Tíminn - 15.04.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.04.1961, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugardaginn 15. aprfl 196L MiNNING: Þórdís Bjarnadóttír frá Stokkseyri í dag verður kvödd hinztu kveðju Þórdís Bjarnadóttir frá Stokkseyri, en hún lézt á heimili dóttur sinnar hér í bæ 5. þ. m. Minningarathöfn fer fram í Dóm- kirkjunni, en hún verður lögð til hinztu hvíldar í heimabyggð sinni á Stokkseyri. Þórdís fæddist á Stokkseyri 16. janúar 1875. Foreldrar hennar voru Guðlaug Pálsdóttir frá Kumb | aravogi Halldórssonar og Bjarni Pálsson organisti og formaður í’ Götu á Stokkseyri. f föðurætt Þór- dísar er rík tónlistargáfa og marg ir ættmenn hennar þjóðkunnir tónlistarmenn, enda hafði Þórdís alltaf mikið yndi af hljómlist og söng. Þórdís missti föður sinn og afa, þegar hún var aðeins tólf ára gömul, í landtöku í Þorlákshöfn 24. febrúar 1887, og jafnframt tvo mjög nákomna frændur. Þetta hafði mjög afdrifarík áhrif á ævi hennar. Þórdís var fóstruð hjá ömmu sinni, Margréti Gísladóttur á Seli, systur Gríms í Nesi og þeirra systkina. Hún hlaut hið bezta uppeldi, enda var Selsheim ilið með myndarlegri heimilum á Stokkseyri á þeim tíma. Hún unni ffetru sinni mjög og sýndi hernni mikla rækt og umhyggju, enda dvaldist hún á heimili Þór- dísar siðustu æviárin. Þórdís giftist Jóni Adolfssyni, kaupmanni á Stokkseyri 23. júní 1901. Jón var mikill athafnamað- ur, rak útgerð og var jafnframt kaupmaður. Hann var oddviti sveitar sinnar um áratuga skeið, og var mjög vinsæll í því starfi. Jón var mesta glæsimenni og höfð inglegur í fraykomu og hlaut að vekja athygli hvar sem hann fór. Þórdís var glæsileg kona, fríð sýnum og yfirlætislaus. Hún var búin þeim beztu kostum, sem konu má prýða. Heimili þeirra hjóna var til fyrirmyndar og komu þar vel fram kostir húsfreyjunnar. Gestakomur voru oft miklar á heimili þeirra, þar sem Jón var oddviti og margir þurftu til hans að leita. Þórdís og Jón Adolfsson bjuggu lengst á Kalastöðum en síðar reistu þau glæsilegt íbúðarhús í Móhúsum, þar sem forfaðir Jóns, Jón ríki, hafði lengi búið. Þau lifðu í farsælu hjónabandi um fjörutíu ára skeið, eignuðust fjög ur börn, þrjú þeirra eru á lífi, en dóttur sína Kristínu, misstu þau unga. 1. Ingveldur gift Guðjóni Jónssyni formanni á Stokkseyri, nú í Reykjavík, 2. Margrét, gift Hilmari Stefánssyni, bankastjóra, 3. Bjarni bahkafúlltrúi, kvæntur Margréti Jónsdóttur frá Vest- mannaeyjum. Eg minnist þess frá æskuárum mínum, hve ánægjulegt var að koma á heimili Þórdísar og vera í návist hennar. Eg á margar minningar frá heimili þeirra hjóna sem mér eru óm'etanlegar. Var það eins og annað heimili okkar systkinanna og nutum við hugul- semi, góðvildar og hjartagæzku Þórdísar í hvert sinn? sem við komum þar. Þórdís var sérstak- lega barngóð og velvild hennar og leiðbeinandi handleiðsla var okkur til mikillar ánægju og þroska. Nú fækkar óðum því fólki, af eldri kynslóðinni, sem setti svip sinn á Stokkseyri, er ég var að alast. upp Minning þess mun æ verða mér til ánægju og aldrei gleymast. Eg veit, að Stokkseyr- ingar, sem heima eru og einnig þeir, sem brottfluttir eru, munu minnast Þórdísar Bjarnadóttur með virðingu og þakklæti. Hún var ein þeirra kvenna, er settu svip sinn á umhverfi sitt af mynd arbrag í hinu daglega lífi. Með henni var ávallt gott að vera. Ævikvöld Þórdísar var fagurt eins og allt hennar líf. Hún var umvafin umhyggju og ástúð barna sinna og tengdabarna. Að leiðarlokum vil ég flytja Þórdísi þakkir mínar og fjölskyldu minn ar, móður og systkina fyrir langa vináttu og tryggð. Hróbjartur Bjarnason. VV*X>V*V»X'- Góð jörð í Bor^arfirði til leigu. Uop- lýsingar í síma 35803, ettir kl. 6 og alla sunriudaga Trékassi sem í cru vélahlutir merkt- ur Jón Ó. Gunnarsson er í óskilum á Njálsgötu 49. Uppl. gefur húseigandi. V V* V'V • V •vvv*vvvv OPNUM í DAG loOiöir^ Gjörið svo vel að líta inn. Verzlun í Aðalstrætí 9, (áður Teppi h.f.). f Teddvbúðinm fáið bér allar 'i’cddyvörur á eim m stað. Úrvai af öðrum barna- og unglingafatnaði GACOIGNES mjaltavélarnar eru komnar og verða pantanir afgreiddar næstu daga. E gum nokkrar vélar fyrirliggjandi Verð með öllu tilheyrandi og 2 vélfötum .......... 1 vélfötu ........... Kr. 13.350.00 — 10.230.00 Byggingarfélag verkamanna TIL SÖLU Þriggja herbergja íbúð í 8 byggingaflokki — Þeir félagsmenn, sem vúja nota forkaupsrétí sinn, sendi tilboð fyrir 21. þ. m. á skrifsiofu félagsins. Stór- holti 16. Stjórnin. •v*v*v*v*v Laus staða Staða ritara í Vegamálaskriístofunni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launaiögum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Vegamálaskrifstofunni fyrir 25. apríl n.k. •V X • vv*vv* •v»v»v»v»v*v»v»v»v«v«v*v*v»* .•V‘V*V*V*V*Vk,*V*V*V'V»V*V‘V*V*V*V'V«V*V*VV«V*V'V‘V*V‘V* LÆRIÐ SVIFFLUG Fyrirhuguð eru 9 námskeið í svifflugi í sumar. 15, til 28. maí kvöldnámskeið 29. maí til 10 júní dagnámskeið 12. júní til 24. júní ------ 24. júní til 8 júlí -------- 17. júli til 29. júlí ------ 31. júií til 12. ágúst dagnámskeið 14. ágúst til 26. ágúst --- 28. ágúst til 9. sept ----- 11. sept. til 23. sept ---- ÞAKKARÁVÖRP Hugheilar þakkir sendi ég vinum og vandamönn- um, sem sýndu mér vináttu og tryggð á áttræðis- afmæli mínu 6. þ.m með heimsóknum. gjöfum og heillaskeytum. Júlíans Jóhannsdóftir, Munaðstungu 10. júlí til 16. júlí fellur kennsla niður vegna Islandsmeistara móts 1 svifflugi. Innritun og upplýsingar veittar í Tómstundabúðinni. SVIFFLUGFÉLAG ÍSLANDS. Bálför móður minnar, Jónínu ÁsgrímsdóHur, frá Gljúfri fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. apríl kl. 1,30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Styrktarsjóð lamaðra og fatlaðra. Guðrún, Ása og Steinunn Gissurardætur. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar, Ingibjargar Krisiínar. Margrét Kristjánsdóttir, Snorri Jónsson, Gröf, Skagafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.