Tíminn - 26.04.1961, Síða 5

Tíminn - 26.04.1961, Síða 5
T f MIN N, migvikudaginn 26. apríl 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjómax: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stjóo-i: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. *__________________________________—----—-----------/ Samkomulag í hand- ritamálinu Fullar horfur virðast nú á því, að samkomulag náist innan tíðar milli íslands og Danmerkur um lausn hand- ritamálsins. Danska stjórnin hefur sent íslendingum til- boð, sem íslenzka ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrir sitt leyti og stjórnarandstæðingar hér munu einnig sætta sig við. í framhaldi af því, mun danska stjórnin leggja fyrir þingið frumvarp um afhendingu handrita til íslands í samræmi við tilboð hennar. Fullvíst er talið, að þingið mun samþykkja þetta frumvarp. Eftir það verður svo gerður formlegur samningur milli landanna um lausn handritamálsins. Aðalatriði þessa samnings munu verða þau, að ís- land fær nær öll íslenzk handrit frá Danmörku, sem snerta íslenzka sögu, auk Flateyjarbókar og Sæmundar- eddu. Er þetta mikill meirihluti handritanna. Danir halda þeim handritum, sem varða sögu Norðurlanda, m. a. kon- ungasögunum, og svo Snorra-eddu og Njálu. íslendingar munu lýsa yfir því, að þeir muni ekki síðar gera tilkall til þeirra handrita, sem eftir eru í Danmörku. Eins og sést á þessu, hafa báðir aðilar unnið það til samkomulags að slaka verulega á fyrri kröfum sínum. Danir hafa hingað til ekki verið fáanlegir til að afhenda nema nokkurn hluta þeirra handrita, sem þeir afhenda nú. íslendingar hafa krafizt allra íslenzku handritanna. Nú fallast íslendingar á að afsala sér almörgum dýr- mætustu handritunum. íslendingar færa hér vissulega fórn til þess að leysa deilu, sem valdið hefur sársauka í sambúð þeirra og Dana. Það ber Dönum vissulega að virða og meta að verðleikum. íslendingum ber jafnframt að virða það, að Danir ganga hér miklu lengra til samkomulags en áður. Með því er fengin staðfesting á því, að það var rétt að hafna því tilboði, sem Danir gerðu fyrir nokkrum árum og gekk miklu skemmra. Á sama hátt myndi það hafa verið rétt að hafna því tilboði, sem Bretar gerðu í landhelgis- málinu í vetur, því að vissulega hefðum við getað náð viðunanlegri lausn með því að bíða, eins og gert hefur verið í handritamálinu. í tilefni af því, að Danir hafa nú gengið lengra til móts við okkur en áður, ber sérstaklega að færa þakkir til tveggja manna. Annar þessara manna er Bjarni Gíslason, sem hefur verið óþreytandi í því að afla málstað okkar fylgis í Danmörku og átt hefur mikinn þátt í því að vinna hon- um fylgi dönsku lýðháskólamannanna. Hinn maðurinn er Jörgen Jörgensen menntamálaráð- herra Dana. Hann er í nánum tengslum við dönsku lýð- háskólana og hafa áhrifin þaðan ekki sízt gert hann velviljaðan okkur í handritamálinu. Jörgen Jörgensen hefur lengi viljað leysa þetta mál, svo að íslendingar mættu vel við una, en gat ekki komið því fram í sein- ustu ríkisstjórn vegna andstöðu eins stjórnarflokksins, Réttarsambandsins. í þingkoningunum í Danmörku í fyrrahaust, missti Réttarsambandið alla þingfulltrúa sína, og stjórnin var aðeins skipuð fulltrúum Alþýðuflokksins og Radikala flokksins. Jörgensen tók þá til óspilltra mála og lagði aukið kapp á að knýja fram lausn vegna þess, að hann ætlar að hætta ráðherrastörfum í haust. Framgöngu þessa merka danska stjórnmálamanns má öllum öðrum fremur þakka, að málið leystist nú. Það er áreiðanlega von íslendinga, að það verði við- horf manna eins og Jörgerr Jörgensen, sem móti sam- búð íslendinga og Dana á komandi tímum. Lippmann ræðir við Krútsjoff: Önnur grein Krútsjoff trúir á sigur i kalda stríöinu án vopnaðra átaka Eftir að þeir Krútsjoff og Lippmann höfðu rætt afvopn- un, bann við kjarnorkuvopn- um og sambúð austurs og vest urs í því sambandi, sneru þeir tali sínu að öðrum efnum í al- þjóðaviðskiptum. Fer hér á eftir önnur grein Lippmanns um heimsókn hans hjá Krút- sjoff. Lippmann hefur orðið í ÞESSARI grein mun ég fjalla um þá kafla í viðræSum okkar, þar sem teknar voru til yfirveg- unar byltingahreyfingar meðal smærri þjóða. Krútsjoff ræddi sér staklega um þrjár þessara þjóða, þ.e.a.s Laos, Kúbu og fran. í aug- um Krútsjoffs eru þó þessar þrjár þjóðir aðeins táknræn dæmi um það, er hann skoðar sem allsherj- ar, sögulega byltingahreyfingu — skylda breytingunni frá lénsskipu- lagi til kapítalisma — sem örugg- lega muni bafa í för með sér, að hinar gömlu nýlendur komist í hóp kommúnistaríkjanna. Ég gat ekki greint, að í huga forsætisráð- herrans væri efa eða skilyrði, er hann fullyrti, að þessi yrði gangur mála og annars yrði ekki kostur. Það breytti engu að hans áliti, hvort hann berðist fyrir eða streitt ist gegn þessu augljósa hlutskipti. Við munum finna þessa þróun, þessi örlög þjóðanna í raun, sagði Krútsjoff, hvað svo sem við reyn- um að gera með eða á móti. KRÚTSJOFF hóf að ræða um íran að fyrra bragði og sagði, að kommúnistaflokkurinn þar í landi væri mjög veikt afl, en engu að síður myndi eymd fjöldans og spilling stjórnvaldanna í ísran leiða til stjórnbyltingar í landinu. Þið munið segja, mælti Krútsjoff, að kommúnistar hafi steypt keis- aranum og við munum fagna því, ef heimurinn lítur svo^ á, að allt umbótasinnað fólk í íran viður- kenni, að við séum leiðtogar fram- fara alls mannkyns. Með tilliti til þeirra ummæla, sem forsætisráðherrann viðhafði almennt um íran, finnst mér sann gjamt að álykta, að hu-gur hans stefni ekki til þess að hefja hern- aðarlega íhlutun um málefni lands ins eða hernema það jafnvel alger- lega. íran er fátækt land, sem er Sovétríkjnuum til einskis nýtt, sagði Krústjoff. Hins þykist ég fullviss, að Krútsjoff muni gera allt hvað hann getur með áróðri og óbeinum afskiptum til þess að reyna að steypa franskeisara úr stóli. Að áliti Krútsjoffs er íran nær- tækasta dæmið um óhjákvæmilega breytingu, sögulega þróun, er hann tr'úir staðfastlega á. Hann vildi aUs ekki viðurkenna, að við (Bandaríkin) gætum snúið við þessari sögulegu þróun með því að berjast fyrir frjálslegum, lýð- ræðislegum endurbótum. Krút- sjoff trúir svo eldheitt á hina „ó- hjákvæmilegu þróun“, að engin orð af okkar hálfu geta fengið hann til þess að breyta um skoð- un. Við gætum helzt reynt að hafa áhrif á. hann með því að sanna svart á hvítu í nokkrum löndum, að við gætum aukið verulega allar umbætur eftir lýðræðislegum að- ferðum. SAMA KENNING liggur að baki afstöðu Krútsjoffs til Kúbu. Stjórnbylting Kastrós var óhjá- kvæmileg og löngu fyrirfram á- kveðin. Það voru ekki Sovétríkin, sem ákváðu þessa byltingu. Or- sakir hennar er' að finna í sögu Kúbu. Sovétríkin eru nú viðriðin Kúbu vegna þess eins, að Kastró leitaði til Sovétríkjanna eftir efna- hagsaðstoð, er Bandaríkin reyndu að kæfa byltinguna með viðskipta- banni. Krútsjoff sagði skýrum orðum en án alls ofsa að mér fannst, að við (Bandaríkin) værum nú að undirbúa landgöngu á Kúbu. Hér væri um að ræða undirbúning inn- rásar, sem bandarískar herdeildir ættu þó ekki að taka beinan þátt í, heldur yrði innrásin gerð af Kúbumönnum, sem fengið hefðu KEISARI ÍRANS — Krútsjoff telur hann val-tan í sessi. vopn og annan stuðning frá Banda ríkjunum. Verði gerð alvara úr þessu-m innrásarfyrirtætlunu-m, munu Sovétríkin „berjast gegn“ Bandaríkjunum, sagði Krútsjoff. Ég vona svo sannarlega, að ég fari ekki villur vegar, er ég álykta, að með þessum orðum hafi forsæt- isráðherrann meint, að Sovétríkin myndu berjast gegn okkur með á- róðri og stjórnmálalegum aðgerð- um, en hefðu hins vegar ekki í hyggju að miða andstöðuna við hernaðarlega íhlutun. Ég gæti jafnvel sagt þetta með nokkuð m-eiri vissu — ekki með tilliti til orða forsætisráðherrans heldur þess anda, sem mér fannst ríkja í athugasemdum hans. Að álti hans sjálfs er það ekki nema eðli- legt, að voldugar þjóðir reyni að grafa undan óvinveittu-m stjórn- um, sem náð hafa fótfestu á á'hrifa svæði viðkomandi. Þetta hefur Krútsjoff sjálfur verið að gera í Laos og fran. Hugsanir Krút- sjoffs eru gjörólíkar, hvað snertir annars vegar t.d. stuðning Banda- ríkjanna við byltingu á Kúbu, og hins vegar, hvað viðkemur eflingu varna í Evrópu með tilkomu eld- flaugavopna hjá æ fleiri þjóðum þar. Krútsjoff hefur þyngri á- hy-ggjur af hinu síðarnefnda. Þankagangur hans er meira í ætt við Riehelieus heitinn og Metter- nichs heldur en Woodrow Wilsons. ÉG ÞÓTTIST sanfærður um, að aðaláhugi Krútsjoffs í hinu kalda stríði beindist ekki að hinum smáu og vanþróuðu ríkjum. Stuðn- ingur við byltingahreyfingar í þessum ríkjum er í augum Krút- sjoffs þægilegur og hagstæður greiði, sem gefur a.m.k. vonir í aðra hönd, en þessar byltingar tel- ur Krútsjoff hins vegar á engan hátt svo mikilvægar, að nauðsyn- legt sé að hætta á styrjöld þeirra vegna. Krútsjoff er viss um, að hann verður sigurvegari í kalda. stríðinu, án þess að þurfa að gr'ípa til vopna, því að han telur sig hafa þróunina með sér og nægileg an herstyrk til þess að hræða önn- ur rí'ki frá því að ráðast gegn Sov- étríkjunum. Krútsjoff lætur sig fyrst og fremst varða hin öflugu riki, sér- lega Bandarikin, Þýzkalancí og Kína. Ég gat ekki spurt hann á- kveðinna spurninga um Kína, en ég er ekki í nokkrum vafa um það, að þegar Krútsjoff metur stór veldi heimsins, er Kína ofarlega sett. Mér fannst eins og Krútsjoff liti á Kína sem vandamál fram- tíðarinnar1. Þetta kann að nokkru leyti að skýra það, að forsætisráð- herrann telur nærtækustu og þýð- ingarmestu málin um þessar mund ir vera afvopnun og Þýzkaland. í næstu grein minni mun ég fjalla um það, sem Krútsjoff sagði um Þýzkaland, en það var æði langt mál. EG VIL í lok þessarar greinar koma að nokkuð öðru efni. Er við höfðum snætt hádegisverð, feng- um við okkur göngu, og var Mi- kojan varaforsætisráðherra í fylgd með okkur Krútsjoff. Ég vildi reyna að komast eftir áliti þeirra félaga á þeirri ákvörðun Kennedys forseta að koma bandarísku efna- hagslífi upp úr þeirri deyfð, er þar ríkti, og reyna að uppræta rótgróna sljóvgun, sem þar hefði myndazt. Það er alveg augljóst, að Krútsjoff trúir m.a. fullkomlega á hlutskipti Sovétríkjanna í Ijósi þess, sem ekki verður dregið í efa, að þar hafa orðið stórstígar fram- farir í iðnaði meðan iðnaðarfram- leiðslan í Bandaríkjunum hefur staðið í stað að heita má. Eg beindi spurningu minni til Mikojans, þar sem ég áleit hann sérfræðing á sviði efnahagsmála. En Mikojan vék spurningu minni frá.sér til Krútsjoffs, sem var al- veg sannfærður um, að Kennedy myndi ekki heppnazt að hleypa vexti í amerískt efnahagslíf. Þetta sagðist Krútsjoff hafa skýrt fyrir frú Roosevelt, þegar hann var í New York á s.I. hausti. Og hvers vegna getur Kennedy þetta ekki? — Krútsjoff hefur svar á reiðum höndum. Það eru Rockefeller og „du Pont“, sem leyfa honum þetta ekki. Það virtist sem hér vær'u birt sannindi, er enginn heilvita maður gæti nokkuð dregið í efa. Þessi orð ber alls ekki að skilja sem persónlega óvináttu við Kenn edy. Þau voru alls ekki þannig meint. Það var fjallað um banda- ríkskt efnahagslíf eins og náttúru- lögmál, er enginn mannlegur mátt ur gæti breytt eða haft hemil á. Enda þótt Krútsjoff bæri greini- lega lítið traust til hinnar nýju stjórnar, bar hann augljóslega fulla virðingu fyrir forsetanum persónulega. Hann játaði hins veg- ar, að hann ætti erfitt með að skilja, að maður, sem ekki hefði verið aðili að stjórn árum saman, yrði svo skyndilega forseti hennar. f síðustu grein minni mun ég skýra frá umræðum okkar um Þýzkaland, en ég get sagt hér, að mér mannst augljóst, að Krútsjoff vildi öðru sinni reyna að ná al- þjóðasamkomulagi, áöur en hann léti til skarar slcríða í Berlínar- málinu. / \

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.