Tíminn - 08.03.1961, Síða 2
s
TÍMINN, migylhndagtnn 8. man 19fiL
!
Mótmæli gegn upp-
gjafarsamningnum
Eskifjörður
f fyfrakvöld var fundur haldinn um landhelgismálið á Eski-
firði. Frummælendur voru Kristján Ingólfsson og Jóhann Clausen.
Á fundinum var samþykkt tillaga um að skora á alþingi að
fella framkomna tillögu ríkisstjórnarinnar um samninga við Breta
eða Ieggja samninginn að öðrum kosti undir þjóðaratkvæði. Hét
fundurinn á þjóðina að beita ölium tiltæbum ráðum til þess að
liindra, að samningurinn nái fram að ganga.
Seyðisfjörður
Síðast liðinn laugardag var haldinn fundur á Seyðisfirði til
þess að ræða landhelgissamninga ríkisstjórnörinnar. Urðu umræð-
ur langar og fjörugar.
Halldór Lárusson, útgerðarmaður, stjómaði fundi, en frum-
mælendur voru: Hermann Vilhjálmsson, erlndreki, Björgvin Jóns-
son, kaupfélagsstjóri, Steinn Stcfánsson, skólastjóri og Gísli Sig-
urðsson. Aörir ræðumenn voru: Einar Björnsson, bóndi Mýnesi,
Gísli Blómkvist, sjómaður og Björn Jónsson, lögregluþjónn.
Á fundinum kom fram svohljóðandi tillaga og var samþ. með
öllum greiddum atkv. gegn 3:
„Almennur fundur, haldinn í Seyðisfirði 4. marz um land-
helgismálið, mótmælir harðlega tillögu til þingsályktunar er ligg-
ur fyrir alþingi um samninga við Breta um fiskveiðilandhelgi ís-
lands, þar eð sú tillaga brýtur í bág við stefnu alþingis og stjórn-
málaflokkanna í landhelgismálinu, eins og l'ún hefur verið mörkuð
á undanförnum árum. Skorar fundurinn eindregið á hið háa al-
þingi að fella framangreinda þingsályktunartillögu og að öðru
Ieyti að gera enga samninga við Breta um fiskveiðilögsögu ís-
lands nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Húsavík
Samvinnufélag útgerðarmanna og sjómanna á Húsavík mót-
mælir því harðlega, að skert verði í nokkru tólf mílna fiskveiði-
landhelgi íslands og krefst þcss, að alþingj haldi fast við fyrri
einróma samþykktir í þcsstt máli.
Helgi Kristjánsson, formaður.
Friðarsamtök kvenna
Fundur í Menningar- og friðarsamtökum kvenna mótmælir
þeirri fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að scn><a við brezku ríkis-
stjórnina um landhelgi íslands, samkvæmt þingsályktun þeírri,
seqr'lögð var fram á alþingi mánudaginn Í?T. febrúar.
Náms-
styrkir
Eins og að undanförnu hlutu á
siðastliðnu hausti allmargir íslend-
ingar erlenda styrki til háskólanáms
eða rannsóknarstarfa utanlands.
Fer hér á eftir yfirlit um þær styrk-
veitingar, sem menntamálaráðuneyt-
ið hefur haft einhvers konar milli-
göngu um, m. a. i sambandi við aug
lýsing styrkjanna og tiliögur um
val styrkþega. Styrkirnir hafa verið
boðnir fram af stjórnarvöldum við-
komandi landa, nema annars sé get-
ið.
Bandarikln:
Óttar Halldórsson, stúdent, hlaut
styrk frá The American Scandinavi-
an Foundation til að nema bygging-
arverkfræði við Wisconsin-háskóla.
Flnnland:
Jón Halldórsson, stúdent, hlaut
styrk til náms í húsagerðarlist við
Tæknlháskólann í Helsinki.
ítalla:
Kári Elríksson, listmálari, hlaut
styrk til myndlistarnáms í Róm.
Baldur Ingólfsson, fulltrúi, hlaut
eins mánaðar styrk til að sækja
námskeiö í Itölsku á vegum Societa
Nazionale Dante Alighieri, Róm.
Einnig hlaut Sigurlaug Sæmunds-
dóttir, stúdent, eins mánaðar styrk
til að sækja námskeið í listasögu á
vegum sömu stofnunar. Sömuleiðis
var Jónatan Þórmundssyni, stúdent,
veittur tveggja mánaða styrkur til
að sækja námskeið við útlendingahá-
skólann í Perngia.
Júgóslavia:
Eyjólfur Kolbeins, stúdent, hlaut
styrk til að nema við háskólann í
Belgrad.
Noregur:
Bergþór Jóhannesson, stúdent,
hlaut styrk til náms í grasafræði við
Oslóarháskóla.
Ráðstjórnarríkin:
Undanfarin ár hafa nokkrir is-
lenzkir námsmenn fengið skólavist
I rússneskum háskólum. Oft hafa
þarlendir námsstyrkir fylgt skóla-
vistinni. Síðastliðið haust fengu
eftirtaldir stúdentar skólavist og
námsstyrk í Ráðstjórnarríkjunum:
Reynir Bjarnason, til að stunda
nám vlð Timirjazev-landbúnaðarhá-
skólann í Moskva, og Hallveig Thorla
cius, til náms í rússnesku.
Sambandslýðveldið i Þýzkalandi:
Sveinbjörn Björnsson, stúdent,
hlaut styrk til náms í eölisfræði og
Haukur Kristinsson, stúdent, til
efnafræðináms.
Ágúst Karlsson og Ágúst Þorst-
son hlutu styrk til iðnfræðináms.
Styrk frá Alexander von Humb-
oldtstofnuninni hlaut Emil Ágústs-
son, dómarafulltrúi, til framhalds-
náms i bótarétti og tryggingarétti.
Eftirtaldir námsmenn fengu fram
lengda styrki: Bjarni Kristmunds-
son og Björn Ólafsson, til náms í
auglýsingateiknun, Helgi Jónsson, til
náms í rafmagnsverkfræði, Óskar
Maríusson, til efnafræðináms, og
Helgi Sæmundsson, til náms í véla-
verkfræði.
Spánn:
Sonja Diego, stúdent, hlaut styrk
til náms í spænskri tungu og bók-
menntum.
Svfþjóð:
Guðmundur Magnússon, stúdent,
hlaut styrk til náms í þjóðhagfræði
við háskólann í Uppsölum.
Tékkóslvóvakía:
Jón R. Gunnarsson, hlaut styrk
til náms í samanburðarmálfræði
með tékknesku sem aukagrein við
Karlsháskólann i Prag. Einnig hlaut
Ólafur Kr. Hannibalsson styrk til
náms í hagfræði við sama háskóla.
Framangreindir námsstyrkir eru
yfirleitt veittir til eins .skólaárs
Sumir þeirra voru boðnir fram gegn
sams konar styrkveitingu af íslands
hálfu, og enn aðra má telja endur-
gjald fyrir styrki, er menntamála-
ráðuneytið hefur áður veitt náms-
mönnum frá viðkomandi löndum. Á
þessu skólaári hefur ráðuneytið
veltt eftirtöldum námsmönnum styrk
til náms við Háskóla íslands í ís-
lenzkri tungu, sögu íslands og bók-
menntum:
Frá Bandaríkjunum: Malcholm
Frank Halliday.
Frá Bretlandi: Anthony Lobin
Fauikes.
Frá Danmörku: Mogens Aksel
Jensen.
Frá Flnnlandl: Aune Enni Petro.
Frá Færeyjum: Jóhan H. W. Poul
sen.
Frá ísrael: Alfred Muski n.
Frá Noregt: Ola Sternshaug.
Frá Ráðstjórnarríkjunum: Calina
Kusnetsova.
Frá sambandslýðveldinu Þýzkalandl:
Barbel Dymke.
Frá Svíþjóð: Inger Grönvald.
Frá Tékkóslóvakfu: Helena Kad-
écková.
Einnig voru boðnir fram styrkir
handa námsmönnum frá Ástralíu,
Ítalíu, Júgóslóvaklu og Spáni, en
engir komu þaðan að þessu sinni.
Rafstraumur
drepur kind
Siglufirði, 6. marz. — Laust
fyrir hádegi í dag henti það,
að rafmagnsháspennustrengur
sem lá frá spennistöð hér inn-
an bæjar, slitnaði. Lenti
strengurinn á þaki fjárhúss,
sem gert var úr járni, með
þeim afleiðingum, að raf-
straumur hljóp í kind, sem í
húsinu var, og drap hana.
KLndin mun hafa staðið út við
húsvegginn. Maður var staddur í
húsinu, og stóð hann örskammt
írá kind þeirri, er stifauminn fékk,
en þó nægilega langt frá til þess,
að hann sakaði ekki. BJ.
Nauíungarsamningur
(Framhald af 1. síðu.)
en sækja lífsrétt sinn, réttinn
til að lifa mannsæmandi lífi 1
landi sínu. Fjölmargar þjóðir
hafa tekið sér 12 mílna fisk-
veiðilögsögu og sumar miklum
mun stærri með einhliða að-
gerðum — óátalið — og þó
hefur sú réttarheimt þeirra-
strandríkja hvergi nærri verið
eins mikið lífshagsmunamál
fyrir þjóðir þessara ríkja og
fiskveiðilögsagan umhverfis
ísland er íslenzku þjóðinni.
Hér er því stórveldi að knýja
fram samning með hótun um
vopnað ofbeldi við vopnlausa
smáþjóð að því er íslenzkir
ráðherrar segj a og slíkir samn
ingar eru nauðungarsamning-
ar og ber að meta gildi þeirra
samkvæmt því.
Nauðungarsamningur gerður undir ofbeldishótun
Frá umræðum í fyrrinótt um uppgjafarsamninginn
Umræður um uppgjafarsamnlng-
Inn stóðu til kl. að ganga flmm i fyrrl
nótt. Auk framsögumanna fyrlr
nefndarálitum, Jóhanns Hafsteln,
Þórarins Þórarlnssonar og Einars
Olgeirssonar, töluðu þelr Slgurvin
Einarsson, Bjarni Benediktsson, Hall
dór Ásgrímsson, Halldór E. Sigurðs-
son, Jón Skaftason og Lúðvík Jóseps
son. Lúðvík talaði i þrjá tíma og
tuttugu minútur og var umræðunni
frestað að ræðu hans lokinni. Um-
ræðan hófst síðan að nýju kl. 1,30
í gær og töluðu fyrrihluta dags í
gær þeir Gunnar Jóhannsson, Guð-
mundur I. Guðmundsosn, Ingvar
Gíslason og Skúli Guðmundsson, en
næstir voru á mælendaskrá þeir
Karl Kristjánsson, Daniel Ágústinus
son, Karl Guðjónsson og Páll Þor-
steinsson, og auk þelrra 10 eða 12
aðrlr, og var búlzt við að haldlnn
yrði enn næturfundur um málið.
Bjarni Benedlktsson sagði að með
samkomulaginu játuðust Bretar fyrir
fram undir að lúta alþjóðalögum
með því að jútast undir að skjóta
ágreiningi til alþjóðadómstólsins. —
Hverjir efast um það, að aðgerðir
akkar í landhelgismálinu hafi ekki
stuðzt við alþjóðalög. Karl Kristjáns
son spurði þá ráðherrann hvort hann
efaðist um, að réttur okkar til land-
grunnsins væri samkv. alþjóðalög-
um. Eg efast um það engu síður en
Hermann Jónasson á sínum tíma,
sagði Bjarni Ben., en ég trúi því að
þróunin muni verða í þá átt að við
öðlumst þann rétt. Bjarni las upp
úr álitsgerð, sem hann hafði útveg-
að sér frá lagadeild Háskólans um
það hvort orðin „að falla frá mót-
mælum' þýtídu að veita fulla viður
kenningu. Ólafur Jóhannesson próf-
essor, forseti lagadeildarinnar, átti
ekkl aðild að þessari álitsgerð deild
arinnar. í álitl lagadeildarinnar seg
ir m.a.: „Þegar skýra á framan-
greint orðalag í orðsendingu utan-
ríkisráðherra íslands, verður að
hafa í huga annars vegar, að ekki
er að því stefnt að kveða á um,
hvor aðilinn hafi hér á réttu að
standa, heldur að þvi að leysa deil-
una til frambúðar og verður þá skilj
anlegt, að sneitt sé hjá að nota orðið
„að viðurkenna" í þessu sambandi."
Halldór Ásgrimsson spurði ráðherr-
ann, hvort ekki væri hyggilegra og
tryggara, að fá yfirlýsingu frá
brezku rikisstjórninni um fulla við-
urkenningu 12 mílna fiskveiðilögsög
unnar í stað þes sað spyrja laga-
deildina, hvað hún haldi um málið?
Halldór Ásgrimsson taltíi að rök-
réttara væri að kalla þennan vænt-
anlega samning „Lausn fiskveiðideil
unnar fyrir Breta" í stað „lausn fisk-
veiðideilunnar vlð Breta.“ Þá kvað
hann rétt eftir ræðu dómsmálaráð-
herra og boðskap hans um það hvern
ig túlka bæri þennan samning að
minna á, að hvorki álit lagadeildar
háskólans eða brezkra blaða væri
bindandi fyrir brezku ríkisstjórnina.
Enginn alþingismaður hefur umboð
til að samþykkja slíkan samning, því
að allir þingmenn lýstu því yfir í
síðustu kosningum að þeir myndu
hvergi hvika í landhelgismálinu og
hvergi slá af 12 mílunum og sízt
taka upp samninga við Breta um
málið. Þjóðin ætti skýlausan rétt til
að kveða upp dóm sinn í málinu
í þjóðaratkvæði, þvi að með þessum
samningi væru hendur þjóðarinnar
bundnar um alla framtið varðandi
| útfærslu landhelgi.
j Halldór E. Sigurðsson minnti á ó-
lieilindi núverandi stjórnarflokka í
landhelgismálinu. Vinstri stjórnin
riðaði til falls vorið 1958 vegna
tregðu Alþýðuflokksins til útfærslu
í 12 mílur, en Alþ.fl. stóð í ströngu
sambandi við Sjálfstæðisfl. um mál-
ið og þá varð til fyrsti vísir að nú-
verandi stjórnarsamstarfi. Það var
ekki fyrr en Alþ.fl. voru settir úr-
slitakostir og hótað kosningum um
málið að hann lét undan. Sjálfstæðis
flokkurinn var ætið andvígur út-
færslunni og i yfirlýsingu flokksins
frá í maí 1958 kemur það greinilega
fram, því að þar segir að flokkurinn
geti ekki fallizt á ákvörðunina um
útfærslu í 12 mílur, bæði vegna efnis
ágreinings og ágreinings um máls-
meðferð. Einhugur þjóðarinnar í
málinu beygði þó loks Sjálfstæðis-
flokkinn til að snúast með málinu á
yfirborðinu síðustu dagana fyrir út-
færsluna.
Jón Skaftason sagði, að með land
grunnslögunum frá 1948 hefði land-
grunnið verið lýst íslenzkt yfirráða-
svæði, sem heyrði undir ísl. lög-
sögu. Með þessum samningi er Bret
um veitt stöðvunarvald, sem þeir
höfðu ekki áður. Leiðréttingar á
grunnlínum, eins og t.d. í Meðallands
bugt sem við ættum skýlausan rétt
til samkv. sáttmálanum í Genf 1958,
gætu Bretar tafið í 3—4 ár, ef þeim
sýnist svo — og það þarf enginn að
efast um hugarfar Breta í þessum
málum. Þessi fyrirhugaði samningur
við Breta er nauðungarsamningur.
Bjarni Ben. hefur lýst yfir að við
hefðum sigrað í deilunni. Ráðherr-
arnir segðu nú að samningurinn sé
gerður til að koma í veg fyrir frek
ari ofbeldi Breta á íslandsmiðum,
þ.e. samningurinn er gerður undir
ofbeldishótunum. Tilgangur Breta
með þvi að senda brezk herskip inn
í landhelgina, hefði verið til að kúga
okkur til undanhalds í málinu og
ekki sízt til að reyna að koma á
okkur hnappeldu til að hefta okkur
frá frekari útfærslu í framtíðinni.
Með þessum samningi myndi þeim
takast það og það væri hlálegt að
heyra ráðherrana tala eins og ís-
lenzka ríkisstjórnin hefði svínbeygt
hina brezku. Þeir vitnuðu gjarna í
brezk blöð og teldu ummæli þeirra
ótvíræð um „sigur“ okkar í málinu.
Bretar eru mesta afturhaldsþjóðin í
landhelgismálum og aldrei viljað
viðurkenna nema 3 mílur. Það hef-
ur verið fjarri þeim að geta skilið
eða viðurkennt lífsrétt íslenzku þjóð
arinnar í þessum efnum og hafa
mætt hverju spori okkar í landhelg
ismálum með ofbeldis- og refsiað-
gerðum og svo dettur mönnum í hug
að þessi þjóð geti dæmt af viti um
þetta mál og álit hennar notuð sem
rök af íslenzkum ráðherrum.
Næstur tók til máls Lúðvík Jóseps
son og talaði hann í þrjár og hálfa
klukkustund. Ekki eru tök á að rekja
ræðu hans.
I