Tíminn - 26.04.1961, Side 1
Menn hafa haldið, aö synda-
selur rfkisútvarpsins væri allur.
Var það skoðun flestra, að það
hefði verið hann, sem aflífaður
var á Kolbeinshaus um daginn,
svo hræðilega leikinn sem minn-
isstætt mun. En nú glæðast vonir
um, að syndaselurinn sé bráðlif-
andi í bezta gengi . í þeirri trú
brá Ijósmyndari Timans sér I
gær niður á Skúlagötu og tók
þar mynd af sprækum og kampa-
kátum sel, sem var á sundi við
Kolbeinshaus og mændi annað
veifið löngunar augum upp i há-
sallna, þar-sem sinfóníurnar eru
varðveittar á plötum og böndum,
Sigurður Magnússon ræðir við
góða menn um áfengt öl og anda
trú og ailt þar á milli, og Stefán
Jónsson fræðir landslýðinn um
flskinn.
Handritafrum-
varpiö í dag
Ríkisstjórnin danska mun í dag leggja íram á þingi frumvarp um
þá lausn ahndritamálsins, sem samkomulag hefur orð'ið um. Jafnframt
mun frumvarpið verða sent Kaupmannahafnarháskóla til umsagnar.
Talið er fullvíst, að frumvarpið hafi meirihlutafylgi á þingi Dana,
og muni þar ekki einungis stjórnarflokkarnir og flokur Aksels Larsens
veita því fylgi, heldur og ýmsir þingmenn úr stjórnarandstöðuflokk-
unum, ?ótt aðrir séu því mjög andvígir.
Við því má búast, að afgreiðslu frumvarpsins verði hraðað, og
fyrirhugað mun að afhenda handritin á fimmtíu ára afmæli háskól-
ans hér, 17. júní í sumar. '
Stórkostleg lausn
Tíminn átti síðdeais í gær
viðtal við Sigurð Nordal próf-
essor um lausnina á handrita-
málinu, sem nú stendur fyrir
dyrum, en Sigurður Nordal
hefur eins og öllum er kunn-
ugt, verið manna mest viðrið-
inn samkomulagsumleitanir
við Dani um afhendingu hand-
ritanna á undanförnum árum.
Sigurður Nordal var mjög
glaður yfir úrslitum málsins,
SIGURÐUR NORDAL
prófessor
— segir SigurSur Nordal um handritamáliíi
er fréttamaður Tímans heim-
sótti hann, og kvað þetta stór-
kostlega lausn á málinu.
Eitt atriði sérstaklega hefuri
gert þessa lausn mögulega, sagði-
hann, ert það er, að handritin;
sjálf hafa ekki lengur sama gildi !
til hversdagslegrar vísindalegrar i
vinnu, sem fyrr. Þau eru ekki|
lengur notuð til rannsókna, þar.
sem miklu auðveldara er að lesa!
ljósmyndir þær, sem með nýjustu,
tækni er hægt að taka af þeim.
Tilfinningamá!
— Það gildi, sem handritin j
sjálf hafa fyrir íslendinga fram-i
ar öllu, er fólgið í því, að þetta j
eru langmerkustu fornminjar þjóð
arinnar og vitni um mesta menn-
ingar-afrek, sem íslendingar hafa
unnið nokkurn tíma. Handritin
eiga sér ekki einungis sögulegt og
bókmenntalegt gildi. Þau eru
minnisvarði yfir fólk það, sem lét
gera þessi handrit. Tökum bónd-
ann í Viðidalstungu, sem lét rita
hina miklu Flateyjarbók sem
hluta af bókasafni sínu. Þá kost-
uðu bækur ekki 200 krónur.
Að þreyta laxinn
lendingar hafa í þessum viðskipt-
um beitt hemaðarlist laxveiði-
mannsins. Þeir hafa þreytt Dani
og þannig unnið stríðið á hinum
alkunna þráa sínum. Aík lausn
sem þessi er ekki unnin á einum
degi, heldur hefur málinu þokað
smátt og smátt áfram á mörgum|
árum. Fyrst í stað tóku Danir ekki
í mál, að þetta deiluefni væri I
einu sinni tekið til umræðu.
Handritin meira en eign
— Eg minnist þess, ag vetur-j
inn 1953—1954 komumst við þaðj
(Framhald á 2. síðu), I
Þeir róta !
I síldinni !
i
Rétt fyrir kl. 10 í gærkvöldi;
fréttist til síldarbátanna undir
Jökli. Þeir voru þar í vaðandi síld,1
og voru mörg skipin komin með'|
góðan afla. Eldborgin var komin
með 14—1500 tunnur, en ekki var
nákvæmlega vitað um magnið í
! hinum. Síldin or líkust Norður-
| landssíld, stór cg falleg, en ekki
er vitað um fit'.imagnið. Hún er
— Þessi sextán ár, sem ég hef
verið viðriðinn þetta mál, hafa
verið langt og harðsótt stríð. ís- stygg, en næst þó.
Bátar rákust á
á Selvogsbanka
Þorlákur II frá Þorlákshöfn
laskaði skutinn á Hásteini
II frá Stokkseyri
Frá fréttaritara Tímans
á Stokkseyri
Fyrrihlufa dags í gær varS
árekstur milli tveggja fiski-
báta á Selvogsbanka, og
skemmdist annar þeirra nokk-
uð, svo að hann tefst frá veiS-
um um tíma af þeim sökum.
Bátarnir, sem þarna áttu hlut
aS máli, eru Hásteinn II frá
Stokkseyri og Þorlákur II frá
Þorlákshöfn. Hér var um ein-
stakt óhapp aS ræSa, og eru
slíkir atburSir fátíSir, sem
betur fer.
Báðir bátarnir voru á siglingu
milli netatrossa á miðunum, og
stefndi Þorlákur skáhallt fyrir Há-
stein. Þegar hann átti skammt eftir
ófarið að Stokkseyrarbátnum,
hægði hann ferðina og hugðist
sveigja aftur fyrir hann. En ferð-
in var of mikil, og lenti Þarlákur
aftan á Hásteini af allmiklum
krafti.
Hásteinn brotnaði töluvert ofan
til á skutnum. Meðal annars brotn-
uðu þrjár stunnur — en svo nefna
sjómenn uppistöðurnar fyrir ofan
þilfar. Klæðningin rifnaði, og kem-
ur sjór inn í báti'nn, ef um ein-
hverja ágjöf er að ræða. Þorlákur
virtist óskemmdur. Stefnið á hon-
um þoldi höggið, og geta menn
velt því fyrir sér, hvort nafn hins
helga biskups hafi orðið til hlífðar.
ViSgerS í Eyjum
Hásteinn II hélt þegar til heima-
hafnar við Stokkseyri og losaðl sig
við þann afla, sem innanborðs var.
Hélt báturinn síðan til Vestmanna-
eyja, þar sem viðgerð mun fara
fram. Talið er, að viðgerð muni
ekki taka lagnan tíma. Þess má
geta, að á vertíðinni í fyrra, varð
Hásteinn II einnig fyrir óhappí.
Slitnaði skipið upp af legunni, og
eftir þá björgun tók viðgerð í
Vestmannaeyjum hálfan mánuð.
Verða nú teknar skýrslur um at-
burðinn, en sjópróf verða látin
fara fram, ef eitthvað ber á milli.
B.T.
Það er venjan, að hundar séu meiri nytjadýr til sveita en sjávar.
Hér sjáum við samt sjóhund, útvörð á hafinu. Hann heitir Ægir,
enda er hann á varðskipinu Ægi, eign eins háseta á því. Þegar Ægir
siglir um fiskislóðirnar I lelt að brotlegum togurum, vappar hvutti
um þilfarið, íbygginnn á svip, öllum til heilla. Og þegar miklir at-
burðir gerast, fyliist hann spenningi eins og aðrir. Hér sjáum við
svipinn á honum eftir eltingaleikinn við togarann frá Hull á dögun-
um. (Ljósmynd: TÍMINN — GE).