Tíminn - 31.05.1961, Blaðsíða 2
T í MIN N, miðvikudaginn 31. maí 1961
Hnippingar við skreið-
artrönur á Álftanesi
Vinna tuttugu kvenna stöfivuft
Síðdegis í gær stöðvuðu
verkfallsverðir allmargar kon-j
ur, sem unnu við skreið fyrir
Tryggva Ófeigsson útgerðar-1
mann. Voru konurnar að
stafla og taka niður úr trönum
suður á Álftanesi á félags-
svæði Hlífar í Hafnarfirði.
Ólafur, bróðir Tryggva, hafði
sjálfur ekið konunum í lokuð- j
um bíl á vinnustað og hafði
eftirlit með verkinu.
hafði verið fest rammgerð járn-
keðja og henni vandlega læst, svo
aðgangnr var síður en svo auð-
veldur. Frá hliðinu er töluverður
spölur að trönunum og sást ekki
til kvennanna, fyrr en að var kon^
ið. Voru þá sumar uppi í trönum
að taka niður fisk, en aðrar inni
í skemmu. Þar voru einnig tveir
vörubílar frá fyrirtækinu og að
auki lokaður sendiferðabíll, sem
konurnar höfðu verið fluttar í.
Við erum ekki í verkfalli
Allmikið hark varð við skreiðar
skemmuna, en þó fór svo eftir
nokkurt þóf, að Ólafur breiddi
saman segli'n, ásamt föruneyti
sínu, og fylgdu verkfallsverðir
kvenfólkinu í bæinn.
Læst járnkeðja v
Um fjögurleytið í gær barst
verkfallsvörðum njósn um að kon
ur væru í skreiðarvinnu á veg-
um Tryggva Ófeigssonar suður á
Álftanesi. Fóru fimm verkfalls-
verðir frá Dagsbrún í Reykjavík
og fengu liðsauka og leiðsögu-
frá Hlíf í Hafnarfirði, enda var
málið báðum aðilum jafnskylt.
Konurnar voru að störfum á fé-
lagssvæði Hlífar, en voru hins veg
ar allar úr Reykjavík. Blaðamað-
ur frá Tímanum var með í för-
inni.
Syæð'i það, sem trönurnar og
skemman er' á, er vandlega afgirt
suður í Álftaneshrauni og ekki
hægt að komast að því nema á
einn veg. Þar milli hliðarstólpa
Hermann Guðmundsson, for-
maður Hlífar, hafði forystu fyrir
verkfallsvörðum og skipaði kon-
unuiR strax að leggja niður vinnu.
Ekki vildu þær hlýða því f fyrstu
og var ekki trútt um, að sumar
hinar stæðilegustu byggjust til
varnar með þorskhausa að vopni.
Kváðust þær vera í sínum fulla
rétti, „við erum ekki í neinu verk
falli,“ hrópuðu sumar þeirra,
höfðu skreiðina á lofti og létu ó-
friðlega. Varð nú hið mesta stapp
um nokkra stund og vildu ekki
allar hætta vinnu.
Hermann Guðmundsson kvað
starf þeirra vera ólöglegt, þar sem
þær væru á félagssvæði Hlífar og
ynnu að auki karlmannsverk að
nokkru leyti. Svöruðu þær því til,
að karlmenn hefðu aldrei unnið
með þeim. En samkvæmt reglum
er upphenging og niðurtaka skreið
ar talin karlmannsverk. Ólafur
Ófeigsson sá nú sitt óvænna og
tók það til bragðs að halda aftur
af liði sínu, en þó urðu enn nokkr
ar orðahnippingar.
ECvæði ort Jóni Sigurðssyni
verða gefin úf Ijósprentuð
AB gefur út „Hirðskáld Jóns Sigur<Sssonar“ —
Mynd af málverki af Jóni eftir Ásgrím Jónsson,
sem ekki hefur áður komiÖ fyrir almennings-
sjónir
Nálægt 17. júní gefur Al-
menna bókafélagið út bók,
sem nefnist Hirðskáld Jóns
Sigurðssonar. Uppistaða bók-
arinnar eru kvæði, sem Jóni
Sigurðssyni voru flutt hér af
ýmsum skáldum, er hann kom
heim til þings fyrr á árum. Dr.
Sigurður Nordal hefur séð um
útgáfu bókarinnar og ritar for-
mála.
Kjarni þessarar bókar eru 30
kvæði flutt Jóni Sigurðssyni eð'a
sungin fyrir minni hans í veizlum,
sem honum voru haldnar. Kvæðin
eru ljósprentuð og líta því ná-
kvæmlega eins út f bókinni og þeg
ar veizlugestir höfðu þau sér-
prentuð í höndum.
Ýmis stórskáld
f bókinni er m.a. Leiðaljóð
Jónasar Hallgrímssonar eins og
hann sjálfur les prófarkir af þeim
og landar hans í Höfn fengu þau
í hendur í veizlu, sem haldin var
29. apríl 1845, þremur vikum áður
en Jónas lézt.
Kvæðin eru ort af 12 skáldum
á 33 ára tímabili. Skáldin eru
bessi: Jónas Hallgrímsson, Finnur
Magnússon, Gísli Thorarensen,
Benedikt Gröndal, Gísli Brynjólfs-
son, Jón Thoroddsen, Steingrímur
Thorsteinsson, Matthias Jochum-
son, Brynjólfur Oddsson, Gestur
Pálsson, Indriði Einarsson og
Bjöm M. Olsen..
Málverk eftir Ásgrím
Fremst í bókinni er mynd af
málverki, sem Ásgrímur Jónsson
málaði af Jóni Sigurðssyni 1911.
Það ár var efnt til samkeppni um
málverk af Jóni og skiluðu þeir
Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrím
ur sinni rmyndinni hvor. Mynd Þór
arins hangir nú í sal Menntaskól-
ans í Reykjavik, og þekkja hana
allir af ótal eftirprentunum og
myndum. Mynd Ásgríms er í eigu
Ólafs Thors Jorsætisráðherra, og
hefur hann góðfúslega gefið leyfi
til þess að mynd af málverkinu
verði birt, en það hefur ekki áður
komið fyrir almennings sjónir.
Þeir, sem þekktu Jón Sigurðsson,
þar á meðal Indriði Einarsson,
hafa allir lokið upp einum munni
um það, að þessi mynd væri sér-
staklega lík honum, eins og hann
var.
Litbrá mun ljósprenta kvæðin,
og eins og fyrr getur, er bókar
þessarar von nálægt 17. júní næst
komandi.
Konurnar gerðust þó ögn blíð-
ari á manninn og voru það eink-
um hinar yngstu, sem ekki mót-
mæltu, heldur lögðu strax niður
vinnu. Fór svo að lokum, að allt
endaði í mesta bróðerni, konurnar
settust upp í græna sendiferða-
bílinn, sem mest líktist afdönkuð-
um lögreglubíl, og tóku loforð af
Ólafi að fá kaup til klukkan sjö,
enda þótt þær hefðu orðið að
leggja niður vinnu. Sú er einna
harkalegast hafði veitzt að verk-
fallsvörðum var meira að segja
orðin það stéttvis undir lokin, að
hún lét £ ljós álit sitt á tilboði at-
vinnurekenda handa verkakonum:
„Þafj má skera okkur á háls, áður
en við þiggjum þær hundsbæt-
ur.“
KEA 75 ára
Kaupfélag Eyfirðinga á Ak-
ureyri heldur 74. aðalfund
sinn í dag og á morgun. Fé-
lagið verður 75 ára á þessu
ári, og verður þess án efa
minnzt á aðalfundinum. Kaup-
félagið hefur gefið út mjög
vandað tölublað af „Félags-
tíðindum" sínum í tilefni af
afmælinu.
Ný kjörbúð
Kaupfélag Arfirðinga opnaði í
gær fjórðu l^lEbúð .sína^á Akur-
eyri. Er hún í Ránargötu 10, þar
sem áður var útibú fyrir matvöru-
sölu. Deildarstjóri er Kristján
Ólafsson. Viðskiptin í kjörbúðun-
um sýna glögglega, að þetta er
langvinsælasta formið á smásölu-
verzlun, a. m. k. með vissar vöru-
tegundir.
Verkfallið
út um þúfur
í S-Afríku
NTB—Jóhannesarborg,
30. maí.
Verkfall blökkumanna í
Suður-Afríku, sem boðað var
til 1 mótmælaskyni við kyn-
þáttastefnu ríkisstjórnarinnar
og stofnun lýðveldis utan
brezka samveldisins, virðist
hafa farið algerlega út um
þúfur. Þátttaka varð aldrei
almenn í v'erkfallinu, en vinna
lá þó að mestu niðri í Jóhann-
esarborg í gær.
f fréttum frá Jóhannesarborg
segir, að flestir blökkumenn þar
hafi farið til vinnu sinnar í dag,
og strætisvagíiar, sem troðfullir
voru af verkamönnum, hafi haldið
uppi venjulegum ferðum. Sama er
að segja um önnur samgöngutæki,
og er ekki annað að sjá, en að
verkfallið hafi algerlega runnið út
í sandinn. En ástæðan fyrir því
er m. a. talin vera misklíð meðal
verkfallsmanna sjálfra, en margir
þeirra óttuðust grimmilegar ráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar, ef þeir
tækju ekki upp vinnu að nýju.
Kennaraskdlan-
um sagt upp
— í síðasta sinni í gömlu húsakynnunum
Kennaraskólanum í Reykja-
vík var sagt upp í gær, og er
það væntanlega í síðasta sinni,
sem honum er sagt upp í
Fimm samhljóða
atkvæði - tveir
sátu hjá
Á bæjarstjórnarfundi á Húsavík
í gærkvöldi var samþykkt með
fimm samhljóða atkvæðum, að
skora á deiluaðila í kjaradeilu
verkamanna og atvinnurekenda,
að semja á grundvelli tillögu
þeirrar, sem atvinnurekendur
lögðu fram á laugardaginn var,
Tilboð það var þess efnis, að
kaup verkamanna hækkað'i um
12% í öllum launaflokkum nema
þeim lægsta, en hann félli alveg
niður, og það myndi þýða um það
bil 15% kauphækkun fyrir þá,
sem þar voru. Gert var ráð fyrir,
að tilboð þetta gilti til tveggja
mánaða. — Tveir bæjarfulltrúa á
Húsavík sátu hjá í atkvæðagreiðsl
unni um þessa tillögu.
Landsprófi flýtt
vegna konungs-
komu
Síðasta prófið í landsprófinu,
landafræðipróf, átti að hefjast
klukkan níu í morgun, og skyldi
því lokið um hádegi. En með því
að Noregskonungur fer fram hjá
landsprófsskólanum í Vonarstræti
rétt fyrir hádegið, var það ráð
tekið að færa prófið fram um
einn klukkutíma og láta það hefj-
ast klukkan átta.
Síld og meiri síld
á Akranesi
Akranesi, 30. maí.
Á Akranesi var í gær land-
burður af síld, og er unnið dag
og nótt við að frysta síldina.
Síldin veiðist skammt undan
landi, um 18 mílur út af Skaga og
er alveg tiltakanlega falleg.
Haraldur kom með 1743 tunnur,
Höfrungur með 900, Heimaskagi
með 700 og 315 tunnur var Skipa-
skagi með.
Bátarnir eru með ís með sér
til þess að kæla síldina. G.B.
gömlu húsakynnunum við
Laufásveginn. Þótt ekki séu
horfur á því, að hægt verði að
hefja Kennslu í nýju bygging-
unni í Hlíðunum þegar í haust,
verður vafalaust flutt þangað
einhvern tíma vetrarins.
Verður þá hægt að veita meira
en helmingi fleiri manns ínngöngu
í skólann, og veitir ekki af, vegna
hins mikla kennaraskorts, sem hér
ríkir.
Skólinn hefur starfað í núver-
andi húsakynnum síðan 1908, er
skólinn var stofnaður. Skólastjóri
er Freymóður Gunnarsson, og
fastakennarar eru rúmlega 20
talsins.
Að þessu sinni luku prófi og
stóðust 129 nemendur í öllum
bekkjum, 22 í fyrsta bekk, í öðr-
um 21 og 15 í þriðja bekk. Kenn-
araprófi luku 70, þar af 20 í fjórða
bekk, 25 í stúdentadeild og 25 í
handavinnudeild.
Koma Noregskonungs
(Framhald af 1. síðu).
unni. Á hádegi verður athöfn á
Austurvelli. Leggur konungur þar
blómsveig að styttu Jóns Sigurðs-
sonar og heimsækir eftir það Al-
þingishúsið. Karlakórar bæjarins
munu syngja á Austurvelli. Klukk-
'an 15,40 síðdegis leggur konungur
blómsveig að norska minnisvarð-
anum í Fossvogskirkjugarði, og
karlakórinn Fóstbræður syngur
við þetta tækifæri. Að því loknu,
kl. 5, verður stutt móttaka fyrir
sendimenn erlendra ríkja í Reykja-
vík í ráðherrabústaðnum, og um
kvöldið verður snæddur kvöldverð-
ur að Hótel Borg.
Fjöldi norskra blaðamanna er
kominn hingað til þess að fylgjast
með ferð konungs.
15% hækkun
(Framhald af 1. síðu).
greiða sem svarar 1% af kaupi í
sjúkrasj óð verkamannafélagsins.
Samningur þessi gildir til 1.
október í haust.
Samningarnar fela í sér
15% kauphækkun frá því,
sem verið hefur.
E.D.
Bifreiöasalan
Borgartúiu 1
selur bílana.
Símar 18085 — 19615
Flokksstarfið i bænum
Fulltrúaráðsfundur
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík er
boðað til fundar í Framsóknarhúsinu í kvöld, mið-
vikudaginn 31. maí, klukkan hálfníu.
Til umræðu verða kjaramálin, og verða Óðinn Rögn-
valdsson prentari og Sveinn Gamalíelsson, formaður
Framherja, frummælendur.
Varamenn og hverfisstjórar eru beðnir að koma á
fundinn.