Tíminn - 08.04.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.04.1961, Blaðsíða 13
TÍMINN, laugardaginn 8. april 1961. 13 I VERZLUNARBANKI ISLANDS H.F. HEFUR í DAR STARFSEMI SÍNA í ŒD ŒD ŒQ (m DD DD DD QD QD a B ■ fl H fl ■ ■ ■ DD IBl n: n n ImnTlntl iniiin iiimi ■ «wwa O O O O BANKASTRÆTi 5 Bankinn er stofnaður fyrir forgöngu ábyrgíarmanna Verzlunarsparisjóísins, samkvæmt heimild í Iögum nr. 46, 10. júní 1960, og tekur hann viÖ allri starfsemi Verzlunarsparisjóísins og kemur að öllu leyti í hans staí. — Hlutverk bankans er atS styftja verzlun lands- manna. Verzlunarbankinn er algjör einkaba'nki og er hlutafé hans 10,2 milljónir króna. Bankinn annast alla innlenda bankastarísemi. — Verzlunarbankinn greiSir yíur hæstu vexti af sparifé yíar, eins og þeir almennt eru á hverjum tíma. AfgreiÖslutími bankans er alla virka daga kl. 10—12,30, 14—16 og 18—19 fyrir sparisjótis- og hlaupareikningsviðskifti. Laugardaga kl. 10—12,30 Laust starf við hreingerningar h]á Lyfjaverzlun ríkisins, Borgartúni 6. — Heilsdagsstarf. Skriflegar umsóknir skal senda á skrifstofuna, Hverfisgötu 4—6 fyrir þriðjudag 10. apríl n.k. Bókamarkaðurinn Listamannaskálanum Gamla verðið. Niðursett verð auk þess 10% afsláttur af öllum bókunum. Vestlendingar (Framhald af 4. síðu). sem deildu um auð og völd, eða hinir, sem eyddu efnum og orku í pólitískt starf og félagsmál. Þeg- ar horft er úr slíkri fjarlægð á mannlífið er ef til vill léttara að átta sig á því hvað hefur lífsgildi og hvað er neikvætt. Þannig er líka hægt að ná réttara mati á sjálfum sér og samtíð sinni, — skilja sitt eigið líf í ljósi liðinnar aldar. Þau rit, sem vekja slíkan skilning hafa ótyírætt menntagildi. Dr. Páll Eggert taldi sendibréf mjög vafasama heimild. „Iilmæli, þvaður og rógur vellur, sem hroði, út úr miklu þess háttar heimilda". Vitanlega eru ummæli manna í bréfum misjafnlega réttmæt, en þau em alltaf heimild um það, hvað bréfritaranum bjó í brjósti. Bréfið er heimild um viðhorf hans og dóma um menn og málefni. í sendibréfunum ræðast menn við um menn og málefni og segja frétt ir af því, sem er að gerast. Hitt er annað mál, sem hver maður þekkir úr sínum hóp og eigin lífi, að undir fjögur augu og í einka- bréf sleppir margur maðurinn sleggjudómum. Ekkert er eðli- legra. Menn eru misjafnlega hóf- samir í orði, misjafnlega orðvarir og umtalsgóðir. Þetta vita allir en það er alltaf nokkur mannþekking í því að heyra hvernig menn tala um aðra. En hvernig sem þau bréf eru í heild, sem Lúðvík hefur les- ið og kannað, birtir hann það eitt úr þeim, sem hefur heimildargildi Bókamarkaðurinn Listamannaskálanum fyrir söguna. Hann hefur ekki kannað bréfin til að sækja þangað persónulegt illmæli og róg. Laxveiðimenn Laxá í Hrútafirði fæst leigð til stangaveiði. Leigu- tími 1 til 3 ár. Leigutilboð séu komin fyrir 1. maí n.k. til undirritaðs sem gefur allar nánari upp- lýsingar. Réttur áskilinn ti lað taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Jón Kristjánsson, Kjörseyri. Sími um Brú. Vestlendingar er gott framlag i til íslenzkrar sögu. Sérstaklega er þó ástæða til þess, að við, sem búum vestan lands, séum þakklát- ir fyrir verkið. Að vísu má segja, að þjóðin sé ein og nú a. m. k. liggja ættir manna um allt land. Samt eru menn tengdir héraði sínu og fer það vel. Ekki þarf að rekja hvern þátt sagan og vitneskj an um fortíðina á í þjóðrækni og ættjarðarkennd. Þegar Runeberg orti þjóðsöng Finna, þar sem hann túlkar ógleymanlega ættjarðarást þjóðar sinnar minnist hann sög- unnar — og hér það sinna happa naut, og hér þess tár af augum hraut, þess fólks, er vorar byrðar bar frá byrjun vegfeiðar. | Og eins og Stephan G. segir: l„Ég skil, hvi vcrt heimaland hjartfólgnast er: Öll höppin og ólánið það, sem ættkvísl þín beið, rifjar upp fyrir þér hver árhvammur, fjallströnd og vað; og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar hreystiraun einhver var drýgð; og svo er sem mold sú sé manni þó skyld sem mæðrum og feðrum er vígð“. Ég trúi því að þeir verði margir vestan lands, sem með rækt og hlýju þakka Lúðvík Kristjánssyni verkið. Og ég trúi því líka, að þessi saga eigi sinn þátt í því að gera ýmsa þá, sem hana lesa, betri íslendinga og nýtari menn. H. Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.