Tíminn - 26.04.1961, Síða 12
12
TÍMINN, miSvikudaginn 26. apríl 1961.
jiÁyróttvr • ' - • j/yroitlr - - - - ; ;;í>-
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
Hér sjást verðlaunagripir Ungmennafélags íslands, sem keppt verður um á landsmótinu i sumar. Ljósmynd:
Tíminn, GE.
Ungmennafélagar keppa í sumar
í Danmörku í frjálsum íþróttum
Ungmertnafélagi íslands hef
ur borizt boð frá dönskum fé-
lagasamb. um að senda hóp
stúlkna og pilta til keppni í
frjálsum íþróttum á móti, sem
haldið verður í Vejle dagana
20.—23. júlí n. k. Félögin,
sem að boðinu standa, eru De
danske skytte-, gymnastik- og
idrætsforeninger og De
danske gymnastigforeningers
landsstevne í Vejle 1961.
Á móti þessu fara fram ýmiss
konar fimleikasýningar og ýmis-
legt fleira, auk keppninnar í
frjálsum íþróttum. Gert er ráð fyr
ir, að 25 héruð í Danmörku ssndi
flokka til keppninnar og er UMFÍ
boðið að taka þátt í þessari
félagakeppni. Tveir keppendur
frá hverju sambandi mega taka
þátt í hverri grein, en þœr eru
þessar:
Stúlkur:
80 m hlaup
200 m hlaup
Hástökk
Langstökk
Kúluvarp eða spjótkast
— Keppnin ver'ður í Vejle 20.—23. júlí.
Kringlukast
5x80 m boðhlai#p
Piltar:
100 m hlaup
1000 m hlaup
Hástökk
Langstökk
Kúluvarp
Kringlukast eða spjótkast
1000 m boðhlaup
(100—200—300—400).
Boðið til UMFÍ hljóðar upp á
ókeypis uppihald í Danmörku,
meðan dvalið er þar. Stjórn UMFÍ
hefur þakkað boðið og skipað
nefnd manna til þess að sjá um
allan undirbúning fararinnar.
Nefndina skipa:
Stefán Ólafur Jónsson, form.
Þorstemn Einarsson, íþróttafull-
trúi, ritari, og
Sigurður Helgason, skólastjóri,
Stykkishólmi.
Ákveðið hefur verið að velja
keppendur til fararinnar á lands-
móti ungmennafélaganna að Laug
um í sumar. Alls er .gert ráð fyrir
að um 30 keppendur fari utan.
Getur það orðið mjög gaman fyr-
ir ungmennafélaga að notfæra
sér þetta ágæta boð til Danmerk
-R-I-D-G-E
ítalir heimsmeistarar
Heimsmeistarakeppninni í bridge
lauk í Buenos Aires á laugardag-
inn. ítalir sigruðu í keppninni, og
er það í fjórða sinn á fimm ár-
um. Þeir unnu alla leiki sína.
í öðru sæti voru Bandaríkjaménn.
Fjórar þjóðir spiluðu í keppn-
irni: Ítalía, Frakkland, Bandarík-
in og Argentína. ítalir — en í
sveitinni spiluðu Averelli, Bella-
donna, Forquet, Garosso, Chiara-
dia og D’Alelio — sigruðu með
miklum mun í öllum leikjum sín-
um. Þeir unnu Frakka með 110
stigum og Argentínumenn með
139 stigum, og voru 93 stigum
yfir gegn Bandarkjamönnum,
þegar 48 spil voru eftir. Þeir sigr
uðu Bandaríkjamenn en blaðinu
er ekki kunnugt með hve miklum
stigamun.
Bandaríkjamenn voru í öðru
sæti, unnu Frakka með 26 stig-
um og Argentínumenn með 127
stigum. Þegar Frakkar og Argen
tínumenn áttu 48 spil eftir höfðu
Argentínumenn tvo yfir. Nánar
verður skýrt frá keppninni á síð-
unni á morgun.
ur. Ætti það að verða íþróttafólk
inu hvatning til þess að æfa vel
í vor. Af þeim upplýsingum, sem
við höfum fengið um árangur
fyrri móta, má vænta, að íslenzkir
ungmennafélagar standi vel að
vígi í þessari keppni. Undirbún-
ingsnefndin mun a sjálfsögðu
veita allar upplýsingar, sem hún
getur gefið viðvíkjandi mótinu og
förinni.
Drengjahlaup
Ármanns
Drengjahlaup Ármanns fór
fram á sunnudaginn var — en
venja hefur verið hjá félaginu,
að hafa drengjahlaupið fyrsta
sunnudag í sumri. Hlaupið var
skemmtilegt að þessu sinni og
keppni jöfn. Þorgeir Guðmunds-
son, KR, sigraði í hlaupinu, en
Ármann í þriggja og fimm manna
sveitakeppni.
Helztu úrslit urðu þessi:
1. Þorgeir Guðmundss. KR 5.09,0
2. Júlíus Arnarsson Á. 5.09,8
3. Jón Sigurðsson UMFB 5.13,6
4. Valur Guðmundss. ÍR 5.14,0
5. Jón Kjartansson Á 5.17,7
6. Róbert Jónsson Á 5.18,9
7. Eiríkur Ingólfsson KR 5.20,4
4. flokks mót
í handbolta
Næstkomandi laugardag verður
háð 4. flokks mót í handknattleik
að Hálogalandi og eru það félögin
Vígingur og Fram, sem standa
fyrir mótinu. Þetta er í annað
sinn, sem slíkt mót fer fram, en
Víkingur og Fram hafa viljað
gefa hinum ungu áhugamönnum
tækifæri til keppni, þar sem ekki
er keppt í 4. aldursflokki á lands
mótinu. — Þátttökutilkynningar
þurfa að berast viðkomandi aðil-
um hið fyrsta.
Urslit í þriggja manna sveit:
1. sveit Ármanns 9 stig.
2. sveit KR 12 stig.
3. sveit IBK 26 stig.
Úrslit í 5 manna sveitinni:
1. sveit Ármanns 30 stig.
2. sveit KR 35 stig.
3. sveit IBK 55 stig.
Keppt var um tvo bikara í 3
og 5 manna sveitum sem Eggert
Kristjánsson stórkaupmaður og
Jens Guðbjörnsson hafa gefið.
K.R. sigraði
í knattspyrnu
Á sunnudaginn gekkst Knatt-
spyrnufélag Keflavikur til innan
hússmóts í knattspyrnu og var
mótið háð í íþróttahúsinu á Kefla
víkurflugvelli. 10 flokkar tóku
þátt í keppninni.
Úrslit urðu þau, að KR bar sig
ur úr býtum, lék til úrslita við
Afeurnesinga. Var það jafn og
skemmtilegur leikur og lokatölur
£•—3 fyrir KR. Þórólfur Beck var
beztur KR-inga, en Þórður Jóns-
son átti beztan leik Skag. manna.
Útsláttarkeppni var og urðu úr
slit í öðrum leikjum þessi:
UMFK—Þróttur 4—3
Akranes A—Víkingur 4—2
KR—Reynir 7—1
KFK—Valur 4—3
Akranes A—ÍBA 4—3
KR—UMFK 5—1
Akranes A—KFK 6—3
KR—Akranes A 4—3
Hinir beztu í heimi vilja
landsleiki við íslendinga
Handknattleikssambandi ís-
lands hefur nýlega borizt bréf
frá Rúmenum — heimsmeist-
urunum í handknattleik — og
er þar staðfesting á þeim um-
ræðum, sem fóru fram á
heimsmeistarakeppninni í
Þ zkalandi, þar sem íslandi
var boðið til landsleikja við
Rúmena og Tékka, og auk
þess að taka þátt í alþjóðlegu
móti í Júgóslafíu sumarið
1962.
Ásbjörn Sigurjónsson skýrði.
blaðamönnum frá þessu tilboði í'
gær. — Austur-Evrópuþjóðirnar
sýndu mikinn áhuga fýrir því á
heimsmeistarakeppninni að fá
landsleiki við ísland, og fóru fram
óformlegar umræður um leikina
þá. Júgóslafar munu efna til mik
illar íþróttahátíðar 30. júlí til 4.
júlí 1962, og buðu íslenzka hand
knattleiksliðinu til þeirrar hátið-
ar ásamt Vestur-Þjóðverjum,
Dönum, Svíum og tveimur til
þremur Autsur-Evrópuþjóðum. —'
Rúmenar og Tékkar buðu þá einn
ig íslenzka liðinu til landsleikja.
Boð þessara þriggja þjóða er
þannig, að íslenzka liðið kostar
1 för til Kaupmannahafnar, en síð
Heimsmeisctararnir, Rúmenar, Tékkar og
Júgóslafar, bjóía íslendingum landsleiki
í handknattleik.
ar taka þær við flokkimum og
kosta ferðir og allt uppihald og
skila síðan flokknum aftur til
Kaupmannahafnar. Hér er því
um mjög gott boð að ræða, en
ekki hefur handknattleikssam-
bandið ennþá tekið endanlega
ákvörðun um hvort því verður
tekið, þar sem kostnaður verður
talsverður, og ferðin öU mun
taka rúmlega 20 daga.
Ef af þessu verður — sem mun
meiri líkur eru til — mun íslenzka
landsliðið leika landsleiki við
Tékka og Rúmena — og einn auka
leik í hvoru landi — áður en hald
ið verður til íþróttahátíðarinnar í
Júgóslafíu. Þessi ferð myndi
verða glæsileg fyrir ísl. hand-
knattleik og sýnir vel hvers álits
hann nýtur erlendis, en það eru
fremstu þjóðir heims í íþrótta-
greininni, sem að boðinu standa.
Þá gat Ásbjörn þess, að Sviss-
lendingum hefði verið boðið að
leika hér landsleik í október, en
ekki er enn vitað hvernig því
máli lyktar. Það er því mikið fram
undan hjá íslenzkum handknatt-
leiksmönnum.
Landsmót
U.M.F.Í.
22. sambandsþing UMFÍ verður
haldið að Laugum í S-Þingeyjar-
sýslu dagana 29. og 30. júní 1961.
Þingið hefst á fimmtudag kl. 8
e.h. og lýkur á föstudagskvöld.
Aðalmál þingsins verða: fþrótta
mál, starfsíþróttir, bindindismál,
skógræktarmál, félagsheimilin og
rekstur þeirra og félagslegt upp-
eldi.
Landsmót UMFÍ verður haldið
að Laugum í S-Þingeyjaisvslu
dagana 1. og 2. júli 1961. Höraðs
samböndin munu fjölmenna að
Laugum og útlit er xyrir mikla
þátttöku íþróttamanna. Héraðs-
sambnd um allt landið undirbúa
nú þátttöku sína af l:af/pi.