Tíminn - 31.05.1961, Side 6

Tíminn - 31.05.1961, Side 6
6 TÍMINN, miðvikudagum 31. maí 196L Sjötug: Frú Ragnheiöur Eiríksdðttir á Sólbakka Þegar ég varð þess var að frú Ragnheiður Eiríksdóttir á Sól- bakka hefði náð hinum ofanskráða aldri rak mig í rogastanz og þótti ótrúlegt. Svo stutt fannst mér síð an er ég sá hana fyrst rúmlega tvítuga. Og aldrei finnur maður það betur en á gamals aldri hversu hraðfleygur tíminn er. Þannig finnst mér sumt af því sem ég „upplifði" á Flateyrarárum mín- um hafa skeð í gær. Og þó eru það áratugir, sem mörgu hafa bylt og breytt í lífi mínu og ann- arra. En það er líklega að því leyti gott að eiga þessa tilfinn ingu, að maður fjarlægist síður gamla vini. Og þó fer það svo að þeir fjarlægjast og hverfa, einn og einn. En blessaðir séu þeir all ir, þessir vinir mínir í Önundar- firði, bæði rfs og liðnir. Og nú langar mig til að minn- ast frú Ragnheiðar með örfáum orðum, —og að senda jafnframt Eirikshúsinu á Flateyri kveðju i mína. Frú Ragnheiður hefur alla sína| tíð búið búi sínu á Sólbakka. Hún var gift Ásgeiri Torfasyni skip- stjóra og síðan verksmiðjustjóra, syni Torfa Halldórssonar kaupm. og frú Maríu Össurardóttur, sem lengi bjuggu á Flateyri og gerðu, þar garðinn frægan. Var Ásgeir mikill atgerfismaður, eins og þau systkin öll, hugvitssamur verk-1 maður og ágætur drengur, en er nú látinn. Frú Ragnheiði sá ég fyrst á heimili hennar, unga og glæsilega, er ég kom þangað með barnahóp á Sumardaginn fyrsta 1913, til þess að láta hann syngja nokkur lög fyrir Mariu tengdamóður henn ar, sem þá var rúmliggjandi. Er mér þessi heimsókn að Sólbakka minnisstæð, bæði vegna gömlu konunnar, sem var sérstæður og eftirtektarverður persónuleiki, og ekki síður fyrir framkomu og glæsibrag hinnar ungu húsfreyju. Og þá er mér ekki síður minn- isstæð önnur og dapurlegri heim- sókn á heimili hennar, er við kom um þangað til að syngja við lík- börur ungs sonar þeirra hjóna, er farizt hafði af slysförum og; var mikið harmsefni. Þá dáðist j ég að sálarþreki og stillingu hinn' ar ungu móður og með hve mikl-, um tíguleik hún bar þá djúp-| stæðu sorg. Og öll kynni mín af frú Ragnheiði síðar sönnuðu mér það, að hún væri úrvalskona. Frú Ragnheiður er fædd að Hrauni á Ingjaldssandi 22. maí 1891. Þar bjuggu þá foreldrar hennar, hjónin Eiríkur Sigmunds son og Sigríður Jónsdóttir, en fluttust þaðan til Flateyrar 1905 og dvöldu þar það sem eftir var ævinnar. Og „Eiríkshúsið" á Flateyri var mikill „vinabær“ okkar Þöngla- bakkahjónanna vestur á Kambin- um. Þar var þá þríbýli. Fyrstan má telja þann, sem húsið var kennt við, Eirík Sigmundsson frá Hrauni, og konu hans. Þau höfðu búið góðu búi á Hrauni og verið mikilsráðandi í sveitinni og vel metin. Var Eirikur hinn mesti myndarmaður, hár og þrekinn og að öllu hinn vörpulegasti, tröll- tryggur vinum sínum og bezti maður. Og kona hans var mikil fríðleikskona, prýðilega greind og að öllu hin ágætasta kona til geðs og gerðar. Svipað má segja um hjónin í norðurenda Eiríkshússins, þau Guðjón Sigmundsson, bróður Ei- ríks og konu hans Svanfríði Jóns dóttur. Hafði Guðjón fyrr flutt að heiman en bróðir hans, stundað sjómennsku alllengi, verið neta- maður og stýrimaður á skipum, m.a. á togurum, en var nú er hér var komið, verkstjóri við fiski- mjölsverksmiðju, sem Þjóðverjar höfðu þá nýlega reist á Sólbakka. Guðjón var hinn mesti heiðurs- maður, greindur og fjölhæfur og einn hinn skemmtilegasti maður, sem á vegi mínum varð. Hann var virtur maður og vinsæll. Og kona hans var líka mikil mannkosta kona, hjálpsöm og gestrisin. Og það orð fengu bæði þessi sæmd- arhjón. Og svo voru það ungu hjónin í suðurendanum, þá nýreistum, þau Jensína, dóttir Eiríks og Sig ríðar, og jafnaldri niinn, Ásgeir Guðnason, síðar útgerðarmaður og kaupm. á Flateyri um fjölda ára, hin mestu sæmdarhjón, og hefi ég getið þeirra áður í blaðagrein. — Og börn húsráðendanna þriggja í Eiríkshúsinu hafa reynzt hið mesta atgerfisfólk og orðið því til sóma. Börn Eiriks og Sigríðar, 2 af 3 eru nú látin, þau Jensína og Halldór, kaupsýslumaður í Rvík, og um árabil forstjóri mjólkur- samsölunnar, mikill atgerfismað- ur, glæsimenni og prúðmenni. Eftir lifir afmælisbarnið sjö- tuga, frú Ragnheiður á Sólbakka, og býr. hún þar enn í húsi sínu og í nábýli við elzta son sinn, Torfa, ,og konu hans. Frú Ragnheiður ber svipmót móður sinnar, mikil fríðleiks- og greindarkona og ágætlega skapi farin, — skapgerðin mild og traust, heil og hrein og Ijúf mennsku, góðvild og hjartahlýju á hún í ríkum mæli. Hún er sterk í trú sinni á guð og góða og fagra siði, hefur jafnan stutt fast mál- efni góðtemplara og allt það sem til heilla má horfa mannbótum og menningu sveitar og þjóðar. — Hún er mikil húsmóðir' og á- gæt móðir. Á ég margar góðar endurminningar um ágætt sam- starf við heimili þeirra hjóna. Báru börn þeirra þeim og æsku- heimili sínu gott vitni. Þau reynd ust hin ágætustu skólabörn, Og það sagði mér Sigurður Guð- mundsson skólameistari, hinn mikli mannþekkjari og ágætismað ur, að í hópi sinna allra beztu nemenda og skólaþegna væru ýips ir Vestfirðingar, og benti þá m.a. á ungmennin frá Sólbakka og Hvilft. — Þeim hefur lika farn- ast vel. Böm þeirra Ragnheiðar og Ás- geirs eru: Torfi, bóndi á Sólbakka; Ragnar, héraðslæknir á ísafirði; Haraldur, verkfræðingur; Önund- ur, lögfræðingur; Ásgeir, lyfja- fræðingur, allir í Reykjavík, og dætur tvær, María og Hamja, öll1 gift og eiga afkomendur. Um leið og ég nú minnist hinn ar mætu húsfreyju á Sólbakka Sveitavinna 13 ára drengur óskar eftir starfa 1 sveit. Uppl. 1 síma 16513. Ung ensk hjón óska eftir vinnu á góðu sveitaheimili í tvo mánuði nú í sumar. Upplýsingar í síma 10899 eða tilboð sem sendist skrifstofu Tímans merkt: „Ensk hjón“. Drengur á 11. ári óskar eftir sveita- störfum. Sími 18487. Bíla- & búvélasalan Símar 2-31-36 & 15-0-14. TIL SÖLU: Hanomag djeseldráttarvél með sláttuvél, árgerð 1955 í ágætu ástandi. BÍLA & BÚVÉLASALAN Ingólfsstræti 11. Reykjavík. •V*VV **V •VV*V‘V*V*VV*V ‘V»V 17 ára piltur vanur sveitastörfum óskar eftir starfa í sveit. Uppl. í 33762. •V-VVX • VV •-V-V‘-V.»-V-«*V.»'V. 'V»-V Dugleg stúlka óskast til eldhússtarfa. HÓTEL TRYGGVASKÁLI ! Selfossi. ALLT Á SAMA STAÐ Þakgrindur á flesta bíla. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU. EGlLL ViLHJÁLMSSUN HrF. Laugaveg 118, sími 2-22-40. íbúð til leigu Tvö herbergi og eldhús til leigu nærri miðbænum. Einhver fyrirframgreiðsla áskilin. Tilboð sendist blaðinu fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Sanngirni“. Málverkasýning Eggerts Guðmundssonar í Nemendasal Iðnskólans. Inngangur frá Vitastíg. Síðasti dagurinn. Opið frá kl. 1—10 e. h. Til söBu er 4 herbergja íbúð í Laugarneshverfi. Félagsmenn sem óska að nota forkaupsrétt að íbúðum snúi sér til skrifstofunnar Hafnarstræti 8 fyrir 6. júní. B.S.S.R. Sími 23873. Bifreiðasalan Frakkastig 6 Símar 19092 — 18966 og 19168. Höfum ávallt á boð- stólum mikið úrval hvers konar bifreiða. Kynnið yður verðlistana hjá okkur áður en þér kaupið bifreið. við þessi merku tímaskil í ævi hennar, lít ég með viðkvæmnum hug til gamla Eiríkshússins og hinna horfnu vina mlnna þar og minnist þeirra með virðingu og þökk. Og frú Ragnheiði Eiríksdóttur sendi ég einlægaustu afmælis- kveðjur og þakka henni af alhug ágæta viðkynningu. Og ég óska henni og fólki hennar heilla og blessunar á ófarinni leið. 28/5 ’61, Snorri Sigfússon. Sænsk sporjárn Sænskir heflar Klaufhamrar með stálskafti Skrúfjárn Þvingur Tréborar Austurstræti

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.