Tíminn - 08.03.1961, Qupperneq 7
TfMINNT, mlðvikudaginn 8. marz 1961.
7
ING
Engin þjóð hefur enn skoiið deiiu um víð-
áitu iandhelginnar til Alþjóðadómstólsins
Hér fer á eftir kafli úr ræðu
Þórarins Þórarinssonar alþing
ismanns, sem hann flutti í
fyrradag:
Ég kem þá að einu atriði,
sem hæstv. stjórnarsinnar
hafa lagt nokkuð mikla á-
herzlu á í þessum umr., að
það sé engin skerðing á rétti
okkar, að máli sem þessu, þ.e.
frekari útfærzlu á fiskveiði-
landhelginni, sé skotið undir
úrskurð alþjóðadómstólsins.
Ef menn athuga það mál
nokkuð nánar, þá hljóta þeir
að komast að þeirri niður-
stöðu, að á þvi er mjög mikill
munur.
í fyrsta lagi er^það að at-
huga í þessu sambandi, að
eins og skipan alþjóðadóm-
stólsins er nú háttað, þá ráða
þær þjóðir langsamlega mestu
um skipan dómsins, sem eru
andstæðingar okkar í þessu
máli, það eru Bretar og Banda
ríkjamenn. Það er Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna, sem
ræður mestu um skipan dóms
ins, en fram að þessu hafa
Bretar og Bandaríkj amenn
ráðið öllu því í Öryggisráð-
inu, sem þeir hafa viljað, þeg-
ar aðrir hafa ekki komið við
neitunarrétti, en í sambandi
við kjör á dómurum í alþjóða
dómstólinn, verður ekki kom-
ið við neitunarvaldi. Það eru
með öðrum orðum þær þjóðir,
sem eru íhaldssamastar í land
heldigsmálinu, sem ráða
mestu um það, hvernig þessi
dómur er skipaöur. í því getur
verið fólgin sú hætta, að það
veljist miklu frekar íhalds-
samir menn í þessum. efnum
en frjálslyndir í dóminn.
Engin albióíalög til um
víftáttu landhelginnar
Það er þá þessu næst að at-
huga, að alþjóðarétturinn,
sem dómur dæmir eftir, bygg-
ist að langsamlega mestu á
hefð og venjum, það er mjög
lítið til af alþjóðlegum samn-
ingum, sem hægt er að faræ
eftir í sambandi við agrein-
ingsmál, og þá verður að fara
eftir þeirri hefð og þeim venj-
um, sem hafa myndazt. Nú er
þannig ástatt um sjálfa víð-
áttu landhelginnar, að um
hana ríkir ekki nein viöur-
kennd regla, engin viður-
kennd hefð, engin viðurkennd
venja. Af þeim ástæðum, þá
hafa þrisvar sinnum verið
kvaddar saman alþjóðaráð-
stefnur, til að ná samkomu-
lagi um þetta atriði, en það
ekki tekizt. Þar af leiðandi
eru það ekki neinar ákveðnar
reglur, sem alþjóðadómurinn
getur farið eftir í þessum efn-
um, heldur verður hann að
reyna að meta, ef slíku máli
er skotið til hans, hvað hann
á að telja að sé hin eðlilega
regla í þessum efnum. Þetta
er svo ólióst. aö fram að þessu
hefur engin þjóð farið þá leið
að skjóta ágreiningsmálum
eins og þessum, það er að
segja ágreiningsmálum um
víðáttu sjálfrar landhelginn-
ar til dóms. Málið, sem Norð-
menn lögðu fyrir dóminn,
fjallaði ekki um víðáttu land-
helginnar, heldur um það
hvernig grunnlínur skyldu
vera dregnar og um það atriði
er komið fullt alþjóðlegt sam
komulag, eins og ég minntist
á áðan ,að hefði náðst á Genf-
arráðstefnunni um hafréttar-
málin 1958.
Mikil hætta
En sem sagt, ef alþjóða-
dómstóllinn ætti aö fjalla um
deilumál eins og hér myndi
skapast milli okkar og Breta,
ef við færðum út fiskveiðiland
helgina, þá yrði hann að
hyggja á hefð og reglum, sem
ekki njóta neinnar alþjóðlegr
ar viðurkenningar í dag, og
hann yrði þá að reyna að
meta það eftir hverju hann
ætti að fara. Það er alveg
visst mál, að þegar dómstóll
á að kveða upp dóm undir slík
um kringumstæðum, þá hlýt-
ur hann og þá verður hann
skyldu sinni samkvæmt að
vera n^kkuð íhaldssamur.
Hann verður að vera varfær-
inn, hann má ekki ganga of
langt. Þess vegna er hætta á
því, að þegar dómur kveður
upp undir slíkum kringum-
stæðum, að dómarnir séu held
ur á eftir þróuninni — fylgj-
ast ekki með henni. Til þess
að ganga ekki of langt, fara
þeir frekar eftir því sem telj-
ast gamlar reglur, heldur hin
um nýju reglum, sem eru að
skapast. í þessu er fólgin mik-
il hætta fyrir okkur, ef við
þyrftum að leggja slíkt mál
undir úrskurð alþjóðaréttar-
ins.
Réttur nýlendubjóSanna
Ég vil minna á þaö í þessu
sambandi, að þegar Kýpur-
deilan var að byrja, þá buðu
Bretar-upp á það, bæði Grikkj
um og Kýpurbúum að hún
skyldi lögð undir alþjóðadóm-
stólinn og hann skyldi látinn
dæma um það, hvort Kýpur-
búar ættu rétt til sjálfsákvörð
unarréttar og sjálfstæðis.
Þessu tilboði Breta var ein-
dregið hafnað, bæði af Grikkj
um og Kýpurbúum, og það
var einfaldlega vegna þess,
að það var talið nokkurn veg-
inn fullvíst, að ef alþjóða-
dómstóllinn dæmdi í þessu
máli, mundi hann fara eftir
hefð og reglum, sem væru
þannig lagaðar, að Bretar
mundu þar bera sigur úr být-
um. Þeir mundu vinna málið,
þó að aðstaðan væri hins veg-
ar þannig, að Kýpurbúar
hefðu allan hinn siðferöislega
rétt með sér í málinu. Ég
held þaö sé ekki hægt að benda
Kafli úr framsöguræðu Þérarins Þórariassonar
við 2. umræ'Öu um uppgjafarsamninginn
á eitt einasta dæmi þess, að
nýlenduþjóð hafi snúið sér til
alþjóðadómstólsins og óskað
eftir úrskurði um það, að hún
ætti tilkall til sjálfstæðis eða
yfirráða f landi sínu. Einfald-
lega af þeim ástæðum, að
reglum eða hefð um þessi
mál er enn þannig háttað í
heiminum, að viðkomandi
þjóð mundi ekki fá rétt sinn
viðurkenndan hjá alþjóða-
dómstólnum og þess vegna
verður hún að sækja hann
eftir öðrum leiðum. Nú má
segja, að það sé að mjög miklu
leyti svipað háttað tilkalli okk
ar til landgrunnsins og ný-
lenduþjóða til yfirráða í landi
sínu. Þess vegna verðum við
að sækja þann rétt eftir svip-
uðum leiðum og nýlenduríkin
hafa sótt sinn rétt.
I Fordæmi annarra jjjóÖa
Eins og málum er nú hátt-
að, þar sem alþjóðalög eru
t raunverulega ekki til um víð-
áttu landhelginnar, og fara
| verður eftir umdeildri hefð,
þá getum við ekki treyst á
úrskurð alþjóðaréttar í þess-
um efnum, heldur verðum að
sækja mál okkar eftir öðrum
leiðum, eins og við höfum
hingað til gert með fullum á-
rangri og eins og aðrar þjóð-
ir hafa gert, sem svipað hefur
staðið á um og okkur. Þær
hafa allar sótt sinn rétt með
leinhliða ákvörðunum, eins og
nefna má tugi dæma á urid-
anförnum árum, en engin þjóð
hefur snúið sér til alþjóðadóm
stólsins og óskað eftir ein-
hverjum ákvörðunum hans
eða dómi um þessi mál, vegna
þess að þær álitu alþjóða-
reglum um þetta svo óákveðn
ar og að mörgu leyti aftur-
haldssamar, að það væri ekki
hægt að leita til dómsins und
ir þeim kringumstæöum. Þeg-
ar þetta er allt saman athug-
að, þá hljóta menn að gera
sér fulla grein fyrir því, að á
því er reginmunur hvort við
áskiljum okkur einhliða rétt
til útfærslu fiskveiðilandhelg
innar og til landgrunnsins,
eða við, viljum láta þennan
rétt vera háðan samþykki
Breta og úrskurði alþjóðadóm
stóls, sem á mjög erfitt að úr-
skurða um þetta, vegna þess
hve óljósar reglurnar eru og
mikil hætta er á að hann verði
frekar íhaldssamur en frjáls-
lyndur í slíkum úrkurði, eins
og á vissan hátt honum ber
líka að vera undir þeim kring
umstæðum.
Al])jó($adémstóllinn
og Bandarikin
Hér hefur komið fram í
umr., fyrst hjá hæstv. fjmrh.
og svo hjá seinasta ræðu-
manni, að við værum skyldir
til þess sem réttarríki, að láta
alþjóðadómstólinn kveða upp
dóm í deilumálum okkar við
önnur ríki. Þetta er mikill mis
skilningur. Þær reglur, sem
um þetta eru í sáttmála Sam-
einuðu þjóðanna, ákveða enga
beina skyldu í þessum efnum,
heldur er hvert einstakt ríki
látið sjálfrátt um það i hvaða
tilfellum það vísar málum til
alþjóðadómstólsins. Hitt er j
það, að einstök ríki geta gefið
yfirlýsingar um það, að þau
vilji útkljá deilumál sín með
því að málsskot eigi sér stað
til alþjóðadómstólsins. Sein-
aöt þegar ég vissi um þessi
mál, í árslok 1959, þá voru
ekki nema 38 ríki af 100 ríkj-
um sem nú eru í Sameinuðu
þjóðunum, búin að gefa slíka
yfirlýsingu og öll eða lang-
flest með vissum fyrirvara,
eins og til dæmis með þeim
fyrirvara, að þau yrðu að
meta það sjálf í hveriu ein-
stöku tilfelli, hvort um innan-
landsmál væri að ræða eða
ekki.
Meöal þeirra ríkja, sem
hafa sett slíkan fyrirvara er
það stórveldi, sem við hæstv.
fjmrh. getum vafalaust verið;
sammála um að telja einna1
mesta réttarríkið i heiminum1
í dag, en það eru Bandaríkin. |
Þing þeirra setti þann fyrir-
vara fyrir þessari aðild að al-!
þjóðadómstólnum, að það yrði |
metið í hverj u einstöku til- j
felli, af Bandaríkjunum sjálf-
um, hvort um innanlandsmál.
væri að ræða, eða ekki. Eg
skal nefna dæmi um það,
hvernig þetta mundi vera
framkvæmt af hálfu Banda-
ríkjastjórnar. Árið 1945 gaf
Bandaríkjastjórn út yfirlýs-
ingu, sem helgaði Bandaríkj-
unum rétt til allra auðæfa,
sem felast í botni landgrunns-
ins umhverfis Bandarikin.
Þetta gerðu Bandaríkin með;
einhliða ákvörðun og töldu sig j
hafa fullan og óskorað rétt
til til þessa og það væri þeirrá
innanlandsmál. Það er alveg
visst, að ef það hefði komiö ■
krafa um það frá öðru ríki, að
þessari eignatöku Bandaríkj-
anna á landgrunninu yrði
skotið undir úrskurð Alþjóða-
dómstólsins, að þá hefðu þau
neitað því, þar sem hér væri
um innanríkismál að ræða. í
sambandi við það erum viö
ekki að ganga í berhögg við
neinar reglur, þó við viljum
hafa rétt til þess að meta þaö
í hverju einstöku tilfelli, hvort
deilumál okkar við aðrar þjóð
ir um landgrunnið yrði skotið
til alþjóðadómstóls eða ekki.
Dæmi'S um Angolu
Þá kom einnig fram hjá
hæstv. fjármálaráöherra, að
það væri eiginlega enginn
munur á því að skjóta máli
til alþjóðadómstóls eða til
þings Sameinuðu þjóðanna,
eða til alþjóðaráðstefnu. Á
þessu er vitanlega mjög mikill
munur, og ég skal nefna að-
eins eitt dæmi til að sýna, í
hverju’ slíkur munur væri
fólginn.
Við skulum taka t. d. dæmi
af portúgölsku nýlendunni
Angola. Við skulum segja, að
það kæmi upp sú hugmynd,
að íbúarnir í Angola ættu að
leita til alþjóðadómstólsins
og fá úrskurð hans um það,
hvort þeir hefðu rétt til þess
að vera frjálsir, rétt til sjálf-
stæðis, rétt til sjálfsákvörð-
unarréttar. Það ér alveg víst,
hvernig alþjóðadómur mundi
falla um það mál, eins og nú
er háttað hefð og reglum um
þetta atriði í heiminum. Rétt
urinn mundi dæma það, að
Portúgalar hefðu fullkomið
tilkall til landsins og ættu
að halda áfram yfirráðum
sínum. Þess vegna er það áT
reiðanlegt, að engum þeirra,
sem berst fyrir sjálfstæði
Angolu í dag, dettur það í
hug að snúa sér til alþjóða-
dómstólsins og óska eftir úr-
skurði hans um þetta mál.
Hins vegar má nokkurn veg-
inn búast við því, að þessir
aðilar munu snúa sér til
þings Sameinuðu þjóðanna
og óska eftir því, að þær sker
ist í málið og stuðli að því
að Angolubúar fái sjálf-
stæði og sjálfsákvörðunar-
rétt. Þetta hafa margar aðr-
ar þjóðir gert á undan þeim,
eins og Kýpur-búar, Algier-
búar og svo framvegis. Og
hvers vegna kjósa þessar
þjóðir heldur að fara þessa
leið? Það er vegna þess að ef
málið kæmi fyrir þing Sam-
einuðu þjóðanna, þá er það
nokkurn veginn víst eins og
málum er þar nú háttað, að
mikill meiri hluti fulltrú-
anna þar rnundi styðja sjálf-
stæðiskröfu Angolubúa, og
þar mundu þeir fá stuðnng
við sinn málstað, en ekki úr-
skurð um hið gagnstæða eins
og allar líkur benda til, að
mundi verða, ef þeir sneru
sér til alþjóðadómstólsins.
Þess vegna er meginmunur
á því undir þeim kringum-
stæðum, þegar þjóð er að
sækja rétt sinn í hendur ann-
arra, hvort leitað er til al-
þjóðadómstólsins, sem í mörg
um tilfellum verður að dæma
eftir úreltum og gömlum regl
um, ellegar hvort leitað er
t.d. til Sameinuðu þjóðanna
eða ráðstefnu, sem þær halda,
þar sem hin nýju réttarsjón-
armíð mega sín miklu meir
heldur en á hinum vettvangn-
um.
\