Tíminn - 31.05.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.05.1961, Blaðsíða 3
jl^MjUija^BiiSvilnidagiiui 31. maí 196L s Næsta sunnudag, 4. júní, efnir FerSaklúbbur F.U.F. til gönguferSar á Esju. Má vænta aS margir hafi hug á aS taka þátt í ferS þessari, enda fjalliS viS bæjardyr Reykvikvinga, þótt fáir þeirra hafi gengiS á þaS. FjalliS er ekki mjög erfttt uppgöngu, og þegar upp er komlS, ber margt fyrir sjónir. Vonandi verSa veSurguSirnlr göngu- fólkinu hliShollir. Frekari upplýsingar verSa gefnar i Framsóknarhúsinu kl. 5—7 síSdegis í sima 12942, og þar er einnig hægt aS láta skrá sig til þátttöku ( förlnni. Danskt varðskip laskar enskan landhelgisbrjdt Bretinn hugföst foría sér til hafs, en Daninn sæzlunni. segtr, að réttarhöid í sendi honum kaldar kveojurnar og hæföi svo fram innan tíðar. togarann nokkrum föstum skotum - Norsk bókasýning hjá Eymundsson Verftur opin á meían Noregskonungur dvelur hér — bækurnar til sölu atS sýningunni lokinni í dag opnar Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar sýn- ingu á norskum bókum í til- efni af komu Ólafs Noregskon- ungs. Bækurnar eru frá nokkr um stærstu útgáfufyrirtækj- um Noregs og voru sendar hingað flugleiðis. f viðtali í gær skýrði Baldvin Tryggvason, forstjóri AB, blaða- mönnum frá því, að AB hefði lengi haft áhuga fyrir norskri bókasýningu hér á meðan Ólafur konungur stendur við. Færri en til stóð Baldvin dvaldist í Noregi fyrir skemmstu og færði þá mál þetta í tal við norska útgefendur, sem höfðu mikinn áhuga á málinu þeg ar frá upphafi. Verkfail flutninga verkamanna í Danmörku kom þó í veg fyrir, að hægt væri að koma bókunum í Gullfoss og senda þær þannig heim. Loks var það ráð tekið að senda bækumar flug- leiðis, en sý^ingarbækur urðu færri en upphaflega var ráð fyrir gert. Á sýningunni eru á þriðja hundrað bækur eftir á annað hundrað norska höfunda. Eru bækurnar nær einvörðungu fagur fræðilegs efnis, en nokkrar fjalla þó um sögu Noregs og einstaka þætti norsks þjóðlífs. Til sölu Af höfundum má nefna Henrik Ibsen, Björnstjerne Björnson, Olaf Bull, /»!exander Kieland, Jonas Lie, Johan Bojer, Sigrid Undset, Arnulf Överland, Johan Falkberg- et, Nordahl Grieg, Sigurd Hoel, Johan Borgen, Thor Heyerdal o.fl. Forlög þau, sem sent hafa bæk- urnar, eru H. Aschehoug, H.W. Cappelens Forlag, Gyldendal og Uni, -rsitetsforlaget. Að sýningunni lokinni verða bækurn^t. allar til sölu. Sýningin er opin «*aglega frá kl. 9—6 þá daga, sem Ólafur Noregskonung- ur dvelst hér. NTB—Kaukmannahöfn og London, 30. maí. Sá atburður varð í morgun á miðunum við Færeyjar, að danskt f iskveiðief tir litsskip skaut nokkrum föstum skotum á brezkan togara, sem reyndi að forða sér til hafs að afloknu landhelgisbroti. Búið var að taka togarann og flytja skip- stjórann yfir í eftirlitsskipið, er togarinn, sem heitir Red 64 menn fórust í flugslysi NTB—Lissabon, 30. maí. Mikið flugslys varð f Portú- gal í dag, er hollenzk flugvél af DC-8 gerð, steyptist til jarð- ar skamt frá Lisabon, og fórust með henni 64 menn, þar á með- al 10 börn. Flugvélin var á Ieið frá Lissa bon til Azóreyja. Hún hreppti vonzkuveðúr og féll í sjóinn með fyrrgreindum afleiðingum. Fólk, sem bbýr í Costa Da Cap- arica, segir svo frá slysi þessu, að flugvélin hafi lent í stomi- sveip, byrjað að falla til jarð- ar þegar í stað og splundrazt algerlega, er liún kom niður í hafið nokkurra mínútna flug frá Lissabon. Sjómenn hafa flutt til lands brak úr flugvélinni og limlesta líkami farþeganna, en hvort hveggja hafðí tvístrazt um stórt svæði. Tvær rannsóknar- nefndir, önnur hollenzk, en hin portúgölsk, liéldu á slysstaðinn í dag, og mun rannsókn á or- sökum slyssins fara fram þeg- ar í stað. Crusader og er frá Aberdeen, var settur á fulla ferð til hafs og hugðist komast undan. Skaut eftirlitsskipið nokkrum lausum skotum fyrst, en er togarinn sinnti ekki stöðvun- arskyldu, var skotið föstum skotum, sem löskuðu togar- ann töluvert, en ekki er vitað um nein slys á mönnum. Aðdragandi þessa atburðar var sá, að seint á mánudagskvöldið tók danska eftirlitsskipið Niels Ebbe- sen brezkan landhelgisbijót, sem var á veiðum innan sex mílna markanna við Færeyjar. Varð- menn og einn danskur liðsforingi voru settir um borð í togarann, en skipstjórinn á Red Crusader hins vegar fluttur um borð í eftir- litsskipið og síðan var stefnt til Þórshafnar í Færeyjum. Setti á fulla ferð Fyrri part dags í gær, þegar skipin voru komin góðan spöl á- leiðis til Þórshafnar, breytti tog- arinn skyndilega um stefnu og setti á fulla ferð á haf út. Niels Ebbesen skaut þá nokkrum viðvör- unarskotum að togaranum, en þeg- ar skipverjar létu sér ekki segjast, hóf eftirlitsskipið að skjóta föstum skotum, sem hæfðu togarann á nokkrum stöðum og löskuðu hann. Alvarlegustu skemmdirnar urðu eftir skot, sem hæfði bóg skipsins á bakborða, en þar kom stórt gat. Togarinn hélt áfram siglingu sinni til hafs, en eftirlitsákipið fylgdi fast á eftir. Bretar senda freigátu Brezka flotamálaráðuneytið skýrði svo frá í dag, að tvö brezk eftirlitsskip hefðu verið send á- leiðis til miðanna við Færeyjar. Var það tundurspillirinn Wooton og freigátan Troubridge, sem hafa samband við danska eftirlitsskipið Niels Ebbesen, og var búizt við, að þau mættust seinni hluta dagsins í dag. Vonast menn því til, að við- ræður fari fram milli skipstjór- anna á eftirlitsskipunum í kvöld, og gerðar verði upp sakir togarans. í fréttum frá dönsku landheleis- Tíu þúsund manns munu forsetahjónanna Gesivíítækar varú'ðarráístafanir í París vegna komu Kennedys og konu hans NTB—París, 30. maí. Geysivíðtækar varúðarráS- stafanir eru nú gerðar í París, vegna komu bandarísku for- setahjónanna í opinbera heim- sókn til Frakklands á morgun. Næstum tíu þúsund manns, einkennisklæddir lögreglu- þjónar, borgaralega klæddir leynilögreglumenn, vopnaður Skepnumðingur fundinn Akureyri, 30. maí. Það er nú upplýst, hver valdur var að misþyrmingum á kindum í fjárhúsi eða fjár- húsum hér í bænum á útmán- uðum í vetur. Reyndist þar vera um aðkominn sjómann að ræða, rúmlega fertugan að aldri, og hefur hann játað á sig verknaðinn. Hann var þá þegar í stað send- ur til Reykjavíkur til geðrannsókn ar. Glæpur hans var með þeim hætti, að hann fór inn í fjárhús á næturþcli og lék skepnurnar svo grátt á ýmsa lund, að_ lóga varð þeim daginn eftir. Ýmsir menn hafa komizt undir grund um athæfi þetta, og er gott, að hið sanna er nú komið fram. Maður þessi vakti á sér athygli með dul- arfullu og undarlegu háttalagi, og hann sást á ferli kringum gripa- hús á Akureyri. Var hann þá tek- inn til yfirheyrslu og játaði á sig athæfið. E.D. öryggisvörður, hermenn og eftirlitsmenn af öllu tagi munu vaka yfir hverju fótmáli Kennedys og konu hans í Frakklandi og gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að forða þvi að nokkuð komi fyrir hina tignu gesti. Framundan eru nú erfiðir dag ar fyrir Kennedy Bandáríkjafor- seta, því að þegar hafa verig á- kveðnir margir viðræðufundir hans og de Gaulles, Frakklands- forseta. En strax að hinni opin- beru heimsókn lokinni mun Kennedy halda til fundar við Krustjoff, forsætisráðherra Sovét ríkjanna, en fundur þeirra verður í Vín í byrjun næsta mánaðar, eins og kunnugt er. Nauðsyn að kynnast Krústjoff Auk fundanna við de Gaulle, mun Kennedy sitja fundi með fastaráði Atlantshafsbandalagsins í París. Sagt er, að forsetarnir muni taka fyrir öll helztu stórmál, sem nú eru á döfinni í heiminum, og stjómmálamenn beggj^ landa hyggja gott til þessara funda, þar sem niðurstöður þeirra verði Kennedy gott veganesti fyrir fundinn í Vínarborg. Fréttir herma, að Kennedy hafi spurt de Gaulle um álit hans á væntanlegum viðræðum hans við Krustjoff, og hafi de Gaulle svar- að því til, að hver einasti vest- rænn ráðamaður, sem enn hefði ekki átt þess kost að kynnast Krustjoff persónulega, skyldi stefna að því að eiga við hann við ræður. Slökkvilið á húsþökum Fundir þeirra Kennedy og de Gaulle munu verða haldnir í sendi ráði Bandaríkjanna í París. Farið mun í skrautfylkingu um götur borgarinnar, en hvarvetna á leið inni munu verða menn á verði. Undan iídkingunni mun fara sér- stök eftirlitsnefnd til þess að „ryðja veginn“, eins og það er orðað, en óttazt er, að hægri sinn aðir öfgamenn kunni að gera til- raun til að valda forsetanum fjör- tjóni. Slökkviliðsmenn munu koma sér fyrir á húsþökum með- fram aðalgötum og hafa slöng- ur sínar reiðubúnar, ef út af bregður. Þá mun og fara fram gaumgæfileg leit í öllum húsa- kynnum, þar sem forsetinn dvelst ef ske kynni að tímasprengjum hefði verið komið fyrir. Ný gerS síldar- nóta Ingólfur Theódórsson neta- gerðarmaður í Vestmannaeyj- um, hefur fundið upp og gert líkan af snurpinót til síldveiða, sem hann vonar, að gefi miklu betri árangur en þær, sem hingað til hafa tíðkast. Nótin er mun síðari í miðjunni en til hliðanna, og þegar hún er dregin, myndast botn i nótinni, sem á að koma í veg fyrir, að síld- in stingi sér niður úr henni. Ingólfur hefur sótt um einka- leyfi á nót þessari. Hann hefur einnig sótt um styrk úr fiskimála- sjóði til þess að láta gera tilrauna- nætur af þessu tagi. Ýmsir reyndir formenn í Vest- mannaeyjum hafa séð þessa nót Ingólfs og mæla með, að kostir I hennar verði reyndir. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.