Tíminn - 08.04.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.04.1961, Blaðsíða 5
T í MIN N, langardaginn 8. aprfl 1961. Útgetandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. FramJivæmdastjóri: Tómas Arnason Rit stjórar Þórannn Þórarinsson 'áb i. Andrés Knstjansson, Jón Helgason 'Fulltrúi rit stjórnar Tómas Karlsson Auglýsmga- stjóri Egil) Bjarnason - Skrifstofur i Edduhúsinu — Simar 18300—18305 Auglýsmgasimi 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f Ólík viðhorf til einstaklinganna Það kemur nú alltaf betur og betur í ljós, aS tak- markið með „viðreisnarstefnu“ ríkisstjórnarinnar er að hverfa aftur til hinna „góðu gömlu daga“ fyrir 1927, þegar fáir voru ríkir, og flestir fátækir. Með þeim srjórnarskiptum, sem urðu hér 1927, var mörkuð ný stefna undir forustu þáv. leiðtoga Framsókn- arflokksins. Fram að þeim tímum, hafði þjóðflagskerf- ið allt miðast við það að hjálpa fáum til auðs og valda. Megintakmark hinnar nýju stefnu var að hjálpa sem allra flestum til efnalegs sjálfstæðis og bjargálna. í því skyni voru menn styrktir til að eignast eigin húsnæði með þeim árangri, að hér eru nú tiltölulega fleiri íbúða- eigendur en í nokkru landi öðru. í sama skyni veitti hið opinbera atvinnuvegunum margvíslega hjálp — eltki til þess að koma upp opinberum rekstri, heldur til þess að sem allra flestir einstaklingar eða félagssamtök þeirra gætu orðið þátttakendur í atvinnurekstrinum. Þá voru menntunarskilyrði efnalítilla manna yfirleitt stórbætt frá því sem áður var. Takmark þessarar stefnu var að skapa sem allra flest- um einstaklingum aðstöðu til að njóta framtaks síns og dugnaðar — aðstöðu til bjargálna og efnahagslegs sjálfstæðis. Þessari stefnu var fylgt nokkurn veginn óslitið á ár- unum 1927—’60, sem Sjálfstæðismenn kalla réttilega tímabil Framscknarflokksins. Hvarvetna blasir það við, að hér hefur verið fylgt réttri stefnu. Aldrei hafa fram- farir verið meiri á íslandl en á þessu tímabili. Óvíða eða hvergi í heiminum voru tiltölulega fleiri efnalega sjálf- stæðir einstaklingar en á íslandi í árslok 1959. Þetta var ávöxtur þess, að í'ramtak hinna mörgu einstaklinga og félagssamtaka þeirra hafði verið leyst úr læðingi. Með „viðreisnarstefnunni“ sem hafin var fyrir ári síðan, er alveg reynt að snúa þessu við. Markmið henn- ar er að þrengja hag og aðstöðu hinna mörgu til hags fyrir hina fáu og stóru. Stefnt er að því, sem var að gerast í Bandaríkjunum seinustu mánuðina undir stjórn Eisenhowers, en þar urðu þá fleiri minni fyrirtækin gjaldþrota en um langt skeið, samtímis því að ýmis stór- fyrirtækin græddu meira en nokkru sinni fyrr. Stefnt er að því að hafa jafnan nokkurt atvinnuleysi, svo að hinir fáu og stóru, sem upp úr standa að lokum, geti haft ódýrt vinnuafl. Hér er verið að hverfa til hinna „góðu gömlu daga“ fyrir 1927, enda hefur forsætisráðherrann lýst því sem takmarki sínu. í því, sem hér hefur verið rakið, speglast hið ólíka viðhorf aðalflokka landsins til einstaklinganna. Tímabil Framsóknarflokksins einkenndist af því, að þá var stefnt að því að skapa sem allra flestum einstaklingum aðstöðu til að njóta framtaks síns og verða efnalega sjálfstæðir Strax og Sjálfstæðisflokkurinn fær völdin, er stefnt að því að skapa fáum útvöldum aðstöðu til auðs og yfirráða á kostnað alls þorra einstaklinganna. I þessu er fólginn meginmunurinn á stefnu þessara tveggja flokka. Fyrir þá, sem relja heppilegt, að þjófélagið byggist sem mest á efnaiegum sjálfstæðum og frjálsum ein- st: 'íngum, er nauðsynlegt að glöggva sig vel á b<iss,im mikie stefnumun aðalflokka landsins. Það er ekki ’ eftir þessu, sem mönnum ber að velja milli þeirra ERLENT YFIRLíT -------- Aðalstitill og þingraennska Tekst Anthony Wedgwood Benn að halda þingmennskunini? ÞEGAR brezka þingið kemur saman til fundar eftir helgina að loknu páskafríinu, mun það fá mál til meðferðar, sem er nýtt í sögu þess. Það verður þá að taka afstöðu til þess, hvort þingmaður skuli missa rétt til setu í neðri málstofunni vegna þess, að hann hefur erft aðals- titil, sem veitir honum rétt til setu í lávarðadeildinni. Hingað til hefur það verið talin óhagganleg venja. að mað ur, sem ætti rétt til setu í lávarðadeildinni, hefði ekki rétt til setu í neðri deildinni. Á síð- ari árum hefur það álit þó feng ið aukið fylgi, að þefta væri óréttlát regla, sem væri mið- að við allt aðra tíma og ætti ekki lengur neinn rétt á sér. Það mun hafa verið árið 1302, sem þessi regla komst upphaf- lega á. Vafasamt er þó talið, að frjálslyndi brezkra þingmanna sé orðið svo mikið, að þeir fá- ist til að breyta henni. ÞAÐ er einn af álitlegri yngri þingmönnum Verkamanna- flokksins, sem hefur knúið það fram, að neðri deildin verður nú að taka beina afstöðu til þessa máls. Þingmaður sá, sem hér um ræðir, er Anthony Wedgwood Benn. Faðir hans var William Wedgwood Benn, sem var upp- haflega þingmaður fyrir frjáls- lynda flokkinn, en gekk síðar í Verkamannaflokkinn og varð einjiíaf leí,ðtogum hans á sínum tíma. Árið 1942 var honum boð- inn aðalstitill fyrir störf sín í þjónustu flokksins, enda vildi flokksstjórnin gjarnan fá hann sem málsvara sinn í lávarða- deildinni. Áður en gamli Benn tók ákvörðun um þetta ræddi hann málið við tvo syni sína. Eldri sonurinn var þess fýsandi, en yngri sonurinn, Anthony, er þá var 17 ára, lagðist á móti því. Gamli Benn tók meira til- lit til eldra bróðursins, þar sem hann átti líka að erfa titilinn. Skömmu síðar féll eldri bróð- iiinn í ^u-íðinu, og Anthony var þar með orðinn erfingi að aðals titlinum gegn vilja sínum. Anthony Wedgwood Benn hafði strax á æskualdri ákveð- ið að fylgja fordæmi föður síns og verða stjórnmálamaður. Hann bauð sig fram fyrir Verka mannaflokkinn í kosningunum ANTHONY WEDGWOOD BENN 1950, þegar hann var 25 ára, og náði kosningu. Hann hefur ver- ið endur’kjörinn jafnan síðan. Hann nefur síðan notið vaxandi áiits, m. a. sem blaðamaður. STRAX eftir að Anthony komst á þing, hófu þeir feðgar baráttu fyrir því, að þingmaður skyldi ekki missa þingsæti sitt, þótt hann erfði sæti í lávarða- deildinni, heldur hefði hann frjálst val um það í hvorri deildinni hann vidi heldur eiga sæti. Þessi barátta hefur engan árangur borið. Gamli Benn, er hét orðið Stansgate lávarður, dó svo á síðastliðnu ári, og Anthony fékk þá strax tilkynn- ingu um það frá neðri deildhini að hann væri ekki lengur tal- inn þingmaður þar. Hann hefur þó þráast við að leggja niður þingmennskuna, en þó ekki sótt fundi í deildinni. en stund- um hlustað á umræður þar af áheyrendapöllunum. Fyrir aðstoð flokks síns, hefur hann nú fengið því framgengt, að deildin skuli taka afstöðu til þess, hvort hann skuli halda þar sæti sínu eða ckki. MÁL þetta hefur þegar verið rætt í þingflokkunum. Verka- mannaflokkurinn hefur ákveð- ið að greiða atkvæði með því, að Benn skuli halda sæti sínu í deildinni, en íhaldsflokkurinn hefur ákveðið að gera hið gagn- stæða. Hins vegar er sagt, að margir þingmenn hans séu ó- ánægðir með þá afstöðu og vilji greiða atkvæði á aðra leið. Flokksstjórnin getur því þurft að beita handjárnum, ef hún á ekki að bíða ósigur í atkvæða- greiðslunni. Sumar vondar tungur segja, að Macmillan vilji af flokksá- stæðum gjarnan halda í hina gömlu, úreltu reglu. Þetta stafi af því, að einn helzti uppreisn- armaðurinn í þingflokknum, Hinchingbrooke, eigi 87 ára gamlan föður og beri honum sæti hans í lávarðadeildinni. Þá muni Hails'ham lávarður, sem var neyddur til að afsala sér þingsæti af sömu ástæðum og Benn, ef til vill bjóða sig aft- ur fram til neðri deildarinnar, ef þessari reglu verður breytt. Hailsham lávarður, sem nú er viðskiptamálaráðherra, er einn orðskarpasti leiðtogi Íhalds- flokksins og gæti orðið skæður keppinautur um flokksforyst- una, ef hann fengi aftur sæti í neðri ^eildinni. Eins og málin standa í dag, benda allar líkur til, að Wedg- wood Benn muni bíða ósigur í neðri déildinni. Hann verður þá að segja af sér þingmennsku og aukakosning að fara fram í kjörL. i hans. Líklegt þykir, að hann bjóði sig þá aftur fram til að fá álit kjósenda um mál- ið. Hann segist a. m. k. ekki láta neitt ógert til þess að brjóta niður þau rangindi, er hér er um að ræða. Þ.Þ. < ) '/ '/ '/ ) ) '/ '/ '/ '/ ’/ ) ) '/ '/ '/ '/ ) ) '/ '/ ) '/ '/ '/ ) ) ) ) ) ) ) ) r ) '/ '/ ) '/ ) '/ '/ '/ '/ '/ '/ /. ) ) '/ '/ '/ ) J / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ . / '/ '/ I blöðum og útvarpi hefur nú í marga mánuði verið tilkynnt marg sinnis í viku hverri um fisksölur íslenzkra togara í útlöndum. Á þessum sama vettvangi hefur heyrzt rætt um launahækkanir án verkfalla, kjarabætur án launa- hækkana, yfirvofandi atvinnuleysi, vaxandi framfærsluerfiðleika og versnandi lífskjör almennings, nauðsyn framleiðsluaukningar o. fl. í svipuðum dúr. Atvinnuöryggi hefur ávallt þótt snar þáttur í kjarabótum, menn geta sætt sig við lægri tíma-, viku- eða mánaðar laun, þe'gar þeir hafa vissu fyrir því, að atvinnan haldizt. Þegar ég velti fyrir mér þessu með fisksölur togaranna, atvinnu, launakjörin og framleiðsluaukning una, þá fæ ég það ekki til þess að falla rétt í falsana. Atvinna verka- manna minnkar, svo að krafan um hærri laun verður á meiri rökum reist, og framleiðslan minnkar, þeg ar hráefnið er flutt út, rekstur fiskvinnslustöðva dregst saman, og margt fleira hlýzt af bessu. sem ég Aflasölur togaranna sé ekki að geti verið til þjóðþrifa. Eftirfarandi spurningar hafa því vaknað í huga mínum: 1. Hvað er útflutningsverðmæti fisksins, þegar hann er seldur nýr upp úr togurunum, borið saman við útflutningsverðmæti vörunnar, sem unnin er úr honum hér heima? 2. Hvað missir verkafólk mikla vinnu við það, að fiskurinn er ekki unninn hér heima? Hér verð- ur einnig að reikna með uppskip- un fisksins og útskipun vörunnar, flutningi o. þ. h. 3. Hve mikið reksturstap hlýzt af þessu fyrir frystihús og önnur atvinnufyrirtæki, sem með fisk- vinnslu hafa að gera? 4. Hvað mikinn tíma missa tog ararnir frá veiðum við það, að sigla til útlanda með fiskinn, og hve mikið gætu þeir fiskað á með- an? 5. Hve mikið missa íslenzku flutningaskipin í flutningsgjöldum við það, að fá ekki fiskafurðina til flutnings til útlanda? 6. Hverjir njóta góðs af þess- um fisksölum erlendis, og hve mik ils virði er það samanborið við tjónið fyrir þjóðina í heild, sem af þessu hlýzt? Við þetta mætti bæta þessari spurningu: Hvorra hagsmuna ber að gæta í þessum efnum, þjóðarinn ar, sem í raun og veru á flestalla togarana, þótt nokkrir þeirra séu taldir eign einstakra manna eða félaga, eða nokkura einstaklinga? Mér finnst almenningur eigá kröfu á svari við þessum spurning- um. Að vísu eru sumar þeirra þann ig, að það getur verið erfitt að fá nákvæmar tölur, en efalaust er hægt að fara svo nærri því rétta, að samanburður fáizt. v SpurulL ,(

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.