Tíminn - 23.04.1961, Qupperneq 3

Tíminn - 23.04.1961, Qupperneq 3
BPTMffTN, sunnpdagina 23. aprfl 1961. 5 Sögulegur lokafundur þings S.Þ.: Lá við snöggum endi aðgerðanna í Kongó NTB—New York, 22. apríl. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hélf síðasta fund þessarar samkomu sinnar í gær, og sfóð hann langt fram á nótt. Umræðum um afvopnun- armálin og fleira var frestað til næsta þings. Harðar deilur stóðu bæði um Kúbumálið og um fjárveitingu vegna að- gerða S.Þ. í Kongó. Leit um tíma út fyrir skjótan endi Kongóaðgerðanna, og héldu sumir, að framlengja yrði þingið á síðustu stundu vegna þess máls. Málamiðlun greiddi þó úr flækjunni á síðustu stundu. Hin sérlega stjórnmálanefnd hafði í gærkvöldi samþykkt eina af þeim fjórrnn tiUögum, sem fram höfðu komið um Kúbumál- ið. TiUaga Rússa um fordæmingu á Bandaríkin fyrir hernaðaríhlut un beið lægri hlut, en samþykkt var tiUaga frá sjö Suður-Ameríku- ríkjum urn að fela Sambandi Am- eríkuríkja (OAS) að leita lausnar og sætta aðila og að heita á öll ríki að beita áhrifum sínum til þess að koma á ró og friði í land inu og koma á sáttum. AUsherjar- þingið felldi fyrri lið tillögunnar um að fela ameríska sambandinu Heiðarnar opnast upp úr helgi Unnið er nú að því að moka Holtavörðuheiði, O'g er það ærið verk. Snjór var þar orðinn mjög mikill og traðir gríðarlega djúpar. Er r'eynt að ýta snjóruðningnum vel frá veginum, því að ella er hætt við, að svo mikill vatnsflaum ur verði í snjógöngunum, þegar þiðnar fyrir alvöru, að illfært verði af þeim sökum, auk þess sem vatnsaginn getur valdið stór- skemmdum á veginum. Sækist starf þetta að vonum seint og fast og er við því búizt, að vegur- inn opnist ekki til umferðar fjrrr en upp úr helgi. Á Öxnadalsheiði er snjór miklu minni. Þar er ráðgert að hefja mokstur um helgina, þannig að báð ar heiðarnar verði bílfærar um líkt leyti. Brezkur sjómaður á sjúkrahús hér Um hádegisbilið í gær kallaði brezka herskipið Crossbow B96 til Landhelg- isgæzlunnar og baðst leyfis að mega setja í land í Reykjavík slasaðan sjó- mann af togaranum Red Crusader frá Aberdeen. Var leyfið veitt, og lagðist herskipið á ytri höfnina í Reykjavík um hálf þrjú leytið í gær. Sjómaðurinn var síðan fluttur til lands á léttibát, og síðan á sjúkra- hús. Mun hann hafa slasazt á hendi. málsmeðferð, en lét hins vegar síð- ari lið tillögunnar, um að heita á allar þjóðir að beita sér til góðs, standa. Söguleg afgreiðsla Enn sögulegri urðu atkvæða- greiðslur um fjárveitingu til aðal- framkvæmdastjórans vegna að- gerðanna í Kongó. Heimild hans rann út í dag, og var nauðsynlegt að framlengja hana. Frá fjárhags- nefndinni lá fyrir tillaga um 100 milljón dollara fjárveitingu, er gildi til 31. október. Felldi alls- herjarþingið hana, og leit þá út fyrir snöggan endi aðgerðanna í Kongó. Móti tillögunni stóðu aust urveldin, nokkur ríki í Suður Am- eríku og Arabíska sambandslýð- veldið, en eins og kunnugt er, þarf tvo þriðju atkvæða til þess að tillaga hljóti samþykkt þings- ins. Málamiðlun Pakistans Á síðustu stundu, er allt virtist að komast í strand, kom fram málamiðlunartillaga frá Pakistan. Var hún fólgin í innskotsgrein í tillöguna þess efnis, að þær að- ildarþjóðir samtakanna, er'stæðu höllum fæti efnahagslega, gætu minnkað framlag sitt til fram- kvæmdanna allt niður í einn fimmta hluta þess, sem til var sett. Verður í þess stað að gera ráð fyrir frjálsum framlögum þeirra, er betur mega og vilja. Var tillagan nú samþykkt með 54 atkvæðum gegn 15, en 23 sátu hjá. Þessi niðurstaða breytir engu um það, að fjárhagur Kongóstarf- seminnar er afar slæmur, og skuld ir safnast fyrir vegna þess, að mörg ríki leggja ekkert af mörk um, svo sem Ráðstjórnarríkin og Frakkland. vitund okkar eru sjálfsagðir drættir í ásýnd höfuðborg er. Á hverju ári er eitthvað af þeim húsum, sem í við Túngötu 2, er nú hefur lotið þessum örlögum. Þaarinnar, fjarlægt — rifið eða flutt brott. Hér sjáum við Túngötu 2, er nú hefur lotið þessum örlöguým. Það er iangt komið að rífa húsið. (Ljósm.: TÍMINN — GE). Varð lljúshin á undan Gagarín? Hríðarveður í Svarfaðardal Hóli, Svarfaðardal, 18. apríl. — Þá er loksins kominn vefur og má segja að ekki mætti seinna vera að veturinn kæmi á vetrinum en lenti ekki öf- ugu megin við sumardaginn fyrsta. Hríðarveður hefur verið í nokkra daga, en þó ekki vonzku- stórhríð nema s.l. þriðjudag. Og í dag er enn nokkur snjókoma. Snjór er all mikill orðinn en þó meiri niðri á Dalvík en hér framm í dalnum. Vegir eru lítt eða ekki j færir öðrum hjólatækjum en j trukkum og dráttarvélum. Annars j var veturinn eindæma góður og; snjóléttur með afbrigðum. Af framkvæmdum hér s.l. ár er það helzt <£• segja, að lítig var unnið að byggingum. Lokið var byggingu eins íbúðarhúss aðeins, að Bakka. Lítig eitt var unnið að peningshúsabyggingum. Hins veg- ar voru ræktunarframkvæmdir með meira móti. Vélakaup voru sára lítil, enda ekki hent venju- legum bændum að kaupa t.d. drátt arvélar. Félagslíf er hér alltaf nokkurt. Kveður þar mest á kvenfélaginu. Hefur það starfað af krafti í vet- ur, gengist fyrir spilakvöldum og hjónabaUi og nú síðast fært upp sjónleik í þin^húsinu á Grund. F.Z. Ýmsar óstaðfestar sögu- sagnir ganga um ferðir rúss- neskra manna út í geiminn á undan flugmajórnum Júrí Gagarín. Á fösfudaginn birti fréttaritari Parísarútvarpsins í Moskvu eina slíka sögu, sem að ýmsu leyti er hin athyglis- verðasta. Fréttaritarinn skýrði svo frá, eftir að hann kom frá <*Ioskvu til Parísar, að 3—4 dögum áður en Gagarín fór hnattferð sína hafi annar maður farið út í himmrúm ið í geimfari. Hann hafi verið á sveimi kringum jörðina f einn eða tvo daga áður en honum var náð niður. Hann hafi hins vegar ekki þolag ferðina, og var hann á föstudagskvöldið sagður liggja meðvitundarlaus í sjúkrahúsi í Moskvu. Hann hafi hvorki haft sálræna né líkamlega þjálfun og undirbúning til slíkrar ferðar. Ekki vissi hinn franski fréttamað ur, sem var nafngreindur í frétt Lundúnaútvarpsins, sem þetta er eftir haft, frekari skil á, hversu líðan þessa geimfara væri nú háttað . í Sonur IIjúshins flugvéla- smiðs Frakkinn sagðist hins vegar hafa alveg áreiðanlegar heimildir í Moskvu að frétt sinni, en af eðlilegum ástæðum gæti hann ekki tilgreint heimildarmennina. Eitt merkilegt atriði í þessari frétt er, að geimfarinn var nefnd ur með nafni. Hann á að heita Sergei Iljushin og vera sonur hins fræga flugvélasmiðs Rússa, sem á heiðurinn af teikningum hinna stóru þrýstiloftsflugvéla þeirra. Daginn áður en Gagarín fór í förina, birti brezka kommún istablaðið Daily Worker frétt um rússneska geimför, en hún var síðan borin til baka. Er ekki ó- hugsandi, að Daily Worker hafi haft pata af hinu sama og franski fréttamaðurinn segir nú frá. Níðingsverk framið á ketti Koná nokkur hringdi til blaðs- ins í gær og sagði að því miður væru ekki allir piltar jafn hugul- samir við skepnur og drengurinn, sem fann dúfuna og sagt var fr'á í fimmtudagsblaðinu, og starfs- mennirnir á verkstæði SVR. Sem dæmi um það sagði hún eftirfar- andi sögu: Það var snemma í marz, að snjór var á jörðu hér í Reykjavík. Þá tóku íbúar í húsi einu hér inni í Kleppsholti eftir því, að köttur var að emja úti. Það var farið út til þess að gá að, hverju þetta sætti, og sást þá hvar hálfstálpaður strák ur stóð í yfirbyggðum kjaUara- tröppum og kastaði snjóboltam af alefli í kattargrey, sem hnipraði sig inni í skoti. Þegar stráksi sá, að honum var veitt athygli, snar- aðist hann á bak rauðri skellinöðru og þeysti brott. — Þegar hugað var að kettinum, var hann illa meiddur og hjarði ekki nema stutta stund eftir þetta. Umræðufundur hjá studentum í dag Stúd-ntafélag Reykjavíkur held ur almem.an ivmræðufund í dag, sunnudag, og hefst hann klukkan tvö eftir hádegi í Sjálfstriw—hús- inu. Umræðuefni verður „andatrú og sálarrannsóknir", og verður séra Jón Auðuns framsö0.)ur, en Páll Kolka, læknir, svarar. Ekki er að efa, að umræður verða hinar fjörugustu, enda er liér um mjög umdeilt eíni að ræða. — Öll- um er heimill aðgangur meðán húsrúm leyfir. Þ.ir, ssm ekki hafa stúedntaskírtcini, þurfa að greiða kr. 10 í aðgangseyri. Sýning á verkum Ásgríms Jónssonar í dag er opnuð ný myndlistar- sýning í húsi Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74. Hún er sú þriðja í röðinni síðan safnið var opnað 5. nóv. síðastl., og mun hún standa fram eftir sumri. Eru olíu- myndir sýndar í vinnustofunni, en vatnslitamyndir í heimilinu. Með þessari sýningu er leitast við að sýna þróun í list Ásgrims um því nær sex áratuga skeið, og þá m. a. haft í huga ferðafólk, sem á þess ekki kost að skoða safnið nema endrum og eins. Elzta verk- ið á sýningunni er frá 1899, en það yngsta frá 1958. Nú er sýnd í fyrsta sánni frum- myndin að stærstu eldgosmynd Ás- gríms, sem hann nefndi Sturlu- hlaup, og er síðasta olíumyndin sem listamaðurinn vann að, en tókst ekki að ljúka við. Frum- myndin er máluð um aldamótin, og fannst hún í húsi Ásgríms eftir lát hans. Er myndin nýlega komin frá Listasafninu danska, en þar var hún í hreinsun og viðgerð. Gefið Kefur verið út á vegum Ásgrímssafnsins lítið upplýsingarit á fjórum tungumálum, um málar- ann og safnið. Á forsíðu er mynd af listamanninum að starfi. Þá mynd tók Ósvaldur Knudsen í Svínahrauni sumarið 1956. Á bak- hlið er mynd af síðasta listaverki Ásgríms Jónssonar, teikning úr ævintýrinu um Sigurð kóngsson. Ásgrímssafn er opið á sunnudög- um, þriðjudögum og fimmtudög- um frá kl. 1,30—*

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.