Tíminn - 23.04.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.04.1961, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, sunnudaginn 23. aprfl 1961. 1 sbrotlvr ■ r/ • jjyt&tlibt xbróítrr ■ R.ITSTJORI: HALLUR SIMONARSON SIGRAR F.H. EDA FRAM? f kvöld fer fram að Háloga- landi úrslitaleikurinn í meist- araflokki karla á Handknatt- leiksmeistaramóti íslands. Til úrslita keppa Fram og FH, sem bæði hafa unnið alla leiki sína hingað til í mótinu. Li'ð FH veröur þannig skip a'ð: Hjalti Einarsson, Birgir Björnsson, Örn Hallsteinsson, Kristján Stefánsson, Ragnar Jónsson, Pétur Antonsson, Einar Sigurösson, Ólafur Thorlacius, Borgþór Jónsson og Sigurður Oddsson. Lið FH er núverandi íslandsmeistari. Lið Fram er þannig skip- Þorgeir Lúðvíksson, markm., ar: Sigurjón Þórarinsson og Hilmar Ólafsson, Karl Bene- diktsson, Guðjón Jónsson, Jón Friðsteinsson, Ágúst Odd- geirsson, Sigurðúr Einarsson, Ingólfur Ókarsson, Erlingur Kristjánsson og Tómas Tóm asson. Á undan úrslitaleiknum fer fram leikur í meistaraflokki kvenna milli Ármanns og KR. Hér er skemmtileg mynd úr leik Ármanns og Í.K.F., tekin þegar Friðrik Bjarnason býr sig undir a3 kasta í körfu í góðu færi, en aðrir lelkmenn fylgjast spenntir meS. Birgir Örn Birgis, bezfi maðurinn í leiknum, er næsÞ ur til vinstri og við hlið hans fyrlrliði Í.K.F.-liðsins, Ingi Gunnarsson. * (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson). Leikmenn KFR sigruðu hina unp Ármenninga með tveimur stigum íslandsmeistaramótið i Jcörfuknattleik hélt áfram sl. fimmtudag og voru þá háðir tveir leikir l mfl. karla., milli ÍR—ÍKF og KFR og Ármanns. Leikir þessir, sérstaklega síð ari leikurinn, vorv, nokkuð skemmtilegir og þý&ingarmikl ir vegna úrslita í mótinu. \ Fyrri leikuriun byrjaði með sókn ÍR-inga og náðu þeir strax nokkru forskoti, sem þeir síðan héldu út allan hálf leikinn. Um miðjan hálfleik var staðan 20—9 en að hálf leik loknum var staðan 36— 19, ÍR í vil. Seirrni hálfleikur hófst með sömu sókn, ÍKF-liðið lék nú maður á mann vörn og leik- urinn var mjög hraöur og einkum voru áberandi góðar leiftur-sóknir ÍR-inga, sem [ sýnilega voru undirbúnar og vel æfðar. ÍKF-liðið var hins vegar mjög ósamstillt og virðist liöiö í heild vera í lé- legri æfingu. Leikurinn endaði meö yfir burðasigri ÍR, 78 stigum gegn 39. ÍR-liðið var mjög jafnt og sýndi á köflum mjög góðan leik. Stigahæstir voru þeir; Guðmundur Þorsteinsson, 20 ( st., Hólmsteinn Sig., 19 st. og Þorsteinn Hallgrímsson, 13 st. í lið'i ÍKF áttu þeir beztan leik, Ingi Gunnarsson, fyrir- liði, Bjarni Jónsson, 14 stig, og Hjálmar með 10 st. Leik- urinn hefði mátt vera betur dæmdur. KFR—ÁRMANN 56—54. Síðari leikur kvöldsins var mun skemmtilegri og æsi- spennandi. Armenningar, Sig urjón, byrja að skora 2 stig, en Einar, KFR jafnar, og síðan skora liðin á víxl, en þó á Ármann oftast frum- kvæðið þar til um lok hálf- leiksins að KFR tekst að jafna og komast yfir og í hléi standa leikar 30—24 fyrir KFR. Síðari hálfleikur hefst með sama hraða, Ármenningar sækja mjög á, þeir jafna og komast yfir.aftur er jafnt og á síðustu mínútum leiksins veltur alltaf á einu stigi fyrir hvort liðið. En KFR-liðið tek ur geysilegan endasprett og, vinnur leikinn með 56 st.—54.1 Leikurinn var oft á köfl- um vel leikinn og má segja að liðin hafi verið mjög jöfn og jafntefli þess vegna eðli-. legt, en slíkt er sjaldgæft íl körfuk’nattleik, þar sem stig in eru svo fljót að breytast. í liði KFR bar mest á Ein- ari Matthíassyni, 27 stig, Mar ino Sveinssyni og Inga Þor- steinssyni. Liðið er hart í horn að taka en betur mega þeir ef duga skal móti ÍR-ing um, sem sennilega verður úr- slitaleikur keppninnar. í liði Ármanns var Hör'ður bezti maðurinn, með 16 stig, Einnig áttu góðan leik þeir Sigurjón Ingvason og Ingvar, sem skoraði 13 stig. Annars er liðið mjög jafnt og létt leik- andi. Þá var það missir fyrir liðið að Birgir Örn Birgis gat ekki leikið með vegna meiðsla. Dómarar í leiknum voru Viðar Hjartarson og Þórir Ar- inbjarnar, og dæmdu þeir vel. s.á. B-R-I-D-G-E Tvenndarkeppni Bridgefé- lags kvenna og Bridgefélags Reykjavíkur hófst s.l. þriðju- dag. Átta sveitir taka þátt í keppninni og verða spilaðar sjö umferðir. í fyrstu umferð urðu úrslit þau, að sveit Laufeyjar Þor- geirsdóttur sigraði sveit Sigur bjargar Ásbjörnsdóttur, sveit Lilju Guðnadóttur sigraði sveit Lovísu Þórðarson, sveit Ásu Jóhannsdóttur sigr aði sveit Hugborgar Hjartar- dóttur og sveit Ástu Flyger- ing sigraöi sveit Guðrúnar, Bergsdóttur. Önnur umferð i keppninnar verður spiluð áj fimmtudagskvöld í Skáta- heimilinu. Bridgefélag Reykjavikur efn ir n.k. þriðjudagskvöld til ný- > stárlegrar tvímennings- keppni. Verður boðið til þeirr ar keppni 32 mönnum sem hæsta meistarastigatölu hafa hjá félaginu, og draga þeir sig síðan saman í hverja um ferð. Hlutfallstala í umferð ræður úrslitum keppninnar. Hér er um óvenjulega tví- menningskeppni að ræða, þar sem þátttakendur vita ekki fyrirfram hvern þeir spila við, en ætti jafnframt að vera góð kynningarkepþni. Jafnframt þessari tvímenn ingskeppni verður spiluð önn ur keppni með tvímennings- fyrirkomulagi, og er öllum heimil þátttaka í þá keppni, en þátttökutilkynningar þurfa að berast hið fyrsta til stjórnar Bridgfélags Reykja- víkur. Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna Tónleíkar Sovézki píanósnillingurinn professor Pavel Sere- brjakoff þjóðlistamaður Sovét-Rússlands í Þjóð- leikhúsinu mánudaginn 24. þ.m. kl. 20.30. Viðfangsefni eftir Schuman, Ravel, Kijose, Sjosta- kofitsj, Rakhmaninoff o. fl. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu frá kl. 13.15 í dag. M. í. R. V*V*V*V'V*V*V*V»V*V*V«V*V«V*V‘V*V*V*V*V*V«V*V«V»V*V»V«V.>. Vörubilapallar úr járni eða timbri. Fljót afgreiðsla. Lágt verð. Kaupfélag Árnesinga. •V»V*V»V*V*V«V»V*V*V«V«V*V*V»V*V«V«‘ Aðalfundur eftirtalinna deilda Sambands eggjaframleiðenda verða haldnir sem hér segir: Miðvikudaginn 26. apríl 1961 kl. 8V2 e. h., í Hlé- garði Mosfellssveit fyrir Kjósar- Kjalarness- og Mosfellsdeildir. Fimmtudaginn 27. apríl 1961, kl. 8V2 e. h. í Sam- komuhúsinu 1 Garðahreppi fyrir Garða- Bessasatða- og Hafnarfjarðardeildir. Sunnudaginn 30. apríl 1961, kl. 2 e. h. í Iðnskóla- húsinu á Selfossi, fyrir deildir Austanfjalls. Samband eggjaframleiðenda. v .V*V*V»V*V«V«V»V»V»V*V*V*V«-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.