Tíminn - 31.05.1961, Qupperneq 5
ngomnflaginn 31. mai isei.
t>—mw ■ ------------------- ---------------- "............ . >
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.i, Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egili Bjarnason - Skrifstofur
í Edduhúsinu — Simar: 18300—18305
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f.
Heimsókn Ólafs
konungs
1 dag kemur Olafur Noregskonungur hingað til lands
f opinbera heimsókn, ásamt fríðu föruneyti. íslenzka þjóð-
in fagnar þessari heimsókn, því að eigi telur hún aðra nán-
ari frændur sína en Norðmenn. En það er þó fleira en
frændsemin, er tengir þessar þjóðir saman. Svipuð saga,
lífsbarátta og viðhorf hafa treyst skyldleikann milli þess-
ara þjóða'.
íslendingar hafa jafnan gert sér far um að fylgjast vel
með Norðmönnum og þróun mála í landi þeirra. Þetta
gildir ekki sízt um seinustu áratugina. Ekkert vakti meiri
athygli og samúð íslendinga á stríðsárunum 1940—45 en
hreystileg mótspyrna norsku þjóðarinnar gegn hinu er-
lenda ofurefli. Báðar þessar þjóðir fengu þá að reyna, að
hlutleysið veitir ekki neina vörn. Eftir styrjöldina hafa
íslendingar veitt mikla athygli hinni markvissu upp-
byggingu í Noregi, sem m. a. er reist á því, að þar
hefur verið fylgt öllu hyggilegri fjármálastefnu en í öðr-
um löndum, t. d. hvergi verið öllu lægri útlánsvextir. Hin
markvissa viðreisn í Noregi hefur byggzt á náinni sam-
vinnu ríkisvaldsins við stéttasamtökin, og því forðast öjl
gönuhlaup, sem hafa ekki aðeins verið gerð án samráðs
við vinnustéttirnar, heldur í fyllstu andstöðu við þær. Af
þessum vinnubrögðum geta íslendingar vissulega mikið
lært.
íslendingar hafa einnig veitt athygli hinni markvissu
stefnu Norðmanna á sviði utanríkismála. Hún hefur
byggzt á víðtækri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og þó
alveg sérstaklega á þátttöku í samstarfi vestrænna þjóða.
Það er svar Norðmanna við þeirri reynslu, er hlutleysið
færði þeim á stríðsárunum. En Norðmenn hafa hins vegar
ekki látið þátttöku í samstarfi vestrænna þjóða gera sig
neitt andvaralausa um að gæta hvarvetna sjálfstæðis síns.
Þeir hafa hafnað kröfum um, að erlendur her dveldi í
Noregi eða að kjarnorkuvopn væru staðsett þar á friðar-
tímum.
Það er von íslendinga, að góð sambúð geti stöðugt
haldizt milli þeirra og Norðmanna og hún orðið meiri
og nánari á komandi árum. Hin nýja samgöngutækni ætti
að geta verið til hjálpar í þeim efnum. Báðar þjóðirnar
ættu að geta notið góðs af því.
íslendingar fagna komu Ólafs Noregskonungs og
fylgdarmanna hans í fullu trausti þess, að það verði
merkur áfangi í þá átt að treysta sambúð og samstarf
íslenzku og norsku frændþjóðanna.
Stjórnin og vextirnir
Tíminn birti í gær tölur úr reikningum tveggja frysti-
húsa, er sýndu áhrif vaxtahækkunarinnar á síðastl. ári.
Hjá öðru þeirra jafngilti vaxtahækkunin 11.36% hækkun
allra vinnulauna, er það greiddi á árinu, en hjá hinu,
12.44% hækkun vinnulaunanna.
Þessi dæmi sýna vel, að það myndi mjög auðvelda at-
vinnufyrirtækjum að koma til móts við kröfur launafólks,
ef vextirnir yrðu aftur færðir í það horf, sem þeir voru
áður en „viðreisnin“ kom til framkvæmda.
Meðan ríkisstjórnin vanrækir að gera þessa og aðrar
hliðstæðar ráðstafanir, er það hún, sem stendur mest í
vegi þess, að kjaradeilan jafnist. Verkföllin skrifast á
meðan á reikning hennar.
?'
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
<
<
/
/
ERLENT YFIRLíTw'
Sögulegar kosningar í Texas
Republikani vann öldungadeildarsæti Johnsons varaforseta
SIÐASTLIÐINN laugardag fór
fram í Texas aukakosning á
öldungadeildarþingmanni í stað
Johnsons varaforseta, en hanr
varð að afsala sér þingsætinu.
er hann tók við embætti vara-
forsetans. í kosningunum á sl
hausti var Johnson endurkos-
inn öldungadeildarþingmaður,
jafnframt því, sem hann náði
kosnihgu sem varaforseti. —
Hann var endurkjörinn þingm.
með 60 % greiddra atkvæða,
og hefði því mátt ætla, að
demokratar héldu þingsætinu.
þótt Johnson drægi sig í hlé.
Svo hefur þó ekki orðið, heldur
vann frambjóðandi republik-
ana í aukakosningunni á laug-
ardaginn og er hann fyrsti
republikaninn, er nær kosn-
ingu sem öldungadeildarþing-
maður í Texas. Þetta þykir
því sögulegur atburður, þar
sem Texas hefur verið talið
eitt öruggasta vígi demokrata
í Bandaríkjunum.
Republikanar eru því mjög
hreyknir yfir þessum sigri, en
við nánari athugun er hann
þó ekki skuggalaus.
ÞÓTT demokratar hafi ráðið
lögum og lofum í Texas fram
að þessu, hefur einingin ekki
verið að sama skapi í flokki
þeirra. Demokratar hafa skiptst
í tvo arma, hægri og vinstri.
Tveir mestu áhrifamenn demo-
krata á þingi í seinni tíð, John
son og Rayburn, hafa tilheyrt
vinstri arminum. Núv. ríkis-
stjórn tilheyrir hins vegar
hægri arminum og sama gerði
fyrirrennari hans, sem veitti
Eisenhower opinberan stuðn
ing bæði 1952 og 1956. Þegar
sæti Johnsons losnaði í vetur,
nolaði ríkisstjórnin tækifærið
til að skipa ramman íhalds-
mann og olíukóng, Blakley að
nafni, til að skipa sæti hans
á þingi unz kosning hefði far-
ið fram. í prófkjörinu, sem
fór fram í aprílbyrjun, kepptu
ekki færri en 70 frambjóðend
ur íyrir demokrata, og dreifð-
ust atkvæðin svo, að Blakley
náði framboðinu, þótt hann
fengi ekki nema 18% greiddra
atkvæða. Hann gekk síðan til
kosninga undir merkjum íhalds
stefnu, sem var í flestu and-
stæð stefnu Kennedys og John
sons.
Meðal rpíublikana var fullt
samkomulag um að tefla fram
sama manni og hafði verið í
framboði á móti Johnson, John
G. Tower prófessor, 36 ára
að aldri. Hann þótti standa sig
allvel þá. Hann stendur mjög
langt til hægri hjá republik-
unum, eins og m.a. sést á því,
að hann óskaði eftir því, að
J
*v*v*v*v
BLAKLEY
Nixon veitti sér ekki neina að-
stoð í kosningabaráttunni, því
að hann væri of langt til
vinstri. Það mátti þvi ekki á
milli sjá, hvor frambjóðend-
anna væri lengra til hægri,
Blakley eða Tower.
ÚRSLIT kosninganna urðu í
fyrsta lagi þau, að kosninga-
þátttaka hefur aldrei verið
minni í Texas eða tæp 40%
þeirrar þátttöku sem var í þing
kosningunum á síðastl. hausti.
Frjálslyndir menn í báðum
flokkum, hafa því setið heirna
í stórum stfl, þó einkum hjá
demokrötum. Mönnum hefur
bersýnilega verið nokkuð sama
um, hvor íhaldsmaðurinn yrði
kosinn. í öðru lagi urðu svo
úrslitin þau, að Tower náði
kosningu með örlitlum meiri-
hluta, enda þótt hann fengi
nú um það bil helmingi færri
atkvæði en í kosniiígunum á
síðastliðnu hausti.
Það,er talið hafa stutt nokk
uð að þessum úrslitum, að
einstaka frjálslyndir demokrat-
ar studdu Tower, því að þeir
töldu það líklegt til að veikja
hægri arm demokrata, eí
Blakley félli. Mestu réði þó
hjáseta slíkra manna um úr-
slit.
TOWER
Þrátt fyrir það, þótt svona
væri í pottinn búið og að fram
an er sýnt, telja republikanar
þessi úrslit ávinning fyrir sig.
Þau séu líkleg til að styrkja
aðstöðu þeirra í Texas og það
því fremur, að Eisenhower
vann Texas í báðum forseta-
kosningunum 1952 og 1956
Þessi úrslit séu merki þess, á-
samt fleiru, að republikanir
séu að vinna á í suðurríkjun-
um og demokratar verði þar
ekki einráðir áfram. Þá er þetta
talinn sérstakur sigur fyrir
Goldwater öldungadeildarmann,
en Tower er mikill fylgismað
ur hans og fékk Goldwater til
þess að ferðast um Texas og
vinna að kosningu sinni. Þykir
nú líklegt að republikanar í
Texas og suðurríkjunum yfir-
leitt styðji Goldwater sem for-
sctaefni sitt 1964.
f x
Fyrir Johnson og Kennedy
var það talinn hnekkir, að
Blakley skyldi valinn fram-
bjóðandi demokrata, en hins
vegar þykir liklegt, að þeir
muni undir niðri ekki syrgja
neitt fall hans, þar sem liann
hefði í raun orðið í hópi and-
stæðinga stjórnarinnar á þingi,
ef hann hefði náð kosningu.
/
/
/
<
/
/
/
/
<
/
*
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
Þ.Þ.
,* V\ W*\*\*\i\»\«\,.\.Xi WV«\»‘
íslenzk-pólska menningarfélagið
hélt aðalfund sinn í Þjóðleikhús-
kjallaranum fyrir nokkru.
Á fundinum gaf formaður fé-
lagsins, Haukur Helgason, banka-
fulltrúi, skrsýlu um störf félagsins
á árinu 1960.
f stjórn félagsins vorn kosnir:
Haukur Helgason, formaður, og
meðstjórnendur þeir Finnbogi
Kjartansson, stórkaupmaður og
aðrir varamenn þeir Arnór Hanni
balsson, cand. phil. og Kjartan
Guðjónsson, listmálari.
Að loknum aðalfundarstörfum
flutti sendifulltrúi Pólverja, frú
íslenzk-pólska félagið
Halina Kowalska ræðu um menn-
ingarleg samskipti Pólverja og fs-
lendinga. Rakti hún allýtarlega
starf Pólsk-íslenzka félagsins í
Varsjá, en formaður þess er pró-
fessor Margaret Schlauch, sem er
mörgum íslendingum að góðu
kunn.
Frú Kowalska, sem mælti á ís-
lenzku, kom víða við í ræðu sinni
og kom vel fram hinn mikli áhugi
Pólverja fyrir auknum samskipt-
um þeirra og okkar íslendinga,
bæði á menningar- og viðskipta-
sviðinu. Frú Þuríður Pálsdóttir
söng pólsk og íslenzk lög yið und-
irleik Fr. Weisshappel. Að lokum
var stiginn dans.
Félag frimerkjasafnara:
Herbergi félagsins Amtmannsstíg
22 II. hæð, er opið félagsmönnum
mánudaga og miðvikudaga kl. 20.00
—22.00, og laugardaga kl. 1600—
1800. — Upplýsingar og tilsögn um
frímerki og frxmerkjasöfnun veitt-
ar almenningi ókeypis miðvikudaga
kl. 20—22.