Tíminn - 08.04.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.04.1961, Blaðsíða 11
TÍHrww, ,8..,AwajL,jaBU, n Myndir af frægu fólki í dag breytum við út af venjunni og höfum margt smátt en ekkert stórt. Við birtum myndir af ýmsu frægu fólki leikurum og öðrum höfðingjum, og látum myndirnar tala að mestu. Hér er Soffía Loren og Mario Morino, ásamt Nilla Hólmgeirssyni og fleiri frægum persónum Gerið þið svo vel. Soffía Loren Hún segir: Kynþokki er 50% það sem maður hefur, og 50% það sem fólk heldur að mað- ur hafi. Þessi unga og léttklædda snót heit ir Julie Newmar. Hún er sænsk og nýkomin á stjörnuhiminn, en þar er henni spáð mikilli frægð, þegar fram liða stundir. Hún leikur nú i kvikmynd með James Mason og Susan Hayvard, sem heltir Hring- ekja hjónabandslns. Manni skilst, að Julie sé eins konar persónugerf ingur höggormsins i Paradís, og miðað við þessa mynd er það ekk- ert ólíklegt. Nú geta allir lesií eitt hvaS viS sitt hæfi! Inni Umhverfis jörðina á SO dög- um, þar sem hann fór með hlut- vert Passepartout. — Loksins er karlkynið búið að fá MM í kvik- myndirnar .... Þessum unga dreng hér á myndinni er spáð mikilli frægð árið 1962. Þá kemur fyrir almennings sjónir sænska kvikmyndin Nilli Hóimgeirsson sem byggð er á samnefndri sögu eftir Selmu Lagerlöf, sem út hefur komið í íslenzkri þýðingu. Sagan fjallar um ungan dreng, sem breytist í örlítinn anga, sem skilur dýramál, og lendir á flæking með grágæsum. Er ekki að efa, að ef kvikmyndin verður eitthvað svipuð því, sem sagan er, á hún eftir að verða óhemju vinsæl. Drengurinn, sem valizt hefur tll að leika Nilla Hólmgeirsson, heitir Sven Lundberg, og sést hér á myndinni ásamt frænda smum. Kenne Fant, sem framleiðir myndina ásamt Nord- tsk Tonefilm. Spánverjinn á myndinni heitir don Jaime de Mora y Aragon, og er al- bróðlr Fabiolu Belgadrottningu. Hann er hér á leið til Munchen, þar sem hann var ráðinn til þess að viðlesnu vikublaðl að segja ævi- sögu sína. — Hann er hinn svarti esiatCiii* rlnnnti {IXIel/uMti Það er eins víst að þið þekkið kon- una á þessarl mynd. Hún heitir Audrey Hepburn, og er viðfræg fyrfr kvikmyndaleik sinn, og einn- ig fyrir það að hún gekk einu sinni með drengjakoli. Það hafði þær af- leiðingar í för með sér, að ungum stúlkum þótti fínt að ganga með drengjakoli, þótt það hefði alls ekki tiðkazt áður. Barnið, sem hún er með, á hún sjálf. Það er strák- ur, sem heitir Sean. í fimmta sinn klæðlst þessi kona — Ginger Rogers — brúðarskart- inu, og fyrir fjórða brúðgumann. Þessl brúðguml sem er hér á mynd inni með hennl, heitir Villiam Mars hall og er leikstjóri að atvinnu. Ginger er nú hætt að leika í kvik- myndum, en kemur stöðugt fram í sjónvarpi. Ekki munum við, hversu öldruð hún er orðin, en hltt er víst, að hún var upp á sitt bezta á ár- unum milli 1930—'40. * Þessl börn heita Caroline og John Kennedy. Þau eru börn Johns Kennedy, forseta Bandaríkjanna og helmilisfangið er Hvíta húslð, Washington, USA. Myndin er úr myndafbúmi Japuellne Kennedy, en hún er fyrrverandl blaðaljós- myndari, en hefur snúið sér að því næstum eingöngu að mynda fjöl- skyldu sína. Það er ekkl ólíklegt, síðar fleiri mynd- Tíu kvikmyndaleikarar berjast um hln eftirsóttu Óskarsverðlaun að þessu sinnl, en þau verða afhent í Hollywood 17. april. Það vekur athygli, að meðal þeirra, sem fremst standa, er Elisabeth Taylor, sem þrátí fyrir margendurteknar tllraunir hefur aldrei teklzt að hreppa þessi verðiaun. Ef hún fær verðlaunin. er það fyrir leik hennar i kvikmyndinni 8. smjör- akurinn, þar sem hún leikur móti eiginmanni sínum, Eddie Fischer. — Hinar leikkonurnar, sem til greina geta komið, er Melina Mercuori, fyrir leik sinn í Aldrei á sunnudögum, Greer Garson fyrlr leik i Sólarupprás i Campello, Deborah Kerr i Sólarlög, og Shirley MacLaine fyrir leik í (búð piparsveinsins. Verðlaunin fyrir bezta leik karlmanns lenda hjá ein- hverjum þessara manna: Slr Laurence Olivler fyrlr leik hans í Hverju vlndurinn sáir, Jack Lemmon í íbúð piparsveinsins, Burt Lancaster i Elmer Gantrý, og Trevor Howard í Synir og elskhugar. — Og loks, verð- laun sem bezta mynd ársins verða að öllum líkindum veitt einhverrl eftlrtalinna mynda: íbúð piparsveinsins, Alamo, Synir og elskhugar og Sólarlög. Hér er Marlo Morlno, sá sem nú er að verða mikið og stórt nafn i sambandi við kvikmyndina Pepe. Þótt ( þelrrl mynd leikl margir færir leikarar, svo sem Frank Sin- atra, Debbie Reynold og Bing Cros- by, þykir Mario Morino leika frá- bærlega vel, og er hann talinn einn með beztu gamanlelkurum i heimsins. Hann iék m.a. í mynd- Þessi drengur er japanskur, sonur japanska krónprinsins og konu hans. Drengurinn heitir Hiro, og er nýlega orðinn árs gamall. Hönd- in, sem styður við hann framan- verðan, er á móður hans, en Ijós- myndarinn hefur ekki getað unnt okkur þess að sjá hana Ifka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.