Tíminn - 08.03.1961, Side 12

Tíminn - 08.03.1961, Side 12
12 TlMIWN, mBMtaiaagtim 8. mm BHft. R.ITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Unglingaiið sigr- aði með 56 gegn 47 Á mánudagsbvöld fór fram að Hálogalandi stórlezkur í körfuknattleík millz tveggja úrvalsliða, 19 ára og yngri; og 20 ára og eldri. Yngri mennimir byrja að skora og er Guðmundur þar að verki, Lárus jafnar fyrir lið sitt en Árni skorar 3 stig í röð fyrir unglingaliðið og fjör færist í leikinn. Liðin skiptast á góðUm upphlaup- um, sem venjulega enda með körfukotum. Áttu ungling- arnir mun skemmtilegri leik, voru þeir liprari og hreyfan- legri. En hitt liðið lék nokkuð þröngt. Hálfleikurinn endaði með 27—24, ungl. í vil, sem segja má að væru nokkuð réttlát úrslit. Síðarz hálfleikur. Eldraliðið virðist hafa end- urnýjazt í hléinu, því að þeir byrja síðari hálfleik af miklu fjöri, en körfuskot nýtast illa og smám saman jafnast leik- urinn á ný. Nokkur harka færist í leik- inn, og verður nokkuð, þóf á leikvelli. En ungu mennirnir ná sér upp úr dvalanum og sækja mjög að körfu andstæð inganna, og um miðjan hálf- leikinn hafa þeir náð 9 stiga forskoti, sem þeir halda til leiksloka, og endatölur verða 56 stig gegn 47. Réttlát úrslit! Segja má að sigur unglinga liðsins hefði getað orðið meiri ef körfuskot heppnuðust bet- ur. T.d. Einar Matthíasson hitti mjög illa, var sífellt skjótandi, en skoraði aðeins 17 stig. Birgir (Árm.) átti ágætan leik, 10 stig, en hitti heldur ekki nógu vel. Bezti maður liðsins var Þorsteinn Í.R.), byggði leikinn mjög vel upp og skoraði sjálfur 13 stig. stig. Hitt úrvalsliðið náði aldrei verulega góðum leik, léku nokk uð þröngt og skýrt, en bezti leikafli liðsins var fyrst í fyrri hálfleik. i Beztu menn voru Kristinn (ÍS). 9 stig og Lárus (Árm.) 7 stig, og má það heita lítið skorað hjá Lárusi, sem vana- lega skorar 14—20 körfur í leik. Sem sagt leikurinn hefði getað orðið mikið betri, og gáfulegra væri að koma á öðru hraðkeppnismóti, en leik eins og þessum. , í hléi milli hálfleika var var sýnt júdó, sem glímu- flokkur úr Ármanni sýndi. Vakti sýning þessi geysi-hrifn ingu og var júdó-mönnum vel klappað lof í lófa fyrir góða sýningu. SÁ. Meistaramót i körfu- knattleik Keppt verðui í eftirtöldum fiokkum: Meistarafl. karla: 19 ára og eldri. IJ fl. karla- 17 og 18 ára III. fl. karia: 14, 15 og 16 ára IV fl. karla: Yngri en 14 ára Meistarafl. kvenna: 17 ára og eldri Ii. flokki kvenna: 16 ára og yngri Ennfremur verður keppt í I. flokki karia ef næg þátttaka fæst. Þátttökutiikynningar skulu hafa Landsleikir í handknattleik Hér á eftír fer skrá yfir landsleiki íslen/ka landsliðslns * karla- flokki, og eru þá ekki leikir í heimsmeislarakeppninm, sem nú stendur taldir með. Leikirnr þrír í Magdeburg 1958 voru Iiður í heimsmeistarakeppninni, sem þá fór fram: Ár Staður Lönd Úrslit 15.2 1950 Lundi ísland — Svíþjóð 7:15 19.2 i950 Kaupmannahöfn ísland — Danmörk 6:20 23.5 1950 Reykjavík ísland — fcinnland 3: 3 27.2 1958 Magdeburg ísland — Tékkóslóvakía 17:27 1.3 1958 Magdeöurg ísland — Rúmenía 13:11 2.3 1958 Magdeburg ísland — Ungverjaland 16:19 12.3 1958 Oslo ísland — Noregur 22:25 9.2 1959 Oslo j ísland — Noregur 20:27 12.2 1959 Slagelse ísland — Danmörk 16:23 14.2 1959 Borás ísland — Svíþjóð 16:29 Alls 10 Ieikir, 1 heima, 9 erlendis, unnii 1, jafntefli 1, tapaðir 8, skoruð mörk 136 gegn 199. Einn liúfcur var háður utanhúss, gegn Finnum 1950, en hinir allir innanhúss. torizt skrifs'tofu íþróttasambands íslands, pósthólf 864, Reykjavík, fyrir 12. marz 1961 ásamt upp- lýsingum um aldur, hæð, þyngd, leikmannu í meistaraflokki. Körfuknattleiksráð Rvíkui Bókaútsala Opna í Keflavík útsólu á ódýrum bókum. Nánar aug- lýst s’ðar. Stefán Guðjónsson fornbókasali. Útsaian 2 dagar eftir. Drengjajakkaföt Stakin- drengjajakkar Telpukápur Telpudragtir Drengjapeysur Náttföt Nylonsokkar Karlmannasokkar Buxnaefni kr. 165.00 m. Skyrtuefni kr. 50 00 m Kakí-vinnubuxur kr 125.00 STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Knattspyrnufélagið Valur hélt afmælishóf í Sjálfstæðishúsinu s. I. laugardag — en félagið verður 50 ára hlnn 11. mai næstk., á upp- stigningardag — en félagið var einmitt stofnað á þeim degi fyrir 50 árum. Fjölmenni var í hófinu, sem fór mjög vel fram. Aðalræð- una flutti Sveinn Zoega, formaður Vals, en meðal annarra, sem tóku til máls, voru menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, borgar- stjóri, Geir Hallgrímsson, forseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage, svo og ýmsir forystumenn fþróttahreyfingarinnar og forystumenn Vais. Val bárust ýmsar fagrar gjafir í tilefni afmælisins. Veizlustjórl var Einar Björnsson. Valur hefur látið gera heiðursmerki i tvelmur gráðum, og voru ýmsir forystumenn Vals sæmdir Valsorðunni í hófinu, svo og allir stofnendur Vals, sem á lífi eru. Nánar verður sagf frá hinu merka starfi Vals í 50 ár hér á síðunni, þegar að sjálf- um afmæiisdeginum kemur. Myndin hér að ofan er tekin í hófinu. Veizlustjóri, Einar Björnsson, er að kynna atriði, og sést kona hans til vinstri. Lengst til hægri er menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gísla- son og frú hans. Ljósmynd: Ingimundur Magnússon. ÆSKULÝÐSSAMBANDS ÍSLANDS 2. þing verður háð í Reykjavík 25. ug 26 marz n.k Nánar auglýst síðar. Björgvin Guðmuncisson, formaður Magnús Óskarssob, ritari REMINGTON er mest.notaffa raf magnsrakvélin. Málflutningsskrifstofa Málflutningsstörí tnnheimta, fasteignasala. skipasala. Verð kr. 1734.00 - 2094.00 og 1271.00 Sencjum gegn póstkröfu um allt land. PENNAVIÐGERÐIN Vonarstræti 4, Reykjavík. Jón Skaptason hrl. Jón Grétar Sigurðsson. lögfi. Laugavegi 105 (2 hæð) Sími 11380. Húseigendur Geri við og stillí olíukvnd- ingartæsi Viðgerðir á =ils konar neimilistækjum Mý- smíði Látið fasmann ann- ast verkið Sími 24912.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.