Tíminn - 29.06.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.06.1961, Blaðsíða 5
T í MIN N, fimmtudaginn 29. júní 1961. 5 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Araason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egili Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Þingrof og kosningar Það er grundvallarregla lýðræðisskipulagsins, að lýð- ræðisflokkur standi við þá stefnu, sem hann hefur lýst yfir fyrir kosningar og kjörfylgi hans mótaðist af. Ef þessi mikilvæga regla er brotin, er beinlínis skorið á lífæð lýð- ræðisskipulagsins, sem er sú, að hver fullgildur þjóðfé- agsþegn hafi rétt til að hafa áhrif á það, hvaða stefnu er fylgt í þjóðmálum hverju sinni. Sé þessi meginregla ekki brotin, er ekki á réttlátara þjóðfélag kosið, meirihluti þjóðarinnar ræður höfuðstefn- unni og löggjafarsamkoman er skipuð í samræmi við þjóð- arviljann. Núverandi ríkisstjórn og þeir flokkar, sem að henm standa, hafa marg þverbrotið þessa meginreglu lýðræðis- ins og menn minnast i því sámbandi hverjir það voru, sem töluðu svo digurbarkalega um það fyrir kjördæmabylting- una, að Alþingi þyrfti að vera skinað í samræmi við þjóð- arviljann! Er Alþingi í samræmi við þjóðarviljann nú? I hinum fjölmörgu mótmælasamþykktum, sem laun- þegafélög hafa gert gegn efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar, er kveðið skýrt á um það, að ríkisstjórnin hafi ekki haft neitt umboð kjósenda til að gera þær, þar sem þær séu þveröfugar við þau loforð, sem stjórnar- flokkarnir gáfu fyrir kosningar. Flokkar þeir, sem standa að núverandi ríkisstjórn. fengu einmitt umboð kjósenda til að framkvæma allt aðra stefnu en þeir hafa verið að framkvæma og hyggjast framkvæma. Þær ráðstafanir. sem gerðar hafa verið í efnahagsmálum, eru því gerðar í algerri andstöðu við meginþorra þjóðarinnar. — Síðustu atburðir hafa sýnt það, svo að ekki verður um villzt. að þjóðin vill ekki ssötta sig við þá þjóðlífshætti, sem nú er verið að reyna að koma á. Hún vill ekki hverfa aftur til „hinna gömlu, góðu daga“, — til þjóðfélags hinna mörgu fátæku og fáu ríku. Hótanir stjórnarflokkanna nú um að auka enn dýrtíð- ina og fella gengi íslenzku krónunnar að nýju, eru því að bera í bakkafullan lækinn. Þjóðin á skýlaust heimtingu á því, að kveða upp dóm sinn um það, sem gert hefur verið og hvert eigi að stefna. Það er skylda stjórnarflokkanna sem lýðræðisflokka, að skjóta málum undir dóm þjóðarinnar fyrst þeir telja sig ekki færa um að stjórna landinu þannig, að almenningur njóti mannsæmandi lífskjara. Ekkert getur fremur grafið undan lýðræðinu og lýð- ræðishugsjóninni í þjóðfélaginu, en flokkar, sem telja sig lýðræðisflokka, en bregðast skyldu sinni sem slíkir og þverbrjóta meginreglu lýðræðisskipulagsins. Ekki bætir það svo úr skák, þegar þessir sömu flokk- ar hrópa að frjálslyndum umbótaöflum, sem halda lýð- ræðishugsjóninni i heiðri og standa fast við stefnu sína og yfirlýsingar, að þau séu kommúnistísk niðurrifsöfl og rugla þannig dómgreind almennings um eðli kommúnism- ans. Með slíku framferði er vatni ausið á myllu kommú- nismans og annarra einræðisafla, sem ná hvergi að skjóta rótum, nema þar sem troðið er á lýðræðisskipulaginu og það svívirt á umræddan hátt. Vegna þeirra hótana stjórnarflokkanna um nýja geng- islækkun og vegna úrræðaleysis þeirra og kreppustefnu, hefur miðstjórn Framsóknarflokksins borið fram kröfu um þingrof og nýiar kosningar í sumar. Málgögn stjórn- arflokkanna hafa marg oft gefið það í skyn. beint og ó- beint. að við núverandi stjórnarstefnu geti launþegar i landinu ekki fengið mannsæmandi lífskjör. Stór hluti þjóðarinnar hefur nú risið upp og krafizt kjarabóta Þvi krefst Framsóknarflokkurinn nýrra kosninga og undir þá kröfu tekur án efa mikill meiri hluti þjóðarinnar. — t. Walter Lippmann ritar um albióðamál. Bann við atómsprengjutilraun- um strandar á áhugaleysi Rússa Ekki ólíklegt aS Mao heimti aS Kína veríi kjarnorkuveldi, og þaS valdi aí nokkru stífni Rússa Samningafundir um bann við kjarnorkuvopnatilraunum hóf ust að nýju í Genf 21. marz s.l eftir að hafa legið niðri í u.þ.b tíu mánuði vegna ósamkomu lags þeirra Krústjoffs og Eisen- howers, er kom í kjölfar hins misheppnaða toppfundar í Par- ís. En meðan fundirnir lágu niðri, urðu mikilvægar breyting ar á aðstöðu beggja aðila. Stjórn Bandaríkjanna bjó sig undar að bjóða eftirgjöf á kröf um sínum og gekk nokkuð langt í þessum efnum eftir að hafa annars vegar reynt að gera sér gre:n fyrir hvað Krust joff teldi aðgengilegt og hins vegar. hvað Öldungadeildin teldi skynsamlegt En það, sem hins vegar varð ekki séð fyrir var, að á þeim tíu mánuðum sem samningafundir lágu niðri. átti sér stað róttæk breyting á afstöðn Sovétríkjanna Þetta einkenndist af kröfu Sovétríkjanna um þrístjórn, þ e.a.s. framkvæmdastjórn þriggja manna. einum frá kommúmstaríki, einum frá vest rænum ríkjum og einum frá hlutlausum. En þessu fylgdu svo mörg merki þess. að Sovét stjórnin hefði misst allan áhuga fr hugmyndirmi um samkomulag 'við bárfn‘r'''kjarnorkuvopnati] rauna. ÞESSl skortur á áhuga um að ná nokkru samkomulagi er að mínu áliti miklu þýðingar- meira atriði en ósamkomulagið í Genf. Yfirlýsing sú, sem Krustjoíf fékk forseta okkar í Vínarborg 4. júní s.l. og birt var 12. sama mánaðar, sýnir okkur, að þrístjórnarhugmynd in getur verið samkomulagsat- riði, ef vilji til þess að gera. samning er fyrir hendi. Þannig neitar þessi sovézka yfirlýsing. að Sovétríkin krefjist neitunar- valds í eftirlitsnefndinni um bann við tilraunum með kjarn- orkuvopnum. Yfirlýsing Banda ríkjastjórnar frá 17. júní, sem er mjög traust, vísar ákveðið á bug þeim atriðum sovézku yfir lýsingarinnar, þar sem segir, að ’ekki skuli beita neitunarvaldi gegn „eftirliti á tilteknum stöð- um innan takmarka þess, sem samkomulag hefur náðst um . . eftir kröfu þess aðila, sem á- huga hefur fyrir eftirliti án at- kvæðagreiðslu í eftirlitsnefnd- inni eða innan annarra vé- banda“ En ágreiningurinn er ekki svo mikill, að hann væri ekki hægt að jafna, ef vilji væri fyrir hendi Það benda sterkar líkur tii þess. að Sovétríkin vilji ekki samkomulag eins og á stendur og harmi á engan hátt. þótt samningar renni algerlega út i sandinn Þannig hefur Sovét- stjórnin lagt til, að samningarn- ir um bann við kjarnorkuvopna- tilraunum skuli sameinaðir samningum um afvopnun, sem framundan eru Þetta jafngildir því að stingr upp á óendaplegri bið á því að samkomulag náist Eg hef það enn fremur sterk lega á tilfinningunni. að hér sé um meira að ræða en að vekja athygli á þrístjórnardeilunni, sem vel mætti leysa innan hinna þröngu takmarka banns við kjarnorkuvopnatilraunum. Þetta er gert sem eins konar forleikur að miklu meiri átök- um, sem framundan eru innan vébanda S. Þ. HIN STÓRA spurning forset- ans, er hann mótar nú banda- ríska stjórnarstefnu, er, hvers vegna Sovétstjórnin er nú svo áhugalítil um að gera samninga Nokkuð svar við þessari spurn- mgu, en þó hreint ekki endan- legt. kann vel að vera það, að MAO-TSE-TU NG — heimtar kjarnorkuvopn handa Kína og er þrösk- uldur í vegi samkomulags um bann við kjaraorku vopnatilraunum Kínverjar neita aðild að sam- komulaginu um bann við kjarn- orkuvopnum, þar sem þeir hafi sjálfir ákveðið að gerast kjarn- orkuveldi. Ef Krustjoff undir- ritaði samning við Bandarikin, gæti það haft í för með sér al- varlega árekstra við Mao Tse- tung. Að nokkru leyti getur því ver ið til að dreifa, að ef við neit- um samkomulagi vegna þess, að við viljum ekki fallast á þrí- stjórn. værum við landið, sem aftur stofnaði til tilrauna með kjarnorkuvopn, sem hlutlausu ríkin óttast og hata vegna þess að við neituðum hlutlausum að eiga aðild að yfirstjórn fram- kvæmdar bannsins. Eg held þó að þetta atriði svari ekki spurn- ingunni nema að mjög litlu leyti og sé ekki þungt á metun- um. Eg get ekki varizt þeirri hugsun. að veigameiri ástæður en þær, sem nefndar eru, liggi til grundvallar því, að Sovét- ríkin hafa misst allan áhuga á bví að semja. EN e.t.v. liggja hinar veiga- meiri ástæður í því að kanna hlutfalislega yfirburði um sig. ef núverandi einhliða banni væri aflétt í fyrstu yrði það starf sérfræðinga að meta það. en ekki myndu þeir verða sam- mála og leikmenn og þá forset- inn sjálfur yrði að gera upp á milli álitsgerða þeirra. Ákvarð- anir þær, sem forsetinn svo tæki, yrðu að grundvallast á ná- kvæmri rannsókn og saman- burði á álitsgerðum sérfræðing anna. Hið einasta, sem öruggt er í öllu þessu róti, er að við meg- um ekki ganga að því sem gefnu eins og sumir meðal okk- ar gera, að tilraunir með kjarn- oikuvopn að nýju myndu verða Bandaríkjunum til góðs, en Sov étrikjunum ekki. Við megum ekki slá þessu föstu, því ef hag kvæmnin væri annars aðilans, mvndu Sovét'íkin vera áfjáðari að ná samkomulagi um bann við tilraununum. Því að það meg- um við vera viss um. að Sovét- ríkin hafa hreint ekki í hyggju að hjálpa Bandaríkjunum. Mér hefur verið tjáð af þeim, sem til ættu að þekkja, að á sama tíma og sovézkir vísinda- menn og tæknifræðingar standa iafnfætis okkur eiu vopn okkar og tæknifræði fullkomnari í raun og margslungnari en þeiyra En ef þetta er rétt. þá er spurningin nú. hvort Rúss- arnir muni reynast jafningjar okkar eða jafnvel enn fremri. er tilraunir væru hafnar á ný. Því við verðum að muna. að ef nú- verandi banni léttí. væru til- raunir ekki aðeins leyfilegar neðanjarðar heldur hvar sem væri. VIÐ GETUM reitt okkur á það, held ég, að ákveði Sovét- stjórnin að tilraunir í lofti séu nauðsynlegar öryggi Sovétríkj- anna. þá verða slíkar tilraunir gerðar Við vitum einnig með allmikilli vissu, að Sovétríkin hafa mestan áhuga fyrir stærstu gerðum kjarnorkuvopna, en ekki hinum minni. Því að hluti af stefnu Sovétríkjanna er, að taka ekki beinan þátt í smá- styrjöldum eins og t. d. í Kóreu á sínum tíma. Það er og stefna Sovétríkjanna að halda herliði sínu vopnuðu almennum her- búnaði innan síns eiginlega áhrifasvæðis. Enn fremur eru Sovétríkin vegna vfirburða sinna á sviði eldflauga hvergi nærri jafn áhugasöm og við um smærri og léttari vopnabúnað. Sovétríkin líta svo á, að þurfi að nota kjarnorkuvopn á annað borð, skuli þau vera nægilega öflug til þess að ráða úrslitum. Allt kann þetta að skýra nokkuð, hvers vegna Sovétríkin hafa s-vo litlar áhyggjur af því, þótt til- raunir með kjarnorkuvopn hæf- ust að nýju. ÞAÐ sannar svart á hvítu, að ákvörðun sú, sem forseti okkar verður nú að taka, liggur hvergi nærri fyrir, að á sama tíma og hann beinir þeim orðum til Sovétríkjanna, að náist ekki samkomulag, verði hafnar til- raunir að nýju. hefur hann enn ekki fyrirskipað að byrja þær. Forsetinn verður sem sé fyrst að hafo gert sér fulla grein fyrir þvi hvort mismunurinn á yfirburðum hvors aðila fyrir sig reynist okkur í hag. < > '> > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > r > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > ( > > > > > / > > > > > > > > > > > t > > > > > > > > > > > > > > >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.