Tíminn - 26.04.1961, Qupperneq 7

Tíminn - 26.04.1961, Qupperneq 7
'yfMINN, migvikudaginn 26. apríl 196L 7\ Að öðru jöfnu er afmæla manna sjaldan minnzt í blöðum, fyrr en þeir eru komnir á þann aldur, að meginMuti starfsævi þeirra er að baki. Sumir menn hafa þó á miðj um starfsaldri afkastað svo miklu að til þess mundi öðrum ekki end- ast venjuleg starfsævi, eða unnið þau afrek, að iþeir Ihafa ihlotið frægð af. Þegar bæði þetta og sterkur, óvenjulegur persónuleiki fer saman, er rik ástæða að minn- ast slíkra manna opinberlega á merkisdögum í lífi þeirra. Einn þessara manna er dr. Hall- dór Pálsson, forstöðumaður búnað- ardeildar Atvinnudeildar háskól- ans og ráðunautur Búnaðarfélags íslands í sauðfjárrækt. Hann er fimmtugur í dag. Þar sem kynni mín af dr. Hall- dóri eru aðallega í sambandi við störf hans, sem að mínu áliti eru mjög snar þáttur í lífi hans, verð- ur hér leitazt við að skýra frá þeim í sem stytztu máli. Halldór er fæddur á Guðlaugs- stöðum í Blöndudal, og voru for- eldrar hans Páll Hannesson, bóndi þar, og kona hans, Guðrún Bjöms- dóttir, Eysteinssonar, sem var sér- kenniíegur maður og kunnur m.a. fyrir það að byggja upp Réttar- hól, nýbýli á heiði. Föðurætt Hall- dórs hefur í beinan karllegg búið á Guðlaugsstöðum frá því á 17. öld. Hannes Guðmundsson, föður- afi Halldórs, var kvæntur Hall- dóru Pálsdóttur frá Hvassahi'auni á Vatnsleysuströnd. Virðist hinn sérstaki áhugi á sauðfjárrækt og fjármennsku kominn með henni í Guðlaugsstaðaætt. Páll Hannesson (bróðir Guðmundar Hannessonar puófessors) haffði stórt og gott fjárbú og vann mikið að því að kynbæta sauðfjárstofn sinn. HaHdór Pálsson ólst upp á þessu stói'búi föður síns. Þótti hann þeg- ar í æsku sérlega glöggur á sauð- fé og áhugasamur um ræktun þess. Hugur hans eins og ýmissa frænda hans snerist þó jafnframt til mennta. Nam hann við mennta- skólana báða, á Akureyri og í Reykjavik, og varð stúdent 1933. Að loknu stúdentsprófi sigldi Halldór til Skotlands til frekarai náms. Innritaðist hann í vísinda-' deild háskólans í Edinborg og lauk þaðan háskólaprófi í búvís- indum 1936 eftir glæsilegan náms | feril. Hann ákvað nú að vinna að rannsóknum á sauðfé með það í huga að Ijúka doktorsprófi í þeirri grein. Til að Iétta undir við náms- kostnað leit Halldór hýru auga sérstakan styrk, sem veittur var á vegum skólans til framhaldsnáms. Sá styrkur lá þó ekki á lausu. Þurfti Halldór að ganga undir sér stakt samkeppnispróf um styrk- mn. sem varla mun hafa verið gert ráð fyrir, að útlendingur hreppti, enda samkeppnisaðstaða ójöfn við heimamenn. Eigi að síð- ur bar hann þar hæstan hlut. Framhaldsnám sitt stundaði Halldór um tveggja ára skeið við háskólana í Cambridge og Edin- borg undir handleiðslu hins kunna lífeðlis- og kynbótafræðings, dr. Hammonds í Cambridge. Um lang- an aldur hefur Sir Hammond ver- ið einn helzti brautryðjandi í rann sóknum í vissum greinum lífeðlis- fræði búfjár, einkum þeim, sem fjalla um vöxt og æxlun. Markaði hann þar stefnu, sem við hann cr kennd. Hann beindi rannsóknum sínum að haignýtum efnum, og hafa ýmsir nemendur hans orðið heimskunnir á sviði búvísinda og áhrifamenn í búnaðarmálum. Hall- dór varð fyrir sterkum áhrifum fiá dr. Hammond, og mótast vinnu brögð hans í vísindalegum efnum mjög af því, sem hann kynntist hjá læriföður sínum og saihstarfs- mönnum í Cambridge. Doktorsritgerð Halldórs Páls- sonar (Meat qualities in the sheep with special reference to Scottish breeds) fjallar um kjötrannsóknir á nokkrum sauðfjárkynjum, eink- um skozkum, hveriiig þeir vefir, sem mestu valda um verðmæti fallsins (bein, vöðvi og fita) þrosk Fimmtugur: Dr. Halldór Pálsson ráðunautur ast og hvaða áhrif mismunandi' fóðrun á ýmsum aldri hefur á vöxt. Ritgerðin birtist í kunnasta búvísindariti Breta (Journal of Agric. Science) og vakti þegar mikla athygli. Hygg ég, að síðan hafi tæploga verið skrifaðar í enskumælandi löndum kennslu- bækur eða vísindagreinar um sauð fjárrækt svo, að ekki hafi verið vitnað í rannsóknir Halldórs Páls sonar. Dr. Halldór hefur þó ekki látið þar við sitja við vísindalegar rit- smíðar, sem alþjóðlegt gildi hafa. Að beiðni háskólans í Cambridge tók Halldór að sér árið 1950 að vinna úr miklu tilraunaefni um áhrif mismunandi fóðurs á vöxt og þroska hinna ýmsu líffæra og vefja eftir aldri, og áhrif mismun- andi fóðurs á kjötgæði dilka. Hafði félagi Halldórs frá námsárunum, í Cambridge, Argentínumaðurinn dr. Vergés, séð um framkvæmd tilraunarinnar, en orðið að falla frá að vinna úr henni, er hann var kvaddur úr landi, þegar heims styrjöldin síðari skall á, og ekki átt þess kost að snúa sér að því verki að styrjöldinni lokinni af ástæðum, sem verða ekki raktar hér. Halldór vann í Bretlandi um 7 mánaða skeið að þessu verkefni og hlaut til þess styrk frá British Conucil. Ritgerð hans um þessar rannsóknir (Effects of the plane of mutrition on growth and deve- lopment of carcass quality in Iambs) er mjög ýtarleg og hefði án efa nægt sem doktorsritgerð, ef á hefði þurft að halda. Birtist hún í sama riti og doktorsritgerð' Halldórs. Eg hygg, að nokkur mannlýs- ing á Halldóri felist í því, að í framangreindri ritgerð tekst hann m. a. það á hendur að afsanna, að kenning hins heimskunna brezka náttúrufræðings, dr. Julians Hux- ley, um vöxt, geti átt við' um æðra búfé, og hann ræðir um fánýti líkingar Huxleys fyrir vexti um- búðalaust að húnvetnskum sið. Á árunum 1954—‘55 var gefið út í Bretlandi rit í þrem bindum um framfarir í lífeðlisfræði bú- fjár (Progress in the Physiology of Farm Animals). Rit þetta, sem er 740 bls. að lengd ,er í 15 köfl- um ,og voru hinir færustu menn fengnir til að skrifa þá. Eg ætla, að það gefi nokkra hugmynd um það, hvaða álit dr. Halldór nýtur erlendis sem vís- indamaður, að honum var boðiði að skrifa tvo kafla í ritið. Að vísu þáði hann ekki að skrifa' nema annan kaflann ,og fjallar hann um vaxtarlag og líkamsvefi (Conformation and body compo- sition). Á alþjóðlegum ráðstefnum bú- vísindamanna hefur dr. Halldór; skýrt frá sumum rannsóknum sín; um hérlendis. Hann hefur veriðj boðinn tvívegis til Bretlands til! fyrirlestrahalds, bæð'i við háskóla og fyrir bændur. Hann hefur þar skýrt frá stefnunni í sauðfjár- rækt hér á landi og hvernig bænd- ur og vísindamenn vinna að þeim málum. Fyrirlestrar hans hafa vak ið athygli, sem sézt meðal annars á því, að í næsta mánuði er von hingað á hópi brezkra bænda til. að kynna sér meðferð fjárins og þann árangur, sem orðið hefur af stefnu Halldórs í kynbótum sauð fjár. Eg hef hér að framan að ásettu ráði skýrt frá þeim vísindastörf- um Halldórs, sem hann er einna kunnastur fyrir erlendis Þetta er mjög merkur þáttur i lífsstarfi Halldórs til þessa, þótt honum hafi ekki verið á loft haldið hér heima ,en einmitt þess vegna er rétt að minnast hans nú. Halldór er tvímælalaust fremsti sauðfjár- ræktarmaður Norðurlanda og jafn vel Evrópu. Er gott til þess að vita, að íslenzk bændastétt hefur átt þess kost að njóta leiðsagnar hans um aldarfjórð'ungsskeið í þessári mikilvægu búgrein og hug stæðu íslenzkum bændum. Árið 1937, meðan Halldór var við framhaldsnám, var afráðið, að hann tæki að sér starf sauðfjár- ræktarráð'unautar hjá Búnaðarfé- lagi íslands, og hefur hann gegnt því starfi óslitið síðan. Hann var þó brátt kvaddur til annarra starfa jafnframt, svo sem við cnátti búast um svo vel mennt- aðan, áhugasaman og starfsfúsan mann sem Halldór er. Hann tók við forstöðu búnaðardeildar At- Vinnudeildar háskólans og varð jafnframt sérfræðingur hennar í búfjárrækt. Sem forstöðumaður Búnaðardeildar hefur Halldór orð ið að fást við alla þá erfiðleika, sem því eru samfara að byggja upp vísindastofnun af vanefnum. Og ekki þætti mér ósennilegt, að sumum félögum hans frá náms- árunum í Cambridge fyndist, að ríkisvaldið hefði átt að reynast skilningsbetra en raun hefur orðið á við uppbyggingu þeirrar stofnun ar. Hann fékk því þó til leikar kom ið, að fjárræktarbú var sett á stofn á vegum deildarinnar að Hesti í Borgarfirði ,og hefur Halldór jafn an veitt því forstöðu. Hefur þar verið gerður fjöldi tilrauna með fóðrun sauðfjár og áhrif hennar á afurðir auk ræktunartilrauna og rannsókna á byggingu sauðfjár. Einna mesta athygli hafa vakið frjósemistilraunir Halldórs með sauðfé, og hafa bændur fært sér þær í nyt. Hann hefur verið full- trúi Búnaðarfélags íslands í Til- raunaráð'i búfjárræktar um langt skeið og formaður þess nú um nokkur ár. Hér á landi og einkum meðal bænda er Halldór þekktastur sem leiðandi maður í sauðfjárrækt allt frá árinu 1937. Á sauðfjár- sýningum kemur vel í ljós, hve afburðaglöggur hann er á fé, bygg ingu þess og öll einkenni. Þessi' hæfileiki hans ásamt sérlega góðri þekkingu og minni, veldur því, að menn geta mikið lært af hon- um á sýningum. Halldór er mjög vel máli farinn og á ótrúlega létt með að útskýra vísindalegar nið stöður tilrauna þannig, að þæi verði auðskildar og af þeim megi draga lærdóm og ályktanir, sem bændur geta stuðzt við í dagleg- um störfum sínum við sauðfjár- búskap. Hafa bændur kunnað vel að meta hinn merka þátt, sem hrútasýningar eru í leiðbeiningar- starfseminni. Að vísu talar Hall- dór engri tæpitungu, ef honum líkar ekki ákveðnar skepnur eða meðferð þeirra, og kann sumum að finnast erfitt í bili að búa und ir slíku. Samt leyfist Halldóri að tala frjálslega um það, sem mið- ur fer, því að menn finna, að bak við aðfinnslur býr einlægur vilji til að láta gott leiða af starfi sínu, en engar aðrar hvatir, og þótt hann noti stundum sterk, ó- hefluð orð, er líka óhætt að svara á sama hátt. Auk sauðfjársýninga, sem Hall- dór Pálsson heldur á hverju hausti, hefur hann komið á fót fjölda sauðfjárræktarfélaga hin síðari ár, einkum eftir ag niður- skurði sauðfjár lauk, og fylgir eftir vexti þeirra og viðgangi. Hann hefur og eftirlit með sauð- fjárræktarbúum viðs vegar um landið. Áhuga hans á sauðfé er þó ekki fullnægt með þessu, því að sjálfur á hann hlutdeild í tveim ur sauðfjárbúum, sínu í hvorum landshluta. Að vissu leyti var óárennilegt að taka við leiðbeiningarstarfi í sauðfjárrækt, þegar Halldór réðst til þess starfs. Hinn mikli vágest- ur, mæðiveikin, herjaði í landinu og vakti ugg og kvíða meðal bænda. Sjálfur reyndi Halldór að bjarga hinum ræktuðu stofnum frá tortímingu með því að safna þeim saman að Hesti og síðar í Engey, en allt kom fyrir ekki. Hjá niðurskurði varð ekki komizt. AU- mikið ræktunarstarf varð að engu. Bændur í nokkrum sauðfjárræktar félögum höfðu þó séð, hvað hægt var að gera, og flýtti það fyrir framförum síðar. Þeir höfðu einn ig lært, hve mikils virði góð fóðr un er. Um skeið starfaði Halldór í Sauðfjársjúkdómanefnd og gerði jafnframt tilraunir með ræktun þeirra stofna, sem bezt virtust þola veikina. Hér hefur verið getið helztu starfa dr. Halldórs Pálssonar í þágu íslenzks landbúnaðar, og væri þó enn hægt að halda áfram. Hann hefur nokkrum sinnum ver ið sendur utan vegna afurðasölu- mála íslenzkra bænda, og hefur á því sviði komig ýmsu góðu til leiðar, þótt nafn hans sé sjaldan við það tengt. Hann er mikill fé- lagsmálamaður og lætur að sér kveða á þeim vettvangi. Eg hef átt þess kost að starfa að ýmsum málum með Halldóri Pálssyni síðasta áratuginn og hef hið bezta um það^ samstarf að segja. Hann er óvenju fljótur að setja sig inn í cnálefni og úrræða- góður. Okkur starfsfélögum hans í Búnaðarfélagi íslands verður einnig ríkt í huga, hve góður fé- / lagi hann er, sífellt glaður og spaugsamur, og vill leysa hvers manns vanda. Halldór kann margt af góðum sögum, sem hann kann vel með að fara og segja, svo að öðrum verði ánægja að, hvort sem er í kunningjahópi, eða á köldum haustdögum á hrútasýningum, til að fá hrollinn úr mönnum cneð góðum hlátri. Halldór er bæði mik ill heimsborgari og sveitamaður. Eg hygg, að honum sé hvort tveggja jafn nauðsynlegt, að vera í nánu sambandi við lífið í sveit og borg. Dr. Halldór er kvæntur Sigríði Klemenzdóttur frá Húsavík, á- gætri konu, sem hefur búið manni sínum mjög vistlegt heimili. Á heimili þeirra er gott að koma. Þar ríkir hlýja og gleði. Þar er tíminn fljótur að liða. Vig samstarfsmenn dr. Halldórs Pálssonar í Bf. ísl. sendum þeim hjónum árnaðaróskir í tilefni af afmæli húsbóndans og vonumst til þess að mega áfram njóta góðs samstarfs við hann á ókomnum áruim. Ólafur E. Stefánsson. Úr Ameríkubréfi Vestur í Seattle á Kyrrahafs- strönd, andaðist Hallur Magnús- son kaupmaður hinn 3. apríl s.l., en það var annar páskadagur, Hallur var á 85. aldursári, mun hafa átt föður skagfirzkan að ætt (Sölvason, Ólafssonar), en móðir- in var á Austurlandi, og þar ólst Hallur upp. Lengst mun hann á uppvaxtarárunum hafa dvalið að Stakkahlíð í Loðmundar- firði og síðan á ýmsum bæjum á Uthéraði, en síðustu árin heima var hann í þjónustu Jörgensens: bakara á Seyðisfirði, og muna t ýmsir eldri Seyðfirðingar eftir, | þegar húsmóðir hans, dönsk gæða- kona, talaði um „hann Hallur mín“. 'Ég hitti Hall 1958 að hanst heima, og var hann mér þá enn mjög minnisstæður, þótt ekkert myndi hann eftir mér, þegar við vorum nágrannar á Seyðisfirði, enda ég þá enn unglingur. Lengi var Hallur í Canada, og þaðan var hann sendur í stríðið 1914—18. Sagði hann mér frá mjög mannskæðri orrustu sem hann tók þátt í, og greindi mér, frá með hverjum hætti stríðsölið, i sterkt romm, hefði þá enn aukið.: á mannfallið. Hallur var vel að manni, og löngum í brjóstfylkingu samlanda sinna, einkum eftir að hann flutt-! isf vestur að hafi. Hallur vai ritfær vel, og einatt mun það hafa komið í hlut Halls eftir að hann fluttist vestur, á strönd, að semja „Ávarp Fjallkon- unnar“, sem siðvenja er að flutt sé á þjóðminningardögum landa vestra. Þá er til eftir hann Ijóða- bók.. Hallur hafði verið samhaldssam- ur á skrifaðar íslenzkar heimildir, og hafði skilning á, að svo bezt komi það að notum, að safn hans flyttist hingað heim. Enda munu vonir standa til, að úr því verði. Síra Guðmundur P. Johnson jarðsöng Hall og var útför hans gjörð hin veglegasta. í bréfi Jóns Magnússonar tré- smíðameistara, sem segir frá and- láti Halls, er þess g'etið, að þólt æðimikið hafi borið á atvinnu- leysi, hafi enginn íslendingur orð- ið atvinnulaus í hans byggðarlagi, og kveður þetta stafa af því, að þeir séu þarna taldir meir en meðal verkmenn. Loks segir hann frá því, að ald- ursforseti landa þarna um slóðir sé frú Helga Jónasdóttir Johnson, 94 ára. Hún er systir Jósafats Jón- assonar, öðru nefni Steins Dofra, hins víðkunna ættfræðings. G. M. Góð jörð til leigu strax í Borgarfirði Uppl. gefur Ólafur Jóns- son. Sími 37426. ■’V V ’V.- V- N. . - V-N.-X-VVN.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.