Tíminn - 28.06.1961, Blaðsíða 1
„Þetta eru leikspilin
mín" — bls. 8.
Miðvikudagor 28.
Áskriftarsíminn er
1-23*23
árgangur.
143.
Benzínskortur
hindrar slátt
Eigi að síður hafa benzínbirgðir verið fluttar af
Suðurlandsundirlendi til Reykjavíkur
Sláttur fer nú almennt að
hefjast á Suðurlandsundir-
lendinu, tjáði fréttaritari Tím-
ans á Selfossi blaðinu í gær,
og eru nú tún að verða allvel
sprottin, þrátt fyfir kalda tíð
að undanförnu, sem einnig
Samningafund-
ur í gærkvöldi
Sáttasemjari boðaði til
fundar með fulltrúum Dags-
brúnar og Vinnuveitendasam-
bandsins kl. 9 í gærkvöldi.
Engar fréttir höfðu borizt af
fundinum, er blaðið fór til
prentunar.
hefur verið skúrasæl meira
en góðu hófi hefur þótt gegna.
I En hætt er við, að benzín-
leysið verði til baga. Margir
bændur eiga ekki benzín á drátt-
arvélar sínar, og allar eða flest-
allar sölustöðvar, allt austur í
I Vestur-Skaftafellssýslu, eru hætt
ar að selja benzín, nema þá í
litlum skömmtum.
Jafnframt berast þær fréttir, að
í fyrradag og fyrrinótt hafi verið
flutt talsvert magn af benzíni með
ýmsu móti austan úr Landeyjum
til Reykjavíkur, þar sem menn
eru nú almennt uppiskroppa með
það benzín, sem þeir kunna að
hafa orðið sér úti um, áður en
| verkfallið hófst, og undanþágur
til benzínkaupa eru nú miklu tor-
gætari en um skeið. Þetta stang-
ast óneitanlega illa á, og er ekki
gott til þess að vita, að jafnframt
því, sem bændur skortir brennslu-
efni á vélar sínar til að geta hafið
sláttinn af fullum krafti, skuli
benzín vera flutt úr dreifbýlinu til
ÍReykjavíkur.
NIÐINGSVERK
„Mannúðin okkar manna er mikil og dásamleg." Þegar trillu-
báturinn Sleipnir kom að landi á laugardaginn var, var í afl-
| anum stór slápur, um hálfur annar metri á lengd, grindhoraður og með gúmmíhring í neðra skolti. Leyndi sér
' ekki, að hann hafði verið festur þar af mönnum, sem þannig hafa leikið sér að því að pynta fiskinn. Hafði gúmmí
hringur þessi verið skorinn sundur og síðan stungið gat i gegnum neðri skolt fisksins og hringnum smeygt þar
| í. Með þetta virðist fiskurinn hafa burðazt lengi. Minnir þetta á selinn helsærða, sem var hér á Kolbeinshaus í
( vetur með gúmmiteygiu utan um sig. Má satt að segja furðu gegna, að til skuli vera menn, sem gera sig seka um
óþokkaskap af þessu og þvílíku tagi. Myndin, sem Steinar Jóhannsson tók í Eyjum, sýnir glöggt, hve grlmmi-
lega þorskurinn var leikinn.
Búnaðarfélögin
kanni málið —
svo að ábyggileg vitneskja fáist um benzín-
skortinn, segir formaður Dagsbrúnar
Morgunblaðið skýrði í gær
frá viðræðum, er Ingólfur
Jónsson, landbúnaðarráðherra
hefur átf við Eðvarð Sigurðs-
son, formann Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar, um af-
greiðslu og flutning á benzíni
á vélknúin heyskapartæki
bænda á Suðurlandi.
TÍMINN átti í gær viðtal við |
Eðvarð Sigurðsson, formann Dags- [
brúnar, og staðfesti hann beiðni i
ráðherrans um undanþágur til
handa bændum. Sagðist Eðvarð
hafa sagt ráðherranum, að Dags-
brún hefði kannað það, þegar verk
falli hófst, að nægar birgðir benz
íns væru fyrir hendi til fyrri slátt
(Framhald á 15. síðu).
v^r
Brezkur togari reynir
að sigla á varðskip
Breiddi yfir nafn og númer — Var eltur út á haf
Síðastliðinn laugardag kom
gæzluflugvélin Rán að nokkr-
um brezkum togurum, sem
voru að veiðum við 6-sjómílna
takmörkin suður af Hvalbak.
Sá þeirra, sem næstur var
landi, virtist vera nokkuð inn-
an við mörkin, en svo skammt,
að varhugavert þótti að láta
Einu sinni var þaö, sem þiS
sjáið hér á myndlnni, hluti af
stofni trés, er óx f limríkum lauf-
skógum vestur í Geiradal. En
þetta var í fyrndinnl, því að þessi
trjábútur er fyrlr löngu orðinn
steinrunninn. Eftir langa vist í
jörðu vestur í Barðastrandar
sýslu hefur hann nú um stund
staðið á borði hjá öldruðum
mannl f Norðurmýrinni. Við birt
um í dag viðtal við eiganda þessa
steinrunna trjábúts úr Geiradal á
áttundu síðu.
færa hann til hafnar, segir í
fréttatilkynningu frá dóms-
málaráðuneytinu.
Við eudurathugun á stöðu tog-
arans sást úr flugvélinni, að skip-
verjar voru að breiða yfir nafn
og númer. Var þá varðskipið Óð-
inn, sem var á þessum slóðum,
beðið að koma á vettvang. Hér um
bil einni klukkustund síðar hafðij
óðinn uppi á togaranum, semí
siglt hafði til hafs. Var þá búið
að fjarlægja yfirbreiðslurnar, og
reyndist nafn togarans vera North
ern Spray Gy. 190.
Óðinn gaf togaranum stt .vun-1
armerki, en hann sinnti því í'
fyrstu engu og reyndi jafnvel
að sigla á varðskipið. Þeirri við-i
ureign lauk þó svo, að togarinn
varð að viðurkenna móttöku við-:
vörunarinnar.
Pétur Sigurðsson, forstjóri land
helgisgæzlunnar, tjáði blaðinu, að
fullnaðarskýrslur um atburð þenn
an væru ekki komnar frí varð-
skipinu, en þegar þær kæmu,
myndu þær sendar dómsmálaráðu-
neytinu, sem tæki til athugunar
og úrskurðar, hverra aðgerða væri
þörf í málinu.
Hann sagði enn fremur, að Óð-
(Framhald á 2. slðu).
Saltað aftur
Grímsey, 27. júní.
Hér er nú búið að salta í 215
tunnur af síld, en söltunin stöðv-
aðist vegna lagfæiinga í höfninni.
Nú er sú hindrun úr sögunni aft-
ur, en síðustu dagana hefur geng-
ið yfir kuldakast og leiðindaveður,
svo að ekkert hefur veiðzt hér
austur frá. Veðrið virðist nú vera
að skána. Allmörg síldarskip, sem
hafa legið í vari hér við eyjuna,
fóru í dag að leita síldar, og von-
andi berst hún að sem fyrst aftur.
G.J.
★ ★ Þegar Sigurður Nordal, prófessor, átti sjötugsafmæli gáfu
ucmendur hans út mjög myndarlega bók, honum til heiðurs,
og kölluðu hana Nordælu. Nú á Háskóli íslands fimmtugs-
afmæli, og er ráð gerð útgáfa afmælisrits. Orðhagir háskóla-
borgarar hafa gefið henni nafnið og kalla sín á milli HÁ-
SKÆLU.
★ ★ Rakarar bæjarins munu vera orðnir nálega uppiskroppa með
mjöl, svo að búast má við, að innan skamms fari að skerðast
um brauð.