Tíminn - 28.06.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.06.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, migyikudaginn 28. júní 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. „Dýr J>rjózka£ ‘ Forystugrein Morgunblaðsins í gær ber þetta ágæta nafn, og er þar átt við það, að „þrjózka“ verkamanna sé oðrin þjóðinni dýr. „Þeir virðast vera staðráðnir í að halda í verkfalli viku eftir viku mönnum sem sízt mega við tekjumissi. Og verkfallið velja þeir í stað samninga, þótt hærri laun séu nú boðin en þeir hafa krafizt“, segir Mbl. Enginn vafi er á því, að verkfallið er farið að koma hart við eignalitla verkamenn og fjölskyldur þeirra, og aðrir hafa einnig af því margvísleg óþægindi. En það eru fleiri, sem illa mega við „tekjumissi11 en verkamannafjölskyldurnar, sem eru í verkfalli, og þess mætti aðalmálgagn ríkisstjórnarinnar minnast. Ríkis- stjórnin er líka heimilisfaðir, sem ætti að finna til ábyrgðar. Öll þjóðin og ríkisbúið, framleiðslan og utan- ríkisviðskiptin mega illa við þeim tekjumissi, sem verk- fallið veldur. Harðsvíraðasta atvmnurekendaklíkan og ríkisstjórnin leiðir lítt hugann að því, að það er „dýr þrjózka" að hanga í deilum um það, hvernig sú kaup- hækkun, sem boðin hefur verið, er af hendi reidd, og valda þannig þjóðinni allri „tekjumissi“ sem nemur ekki milljónum, heldur hundruðum milljóna. Það er „dýr þrjózka“ að fórna framleiðslu og bjargræði þjóðarinnar allrar hiklaust í verkfalli viku eftir viku í því augnamiði einu að koma í veg fyrir að verkamenn í Reykjavík hafi óskoruð umráð yfir sjúkrasjóði sínum, sem þeir leggja sjálfir fé í, og hljóti þar með sömu réttindi og margar aðrar stéttir hafa fengið með samningum. Það er líka dýr þrjózka, að aðalmálgögn þeirrar ríkis- stjórnar, sem heitið hefur að skipta sér ekki af verkföll- um, skuli berjast hatrammlega gegn hverri leiðréttingu til handa verkamönnum en gera að sínu máli hverja kröfu atvinnurekenda, hversu djúpt sem svæsnasta klíka þeirra samtaka sekkur í þrjózkunni gegn kjarabótum. Það er þjóðinni „dýr þrjózka“ að hafa ríkisstjórn, sem leggur drápsklyfjar kjaraskerðingar á almenning, og þegar hann leitar leiðréttingar, neitar hún um allar lagfæringar en leggst með öllum ráðum og fullum þunga á sveif með afturhaldssömustu atvinnurekendunum til þess að þrengja að verkamönnum og hikar ekki við að fórna þjóðarhagsmunum á þessu þokkalega altari. Athafnir þessarar ríkisstjórnar eru orðnar þjóðinni „dýr þrjózka“. Launastéttirnar höfðu marglýst yfir, áður en til verkfalls kom, að hver lagfæring af hálfu ríkisvalds- ins til lækkunar á framfærslukostnaði skyldi metin sem bein kauphækkun. Ríkisstjórnin skelti við skollaeyrum en herti æ meira á kjaraskerðingunni. Hún þrjózkaðist við að afnema okurvextina, tilbúnu lánsfjárkreppuna, söluskattinn, sem settur var bara til árs o. s. frv. Þetta varð þjóðinni allt saman harla „dýr þrjózka“, sem auðvitað gat aðeins endað á einn veg, að launþegar gripu til örþrifaráða verkfallsins, þegar öll sund önnur voru lokuð. Og launþegar verða ekki sakaðir um skort á langlundargeði — þeir voru búnir að bíða eftir lagfær- ínguni ríkisstjórnarinnar missirum saman. Og enn þrjózkast ríkisstjórnin. Henni virðist sama um alla afkomu þjóðarinnar, ef hún aðeins getur haldið fólki í kreppunni og þjónað afturhaldssömustu klíku at- vinnurekenda nógu vel og leitt lífsatvinnuvegi þjóðarinn- ar æ lengra út. í fen sitt. Framferði ríkisstjórnarinnar er dýrasta þrjózka, sem þjóðin hefur orðið að þola og súpa seyðið af síðustu ára- tugina. / Waíter Lippmann ritar um alþjóðamál - — Veikleikí okkar felst í því, að við milli í kommúiisma og umbótahreyfmga, er vilja koma á félagsumbótum f • Egyptaland er ein sönnun þess, og víð munum einnig komast aí raun um þetta á Kúbu Við höfum átt erfiða tima. Slæmar fréttir hafa hlaðizt á hendur okkar hvað eftir ann- að að undanförnu. Sá tími er upprunninn, er við verðum að taka ákvörðun, eða eigum við að falla saman, missa stjórn á taugunum og hneigjast til brjál æðislegra aðgerða og sjálfskap arvítis? Við erum þrátt fyrir allt þegar of mörg, sem í eins konar vonleysi og vonbrigðum erum reiðubúin að viðurkenna, að Krútsjoff hafi rétt fyrir sér. ér hann fullyrðir, að kommún- isminn muni leggja heiminn að fótum sér. Og við erum þeg ar of mörg, sem álítum, að ekkert geti breytt þessari þró- un nema heimsstyrjöld. Margreyndur stjórnifiálamað ur sagði fyrir mörgum árum, sögu af ma-nni, sem var svo á- hyggjufullur út af því að hann kynni að detta ofan af þaki Empire State byggingar- innar í New York, að hann stöðvaði lyftuna á 9. hæð og kastaði sér þar út um glugga. Þessi saga er táknræn fyrir þá okkar, sem þegar hafa lagt ár- ar í bát og sjá ekkert nema vonleysið framundan í barátt- unni við kommúnismann. Eg álít, að þessi uppgjafarandi sé til kominn vegna misskilnings. Hann á rætur að rekja til rangs mats og vanskilnings á því, sem gerzt hefur frá styrjaldar- lokum og er nú að gerast. Á- stæða óttans liggur í því, að í stað þess að greina á milli, leggjum við að jöfnu kommún- istískar hrevr ngar, er telja sér skylt að sýr.a Moskvu- og Pekingvaldhöfum hollustu, og ■ hins vegar hreyfingar hvar- vetna um heim, sem hafa það eitt að markmiði að koma á fé- lagslegum umbótum, jafnvel félagslegum byltingum og fá viðkomandi þjóðum sjálfstæði en vilja ekki biíida sig við klafa stórveldanna. Eg vildi vekja athygli allra þeirra manna á Egyptalandi. sem nú líta svo á, að Laos og ^uðaustur-Asia séu þegar glöt- uð og að brátt munum við verða rúin öllum ríkjum í Asíu og Kyrrahafi líkt og mað- ur, sem sviptur er fötum sín- um. Það eru ekki mörg ár síð an — það var í rauninni 1955 — að okkur var sagt, að Egypta land, Sýrland, írak, öll olían við Persaflóa og Súezskurður- inn væru glötuð eða að ganga okkur úr höndum. Egyptaland hafði fengið vopn frá Tékkó- slóvakíu, fjárhagsaðstoð frá Sovétríkjunum til Asvanstifl- unnar, þjóðnýtt Súezskurðinn og allt var glatað. En lítið nú til þessara staða. Sýrland, írak og ríkin við Persaflóa eru ekki kommúnista ríki og Egyptar halda áfram að fangelsa kommúnista þar í landi. Krútsjoff hefur opinber- NASSHR — Hann hefur ekki orðið komm- únismanum að bráð, þótt Banda- ríkjamenn hafi um langt skeið rekið utanríkisstefnu sína gagn- vart Egyptal'andi eins og svo væri. Nasser er nú talinn elnhver mesti andófsmaður kommúnismans í hinum nálægari Austurlöndum. CASTRO — tekur hann upp svipaða stefnu og Nesser? lega ráðizt á Egypta fyrir þetta. Nasser forseti kallar saman þing hlutlausra, sem ekki taka við skipunum frá Moskvu. Egyptaland hefur gert sitt íil þess að koma í veg íyrir flutn ing sovézkra vopna til uppreisn armanna í Koiigó. Við skulum svo hverfa frá Egyptalandi og MiðAusturlijnd- um og líta nánar á Afríku. Tök um Guineu sem dæmi. Fyrir aðeins hálfu ári töldum við þetta land okkur glatað. En það er ekki tilfellið. Þrátt fyr ir mörg hundruð tæknifræð- inga frá Sovétrí'i-iunum, sem dvelja í Guineu. E.t.v. er land ið að' nokkru leyti ekki glatað fyrir þá sök, að rússnesku tæknifræðingarnir þar hafa ekki orð'ið vinsælir meðal fólks ins. En hvernig sem á málið er litið eru góðar líkur til þess, að Guinea muni taka upp hlutleysisstefnu og tengjast þannig um síðir öðrum frjáls- um rikjum Afríku. Til þess eru og nú mestar líkur, að öll Norður-Afríka, allt frá Marokkó til Egyptalands, muni taka up hlutleysisstefnu og neita að taka við fyrirmæl- um jafnt frá Moskva sem frá París og Washington. Ennfremur held ég að Kúba sé ekki glötuð, og ég þykist hafa það á tilfinningunni, að Krútsjoff sjálfur telji Kúbu hreint ekki jafn glataða oss eins og t.d. Smathers, öldunga- deildarþingmatlur. Kúba er jafn langt frá Moskvu og Laos frá Washington. Á sínum tíma — og sá tími þarf ekki að vera langt undan — munu bylting- armenn á Kúbu tengjast öðrum ríkjum Ameriku. Þeir munu gera þetta vegna þess, að þeir eiga ekki annarra kosta völ. Framtíðin felur ekki í sér drottnun ko>mmúnismans yfir öllum heimi. Gangur mála í framtíðinni mun verða félags- legar umbætur og félagslegar byltingar með það að marki, að öðlast sjálfstæði fyrir þjóðirn- ar og skapa þegnunum jafn- rétti. í þessari sögulegu þróun mun Krútsjoff — eftir því, sem AIsop segir okkur, að Krút- sjoff hafi orðað það — því að- eins verða drifkraftur sögunn- ar, að við reynum að standa gegn því, sem hlýtur að ger- ast. Hvaða ályktanir getum við svo dregið af þessu? Hvað get- um við lært af reynlsunni? For seti okkar sagði fyrir skö>mmu, að nú væru uppi um allan heim félagslegar byltingar, sem kommúnistar hefðu ekki komið af stað en vildu hins vegar reyna að fá í sínar hendur. Þetta er hinn mikli sannleikur, sem öllu varðar. Ef stefna okk- ar verður sú, að við snúumst gegn þessum félagslegu um- bótahreyfingum um heim allan, mUnum við verða undir í kalda stríðinu og vonir Krútsjoff ræt- ast. Ef við hins vegar tökum þessum umbótahreyfingum vel og styðjum þær dyggilega, munu leiðtogar þeirra ekki hlíta skipunum frá Moskva, þar sem þeir þurfa þess hreint ekki Þessir leiðtogar óska og ekki að láta stjórna sér frá Moskva Það væri þeim og and- stætt, þvi það, sem þeir eru að berjast fyrir, er sjálfstæði. / '/ ( / / / / / / '/ / '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't 't t '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ f '/ '/ '/ / '/ '/ / / '/ / '/ '/ / / / / / / / / '/ / / '/ / '/ / / / / / '/ '/ '/ ‘/ '/ / / i t 't 't '/ 't '( 't 'i '/ '/ '/ '/ '( / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ / '(.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.