Tíminn - 14.03.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.03.1961, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Áustur- og Vestur - Þýzkalands Leipzig, 9.—3. '61. — Fyrir utan verzlun og viðskipti virð- ist fátt vera eins ofarlega í hugum manna hér í Leipzig og sambúð ríkjanna tveggja, Austur- og Vestur-Þýzkalands. En Þýzkaiandsvandamálið er einnig viðskiptalegs eðlis, og eins og kunnugt er hefur A- Þýzkaland átt í miklum örðug leikum á sviði iðnaðar vegna hráefnaskorts heimafyrir. Þar hefur Vestur-Þýzkaland staðið betur að vígi. Eigi að síður hefur A-Þjóðverj- um tekizt með harðfylgi að byggja upp flestar greinar þungaiðnaðar og smáiðnaðar og efla landbúnað sinn sem er rekinn á samvinnu- grundvelli. Á fundi með nál. 600 blaðamönn um sem haldinn var í ráðhúsinu í Leipzig í fyrradag, svaraði Rau verzlunarmálaráðherra A-Þýzka- lar.ds, ýmsum spurningum þessu að lútandi og viðskiptum A-Þýzka- lands við vestræn ríki yfirleitt. V-þýzkur blaðamaður spurði ráð- herrann hvort A-Þýzkaland væri ekki að sperrast of mikið í við- sJdptalífinu og hvort A-Þjóðverj- ar sæju sér í rauninni fært að standa við allar skuldbindingar. Rau svaraði og minnti á þá örðug- leika sem A-Þjóðverjar hefðu í fyrstu átt við að stríða vegna skipt ingar Þýzkalands. Þeir væru nú að mestu yfirstignir. Nú, þegar A- Þjóðverjar gætu staðizt saman- burð við V-Þjóðverja á sviði fram leiðslu, pá væri þar um miklu meira afrek að ræða en hið svo- kallaða v-þýzka framleiðslukrafta- verk. A-Þióðverjar hefðu náð sfn- um árangri fyrir eigin verðskuld an. Viðskipfasamningar A-þýzkur blaðamaður innti ráð- Verzlunarmálará<$herra A.-Þýzkalands svarar spurningum á fundi metS 600 blatiamönnum í Leipzig Baldur Óskarsson blaðamaður við Tímann fór í boð! austur- þýzkra yfirvalda á kaupstefnuna J í Leipzig. Mun hann skrifa nokkrar stuttar greinar þagan, og birtist hér hin fyrsta. herrann eftir hinum nýju við- skiptasamningum A-Þýzkalands og Sovétríkjanna sem voru undirrit- aðri fyrir tæpum hálfum mánuði Iiau svaraði að menn gætu nú kynnt sér þessa samninga, en þeir væru að sjálfsögðu yfirgripsmeiri cu svo að hann sæi sér fært að rekja efni þeirra á fundinum. Meira en 100 sérfræðingar hefðu fjallað um samningana. Þýðingar- niesta atriðið fyrir A-Þýzkaland væii það að Sovétríkin mundu koma til hjálpar ef V-Þýzkaland reyndi öðru sinni að koma við- skiptum landanna fyrir kattarnef. Ekki mannætur Blaðamenn voru mjög ákafir að leggja spurningar fyrir ráðherr- ann, einkum voru það blaðamenn fiá Suðaustur-Asíu, Afríku og Suð- v.r-Ameríkj, sem spurðst fyrir um n.öguleika til að auka viðskipti landa sinna og A-Þýzkalands. í öilum tilfelium svaraði iráðherr- ann að A-Þjóðverjar væru fúsir að skipta meira við þessi ríki, og gat þess m.a. að þeir vildu tvöfalda innflutninginn frá Brasilíu, en biaðamaðar þaðan hafði sagt að Quadros forseti hefði látið í ljós þá von sína að viðskipti landanna mættu aukast. Þá spurði Brasilíu- maðurinn hvort noklcuð væri hæft í því að A-Þjóðverjar keyptu kaffi frá Brasilíu og seldu það aftur úr Þndi. Ráðherrann fullvissaði blaða manninn am að A-Þjóðverjar drykkju sjálfir allt það kaffi sem þeir keyptu frá Brásilíu. Annar Brasilíumaður bað um orðið og lýsti því yfir að hann og félagar smir yrðu hér aftur á haustkaup slefnunni. — Við höfum komizt að raun um að þið eruð ekki mann ætur hérna megin járntjalds þótt okkur hafi stundum fast að því verið talin trú um það, bætti hann við. Þessi athugasemd vakti skelli- hiátur í salnum. Tvenns konar aSstoð V-þýzkur blaðamaður frá Die Welt sagði að ráðherrann hefði látið svo um mælt í ræðu sinni við opnun kaupstefnunnar að það væri rangt að veita vanþróuðum ríkjum lán. Hann spurði einnig hvoit túlka bæri ummælj ráðherr- ai.s þannig að A-Þýzkaland mundj ekki veita vanþróuðum ríkjum efnahagsaðstoð. Rau svaraði að það væri betra að kaupa fram- leiðslu þessara ríkja en að lána þeim. Svokölluð efnahagsaðstoð vestrænna ríkja væri ekki raun- hæf hjálp. Við viljum hjálpa þess- um ríkjum með því að kaupa framleiðslu þeirra og láta þeim í té vélar, tækniaðstoð og hvað sem þau kunna að þurfa — í staðinn. Það er betri aðferð. Berlín Þá sagði v-þýzki blaðamaðurinn aó rifting viðskiptaáamninga A- -cg V-Þýzlralands á s.l. ári hefði verið aðgerðum a-þýzku stjórnar- innar í Berlínarvandamálinu að kenna. Ráðherrann svaraði að hér væri um tvö óskild mál að ræða. Það vaéri ekki vanalegt að blanda saman stjórnmálum og verzlunar raálum í viðskiptalífinu. A-þýzka 600 blaðamenn sátu fund með Rau viðskiptamálaráðherra A-Þýzkalands í ráðhúsinu í Leipzig. •stjórnin vildi á engan hátt hindra friðsamlegar ferðir og samskipti milli borgarhlutanna og hindranir væru eingöngu settar gegn hern- ■aðarsinnum og undirróðursmönn- um sem reyndu að smeygja sér inn í A-Þýzkaland. Við munum ailtaf tryggja frjálsar ferðir milli borgarhlutanna, bætti hann við. Þrándur í Götu Enskur blaðamaður sagði að á s.i. ári hefði a-þýzkum verzlunar- mönnum og öðrum A-Þjóðverjum verið gert mjög örðugt að ferðast tii NATO-landanna, t.d. Englands. letta væri Þrándur í Götu við- skipta A-Þýzkalands og vestrænna ríkja. Ráðherrann sagði að það væri í rauninni óskiljanlegt að svo kölluð Light Trawel Biiro í V-Berl- ít gæti neitað A-Þjóðverjum, verzl unarmönnum sem öðrum, um leyfi td að ferðast til NATO-landanna. Þessi stofnun sem er bandarísk- franskt-enskt eftirlegufyrirbæri frá fyrstu hernámsárunum hefði á s.l. ári gert tilraun til að drepa öll samskipti, jafnvel menningarleg samskipti, A-Þjóðverja við um- hciminn fyrir vestan, en þess er krafizt að a-þýzkir ferðamenn sýni loyfi frá þessari stofnun þegar komið er að landamærum nefndra ríkja. Ráðherrann fordapmdi þetta xippátæki en kvað ástandið þó hafa batnað upp á síðkastið. — b.ó. Á 10. fundi búnaðarþings voru afgredd þrjú mál. Hzð fyrsta var eríndí bændafund- ar Austur-Húnvetninga um stofnfjárþörf landbúnaðarzns. Annað erzndi Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyznga snert andt almannatryggingar og loks erindi Sigurðar Þórðar- sonar á Laugabóli um endur- skoðun á lögum um varnir gegn útbreiðslu næmra sauð- fjársjúkdóma og útrýmingu þeirra. Búnaðarþing var sammála um að afgreiða erindi Austur- Húnvetninga með eftirfar- andi ályktun: „Búnaðarþing lýsir stuðn- ingi við fyrirhugaða gerð framleiðslu- og framkvæmda áætlunar fyrir landbúnaðinn til næstu 10 ára, er Stéttar- samband bænda vinnur nú að. Þingið telur mjög þýðingar- mikið, að slík áætlun verði gerð með það markmiö fyrir augum, að búrekstri bænda verði komið á þann grund- völl, að hann verði eftirsótt- ur af ungu fólki og byggist á góðri ræktun og fullkominni véltækni. í þessu sambandi verði gerð F ramkvæmdaáætl- un nauðsynleg áætlun um heildarstofnfjár- þörf landbúnaðarins og áætl- aða lánsfjárþörf hans til rækt unar, bygginga, vélakaupa bæði fyrir einstaklinga og fé- lagssamtök svo og til bústofns myndunar, ennfremur til nauðsynlegra reksturslána. f þessu sambandi verði einn ig gerð athugun á, hver væri hæfileg lágmarksstærð bú- reksturs á hverri jörð, til þess að standa undir nauðsynleg- um vélakosti. Sérstakar ráðstafamr verði gerðar til þess að litlu búun- um hjá þeim bændum, sem hafa landbúnað að aðalat- vinnugrein, sé komið upp í þetta lágmark, bæði með sér- stökum aukaræktunarstyrkj - um og hagstæðum lánum. Gert veröi ráð fyrir því í fram leiðsluáætlun þessari, að land búnaðurinn njóti aukinnar framleiðslu í bættri afkomu meir en nú er.“ Allsherj arnefnd hafði máfið til meðferðar en framsögu- maður hennar var Jón Gísla- son. Aðrir, sem til máls tóku, voru: Hafsteinn Pétursson, Sig urjón Sigurðsson, Sigmundur Sigurðsson og Halldór Pálsson. • Frjáls slysatrygging í erindi Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga um trygg- j ingamálin var því beint til Búnaðarþings, að það beiti sér. fyrir breytingum á trygging-: arlöggjöfinni á þann veg, að! allir landsmenn hafi sömu réttindi og skyldur gagnvart tryggingunum án tillits til bú setu og atvinnu. Búnaðarþing afgreiddi málið með syofelldri ályktun: „Búnaöarþing mælir ein- dregið með því, að bændur tryggi sig og fjölskyldur sín- ar, er sameiginlega vinna að búrekstrinum, frjálsri slysa- tryggingu hjá Tryggingar- stofnun ríkisins. Skorar þingið á bændur landsins að kynna sér trygg- ingarkjörin og hagnýta sér þau til aukins öryggis." Svolátandi greinargerð fylgdi ályktuninni: „Samkvæmt 134. gr. al- mannatryggingalaganna frá 1946, eiga atvinnurekendur, svo sem bændur og skyldulið þeirra, er vinnur við búrekst- urinn, rétt til að kaupa sér slysatryggingu, er gefur þeim sama bótarétt og launþegum. Iðgjald af slíkri tryggingu er áhættuiðgjaldið skv. 113. gr. laganna, sem á s.l. ári nam kr. 1,50 á vinnuviku eða kr. 78,00 alls yfir árið af hverj- um einstaklingi. Eins og lögin eru nú, þurfa bændur, sem aðrir atvinnu- rekendur, aö tilkynna viðkom andi hreppstjóra, ef þeir óska eftir að vera tryggðir. Eðli- legt má telja, að bændur hag- nýti sér þennan rétt. Gjöldin af tryggingunni mega teljast til rekstursútgjalda við bú- reksturinn og eiga af þeim sökum, að koma inn í verð- lagsgrundvöll landbúnaðarins. Þar sem ætla má, að flest- um bændum sé þetta ekki full kunnugt, vill búnaðarþing fela stjórn Búnaðarfél. ís- lands að senda hreppstjórum ályktun þessa.“ Málið lá fyrir allsherjar- nefnd og hafði Gunnar Guð- bjartsson framsögu' fyrir henni. Aðrir ræðumenn voru: Baldur Baldvinsson, Sigmund ur Sigurðsson og Sveinn Jóns- son. Ekki lagabreytingu í erindi sínu fór Sigurður á Laugabóli fram á það, að búnaðarþing beitti sér fyrir athugun og endurskoðun á sauðfjárveikilögunum, því að með þeim væri einum manni, sérfræðingi sauðfjársjúkdóma nefndar, gefið og mikið vald til þess að fyrirskipa niður- skurð. Búfjárræktarnefnd var á ööru máli og flutti svohljóð andi dagskrártillQgu, sem sam þykkt var með 20 atkv. gegnl: „Búnaðarþing telur, að at- huguðu máli, erindi Sigurðar Þórðarsonar, Laugabóli, varð- andi framkvæmd sauðfjár- (Framhald á 7. síðu). /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.