Tíminn - 31.05.1961, Side 11

Tíminn - 31.05.1961, Side 11
miSvikudagiiin 31. maí 1961. 11 Hefur sex til sjö vin- konur í takinu í einu Hin 17 ára gamla franska kvikmyndaleikkona, Gillian Hills, sló i gegn í kvikmyndinni Beat Giri, þar sem hún lék aðalhlutverkið á móti Adam Faith. — Skæðar tungur segja, að þau hafí tekið sér tíma til æfinga í einrúmi og utan dagskrár .... 11. síðan MÖLAR eru líka brauð Það er sagt, að brennt barn forðist eldinn, en þaS virSist ekki alltaf koma heim. A. m. k. ekki hvaS hjónabandi viSkemur. Á- því sviSi eru margir, sem hafa brennt sig pftar en einu sinni, en hætta sér þó í eldlínuna á ný. Þar má sem dæmi nefna Hope Lang, sem fyrir stuttu síSan fékk skilnaS frá Don Glenn Ford og Hope Lang Murray. Hún er nú tekin aS< láta sjá sig meS Glenn Ford„ sem nýlega skildi viS Eleanor( Powell eftir 15 ára hjónaband. Eleanor hefur nú tekiS upp’ þráSinn þar sem hún lagSi liann' niSur meS listdansinn. ASspurS um samband þeirra( Glenn Gords sagSi Hope Lang: — Þótt eitt hjónaband hafi ekki’ lánast og endaS í skilnaSi, þarf< maSur ekki aS lifa f cinsemd* þaS sem eftir er ævinna. En ég vildi gjarna fá tækifæri til þess^ aS strjúka svoIítiS um frjálst höfuS, ógift og engum háS. Glenn Ford svaraSi engu. Hann gerir þaS vfst sjaldnast. En þaS var greinilegt, aS hann myndi óhikaS gera aSra tilraun, ef Hope Lang væri fáanleg í tuskiS! Svo ekki virSast þessi brenndu börn vera bangin viS eldinn! Ólíkt hafast menn aS. Dóttir Joan Crawfords, Chirstina, hef- ur kosiS aS feta í fótspor móSur sinnar og verSa kvikmyndaleik- kona, og hún hefur þegar lokiS sinni fyrstu mynd hjá Fox kvikmyndafélaginu. En sonur Joan, Christopher, strauk aS heiman til þess aS vera viss um aS heillast ekki til aS taka þátt í kvikmyndalífinu, og hefur nú gerzt strandvörSur í Florida. Paul Anka á að leika Frakka í næstu mynd sinni, Stúlkan frá Montmartre. Það er álitið, Það er svo með allar stjörnur, að þær koma þjót- andi upp á himininn af mik- illi skyndingu en eru venju- lega jafnfljótar að fölna og jafnvel falla alveg á ný. Ekki hvað sízt á þetta við um söng- stjörnur unglinganna, þá sem kallaðir eru rokkstjörnur eða rokksöngvarar. Þó eru þess dæmi, að stjörnurnar séu ekki svo ýkja fljótar upp á himininn, og því til sönnunar má nefna enska söngvarann Adam Faith, sem fyrir þrem árum reyndi að skjótast upp á himininn. í tvö og hálft ár vakti hann enga athygli, en síðasta hálfa árið hefur hann haft heppnina með sér, og plötur hans seljast nú í hundrað og þúsundatali. Frægustu söngvar hans eni „Hvað viltu, ef þú vilt ekki pen- inga?“ sem hefur selzt í 900 þús. eintökum, og „Vesalings ég,“ sem á örskotsstundu varð efst á vinsældalistanum í Englandi Öll heima ennþá Adam er fæddur fyrir 19 áram, í úthverfi London, Acton. Þótt foreldrar hans hefðu aldrei mikla að kanadíski hreimurinn í rödd hans geti gengið sem franskur, þótt hann nálgist hvorki Maur- ice Chevalier eða Charles Boyer. Skapgerðarleikarinn Sir Ced- rick Hardwicke varð að troða hrárri lifur í nasirnar á sér í atriði, þar sem hundur átti að sleikja hann i framan. Hundur- inn vildi ekki sleikja hann fyrr! Rithöfundurinn William Faulkner heldur því fram, að ennþá séu margir riddaralegir menn til í heiminum. Hann hafði þá nýlega heyrt um mann, sem ekki hafði kysst konuna sína í sex mánuði, en rauk til og skaut annan mann undir eins, þegar sá reyndi að kyssa hana! Næsta kvikmynd Elvis Pres- leys á að heita Tveir frá Tex^.s. Og til tilbreytingar á að taka myndina — í Texas! peninga handa á milli, höfðu þau lag á að' gera fyrirmyndar heimili fyrir sig og fimm börn sín, tvær stúlkur og tvo drengi. Jafnvel ekki nú, þegar Adam hefur peninga eins og sand, dett- ur honum í hug að flytja að heiman. Og það er eins með syst- kini hans. Þau halda öll fast við gamla heimilið, og fjölskyldan er eins samheldin og hægt er að hugsa sér. Níðlatur Þegar Adam lauk skólanámi, vissi hann ekki hvað hann átti að taka sér fyrir hendur. Sumir kennaranna kölluðu hann latan, sumir meira að segja níðlatan, en það var ekki satt. Hann vildi gjarnan hafa eitthvað að atast í. En hann var fremur draumlynd- ur. Hann dreymdi stóra drauma um frægð á sviði kvikmynda, en þá hafði hann ekki hugrekki til þess að ráðast í framkvæmd á því atriði. Hann lét sér nægja dagdraumana. Spilaði og söng Svo fékk hann sér gítar og byrjaði að spila á hann. Það var þannig, sem Tommy Steel komst fram á sjónarsviðið, og Adam ætlaði að reyna að feta í fótspor hans. Hann fór á milli kaffistof- anna og hamraði á gítarinn sinn, syngjandi Tommy Steel-lög með. En allt kom fyrir ekki. Hæfileika- veiðimennirnir létu ekki sjá sig, þaðan af síður að þeir kæmu hlaupandi, stórhrifnir, og byðu Adam greifalaun og kvikmynda- samning. Enda voru margir um boðið, því þeir voru ekki svo fáir, sem reyndu að feta í fótspor Tommy Steel. Færri heppnaðist að ná árangri. Einn þeirra, sem náði í samning rétt við nefið á . Adam var litli bróðir hans, annar var Ross Conway. En allir vissu, að „uppgötvun" þeirra var bara sviðsetning, sem umboðsmenn þeirra stóðu fyrir. Þeir létu þá aðeins spOa á kaffistofunum til þess að vekja athygli, þegar þeir voru „uppgötvaðir." Klappaði fyrir þeim Adam hafði engan umboðs- mann og þaðan af síður neinn, sem slyngur væri að auglýsa hann. En hann hafði annað. Vilja- þrek og úthald. Næsta verk hans var að stofna gítarhljómsveit. Hljómsveitin gekk frá einni kaffi- stofunni til annarrar og lék og söng. Rétt og skylt er að geta þess, að kvöld eitt var hinn frægi hljómsveitarstjóri og tónskáld John Barry áheyrandi, þar sem gítarhljómsveit Adams Faiths lék, og klappaði fyrir henni. Þar með var líka árangurinn upptal- inn. Fór að klippa filmur Þá fann Adam upp á því að ráða sig sem sendisvein hjá Rank- Film. Þar vann hann eitt ár, en sá sem var, að það var engin framtíð í því. Svo hann réði sig hjá öðru kvikmyndafyrirtæki, National. Þar var hann ráðinn sem aðstoðarmaður við að klippa og líma saman kvikmyndaræmur. Á þessum tíma var gítarleikur- inn og söngurinn svolítið farinn að minnka, en nú vaknaði áhug- inn á ný. Nú lét hann skrá sig á hæfileikasamkeppni, og mætti t>ar á tilsettum tíma með gítar- inn sinn. Þar heyrði John Barry hann og sá í annað sinn, og minntist þess nú að hafa séð hann áður. Og ekki nóg með það, held- ur réð John Barry hann undir eins til þess að skemmta með sér í sjónvarpsþætti, sem hann sá um í brezka útvarpinu. Upp til stjarnanna Og nú virtist framgangurinn hafa snúið sér að Adam Faith. Hann varð vinsæll í sjónvarpinu, og fékk samning um að syngja inn á plötur. Þær seldust eins og heitt brauð, og hann söng inn á fleiri plötur. Allt í einu var hann á svo hraðri leið upp til stjarn- anna, að hann fylgdist varla með því sjálfur. Hann fékk sér um- boðsmann, það er kona að nafni Eva. Það er ekki svo illa til fundið — Adam og Eva. Fyrir- tæki þeirra blómgaðist í ákafa með hverri plötupptöku og samn- ingi hækkaði kaupið, og í dag fær Adam hvorki meira né minna en 1000 pund á viku, sem mun láta nærri að sé um 100 þús. kr. íslenzkar! f kvikmyndunum Þegar sjónvarpið og grammo- fónplöturnar höfðu gert Adam að stjörnu, fengu kvikmyndimar líka áhuga fyrir honum. Nú þeg- ar hefur hann leikið í tveimur myndum, The Spider og Beat girl. Beat girl er sú mynd ensk, sem hefur fengið einna flesta á- horfendur til þessa. Þar leikur hann „leðurjakka", sem á íslandi eru þó líklega þekktari undir nafninu „töffar“, og meðleikarar hans eru, auk gítarsins, Noelle Adam, Gillian Hills, Christopher Lee og David Farrar. Gillian Hills er ný, 17 ára, frönsk stjarna, og sagan segir, að þau hafi e. t. v. sézt oftar en við upptökumar. En bæði hafa lýst því yfir, að þau séu „aðeins góðir vinir, og hafi ekkert sérstakt í hyggju.“ Þetta „sérstakt" mun þýða trú- lofun eða giftingu. Óbreyttur Allir þeir, sem Adam þekkja, segja að hann hafi ekkert breytzt við framann. Hann hafi ekki stig- ið honum til höfuðs. Hann hefur ekki skilið við sína gömlu félaga, þótt hann hafi nú kynnzt nýjum og áhrifaríkum vinum. Og hann hefur svarið við allt, sem honum er heilagt, að heimili hans, fjöl- skylda og allt þetta gamla góða í hinni ósköp venjulegu götu í Acton, skuli halda áfram að vera hans heimili og nánasta fólk. Fékk sér bíl Hann fer vel með peningana sína. Þegar hann hefur borgað öll nauðsynleg útgjöld, fæði, klæði, húsnæði, skatta o. s. frv., leggur hann afganginn í banka. Hið eina, sem hann hefur leyft sér í lúxus- (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.