Tíminn - 27.01.1961, Side 16

Tíminn - 27.01.1961, Side 16
Fðstuda.ginn 22. janúar 1961. 22. blað. Sólhvarfahátíð í Austurríki Ævafornir siðir, grímu- leikar og skrúðgöngur : Isiiil Gömul norn, er stýrir nornadansi — tákn myrkursins. Þessi gengur á undan skrúögöngu og bægir fólkið af götunni með út- skorinni kylfu. Kátlegur náungi með vörtu á nefinu Ævagamíir siSir, sem eiga rætur sínar langt aftur í forn- eskju, eru enn í gildi víða um lönd. Þetta kemur ekki sízt í Ijós á ýmiss konar tyllidögum. Alls konar furSulegar venjur, sem iSkaSsr hafa veriS eins lengi og sögur og sagnir herma, þykja þá sjálfsagSar, þótt fyrir löngu sé gleymt, hvaS allt umstangiS á aS tákna. Það er einkum á meginlandi Evrópu að margs konar þjóðsiðir, af þessu tagi hafa verið lífseigir.' Það er dæmi um þetta, hvernig Austurríkismenn fagna hækkandi i sóL Upp úr vetrarsólhvörfum eru ■ þar grímuleikir miiklir í hverju þorpi og byggðarlagi. Meginhluti j þorpsbúa tekur þátt í þeim, og oftast linnir ekki gleði og gáska ! í nokkra daga samfleytt. Hver fjölskylda á nokkrar grím- ur til þess að nota á sólhvarfahá- tíðinni, og oft minna þær á ein- hvern hátt á sögulegan atburð inn-, an ættarinnar á liðnum tíma. Þær j eru skornar í tré, sumar mjög lystilega gerðar, enda ættargr:pir, sem ganga í arf frá föður til son-1 ar. Sumar eru jafnvel orðnar mörg ! hundruð ára gamlar. í Nassereith í Týrólafjöllum, sem dregur nafn af fæðingarbæ írelsarans, enda ein fyrsta byggð kristinna manna þar í fjöllunum, er svokallað Schellerlaufen þriðja hvert ár. Við það tækifæri ern rotaðar grímur, sem allar eru skornar úr heilum bol. íbúar þorps íns klæðast þá líka mjög litrík- (Framhald á 15. síðu). Stórfellir í Suður-Afríku Síðan í sumar hefur ekki komið J dropi úr lofti i norðvestanverðu Höfðalandi í Suður-Afríku. Þar eru sauðfjárhjarðir miklar, og eru mill-: jónir sauðkinda að dauða komnar,; en sums staðar er fellirinn þegar orðinn svo stórkostlegur, að úldnir | skrokkar iiggja eins og hráviði svo: vítt sem augað sér á sviðnu og líf-j vana beitilandinu. Á milli skrokk- anna reika aðframkomnar skepnur, sem hanga enn uppi, í steikjandi sólarh Ita. í haust var hafizt handa um brott- flutning fjár af þurrkasvæðinu, og voru notuð öll þau ökútæki, sem kostur var á. Flutningatækin, sem1 flutt hafa féð brott, koma tll baka með vatn og fóður, en hvorki brott- flufningar né aðflutningar hafa nægt til þess að forða ægilegum felli. I Radartæki sett í Sólfaxa F.í. Niðursetning radartækja í fiugvél fer fram hériendis í fyrsta sinn Á Reykjavíkurflugvelli er nú veriS að vinna að þvi að setja radartæki í eina af flug- vélum Fluqfélags íslands, sky- mastervélina Sólfaxa, sem inn an tíðar mun halda til Nars- arsuaq á Grænlandi. Er þetta í fyrsta sinn, sem niðursetn- ing radartækja í flugvél fer fram hérlendis, og jafnframt er þetta fyrsta flugvél F. í., sem búin er slíkum tækjum. Eftir mánaðamótin heldur Sól- faxi til Narssarssuaq á Græn- landi og mun fljúga ískönnunar- flug þaðan. Samningur um þetta var gerður við Grænlandsverzlun fyrir nokkru. Bæði veður- og leitarradar Radar þessi er jafnt veður- sem leitarradar, og var hann fenginn í sambandi við væntanlegt ískönn unarflug. Komu tækin til lands- ms fyrir nokkrum dögum. Nokkrar breytingar verður að gera á framhluta flugvélarinnar, en radarnum er komið fyrir fram- an á trjónu hennar. Lengist flug- vélin um 20—30 sm við þessar breytingar. — Starfsmenn F.í. undir yfirstjórn Brands Tómas- sonar, yfirflugvirkja, annast breyt- ir.garnar og radíódeild F.f. niður- setningu og tengingu radarsins. Engir fangar Borin hefur verið til baka sú fregn, að í Rússlandi. séu ellefu fangar af bandarískri flugvél, er Rússar skutu niður við landamæri Tyrklands og Sovétríkjanna árið 1958 og sökuðu um njósnaflug. Slagveður í nótt mun hafa verið aust an rok og rigníng, en sennilega gengur veður niður ( dag. — Ekkert skíðafæri enn! Úr gröfum Egyptalands Tómas Guðmundsson hefur haft orð á því, hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu Það virðist einnig sannmæli, að maðurinn breytist ekki svo ýkjamikið, þótt aldir renni. Stúlkan, sem við sjáum hér á myndinni, er nefnilega ekki uppvakningur úr egypzkn forngröf, heldur er þetta tízkumynd frá Rómaborg. Greiðslan og höfuðbúnaður- inn er eftirlíking þess, sem fínt þótti meðal drottninga Fara- óanna og hefðarkvenna þeirra, sem þeim þjónuðu fyrir bús- undum ára. Kemst Indíánastúlka í tölu dýrðlinga? Frakkar námu í öndverðu land í Kanada, brutu veiði- lendur Indíána undir sig með vopnavaldi og hófu landnám og trúboð meðal frumbyggj- anna. vUpp úr miðri átjándu öld hófst ófriður á milli Frakka og Englendinga. sem girntust meiri yfirráð vestan Atlantshafsins, og árið 1763 lauk þeim ófriði með því, að Englendingar lögðu Kanada algerlega undir sig. Samt sem áður drottnar frönsk tunga og franskir siðir enn í dag í austurfylkjum Kanada, og lík- lega hafa Frakkar heima fyrir ekkr enn fyrirgefið Englending- um til fullnustu, að þeir skyldu svipta þá yfirráðum landa vestan hafs. Að minnsta kosti gera Frakk ar sér enn rhjög títt um menn og málefni í þeim hlutum Kanada, bar sem frönskumælandi fólk býr. ! Það mun hafa verði fyrir áhrif frá Frakklandi, að Jóhannes páfi jlét taka til umræðu í Vatíkaninu ■ hinn 19. janúar, hvort hefja skai í helgra manna tölu Indíánastúlku eina, sem dó í frönsku nýlendunni í Kanada fyrir þrjú hundruð ár- um, og það er í fyrsta skipti, að til tals kemur, að gera Ijidíána að dýrðlingi. Þessi stúlka hét Kateri Teka- kvíta og var af ættkvísl frókesa. Faðir hennar var herskár og hraustur höfðingi ættkvíslar sinn- ar, nefndur Hjörturinn fljúgandi, er. móðir hennar hét Sléttublómið. Ættkvíslin átti heima á bökkum St. Lawrencefljóts, og þar fæddist Kateri árið 1658. írókesar vörðu lönd sín af mik- illi hreysti gegn ásælni frönsku landnemanna, en loks kom þar, að nýlenduherinn hrakti Hjörtinn fljúgandi á flóttá eftir harða bar- daga, og var hann drepinn á flótt anum. Hermennirnir handsömuðu dcttur hans- sem þá var á æsku- . skeiði, og var henni komið í fóst- j ur hjá trúboðum. I Það kom fljótt í Ijós, að telpan var greind og glögg. Indíánar, sem voru henni samtíða, gáfu henni nafnið Tekakvíta — sú, sem flýtir sér hægt. Hún varð mjög hugfangin af trúarsiðum kaþólsku kirkjunnar, og 18. apríl 1676 var hún skírð til kristinnar trúar. Þá var hún átján ára. Presturinn í Lamberville gaf henni nafn hinn- ar heilögu Katrínax, er hún hafði kosið sér að verndardýrðlingi Indíánarnir kölluðu hana Kateri Kateri reyndist nijög starfsöm í trúboðsstöðinni, og brátt fékk hún að taka þátt í trúboði meðal Indíána. Henni stóð til boða að giftast Skellótta refnum og Stóru fjöðrinni, en hún hafnaði þeim kostum, því að hún vildi helga trúboðinu alla krafta sína. Á þeim tima var mjög sjaldgæft, að Ind j. íánar fengjust við trúboð og al- gert einsdæmi, að stúlka af kyni (Framh. á bls. 15.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.