Tíminn - 25.03.1961, Síða 5
TfMINN, langardaginn 25. marz 19G1.
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (ób.1, Andrés
Knstjénsson, Jón Heigason Fulltrúi rit-
stjórnar Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjarnason — Skrifstofur
i Edduhúsinu — Símar: 18300—18305
Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusimi:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f
Vitnisburður Soames
Eins og skýrt hefur verið frá. hafa félög ýfirmanna á
togurum í Hull, farið þess á leit við trezku sijórnina að
hún veiti tryggingu fyrir því, að fiskveiðilandíielgi ísiands
verði ekki færð út næstu 20 árin
Soames fiskimálaráðherra Breta hefur nú svarað
þessari kröfu yfirmannanna. í bréiiQgu svan hans. kem-
ur glöggt fram, að hann telur brezku stjórnma hafa
raunverulega fengið þessa tryggingu óbeint { samkomu-
laginu, sem gert hafi veiið við tsiand um landhelgis-
málið. Um þetta segir svo orðrétt í bréfi S._,ames, sam-
kvæmt þýðingu Mbl.:
„Hins vegar hefði brezka ríkisstjórnin aldrei gengið
inn á samkomulag (þ. e samkomu.asið viS Island), sem
ekki hefði inni að halda viðunand* tryggingu gegn ein-
hliða útfærslu íslenzkrar lögsögu Rcunverulega er í hinu
riýgerða samkomulagi B:eta og íslendinga einmitt s!ik
trygging."
I bréfi Soames segir enn fremiu:
„Að því er Bretland varðar, getur ekki verið um frek
ari útfærslu fiskveiðilögsögunnac við Island að ræða,
nema í samræmi við álit alþjóðadámstólsins. serr* verður
samkvæmt grundvallarreglum sinum að ákveða eftir al-
þjóðalögum allan slíkan ágreining Ekkert bendir til þess,
að unnt sé að byggja kröfu um stærri lögsögu en 12 mílur
á nokkrum gildandi alþjóðalögum."
Þá bætir Soames þvi við í lukin, að „með tilliti til
ástandsins á íslandi hefð. verið útUokað að ná betra sam
komulagi en því, sem nú er gengið í gildi.“ I raun réctri
þýðir þetta, að þótt íslenzka ríkisi-tjórnin hafi verið fús
til meiri tilslakana, hafi hún ekk. ge>að veitt þær sökum
áhrifa stjórnarandstöðunnar og afstóðu almennings.
Þau ummæli Soames sem vitnað er til hér að framan,
taka af allan vafa um það. hver afstaða Breta hetur verið
í samningnuum. Þeir hafa lagt á það alla áherzlu að ts-
lendingar afsöluðu sér hmum einnliða rétti sínum Án
þess „hefði brezka stjórnm aldrei gengið inn á samkomu-
lag“, segir Soames. Soames segir hka, að þessari aðal-
kröfu sinni hafi Bretar fengið framgengt með málskots-
réttinum til Alþjóðadómstólsins en Bretar treysti á
íhaldssemi hans, þar sem ekki >éu fyrir hendi neinar
viðurkenndar reglur um víðáttu landbelginnar Með sam-
komulaginu hafi Bretar því öðlast aðstöðu til að stöðva
útfærslu fiskveiðilandhelginnar um ófyrirsjáanlegan
tíma.
Þetta var megintakm-irk Breta í öllum viðræðunum,
þ.ví að þeir gerðu sér ljóst, að baráltan gegn 12 mílunum
var töpuð. Þessu takmarK* sínu fengu Bretar framgengt
og íslendingar afsöluðu sér með þvi dýrmætum rétti Það
þarf annaðhvort takmarkalausa fávísi eða ósvífni til að
telja slík málalok sigur íyrir ísland
Verkefni fyrir Alþbl.
Alþýðublaðið reynir að halda því fram, að viðhorf
Framsóknarflokksins 1 varnarmáiunum fan eftir pvi,
hvort flokkurinn sé í stjorn eða eKki. Það eru næg mót-
mæli gegn þessu, að viðhorf flokksins í dag eru nákvæm-
lega hin sömu og þau voru strax 1949 þegar flokkurinn
sat í ríkisstjórn og samþykkti að’Jdina að Nato.
Alþýðublaðið getur vissulega ekKi bent á að steuia
Framsóknarflokksins hafi eitthvað oreytzt í bessum mál
um. Blaðinu væri nær að upplýsa það hvort samræmi sé
milli núv. stefnu Alþýðuíiokksins í þessum máium og
þeirrar stefnu, sem Alþýðuflokkurmn taidi sig hafa 1949
og 1956.
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
j,
)
)
)
)
)
)
)
)
)
ERLENT YFIRLíT-
Einráður forseti í Brasilíu
VertJur hann samherji Nehrus Nassers og Títós í aiþjó'ðamálum?
A ÞESSU ARI hafa komiS til
valda tveir forsetar í Ameríku,
sem jáðir hafa vakið á sér
óvenjalega athygli Hér er átt
við þá Kennedy, forseta Banda-
ríkjanna, og Janio Quadros, for
seta Brazilíu.
Að sjálfsögðu hefur athyglin
beinzt miklu meira að Kennedy,
þar sem hann er stjórnandi
helzta stórveldis heimsins, og
afstaða hans til ýmsra mála hef
ur því hin örlagaríkustu áhrif
víða um heim. Áhrif Brazilíu
eru að sjálfsögðu miklu minni
en áhrif Bandaríkjanna, en hins
vegar er líklegt að þau muni
mjög aukast á komandi árum,
og Brazilía fyrr en seinna kom-
ast í tölu stórveldanna. Margir
telja Quadros líklegan til að
eiga drjúgan þátt í því að svo
verði.
ÞAÐ GILDIR um Quadros
eins og Kennedy, að hann verð-
ur tiltöiulegs mjög ungur for-
seti, er nýlega orðinn 44 ara
Hann *ann sér kornungur tiltrú
kjósenda og hefur gegnt hverju
póltísku trúnaðarstarfinu öðru
meira, unz hann var kosinn for-
seU á síðastliðnu hausti. Hann
hefur náð þessu marki, án þess
að gerast háður nokkrum flokki
og síðan hann varð forseti hef-
ur hann ekki spurt einn eða
annan flokkinn neinna ráða,
heldur 'agt mál fyrir bingið ein
göngu eftir eigin höfði. Hann
er sagður ráðgast lítið við ráð-
herra sína, heldur gefa þeim
fyrirskipanir. Eftir að hann náði
kosningu og þangað til hann tók
við forsetaembættinu, fór hann
öfugt að við Kennedy. Meðan
Kennedy vann að því með mörg
um ráðunautum að skipa stjórn
sína, ferðaðist Quadros um Evr-
ópu og forðaðist sem mest allt
samneyi við landa sína. Hann
valdi sér ráðherra, án þess að
ráðgast um það við einn eða
neinn.
ÞAÐ HEFUR mest styrkt
Quadros í áliti, að hann reynd-
ist sem borgarstjóri og ríkis-
stjóri framúr’skarandi starfssam
ur, ráðdeildarsamur, heiðarleg-
ur og óháður öllum klíkum. Af
þeim ástæðum, fékk hann áskor
anir úr öllum áttum um að gefa
sig fram til forsetakjörs.
QUADROS
Stjórnarfar Brazilíu hefur ver-
ið sukksamt og því þráði þjóð-
in trausta og heiðarlega stjórn-
arhætti. Þess vegna fylkti hún
sér um Quadros. Það þótti góðs
viti, að strax morguninn eftir
að Quadros tók við forsetaemb-
ættinu, mætti hann kl. 6,30 á
skrifstofu sinni og hefur haldið
þeirri venju síðan. Jafnframt
hefur hann skipað öllu staifs-
liði á stjórnarskrifstofunum að
byrja vinnu fyrr á morgnana
en áður og látið reka þá tafar-
laust, sem vanræktu að mæta
í vinnutíman-am. Þá hefur hann
sjálfur mætt til vinnu léttklædd
ur og í hversdagslegri vinnu-
skyrtu og mælt svo fyrir um, að
aðrir skyldu gera hið sama.
Þessi breyting hefur mælzt vel
fyrír, því að áður voru gerðar
meiri kröfur um fyrirmannleg-
an klæðnað opinberra starfs-
manna, þótt slíkt samrýmdist
illa hinu heita loftslagi. Mikið
af starfi Quadros hefur til
þessa beinzt að því að di'aga
úr ríkisútgjöldum, einkum
hvers konar reksturskostnaði,
og að koma fram verðlækkunum
Hann s-egir, að það verði mikið
verk að koma efnahagsmálum
Brazilíu á r’éttan kjöl, og því
verði ekki náð nema í mörgum
áföngum. Andstæðingar hans
segja, að þessi ummæli hans
séu sprottin af því, að hann
hafi raunverulega enga stefnu.
Slíkt má til sanns vegar færa,
því að sumar ráðstafanirnar
mega teljast mjög íhaldssamar,
en aðrar hið gagnstæða. Quad-
ros er bersýnilega ekki neinn
sérstakur „línu“-maður, heldur
nær því að vera raunsær og
kredd jiaus athafnamaður
AFSTAflA Quadros til al-
þjóðamaia vekur mikla athygli
Meðan á forsetakosningunum
stóð, lýsti hann samúð sinni
með Castró og gaf til kynna, að
hann myndi taka upp stjórn-
málasamband við Kína og Sovét
. ríkin. Þetta mun hafa unnið
honum fylgi meðal kommúnista,
þótt opinberlega styddu þeir
fyrst annað forsetaefm. er lýst •
hafði yfir hinu gagnstæða. Eft-
ir að Quadros varð forseti,
benda athafnir hans meira og
meira til þess, að hann ætli að
taka upp hlutleysisstefnu eða
óháða utanríkisstefnu eftir fyr-
irmynd Nehrus, Nassers og
Títós. Hann hefur þegar ákveð-
ið að bjóða Tító heim og er tal-
inn ráðgera boð til Nehrus og
Nassers. Talið er, að verulegt
ósamkomulag hafi verið milli
hans og sérstaks fulltrúa fró
Kennedy, er ræddi við hann ný-
lega, og þar hafi komið glöggt
fi'am, að Quadros ætli að fara
sínar eigin leiðir í utanríkis-
málunum.
Nýlega hélt Quadros ræðu á
fundi kaupsýslumanna í Rio de
Janeiro. Hann lauk henni eitt-
hvað með þessum orðum:
Mér stendur á einu hvort þið
samiþykkið það, sem ég segi,
eða þið hafnið því. Gætið að
einu, herrar mínir. Rúmlega
fertugur að aldri hef ég náð því
sæti, sem er veglegast og ábyrgð
armest í þessu landi. Maður,
sem hefur náð slíkri stöðu, hef-
ur ekki nema eitt takmark: Að
þjóna, þjóna og þjóna landi
sínu.
Sagt er, að kaupsýslumönn-
unum hafi líkað sumt vel, en
annað miður, sem Quadros
sagði þeim. En flestir munu
hafa verið sammála um, að hér
var óvenjulegur maður á ferð.
Þ. Þ.
Þingeyskir ungmennafélagar vara
við siðleysi stjórnmálamanna
Merkileg ályktun Héraíssambands Su'ður-Þingfiyinga
Héraðssamband Suður Þing
eyinga hélt ársþing sitt dag
ana 11. og 12. marz s. I. og var
það að þessu sinni háð í Greni
vík. Þrjátíu og tveir fulltrúar
sátu þingið og voru þeir frá
11 sambandsfélögum. Formað
ur héraðssambandsins, Óskar
Ágústsson setti fundinn og fól
þeim Sverri Guðmundssyni og
Þórði Jónssyni fundarstjórn.
Mörg mál lágu fyrir fundinum,
en eitt hið umfangsmesta var vænt-
anlegt landsmót ungmennafélaganna
að Laugum í vor. Fram kom á fund-
1 inum svohljóðandi ályktun í land-
helgismálinu, og var hún samþykkt
með 32 atkv. gegn 1 að viðhöfðu
nafnakalli:
„Aðalfundur Héraðssambands
Suður-Þingeyinga, haldinn á Greni-
vík dagana 11. og 12 marz, 1961, mót-
mælir harðlega samningi þeim, sem
ríkisstjórn íslands hefur gert við rík
isstjórn Bretlands um fiskveiðiland-
helgi íslendinga. Harmar fundurinn,
að einhugur þjóðarinnar um einhliða
ákvörðun hennar um 12 mílna fisk-
veiðilandhelgina skuli þannig rof-
inn og hún leidd til sundurþykkis
og flokkadrátta um málið, jafnframt
, því sem málinu, og þar með framtíð-
arhag íslendinga, er mjög teflt f tví-
sýnu.
Þá vill fundurinn enn fremur mjög
ákveðið vara við þeirri hættu, sem
þjóðinni er búin af spilltu stjórnmála
i siðgæði íslenzkra stjórnmálamanna,
! eins og nú síðast birtist í gerð þessa
! landhelgissamnings, þar sem þeir
virða að vettugi eigin orð og eiða við
þjóðina, en lúta erlendu ofbeldi. Tel
ur fundurinn óhjákvæmilegt að upp
hefjist með þjóðinni vakningaralda,
er stemmi stigu við slíku siðleysi og
álítur ungmennafélagshreyfinguna
hafa hér stóru hlutverki að gegna
I í samræmi við stefnuskrá sína og
'kjörorð. íslandi allt’.