þ. Gísla-
sonar, sem hafði hampað þessu í ræðum sínum, hvaða
erlendir fjármálamenn og fjármálastofnanir hefðu gefið
þessar yfirlýsingar.
Gylfi svaraði spurningunni fyrst út í hött, en þegar
spurningin var endurtekin, tók hann þann kost að svara
ekki.
Það skyldi aldrei vera, að þessar yfirlýsingar, sem
stjórnin vitnar svo oft í, séu alls ekki til eða gefnar af
mönnum, sem ekkert þekkja til íslenzkra efnahagsmála
og ekki gátu fellt neina dóma um lánstraust íslands?
Gylfi er ekki vanur því að láta spurningum ósvarað,
ef hann getur svarað þeim.
ERLENT YFIRLíT
Deila Ben - Gurions við Lavon
Leiíir hún til stjórnarkreppu og öngþveitis í lsrael?
UM NOKKURT skeið hefur
staðið yfir deiia innan ríkis-
stjórnarinnar í fsrael, sem tal-
in er vel geta leitt til pólitísks
öngþveitis í landinu. Um hiíð
virtist hún geta leitt til þess,
að Ben-Gurion legði niður
stjórnarforustu og mikill klofn
ingur skapaðist í flokki hans,
sem er langstærsti og áhrifa-
mesti flokkur fsraels. Þessu
hefur nú verið afstýrt um sinn,
en þó sennilega ekki nema til
bráðabirgða.
Flokkur Ben-Gurions, Mapei,
er róttækur jafnaðarmanna-
flokkur. Hann hefur verið
helzti stjórnarflokkurinn alla
tíð síðan ísrael var sjálfstætt
ríki, en hafði áður um langf
skeið verið stærsti stjórnmála-
flokkur landsins. Ef hann klofn
aði, og flokksbrotin tækju upp
fjandsamlega afstöðu hvort
gegn öðrum, myndi veiða mjög
örðugt að mynda starfhæfa
stjórn í ísrael og myndi það
mjög getað lamað mótstöðu-
þrótt þessa nýja ríkis gegn hin-
um hatrömmu andstæðingum,
Aröbum, er umkringja það á
allar hliðar.
UMRÆDD DEILA rekur ræt
ur sínar alllangt aftur í tímann.
Egyptum tókst sumarið 1954 að
handsama njósnara, sem ríkis-
stjórn ísraels hafði sent til
Egyptalands. Bersýnilegt var,
að einhver mistök höfðu átt
sér stað í varnarmálaráðuneyti
ísraels og þau orðið njósnur-
unum að falli. Talsverð gagn-
rýni beindist gegn Pinhas La-
von, sem þá var varnai'mála-
ráðherra og einn hinna fáu
forustumanna Mapai-flokksins,
sem þorði að standa upp í hár-
inu á Ben-Gurion. Niðurstaðan
varð sú, að Lavon lagði niður
i'áðherrastarf, en gerðist aftur
framkvæmdastjóri verkalýðs-
sambands ísraels, Histadrut.
Mál þetta féll samt ebki,niður,
heldur hefur stöðugt verið unn
ið meira og minna að rannsókn
þess undanfarin ár'. Að lokum
var skipuð sérstök rannsóknar-
nefnd undir forustu dómsmála-
ráðherrans. Sú nefnd komst að
þeirri niðurstöðu, að Lavon
yrði ekki á neinn hátt sakfelld-
ur fyrir handtöku njósnaranna.
Samkvæmt því ákvað ráðherra-
fundur, sem haldinn var um
miðjan seinasta mánuð, að láta
málið gegn Lavon endanlega
falla niður.
Ben-Gurion var í fríi, þegar
stjórnin tók þessa ákvörðun, og
brást hinn reiðasti við. f fyrstu
hótaði hann með því að segja
af sér og biðjast lausnar fyrir
stjórnina. Síðar féll hann frá
því, en neitaði hins vegar að
■sitja á ráðuneytisfundum með-
an þessi ákvörðun stjórnarinn-
ar stæði óbi’eytt. Eftir miklar
, samn’ngaumleitanir hefur nið-
urstaðan orðið sú, að mál La-
, Ben-Gurk>n
vons skuli tekið fyrir að nýju
af nefnd, sem sé skipuð innan
Mapaiflokksins, og hefur hún
þegar verið skipuð. Með henni
virðist Ben-Gurion stefna helzt
að því að gera Lavon flokks-
rækan, ef hann getur' ekki
klekkt á honum með öðru
móti. Lavon hefur mótmælt
því, hvemig nefndin er skipuð.
jafnhliða því, sem hann hefur
neitað að segja af sér sem
framkvæmdastjóri fyrir Hista-
drut.
TALIÐ ER, að tvennt vaki
fyi'ir Ben-Gurion með þessari
baráttu gegn Lavon. Annað sé
það að tryggja sér full völd í
Mapai-flokknum og geta m. a.
þannig ráðið eftirmanni sínum.
Innan flokksins er talsverð and
staða gegn Ben-Gurion og hef-
ur Lavon verið helzti leiðtogi
hennar. Hitt er það, að Ben-
Gin’ion er talinn .vilja draga
mjög úr völdum Histadrut og
til þess , þurfi hann að ryðja
Lavon úr vegi.
Lavon
Histadrut eða Alþýðusam-
band ísraels má með sanni kall
ast ríki í ríkinu. Það á langa
sögu að baki og myndaði um
langt skeið aðalkjarnann í þjóð
frelsissamtökum Gyðinga í
Palestínu. Ben-Gurion var þá
einn af leiðtogum þess. Það
hefur látið fjölmargt annað en
verkalýðsmál og stjórnmál til
sín taka, m. a. tekið alls konar
atvinnurekstur í sínar hendur.
Það rekur nú orðið svo mörg
atvinnufyrirtæki, að efalaust
er talið, að það sé langstærsti
atvinnuveitandinn í fsrael.
Það gefur auga leið af fram-
ans'ögðu, að Histadrut er mjög
áhrifamikið, og Ben-Gurion,
sem er manna ráðríkastur,
kann því illa að það skuli vera
í höndum andstæðings hans í
flokknum.
í SEINNI TÍÐ hefur Ben-
Gurion ekki farið neitt dult
með það, að hann teldi Hista-
drut vera orðið alltof áhrifa-
mikið, enda enn rekið á sama
grundvelli og áður en fsrael
varð sjálfstætt ríki. Á meðan
sjálfstæðisbaráttan stóð yfir,
hafi ekkj verið óeðlilegt, að
það annaðist ýmsa stai'fsemi
utan eiginlegs starfssviðs síns,
en aðstæður væru allt aðrar
eftir að ísrael kom til sögunn
ar.
Meðal þess, sem Ben-Gurion
hefur gagnrýnt Hisfadrut fyiir,
er hin nána samvinna þess við
amerísk verkalýðssamtök. Ben-
Gurion segir, að þetta torveldi
Histadrut að ná samvinnu við
verkalýðssamtökin í Afi'íku, en
ísraelsmenn leggja mikið kapp
á að vingast við svertingjaþjóð-
irnar þar. f framhaldi af þessu
hefur Ben-Gurion talað heldur
óvægilega um Gyðinga í Banda
ríkjunum, og m. a. komizt svo
að orði, að þeir^ Gyðingar, sem
ekki vilji búa í ísrael, geti ekki
talizt sannir Gyðingar.
Lavon og fylgismenn hans
hafa m. a. svarað þessum ásök
unum Ben-Gurions með því, að
góð samvinna við Bandaríkja-
menn sé ekki aðeins eðlileg,
heldur lífsnauðsynleg fyrir
ísrael.
Enn er það ekki séð, hvei’nig
deilu Ben-Gurions og Lavons
lyktar. Vel getur svo farið, að
hún leiði ti] stjórnarskipta.
Mapai-flökkurinn hefur ekki
meirihluta á þingi og verður
því að hafa samvinnu við aðra
flokka um stjórn. Tal'ð er. að
sumir þessara flokka vilji
gjarnan losna við Ben-Gurion
sem forsætisráðherra, því að
hið mikla fylgi, er Mapai nýtur,
byggis't ekki sízt á persónuleg-
um vinsældum hans. Sumir
bessara flokka virðast a. m. k.
frekar hallast að Lavon en Ben-
Gurion í umr'æddum átHkum.
Þ. Þ.
Útlit er fyrir, að aðgerðir Sam-|
einuðu þjóðanna í fræðslumálum
Kongó muni bera góðan árangur.
Að vísu er þetta starf á byrjunar-
stigi, en í skýrslu frá aðalbæki-
stöðvum S.Þ. í Leopoldville er
lýst bjaitsýni. Er þar greint frá
starfseminni í 12 héruðum Kongó
í nóvembermánuði s.l. og náði hún
til: Landbúnaðar, samgangna,
kennslumála, fjármála, utanríkis-
verzlunar, heilbrigðismála, ré'tar-
fars, atvinnumála, nátúi’uauðlinda,
stjórnar opinberra mála, m.a. lýð-
hjálpar o- fl. 1
Viöreisnarstarf S.þ. í Kongó
Er fullyrt, að á ýmsum sviðum
hafi orðið framfarir, sérstaklega
hvað viðkemur fjármálastjórn. Á
mörgum sviðum sé hins vegar ekki
hægt að búast við neinum framför-
um fyrr en kyrrð hafi skapazt í
stjórnmálaheiminum og stjórnar-
völd landsins geti innt starft sitt
af hendi með eðlilegum hætti.
Til þjálfunar' og menntunar
Kongóbúum hafa S.Þ. látið til sín
taka í fjölmörgu og annað hvort
stutt innfædda til námsf útlöndum
eða komið á fót fræðslumiðstöðv-
um í landinu sjálfu.
(Frá Upplýsingas'krifstofu
S.Þ. í Khöfn.)