Tíminn - 31.05.1961, Page 8

Tíminn - 31.05.1961, Page 8
TIMI i\ Ji, miSvikudaginn 31. maí 196L m Ólafur konungur V. tók við ríki af foður sínum, Hákoni VII., 21. sepfcember 1957. Þegar Ólafur kon un'gur hafði unnið eið sinn, mælti hann þessi orð: „Ég tek mér nafn- ið Óíáfur V. og vel mér það kjör- orð er var leiðarstjarna föður míns: — Noregi allt“. Ólafur konungur er fæddur 2. júlí 1903 í Appleton House í Nor- folk á Englandi, sonur Karls prins af Danmörku. Þegar Noregur losn aði undan veldi Svía 1905, kusu Norðmenn prins Karl fyrir kon- ung og Ólafur fluttist til Noregs tveggja vetra gamall. Sáfe Eins og verðandi konungi Norð- manna sæmdi hóf hann námsferil sinn með því að iðka skíðaíþrótt- ina og var hann þá þriggja vetra. í menntaskólanum í Halling naut hann engra forréttinda. Hann var þar kosinn formaður skólafélags- ins — og féll síðan úr þeirri tign- arstöðu vegna ágreinings við skóla féíaga sína. Sfcúdentsprófi lauk hann 1921 með góðum vitnisburði. Átj’án ára gamall sat hann ríkis- sfcjOTÍnarfundi með föður sínum. Ólafur útskrifaðist úr norska herskólanum 1924 og hélt því næst ta Oxford og lagði stund á hagfræði og lögvísindi. Ólafur konungur hefur alla tíð notið geysimikilla vinsælda. Hann er hvers manns hugljúfi, alþýðleg ur í háttum og hefur lúmskt gam- an að gríninu í mannlífinu, og er þó gæddur ríkri ábyrgðartilfinn- ingu. Það hefur enn aukið vinsæld ir hans að hann hefur verið með beztu skíðamönnum í Noregi og marga hildi háð í þeiiri grein bæði erlendis og á heimavígstöðv- unum. — Hann hefur einnig hlot- ið gullverðlaun á Olympíuleikjun- um fyrir kunnáttu sína í siglingu. SSt 21. marz 1929 gekk Ólafur að eiga sænska prinsessu, Mörtu. Brúðkaup þeirra var haldið með miklum hátíðahöldum og gifting þeirra átti drjúgan þátt í að koma á fullum sáttum milli Norðmanna og Svía eftir skilnaðinn 1905. Sáfe Þegar Þjóðverjar gerðu árásina á Noreg 9. apríl 1940 og Noregs- konungur varð að hverfa úr landi, sannaði Ólafur þjóðhollustu sína með því að bjóðast til að verða eftir og þrauka hemámsárin með þjóð sánni. Þessu boði hafnaði þó forsætisráðherra Norðmanna Ny- gaardsvold með þessum orðum: „Stjómin og forseti. Stónþingsins Frá Bodö i Norogi. Strandferðaskipin eru mlkilvægustu samgöngutækin í Norður-Noregi. Þar eru engar járn- brautir. Ólafur V. fyrstur Nor- egskonunga til Islands land sitt eftir eyðileggingu stríðs- áranna, og komizt aftur í röð fremstu menningarþjóða. Ólafur konungur V. er í dag ástsæll þjóð- höfðingi og í honum sameinast beztu kostir Norðmanna, sem gert hafa þá að mikilli þjóð. Ólafur konungur hæfir þeim og þeir hon- um. Á þessum tímum, þegar heim- urinn skiptist í tvær fjandsamleg- skilur og virðir þá hollustu sem fengið hefur hans konunglegu tign til að færa fram þetfca tilboð, en telja þó skyldu sína að hvetja hans konunglegu tign til að vera ekki kyrran í Noregi og falla þannig Þjóðverjum í hendur". Ólafur ríkisarfi fór því til Bret- Heimsókn hans mun efla þau bönd, er tengja íslendinga uppruna sínum og treysta vináttu tveggja frændþjó'Öa Stalheim-hótelið, eitt þekktasta og stærsta fjaHa-hótel í Noregi. lands með konungi og ríkisstjórn, en krónprinsessan fór með þrem- ur börnum þeirra til Bandaríkj- anna og voru þau gestir Roose- velts Bandaríkjaforseta til stríðs- loka. Skik í Bretlandi barðist Ólafur ríkis- : arfi fyrir frelsi Noregs og var í I stöðugu sambandi við andspyrnu- hreyfinguna í Noregi og varð : ásamt föður sínum aðalforingi i hinnar hetjulegu baráttu Norð- manna við hið þýzka ofbeldi. j Sáfe Árið 1944 var Ólafur gerður æðsti yfirmaður norska hersins og árið eftir, fáum dögum eftir uppgjöf Þjóðverja, hélt hann heim tii Noregs fyrsti meðlimur kon- u ngsf j ölskyldunnar. I Og nú hafa Norðmenn einnig unnið friðinn og hafa endurreist ar fylkingar milli austurs og vest- urs og margir ærast af amerískum viðhorfum eða blindast af rúss- neskum áróðri, er okkur íslend- ingum hollt að efla sem mest þau bönd, sem tengja okkur uppruna okkar og frændþjóðum á Norður- löndum, — og sízt ættum við að skera nokkurs staðar á þær ræt- ur, sem dýpst liggja í sögu okkar og menningu. Þess vegna fögnum við í dag af heilum hug komu hins fyrsta Noregskonungs, sem nokkru sinni hefur stigið á íslenzka grund. Við fögnum komu Ólafs konungs V. og bjóðum hann velkominn til þess lands, sem hann er sízt út- lendingur í af erlendum þjóðlönd- um. Koma hans mun enn treysta vináttu þessara tveggja frænd- þjóða og efla menningarleg sam- skipti íslendinga og Norðmanna. í þúsund ára sögu Norðmanna jaiaraiEiajBiBiBraiaiaiagJBigiaaiiigigiBraiHiHiaigiaiaiaiHrjHiarararaíaiafgfEiBrararaiBjaiaiafBiajaraiafgiHígiHiataiHreiiiBiaiaiEfBiEiEraraiaigiEfBiafgiarerEiHraiaraiHiHiaraiBfafaiHj Fyrirheitna iandið Sumarið 1924 sigldi ungur og félaus fslendingur utan til Noregs ákveðinn í að gerast rithöfundur á hinni framandi tungu, þar sem heimálandið bauð ungu skáldi ekki upp á neitt annað en brauð- strit og misskilning. Kraftaverkið skeði. Hinn ungi íslendingur varð þekktur rithöfuhdur og bækur hans þýddar á meir en þrjátíu tungumál. Kristmann Guðimunds- son er þannig fetaði í fótspor hinna gömlu íslenzku skálda, lýsir í eftirfarandi kafla komu sinni til lands feðranna og nefnir hann Fyrirhejtna landið. Dúnalogn og ládauður sjór eftir þriggja sólarhringa hamfarir. Stuttur kafli úr bók Kristmanns GuSmundsson- ar „Dægrin blá“ er fjallar um fyrstu kynni skáldsins af Noregi Kyrr’ðin var svo alger, að ég vakn aði við hana og var góða stund að átta mig, hvað var eiginlega á seiði? Vorum við komin í land- var? Það hafði verið foráttusjór mest- an hluta leiðar og ég illa haldinn af sjóveikinni, svo að lokum kom upp úr mér blóð. En ég var of sljór til að gefa gaum að, hvort það koní úr lungum eða maga, jafnvel ótti gamals berklasjúkl- ings við blóðhóstann megnaði ekki að hrugga við mér. Og nú var ég allt í einu stálsleginn- og glor- hungraður. Ljós logaði í skips- klefanum, þar sem félagar mínir tveir hrutu hvor í sinni koju. Ekki vissi ég, hvort var nótt eða dagur, en það skyldi brátt leitt í Ijós. Ég snaraðist fram úr og dreif mig í fötin. Úti var snemmær morgunskíma yfir gljákyrru hafi. Og allskammt framundan risu lágir, vingjarnleg- ir fjallgarðar vafðir mjúkri hill- ingamóðu líkt og sjórinn, það var eins og að sjá allt í gegnum blá- mistrað gler. Þegar ég gáði betur að, voru þarna lágar eyjar og sker allt í kringum okkur, skiítin sker, sem vöktu eftirtekt mína. Þau voru öðruvísi en fslenzkir hólmar. Hvert er ég eiginlega kominn? hugsaði ég. — Himinninn var móðublár og skýlaus, en engin sól á lofti, þó var hlýtt eins og á júnídegi heima. Einhver gekk framhjá mér og bauð góðan daginn, svo bætti hann við á syngjandi vestur- norsku: „Ja sá er vi i Norge da!“ Norge! Ég starði til landsins, og hugur minn fylltist mikilli kyrrð. Hafði ég í raun og veru nokkru sinni trúað því, að til væru önnur lönd handan við hafið? Ég hafði vitað það, en trúað því? — mér er nær að halda ekki. Nú rann allt í einu upp fyiir mér sá skiln- ingur, að Noregur hafði fram að þessu verið ævintýri og draumur, en enginn veruleiki. Hann var eins' og fyrirheitna landið í helgi- sögnum þjóðanna: spásögn nærð af þrá, von, sem má helzt ekki rætast. En þarna birtist hann reyndar, perlugrátt fjallaland, ris- ið úr brosmildum spegilsjó, vafið hlýindamóðu. Sólin kom upp. Farþegarnir fóru að tínast út á þilfarið. Her- bergisfélagar mínir heilsuðu mér, og Norðmaðurinn bauð mig vel- kominn til Noregs. „Þú hittir svei mér vel á“, sagði hann. „Það er hvorki meira né minna en seytj- ándi maí, þjóðhátíðardagurinn!" Mér hafði fallið vel við þennan náunga á leiðinni og æfzt dálítið í norsku á því að tala við hann. Reyndar átti hann bágt með að skilja mig í fyrstu, en þá gaf hann mér gott ráð: „Talaðu bara dönsk- una nógu illa, þá verður norska úr henni". Nú voru víðivaxnar eyjar á báð-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.