Tíminn - 04.06.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.06.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, snnnudaginn 4. júni 1961 ALUK í fjölskyldunni hefta Tom. Nafnið gekk í arf frá manni til manns. Það var komið frá Tom frænda í kofanum sem allir þekktu og töluðu um. Þess vegna heitir Tom Tom einsog frændi hans. Og Tom lifir lífinu — aHt eins vel og hver annar — sem góður og friðsamur negri og stólar á himnariki einsog títt er nm óupplýst fólk, því það er svo fallegt þegar séra Prendít tal- ar um paradís, og að fylgjast með honurn á sunnudögum um þær slóðir sem forfaðirinn Balthazar fór um í gamla daga með fíla og úlfalda undir leiðsögu störnunn- ar sem vísaði veginn. (Hún hafði verið ratvís sú stjama að villast ekki á himninum.) Félagamir við höfnina kölluðu hann Tom Paradís. Þeir þóttust vera fríhyggjumenn. Tom vinnur við höfnina þegar 'hann er ekki að hlusta á séra Prendít. Hann er sannur hafnar- veiikamaður einsog þeir em í New York ekki laust við hann sé flctt. — Hanzkar auðvitað, ef efeki til annars þá til að fá ekki Ijósa bletti á sínar fínu verkamanns- hendur. Hann lifir sínu kyrrláta lífi hvað sem á gengur í hinni stóm veröld: Faðirvor og Höfnin, Höfn- in og Faðirvor. Og auðvitað glas af viskíi stöku sinnum. (Því ekki það? — Ja, læknirinn bannar.) Hann keðju- reykir vindla. (Það geðjast lækn- inuim efcki heldur, en sú hlutur er ekki til, sem lækni geðjast að, það veit hann. Ef gott heilsufar yrði almennt mundi læknunum ekki geðjast það heldur.) Maður verður líka að hafa ein- hverja fyrirhyggju: Því ætti Fað- irvor að hafa gefið sinn eingetinn son til að leysa mann frá öllum syndum ef maður færi að lifa án þess að syndga? Semsagt, Tom drekkur og reyk- ir við og við, þó ekki framúr hófi — syndgar lítið eitt. Einsog flestir gera. Það er ekkert sérstakt við hann. TjAÐ er morgunn, og Tom vakn- ** ar. Hann vaknar, því nú er að birta. Það er fagurt veður, óvana- lega fagurt. Það er í rauninni afar gott að vakna, aðeins vegna þess það er morgunn, veðrið gott og fuglarnir syngja. (Hann heyrir kanarífugl nágrannans syngja í morgunkyrrð- inni einsog hann væri rétt hjá. honum.) Hann hafði verið útjaskaður; þegar hann fói að hátta kvöld-j ið áður. Hann mundi það svosem;: alltaf þessi stingur fyrir hjartanu sem læknirinn japlaði um. Æ, þessi læknir! Ágæt sönnun fyrir heimsku allra lækna var að einmitt þennan morgun var Tom í ágætu stuði. Alveg óvanalegu stuði. Hann hafði þó ekki sparað sig uppá síðkastið. Dögunin er enn á loftinu. Enn hvílir rósrauður bjarmi á veggn- um. Það er líkt og í hljómleikasal. (Rautt kastljós yfir Molly-Baby: rúmba, ást.) Herbergið verður einskonar svið. Blómamyndirnar á veggfóðrinu ilmi gæddar. Já, Tom er í stuði. Ó, Molly-Baby, Molly-Baby mín, fagra Molly .... hann blístrar glaðlega. Hann bjartsýnismaður í dag. Himinninn er blátær. Himinn- inn vekur bryggjurnar af svefni. Þennan morgun hefur sími ná- grannans ekki hringt klukkan fjög ur. (Nei, fröken, enginn leigubíll hér!) Tom hefur heldur ekki vakn að við fyrirganginn í Brútus sem kemur heim klukkan þrjú á næt- umar frá næturklúbb þar sem hann vinnur — (hann segist vinna). — Séra Prendít segir það mjög hæversklega: Brútus er 1 undan fótum hans. Hann sér tröpp urnar. Undarlegt hvað hann er léttur á sér. Ætli hann mundi , meiða sig ef hann dytti? ' í dag. Fyrir utan gluggann er himinn- inn blár. MORGUNVERÐARBORÐIÐ. Hér er skemmtilegt um að litast (líka fyrir innan!) Tveir menn sitja við borðið. Tveir menn? Tom hefur ekki boðið neinum, hann á ekki von á gestum. Alls ekki svo snemma morguns. Tveir menn sitja þar með bolla og franskbrauð, og kaffið ilmar. (Bolli Toms stendur á borðinu og bíður eftir honum.) Annar maðurinn er með lítið, ljóst skegg. Hann litur út fyrir að vera um þrítugt. Hinn er með stórt, hvítt skegg. Það nær alla leið niðurá borðið. Tom horfir á þá forviða. Hann bjóst ekki við neinum. , Nei, enga gesti, ekki á þessum tíma. Og ekki heldur síðar. Já, en hvers vegna .... T om íparadís Smásaga eftir Raymond Gid imeglari og það er virkilega slæmt. Maður á ekki að hugsa ljótt um náungann en líf Brútusar getur ekki verið Guði þóknanlegt. Hafn- arverfeamaður á að afla brauðs í, sveita síns andlitis þannig hefuri það alltaf verið, það er honumj áskapað. Alla tíð síðan á dögum þessa ólánsgepils Adams sem hlýt- ur að hafa nagað sig í handarbök- in fyrir vitleysuna. Því vitlaus var hann, og svo gjörsamlega ábyrgð- arlaus! En þetta eru bara gamlar sögur. Og líklega hefði maður aldrei heyrt um þetta ef það hefði ekki verið skrifað niður í tíma — Guði sé lof! í dag verður fínt veður,, stór- fínt. Og þá má einu gilda um hann þama uppi og um erfðasyndina. Tom er bjartsýnn á hvaðeina. Utanvið gluggann er blár him- inn. Skærblár. Tom flautar glaðlega til að bjóða himninum góðan dag. Hann hringar varirnar. Það heyrist stúfur af saknaðarljóði, I blanda af mörgum lögum (minn- ingar frá Missisippi og hið glaða líf: Old Man River, Molly-my-di- vine og eitthvað úr frumskógin- um). Skemmtilegt. Ög nú er maður ekki lengur á bökkum Mississippi. Hudson er á frelsisins og veit ekki þrælahald. Laglega séð. Nú á dögum getur maður flaut- að Old Man River við ána Hudson eins og hver vill. Tom flautar: lífið er gaman. Tom flautar meðan hann fer úr náttfötunum. Hann flautar meðan hann sullar í vatninu, rakar sig og rennir greiðunni gegnum hárið. Andartak verður hann að hætta. Maður getur ekki flautað almenni- lega meðan maður burstar tenn- urnar — tennur sem glampa í birtu hins komanda dags. Tom flautar meðan hann fer í buxurnar, skyrtu og skó. Já, hann syngur: Söngurinn eykur gleði hans. Herbergið baðast í Molly- Mississipi-Spiritual. Veggfóðrið blómstrar af gleði. I Fínn dagur! Tom er í virkilegu; stuði, allur í stuði. Ekki einu sinni stingurinn í bakinu sem gengur illa að losna við. Hann fær víst einhverntíma gikt í bakið, þá það. Og ekki einu sinni illt í hausnum til að minna hann á kvöldið áður. Já, ekki einusinni smáeymsli í lík-, þorninu á vinstri löppinni. (Ann- ars hefur Tom margoft hugsað að nú verði hann að fara til skósmiðs- ins og láta laga skóinn sem nudd- ar hann.) Tom er hamingjusamur. Hann syngur, og herbergið syngur með honum. Mellódí. Sinfóní. Nágrann arnir — já, hvar eru eiginlega ná- grannarnir? Þeir banka efeki einu sinni í gólfið með skó eða kústa- skafti eins og þeir eru vanir. j Tom er hamingjusamur af því hann kemst að raun um hann er’, hamingjusamur. Hann finnur þögnina aftur,! þessa djúpu þögn. Svo er það stiginn sem liggur niðurað morgunverðarborðinu þar sem hin mikla frú Matthews — sú, æ, hundleiðinlega, slaðrandi, óskammfeilna en mikla frú Matt- hews kemur með rjúkandi og hressandi kaffi og brauð með. Hann finnur kaffilyktina þegar. Tom er Iéttur á sér, svifléttur. Þögnin er í honurn. Dagurinn í honum. Það brestur ekki í stiganum AIENNIRNIR tveir líta upp frá rjúkandi kaffibollunum og franskbrauðinu. Augu þeirra eru mild. Það er fagurt veður úti, allt er fagurt og sólin skín. Hún skín líka á Tom. Innanfrá. Sá gamli. Tom þekkir hann. En honum er ómögulegt að muna nafnið sem á við þetta andlit. Og þó er það honum gamalkunn ugt og líka þessi bjarti ljóshærði maður sem þar situr. Tom hlýtur að hafa hitt þá ein- hvers staðar. Mennirnir líta á hann. Þeir eru feðgar. — Fáðu þér sæti, Tom. Morgun verðurinn verður kaldur. A LLT f EINU þekkir hann þá ^ báða. Það leikur birta um höf- uð unga mannsins. Mikið er allt fallegt á þessum morgni. Þá rennur það upp fyrir Tom að hann er dauður. Hann dó í nótt. Og með því hann er tiltölulega ágætur Tom mun honum fengið sæti til borðs þar uppi — einsog við þetta morgunverðarborð. — (Enda þegar setztur föðurnum til hægri handar.) Og hann fær að ganga með pípuhatt einsog þeir útvöldu, og hann fær að þúa englana. I. DEILD AKRANESI: í dag kl. 4 AKRANES — FRAM / Dómari: Grétar NorSfjör'ð. Línuverðir: Baldur Þórðarson og Páll Pétursson N v ' N ' V V -X NNA.A.X •V'VV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.