Tíminn - 04.06.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.06.1961, Blaðsíða 6
€ TlMINN, sunnndagiim 4. Jflní 1961. þ'áttur kirkjunnar „Eg trúi á heilaga, al- menna, kristilega kirkju", lærum við í trúarjátning- unni. En seinna á ævinni berst ýmislegt að eyrum, sem virðist bæði sögulega og siðferðilega vera í mót- sögn við þessa trú. Og stundum heyrum við með nokkrum rökum, að kirkj- an og foringjar hennar á ýmsum tímum hafi stuðlað að þröngsýni og grimmd og eflt ranglæti og yfirgang einkum gagnvart frjálsri hugsun og lítilmagna, hvort sem það voru umkomulitlir einstaklingar í sveit á ís- landi eða heilar frumstæð- ar þjóðir suður í Afríku. dyr“ og lyfti augum þínum til stjarna, sem geisluðu ofar öllum skuggum. Þegar hjarta þitt var gripið vakn- andi ástarþrá dularfullri og undursamlegri í senn, göfguðu áhrif kirkjunnar ást þína og lyftu henni í æðra veldi ofar viðhorfum dýrsins og veitti þér vald yfir hinu óæðra og jarð- bundna í eðli þínu. Hún helgaði hjónaband þitt og blessaði heimili þitt á grundvelli hins eilífa kær- leika. Og þegar hjarta þitt var barmafullt af harmi og áhyggjum, svo að þar virt- ist enginn geisli eiga fram- Kirkjan og þú t Vissulega er nokkuð til í þessum ásökunum, en jafn- víst er hitt, að hér var ekki kristileg kirkja að verki, heldur skortur á kristin- dómi i sjálfri kirkjunni, sem þó á að vera sam- kvæmt trúarjátningu sinni hin heilaga stofnun og helgidómur Kristsandans meðal mannkynsins. Lítum nú á kirkjuna sem slíka stofnun og þá kemur ýmíslegt í Ijós, sem sannar að þrátt fyrir öll mistök fylgjenda hennar og stjórn enda, er hún gjafari hinnar mestu gæfu á braut hverr- ar manneskju, sem veitir henni trúnað og trú- mennsku samkvæmt trú sinni á helgidóm hennar. Áður en þú fæddlst veitti kirkjan foreldrum þínum heilagar hugsjónir siðgæðis -og kærleika, sem gjörði heimili þitt friðsælt skjól fegurðar og öryggis þér til handa meðan þú varst enn ósjálfbjarga og gazt enga vöm þér veitt. í fyrstu bernsku tengdi Jiirkjan foreldra þína kristi legum siðum og hugsunar- hætti, svo að þú varst helg- aður þvi göfgasta, sem sam félagið veitir og skírður í trú á kraft Kristsandans, sem skyldi veita nafni þínu helgun og sjálfum þér per- sónuleg réttindi ævilangt. f æsku þinni auðgaði kirkj an hug þinn og hj arta að helgum sögnum, ljóðum og lögum, bænum og til- beiðslu, trúrækni og hug- hrifum, sem ófust nær ó- sjálfrátt skapgerð þinni og persónuleika og gáfu þér markmið í lífi þínu og mót- uðu lífsskoðun og skapgerð þína á allan hátt. Stundum gleymdir þú þessum fræðum og „eltir skugga“ og spurðir, „hvað hjálpar heilög trú og henn- ar ljós“. En strax þegar þú áttaðir þig fannstu, að sá sannleikur, sem kirkjan hafði kennt þér var skín- andi, traustur og ósigrandi. f stormum harms og efa- semda, og tímum breytinga og byltinga á gelgjuskeið- inu heyrði kirkjan brimgný af sólaröldum þínum, studdi fætur þína, þótt fet- in næðu skammt og opnaði vitund þinni „andans fögru ar heima, þá kallaði kirkj- an þig að uppsprettum svölunar og kraftar, til hans sem er svo gott að eiga að „einkavini í hverri þraut“. Og hann hvíslar til þín himneskum vonum um náð sem er ný á hverjum morgni og hönd, sem muni þerra hvert tár. í Og þegar þú hefur hras- að og spor þín eru lituð sora og synd, beiskju og iðrun, hefur kirkan kallað þig til nýrrar gleði og nýs Iifs í trú á sigur hins góða í sjálfum þér, og þannig veitt hinu göfuga í eðli þínu yfirhönd hverju sinni. Og á fullorðinsárunum, þegar börnin þín komu til sögunnar, og þú fannst þau dýrmætarl þér en þitt eigið líf, þá kemur kirkjan með framréttar hendur til hjálpar, svo að þú getir leitt þau á vegum hins sanna, fagra og góða að takmarki gleði og gæfu. Og þegar kraftar þínir þverra, og ævidegi hallar, þá mætir kirkjan þér í um- hyggju og þakklæti barna þinna, brosi ástvina og hlýjum handtökum vína þinna, þá veitir hún þér friðsælar stundir í helgi- dóminum og lyftir huga þínum út yfir hrörnun og dauða til draumalandsins eilífa þar sem Guð er allt í öllu. Og þannig nemur hún brott brodda dauðans og kveikir lífsins Jjósið bjarta í hjarta þínu, svo að morg- unroði eilífðar sameinast kvöldbjarma þessa heims yfir brám þínum. Heilög, kristileg kirkja kallar þig að hjarta sér. Hún óskar þjónustu þinnar og lotningar. Þar er hún í sínum fulla rétti. Vilt þú ekki hjálpa henni til að veita öðrum það, sem hún hefur miðlað þér? Mundi vera æðra hlutverk hér á jörðu en það, að halda merki hennar hátt og láta ljós hinnar lifandi trúar á sigur kristilegrar kirkju í Ijósastiku hjarta og helgi- dóms? Þá lýsir það öllum, sem í húsinu eru, svo að þeir vegsami föðurinn á himnum og anda Krists í kirkju sinni ár og eindaga? Árelíus Níelsson. BETT er nýtt þvottaefni. Það er búið til úr góðri sápu, en auk þess eru í því m. a. CMC og ÚTFJÓLUBLÁMI, sem endurvarpar geislum ljóssins og lýsir þannig hvítan þvott og skýrir alla liti. BETT er bæði drjúgt og ódýrt og jafn- gott, hvort sem ' þvegið er í höndunum eða í þvottavél. — BETT er nýtt þvottaefni. BETT ER BETRA. H.F. HREINN. Sími 24144. STUART SILUNGANET LAXANET KOLANET ÞORSKANET HUMARTROLL DRAGNÆTUR STUART-net eru afburtJa veiíin og endingargó'S UmboÖsmenn: Kristján Ó. Skagfjörð h.f. Sími 24120, Reykjavík. Laxveiði Tvær mjög góðar netjalagnir í Ölfusá, undan jörð- inni Öndverðarnes í Grímsnesi eru til leigu í sum- ar. Ekki svarað í síma. Fyrir hönd ábúanda Halldórs Guðlaugssonar. GUÐLAUGUR EINARSSON ^ Málflutningsskrifstofa Freyjugötu 37. Bifreiðasalan Frakkastíg 6 Símar 19092 — 18966 og 19168. Höfum ávallt á boð- stólum mikið úrval hvers konar bifreiða. Kynnið yður verðlistana hjá okkur áður en þér kaupið bifreið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.