Tíminn - 28.06.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.06.1961, Blaðsíða 6
6 TÍMIN.N, miSvikudaginn 28. júní 1961 SJÖTUGUR: Guðjón Davíðsson, í Fremstuhúsum Brotajárn og málma kaupir hæsta verði Arinbjörn Jónsson Sölvhólsgötu 2 — Sími 11360 SjÖtugur er í dag einn af góð- bændum í Dýrafirði, Guðjón Dav- íðsson í Fremstuhúsum. Hann er fæddur 28/6 1891 að Álfadal á Ingjaldssandi. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin D. Dav- íðsson og Jóhanna Jónsdóttir, er þar bjuggu langa ævi og gerðu garðinn frægan. Þau voru bæði af traustum, vestfirzkum bændaætt- um. Systkini Guðjóns voru 4: Kristján og Jóhannes, bændur í Neðri-Hjarðardal, Mýrahreppi, Guðbergur núv. dyrav. í Þjóðleik- húsinu og Vilborg, húsfrú í Fremstuhúsum, er andaðist 1913. Guðjón hlaut gott upeldi í for- eldrahúsum og stundaði á ungl- ingsárum nám í Núpsskóla tvo vet ur og síðar tvo vetur í Bændaskól anum að Hvanneyri, og útskrifað- ist þaðan með góðum vitnisburði vorið 1914. Síðan hóf hann búskap að Neðri-Hjarðardal, með bróður sínum, en giftist Borgnýju Her- mannsdóttur í Fremstuhúsum 1917, yngstu dóttur þeirra merkis- hjónanna Hermanns Jónssonar og Guðbjargar Torfadóttur. Hófu þau Borgný búskap í Fremstuhúsum vorið 1917, og hafa búið þar síðan með sæmd og prýði, en hafa nú eftirlátið syni sínum jörðina. Börn þeirra hjóna eru 8, allt mannvæn- legt fólk, svo sem þau eiga kyn til. Þau eru þessi: 1. Vilborg, gift Guðm. Þorláks- syni, loftskeytamanni í Hafnar- firði. 2. Laufey, gift Magnúsi Kristjánssyni, kaupfélagsstjóra á Hvolsvelli. 3. Guðrún, deildarfor- stöðukonu í Tjarnarborg, Reykja- vík. 4. Erla, gift Guðjóni Jóhanns- syni, byggingameistara á Patreks- firði. 5. Drengur, bóndi í Fremstu- húsum. 6. Rannveig, gift Gunnari Friðfinnssyni, kennara á Þingeyri. 7. Kristín, gift Samúel Haralds- syni, verkam. í Reykjavík, og 8. Hermann Birgir, verkam. í Rafha, Hafnarfirði. Guðjón er prýðilega vel gefinn, drengskapar- og dugnaðarmaður og búhöldur góður. Hann átti gott og gagnsamt bú og afkoman var góð, þótt börnin væru mörg. Þau hjón voru samhent í búskapnum. Guðjón mun telja hlut húsfreyju ekki minni en sinn eigin. Guðjón er félagsmaður góður, og hefur einkum látið kirkjumálin til sín taka, verið lengi í sóknar- nefnd og söngstjóri Mýrarkirkju síðan 1915. Allir vinir og ættmenni munu senda afmælisbarninu hlýjar kveðjur í dag og óska þess að hann megi enn þá htjrérstur og glaður lengi lifa. I.H.J. ifreiðasalan Borgartúni 1 selur bílana. Símar 18085 — 19615 I Lö^fræðiskrifstofa Laugavegi 19 SKIPA- OG BÁTASALA Tómas Árnason hdl. Vilh|álmur Árnason hdl. Símar 24635 og 16307. Málflutningsskrifstofa Málflutningsstörf, innheimta, fasteignasala, skipasala. Jón Skaftason hrl. Jón Grctar Sigurðsson, lögfr. Laugavegi 105 (2. hæð). Sími ,11380. Hópferðir Hef ávallt til leigu 1. flokks bifreiðir af öllum stærðum ti) nópferða. GUÐMUNDUR JÓMASSON Sími 1 15 15 og 1 55 84 Alyktanir og samþykktir prestastefnu íslands 1. Prestastefna íslands lýsir yfir því, að gefnu tilefni, að breyting á prestakallaskipun í landinu geti ekki leitt til lækkaðra fjárveitinga hins opinbera til kirkjunnar, án þess að það verði kristni landsins til hnekkis. Jafnframt telur hún að leita verði nýrra úrræða til þess að sjá afskekktum og strjál- býlum byggðarlögum fyrir viðun- andi prestsþjónustu, og heitir á stjómarvöld um aðstoð til lausnar á þvf vandamáli. Þá er og skylt að benda á, að þar sem fólksfjölg- un hefur verið mest á undanförn- um árum, fer þvi fjarri, að full- nægt sé ákvæðum laga um tölu prestsembætta miðað við stærð safnaða. 2. Prestastefnan áréttar fyrri sam- þykktir sínar um stofnun kirkju- legs lýðskóla í Skálholti. Vill hún fastlega vænta aukins skilnings stjómarvalda á því máli og fagnar vaxandi fylgi skólamanna við það. En sérstaklega vill prestastefnan þakka erlendum íslandsvinum á- huga þeirra á þessu máli sem og annan stuðning þeirra við Skál- holt. 3. Prestastefnan vekur athygli á þeirri staðreynd, að sálgæzla á hinum fjölmennu . sjúkrahúsum höfuðstaðarins er allsendis ónóg og stöndum við nágrannaþjóðum mjög að baki f þeim efnum. Lýsir prestastefnan eindregnum stuðn- ingi sínum við þá tillögu, sem biskup hefur cert til ríkisst.iórn- arinnar til bráðabirgðaútbóta á þessu. 4. Prestastefna fslands þakkar góða samvinnu ríkisútvarpsins við kir'kjuna á undanförnum árum, en telur einnig, að báðir aðilar mundu hafa ávinning af markvísara skipu- lagi kirkjulegs útvarspefnis. Felur hún biskupi og kirkjuráði það mál til athugunar og tillagna. 5. Prestastefna íslands haldin í Reykjavík dagana 21.—23. júni; 1961 ályktar að skora á hið háa; alþingi að samþykkja framkomiðj frumvarp frá biskupi landsins ogi k vííavangi (Framhald af 7 síðu). þess að styrkja samningafrelsi launþega og atvinnurekenda, hef ur hún markvisst grafið undan því Hún ’hefur tvívegis tekið samningsrét.tinn af launþeguro með bráðabirgðalögum, sem meira að segja hefur ieikið vafi á um að nytu þingræðislegs meirihluta. Hún hefur þvælzt fyrir eins og hún hefur getað og torveldað samninga. Hjá rikis- stjórninni hefur komið fram greinilegur vilji um það. að verkföllin stæðu ser- lengst. hvi að hún hefur látið málgögn sín ausa svívirðingum vfir þá. sem leyst hafa verkföllin á hófsam- an og farsælan hátt. enda þótt stjórnarflokkarnir hafi besar kirkjuþingi varðandi organista í strjálbýli landsins og söngkennslu í skólum. 6. Prestastefiía íslands telur nauðsyn að kanna nýjar leiðir í kirkjulegu starfi vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna, og kýs^fimm manna nefnd í málið til næstu prestastefnu. 7. Kosin var 5 manna nefnd til þess að vinna með biskupi að því að gera tillögur um breytingar á frumvarpi því um^veitingu presta- kalla. sem síðasta kirkjuþing sam- þykkti. staðfest með þögninni, að hag- kvæmari lausn var ekki unnt að fá. — Ríkisstjórnin stendur að baki hinni urtdarlegu hegðun sáttasemjara í deilunni. Hann hefur hegðað sér nú í algerri mótsetningu við það. sem hann hefur áður gert, er liann hefur haldið deiluað'ilum á stöðugum fundum. þegar dregið hafði svo saman með þeim, að bilið var mjótt, er brúa þurfti. Nú hefur sáttasemjari ekki (t.ddið fund nieð deiluaðilum síðan á fimmtu dag í sl. viku. þótt aðeins strandi á því einu. hvernig greiða shuli eitt prósent af lauminum. — Svo segir IVTbl.. að rfkisstjórnin vilji ekki hafa afskipti af verk- föUum og styrkja samninga- frelsið!!! BÍLASALINN við Vitatorg Bílarnir eru hjá okkur. Kaupin gerast hjá okkur. BÍLASALINN við Vitatorg. Sími 12 500. Framleiðum plastpoka í mörgum stærðum. — Góð vara. Gott verð. PLASTPOKAR S.F. Mávahlíð 39 — Sími 18454 Miðstöðvarkatlar Fyrirliggjandi: með og án hitaspírals. STÁLSMIÐJAN H.F. Sími 24400 Geri við og stilli olíukynd-| ingartæki. Viðgerðir á alls konar heimilistækjum. Ný-j smíði. Látið fagmann ann- ast verkið. Sími 24912. PRENTIvrYNPAGLRDIN MYNDAMÓT H.F. MORGUNBLAÐSHUSINU - SfMI 17152 Fyrst um sinn verður símanúmer Lyfjaverzlunar ríkisins 12591 og lyfsölu- stjóra 24287. Lyfjaverzlun ríkisins. + Hjartans þakklæt! sendi ég öllum þeim, er auðsýndu mér samúð og vinarhug vlð andlát og jarðarför fósturföður míns, Stefáns Árnasonar. Sérstakar þakkir færi ég forstjóra og starfsfólki Elliheimilisins I Skjaldarvík, fyrlr góða hjúkrun og umönnun meSan hann dvaldi þar, svo og Svarfdælingum, fyrir vinsamlegar móttökur og aðstoð við útför hins látna, Egill Biarnason. Svanfríður Bjarnadóttir frá Skógum, sem lézt að heimlli sínu Ingólfsstræti 22, hinn 25. júnl, verður jarð- sungin frá Fossvogsklrkju mánudaginn 3. júli kl. 3 e. h. Húskveðia verður f Guðspeklfélagshúsinu kl. 1,30. Börnin. Konan mfn Ingunn Arnórsdóttir húsfreyja í Eyvindartungu, verður jarðsungin frá Miðdalskirkju, fimmtudaginn 29. júní kl. 2 e. h. — Húskveðja fer fram á heimili hinnar látnu kl 1. Jón Teitsson. Móðir okkar Sesselja Loftsdóttir, Lækjarbrekku, sem lézt 18. þ. m., verður jarðsungln að Stóra-Núpi, laugardaglm 1. júlf Húskveðja hefst að helmiii hennar kl. 1. Ferð frá Bifreiðastöð fslands kl. 9 f.h. Börnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.