Tíminn - 08.03.1961, Síða 6
6
TÍMINN, mlðvikudaglnn 5. mai^ 1961.
Björn Pálsson, alþingismaður:
Hvers vegna semja Bretar um
lausn fiskveiðideilunnar?
Fyrsta september 1958 kom
reglugerðin um útfærslu fiskveiði
landhelginnar til frámkvæmda.
Bretar einh virtu ekki ákvæði
reglugerðarir.nar og hófu veiðar
með aðstoð herskipa. Segja má, að
þennan dag hafi íslendingar unnið
sigur í fiskveiðideilunni því að
ógerlegt ei að stunda arðbærar
íiskveiðar með aðstoð herskipa og
ekki líklegt til álitsauka fyrir Breta
að beita varnarlausa smáþjóð of-
beldi, til lengdar. Þetta reyndist
iika þannig Brezku togararnir
veiddu illa, herskipin voru dýr í
rekstri og Bretar urðu leiðir á
þessu þófi og vildu gjarnan semja
iim lausn deilunnar. Margir voru
því mótfallnir, að samningar væru
hafnir við Breta, því þeir óttuðust,
að slíkir samningar gætu til þess
eins leitt, að skaða hagsmuni okk-
ar Raunverulega var um það eitt
að semja, hvort við vildum leyfa
Bretum að veiða í friði með vissum
skilyrðum innan 12 mílna mark-
auna og siíkt var ástæðulaust að
leyfa nema jafnmikil eða meiri
hiunnindi kæmu á móti, því að í
fiskveiðideilunni vorum við búnir
afc vinna sigur.Samningaumleitanir
við Breta hafa staðið lengi yfir.
Andstaða atmennings gegn undan-
látssemi i fiskveiðideilunni gerði
stjórnina nikandi að semja og
styrkti mjög aðstöðu hennargagn-
vart Bretum. Stjórnarandstaðan
fékk ekki að fylgjast með samn-
ingagerðinrú. Má vera, að þar eigi
báðir aðilar nokkra sök, þó ljóst sé,
að óhagkvæmt er að gera utanríkis-
mál, sem eru viðkvæm og varða
lífsafkomu allra landsmanna að
pólitískum áróðursmálum.
Mánudaginn 27. febr. kl. 5 var
útbýtt á Alþingi tillögu til þings-
áiyktunar um lausn fiskveiðideil-
unnar. Sama kvöldið kom út auká-
útgáfa af Alþýðublaðinu, þar sem
samningurinn við Breta var talinn
si.órsigur fyrir okkur. Á báðar hlið-
ar hefur verið haldið uppi öfga-
fullum áróðri um málið, og stjórn-
arliðið notaði sér það til fulls, að
aðstaða þess til áróðurs var betri í
byrjun. Sennilega hafa allir skotið
yíir markið. Fólkið fann öfgarnar
og varð íeitt á málflutningnum,
þannig að varanlega mun þessi
íyrsta áróðursherferð ekki verða
r.einum flokki til framdráttar.
Ryggnir menn hugsa, áður en beir
tala og enginn skyldi taka afstöðu
til mála, sem þýðingu hafa, nema
eitir rólega íhugun. í þessu tilfelli
skiptir slflct ef til vill ekki máli,
því málið v.ei afgert, áður en það
var lagt fyrir 'þingið, og samþykkr
þingsáTykxunartillögunnar er að-
eins formsatriði. Stjórnarliðið var
ákveðið í að nota þingmeirihluta
s;nn til að koma málinu fram án
tJlits til þeirra raka, sem stjórnar-
andstaðan kynni að koma með.
Völdum 'yigir ábyrgð og kjósend-
urnir eiga að íhuga verk fulltrúa
smna á hlutlausan hátt og dæma á
kjördegi.
1 Aðaláróðursvopn ríkisstjórnar-
innar er breytingar á grunnlínum á
fjórum stóðum. Játa ber, að þetta
er til bóta fyrir bátaútveginn, ef!
grannlínubreytingin er einnig látin
gilda fyrir íslenzka togara. Vafa-
laust hefði verið hægt að koma
þessum breytingum fram, án þess
áf: samið væri við Breta, en ef til
vill síðar og á óhagkvæmari hátt.
Við skulum einnig reikna okkur
það til teicna, að Bretar hætta að
hafa hér herskip og líkur era til j
að sambúð þjóðanna batni og við-í
skipti aukist.
Gjaldamegin ber okkur að færa
undanþágur þær, sem Bretar og
sennilega fleiri þjóðir fá til að
veiða innan landhelgislínunnar,
Því þótt Bretar hefðu ef til vill
haldið áfram að veiða hér með að-
stoð herskipa, þá mundi hafa verið
um smámuni eina að ræða miðað
við það, sem nú verður. Ég álít því,
aö eftir atv;kum hefðu flestir get-
?.ð sætt sig við samninginn, hefði
aðeins verið um 3ja ára undanþág-
urnar að ræða, jafnvel þótt þær
komi ranglátlega niður, því Suður-
Múlasýsla og Austur-Skaftafeils-
sýsla búa við lökustu kjörin. Bretar
höfðu allt að vinna en engu að
t-apa, úr þvi sem komið var. Reynsl-
an hafði sýnt, að það borgaði sig
ekki að veiðs hér með aðstoð her-
skipa.
Bretar eru engir viðvaningar í
milliríkjasamningum. Þegar blöð
stjórnarliðsins hrópa um, að við
liöfum unnið stórsigur, ber að trúa
því með varúð. Vanir veiðimenn!
Jarðarför föður míns, fengdaföður og bróður,
Garðars H. Sfefánssonar,
sem andaðist að Landakotsspitala 27. febrúar fer fram í Fossvogs-
kapellu fimmtudaginn 9. þ. m. kl. 10,30 f. h.
Einar Þór Garðarsson,
Geir Stefánsson,
Kristín Guðlaugsdóttir,
Hjálmar Steindórsson.
ÞAKKARÁVÖRP
í tilefni af sextugsafmæli minu hinn 28. febr. s.l.
sendi ég ættingjum og vinum þakklæti mitt fyrir
liðnar stundir, og óska þeim alís góðs.
Sigurjón Valdimarsson,
Leifshúsum.
Hjartans þakkir til ykkar allra vina og vanda-
manna, fjær og nær, sem glödduð mig á sjötugs-
afmælinu 21. febr. með neimsóknum, árnaðar-
kveðjum, blómum og höfðinglegum gjöfum
Lifið öll heil.
Kristin J. Sigurðardóttir.
Ito^AWölWWWWtVVVVVVVVVVVtVVVVNtVVN
láta agn a öngulinn. Agnið er
grunnlínubreytingin, en öngullinn
loforðið um, að færa ekki fiskveiði-
landhelgina frekar út en orðið er
nema msð samþykki alþjóðadóm-
stóls. Það eina, sem skiptir máli
fyrir Breta, er þetta atriði. íslend-
ir.gar voru fúsir til að leggja deil-
una um 4 mílna fiskveiðilandhelg-
ir,a fyrir alþ’óðadómstól 1953 því
þeir vissu, að dómurinn mundi
verða hagstæður. Þeir vildu ekki
leggja deiiuna um 12 mílna land-
helgina fyrir alþjóðadómstól 1958
aí því þeir vissu, að sá_ dómur
mundi verða óhagstæður. Ástæðan
fyrir því, er sú, að engar alþjóða-
samþykktir eru til, sem hejmila 12
mílna landhelgi, og engin þjóð
hefði nú 12 mílna fiskveiðiland-
fcelgi hvað þá meira, ef eigi væri
um einhliða útfærslu að ræða.
Ríksstjórnin lýsir yfir því að
hún muni halda áfram að vinna
að framkvæmd ályktunar Alþingis
frá 5. maí 1959, varðandi útfærslu
íiskveiðilögsögunnar við ísland, en
í sömu málsgrein gefur hún ótíma-
Lundið loforð, sem hindrar, að það
sé framkvæmanlegt. Það er ekki
hægt að dæma eftir lögum eða
samþykktum, sem ekki eru til.
væru engin ákvæði í íslenzkri
refsilöggjöf um að hegna mönnum
fjrrir að taka eignir annarra, væri
ekki hægt í'g refsa fyrir að stela.
Bretar vita þetta vel. Þeir vita. að
þessi samningur hindrar það að
Islendingar geti fært út fiskveiði-
lögsöguna frekar en orðið er, nema
alþjóðasamþykktir séu gerðar um,
að það sé heimilt. Fiskveiðiþjóðir,
sem þurfa^ að sækja á fjarlæg mið
munu vinna gegn því, að slíkar
reglur verði settar. Það er vægast
sagt óvarlegt að reikna með því, að
alþjóðlegar reglur verði settar um
útfærslu landhelgi út fyrir 12 míl-
ur gegn ákveðinni andstöðu þess-
ara þjóða. Þetta er öngullinn í agn-
inu, sem veidur því, að óvituriegt
er að gleypa agnið. Ég viðurkenni,
a'd okkur bor að fara eftir alþjóða-
lögum og samþykktum. Það ber
ö.'lum að gera, og varnarlausar
smáþjóðir eiga ekki annarra kosta
völ. En það er ekki hægt að fara
eftir lögum, sem ekki eru til. Með
því að hindra, að þau verði sett er
hægt að koma í veg fyrir, að smá-
þjóðir njóti þeirrar verndar, sem
þær hafa þörf fyrir.
Enginn veit, hvað gerist í fram-
tiðinni. Breytingarnar eni örar.
Veiðitækni tekur árlegum framför-
um, og mikil hætta stafar af of-
veiði. Hægt er að sjá fiskinn í sjón-
um og fylgja honum eftir. Vafa-
1 mst er því þörf á ýmsum gagnráð-
stöfunum til að hindra. að fiski-
stofninn gangi til þurrðar. íslenzku
fiskimiðin eru auðug. Danir lánuðu
Englendingum þau, sjátfum sér til
h'agsbóta og þeir hafa aflað hér
ótrúlega nrkilJa verðmæta.
Árið 1943 voru samþykkt lög um
visindalega verndun fiskimiða
landgrunnsins og stjórninni heim-
itað að setja reglur um fiskveiðar
ir.nan þeirra takmarka. Samkvæmt
því hefur Alþingi 1948 litið á allt
landgrunmð sem íslenzkt yfirráða-
svæði. Á Vlþingi 1961 á hins veg-
ar að samþykkja þingsályktunar-
tiilögu, þar sem því er heitið, að
ágreiningi, sem yerða kann um
notkun og yfirráð þessa sama svæð
is; skuli um alla framtíð skotið til
alþjóðadóms'tóls. Annað hvoi’t er,
að lögin frá 1948 eru markleysa,
eða stjórnin er með samningnum
við Breta að skerða fullveldi lands-
ius. Tímabundinn samningur er
réttlætaniegui'. Ótímabundin lof-
orð eru óviturleg og í fæsfum til-
(Framhald á 13. síöu.}
I
IVIiniimgarord:
iuðjón Gunnarsson,
framfærslufulltrúi, Hafnarfirði
Guðjón Gunnarsson, fram-
færslufulltrúi Hafnarfjarðar-
bæjar, var til moldar borinn
2. marz síðast liðinn. Þar var
góður drengur og gegn maður
kvaddur.
Guðjón var fæddur að Vola
í Hraungerðishrepp i Árnes-
sýslu 21. sept. 1889. Foreldrar
hans voru: Gunnar Jónsson,
bóndi þar, og kona hans Guð-
björg Guðbrandsdóttir. Þau
hjónin voru bæði vel gefin en
ekki auðsæl. Ungur að aldri
vandist Guðjón alls konar
erfiðisvinnu í sveit og við sjó-
róðra. Hann þótti snemma
samvizkusamur og vandvirk-
ur að hverju sem hann gekk.
Árið 1914 kvæntist Guðjón
eftirlifandi konu sinni, Arn-
fríði Jónsdóttur í Hróars-
holti Þau eignuðust 6 dætur
og lifa 5 þeirra föður sinn.
Hjónaband Guðjóns yar[
mjög farsælt. Kona hansj
hinn ágætisti lífsförunautur
og áttu þau barnaláni að
fagna,
Skömmu eftir stofnun heim
ilis fluttist Guðjón til Hafnar
fjarðar, og bjó lengst af í
Gunnarssundi 6, og þar and-
aðist hann úr hjartaslagi 24.
febrúar s.l.
Fyrstu árin sín í Hafnar-
firði vann Guðjón ýmis al-
geng störf. Var og um skeið
skósmiður og fórst það vel. En
árið 1935 varð hann fram-
færslufultrúi Hafnarfjarðar-
bæjar, og því starfi gengdi
hann til æviloka.
Guðjón var virkur og vitur
þátttakandi í mörgum félög-
um. í Verkamannafélaginu
Hlíf var hann um fjöldamc5rg!
ár. í stjórn þess félags í 13
ár, þar af 10 ár gjaldkeri. —
Hann var formaður Jafnaðar
mannafélagsins fyrstu starfs-
ár þess og átti lengi sæti í
fulltrúaráði Alþýðuflokksins.
Hann var einlægur og traust
ur samvlanumaður, og var
einn af stofnendum og í
stjórn pöntunarfélags þess, er
Hlíf stofnaði. Eftir að félag
þetta varð deild í KRON var
hann í stjórn Hafnarfjarðar-
deildarinnar. Og er Kaup-
félag Hafnfirðinga var stofn
að 1945 var hann í stjórn
þess til dauðadags.
Guðjón átti mikinn þátt í
stofnun félags starfsmanna
Hafnarfjarðarbæjar og var
formaður þar. Hann var og
alla tíð fulltrúi félagsins á
þingum Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja og átti
sæti í stjóm þess.
Guðjón unni fögrum söng.
Var og sjálfur söngmaður góð
ur. Að frumkvæði Hlífar var
um áramótin 1930—1931
stofnaður söngkórinn „1.
maí“. Var honum ætlað það
hlutverk að efla félagslíf %og
skemmta við hátíðleg tæki-
færi. Alla þá stund, er kór-
inn var tengdur Hlíf var Guð
jón í stjórn hans. Á árinu
1935 rofnuðu þau tengsl og
fékk þá kórinn nafnið Ernir.
Síðan var nafni hans enn
breytt og heitir nú Þrestir.
Guðjón söng í öllum þessum
kórum og hafði af þvi mikið
yndi. Hann var og löngum
reiðubúinn að taka lagið, ef
svo bar undir.
Guðjón var maður einkar
vel gefinh. Lét lítið yfir sér,
fremur hlédrægur og sóttist
ekki eftir mannvirðingum.
Hann var ágætur starfsmað-
ur, íhugull, aðgætin, varkár
og dómvís og réttsýnn. Hann
naut óskoraðs trausts allra
þeirra, er hann þekktu. Því
máli eða starfi þótti vel horg
ið, er honum var falið til fyrir
greiðslu. Hann var óhvikull
og þéttur í lund. Hann gaum-
gæfði málin og tók svo af-
stöðu óhikað af glöggskyggni
og hleypidómalaust. Hann
var tillögugóður, raungóður
og vammlaus maður.
Starf framfærslufulltrúa
er ætíð auðleyst, oft við-
kvæmt og þarf margs að
gæta. Áður en Guðjón tók af
stöðu í vafaatriðum í þeim
efnum, kynnti hann sér all-
ar aðstæður af stakri ná-
kvæmni og lagði það eitt til,
er góðum og vitrum manni
var sæmd að.
Guðjón var geðþekkur starfs
maður, hógvær, fumlaus og
prúður, þó einbeittur. Hann
var maður orðvar, gamansam
ur, ef svo bar undir, og orð-
heppinn. Hann var og vel
hagmæltur, en flíkaði því lítt.
Guðjón vann öll sín störf
af grandvarleik og stakri trú
mennsku. Hann héít í hví-
vetna hátt á lofti merki
hinna fornu dyggða, sem
hugsa ekki í árum en öldum
og alheimta ei daglaun að
kvöldum. Aðalsmerkið, verk
og stefna, er stuðli að batn-
(Framhald á 13. síðu.)
/