Tíminn - 29.06.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.06.1961, Blaðsíða 3
TÍMINN, fimmtudaginn 29. júní 1961. Fjármálaráðherra boðar álögur og gengisfall Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, ritaði grein í Vísi í gaer. Gefur hann þar ó- tvírætt í skyn, að ríkisstjórn- in hafi ákveðið að gera kaup- hækkanir þær, sem samið hef- ur verið um, að engu með nýjum efnahagsráðstöfunum, álögum og nýrri gengisfeil- ingu. Ekki verður annað á Gunnari skilið en rkisstjórnin sé þegar að undirbúa þessar aðgerðir og hún muni láta til skarar skríða innan skamms og þá að líkindum með bráða- birgðalögum, þótt sá mögu- leiki sé einnig fyrir hendi, að þing verði kallað saman. Gunnar Thoroddsen gefur í skyn í grein í Vísi, a$ ríkisstjórnin hafi á prjónunum nýjar ráðstafanir og ver'ði jafnvel gripi^ til bráÓabirgíalaga Herútboð í Kuwait Við skulum lifa í friði eða deyja fyrir frelsið, sagði sheikinn í Kúwait, er hann ávarpaði kon- ur í mótmælagöngu NTB—Amman, 28. júní. — Herinn í furstadæminu Kú- wait við Persaflóa hefur verið kallaður saman, og er nú í vígstöðu, eins og það er orðað í fréttaservdingu NTB í gær- kveldi. Kúwait hefur ekki f jöl mennum her á að skipa, um það bil 6000 hermanna stór- fylki, sem svo er nefnt. Hefur herstjórnin kallað heim alla liðsforingja af dórdönsku og palestínsku bergi brotna, sem verið hafa í orlofi í Amman, en um það bil 30 þúsund Jórdaníumenn og Palestínu- búar munu eiga heimili í Kú- wait. Frá London berast þær fréttir, að Hocne lávarður hafi ítrekað loforð um stuðning Bretlands við Kúwait í ræðu, sem hann hélt í efri deild brezka þingsins í dag. Sagði lávarðurinn, að fyrir nokkrum tíma hefði Kúwait ver- ið viðurkennt sem fullvelda ríki á alþjóðlegum _ vettvangi, og því væru kröfur íraksstjórnar í hæsta máta ósvífnar. Edward Heath, varautanríkis- ráðherra, lýsti því samtímis yfir í neðri deild þingsins, að Bretar hefðu lýst yfir stuðningi við Kú- wait og væru hvenær siem er reiðu búnir að uppfylla þær skyldur, sem slíkri yfirlýsingu væru sam- fara og miðuðu að því að vernda hið litla furstadæmi. Þá er haft eftir öruggum heim- ildum í Amman, að fulltrúar Arabaríkja í Arababandalaginiu hafi átt marga viðræðufundi síð- ustu dagana, þar sem rætt er um hugsanlega inntöku Kúwait í Ar- ababandalagið. Jórdaníublaðið Felistin segir í dag, að það sé nú í fyrsta sinn, sem konur í Kúwait hafi farið í mótmælagöngur til stuðnings við sheikinn í Kúwait. Sheikinn á að hafa ávarpað konurnar og sagt: Við skulum lifa í friði eða deyja fyrir frelsið. K.R.-Randers í kvöld í kvöld leikur danska knatt- spyrnuliðið Freija frá Rand- ers, sem verið hefur hér í boði Óttazt um bát Óttazt er um lítinn fiskibát með þriggja manna áhöfn, sem fór í róður frá Sandgerði á sunnudaginn, en síðan hef- ur ekkert til hans spurzt. Bát- ur þessi er Hringur, skráður i Reykjavík, en eigandinn er Gísli Þorvaldsson, Faxabraut 27, Keflavík. Báturinn er 8 eða 9 lestir að stærð og kom- inn nokkuð til ára sinna. Akureyringa, síðasta leik sinn. Leikur liðið gegn KR á Laug- ardalsvellinum og hefst leik- urinn kl. 20,30. Randers Freja hefur um undan- farin ár verið meðal beztu liða 2. deildarinnar dönsku, en alltaf vant að herzlumuninn til þess að kom- ast upþ í 1. deild. Það sigraði lið Akureyringa tvívegis um helgina. Lið K.R. hefur orðið fyrir nokkru mannfalli undanfarið vegna tíðra leikja og munu Helgi Jónsson og Hörður Felixson ekki geta verið með. Hefur Rúnar Guð- mannsson, Fram, verið fenginn að láni sem miðframvörður. Liðin verður þannig: Heimir Guðjónsson, Hreiðar Ár- sælsson, Bjarni Felixson^ Rúnar Guðmannsson, Garðar Árnason, Sveinn Jónsson, Gunnar Felixson, Ellert Schram, Leifur Gíslason, Þórólfur Beck, Gunnar Guðmanns son. Dómari verður Magnús V. Pét- ursson. Þá boðar fjármálaráðherrann einnig breytingar á vinnulöggjöf- inni í þessari grein. Telur ráð- herrann, að allshprjarverkföllin í landinu séu verk fámennra hópa í þjóðfélaginu og í andstöðu við vilja þorra landsmanna. Niðurlag greinar fjármálaráð- herra er á þessa leið: „En hér hefur fámennum hóp- um tekizt, m.a. í skjóli úreltrar vinnulöggjafar, sem alls ekki svarar kröfum og þörfum nútíma þjóðfélags, að hleypa af stað kauphækkunaröldu, sem er langt umfram það, sem atvinnuvegirn- ir geta þolað. Við megum ekki láta söguna frá 1955 endurtaka sig og láta marga mánuði líða svo, að verð- bólgan sé látin gagnsýra og sýkja allt þjóðfélagið. Við verðum að læra af reynslunni og gera nú á næstu vikum þær róttæku ráð- stafanir, sem nauðsynlegar eru til að forða þjóðinni frá voða nýrrar verðbólgu.“ Menn sjá, að það er ekki að ó- fyrirsynju, að Framsóknarflokkur- inn hefur varað við þessum mönn- um. Þeim er trúandi til alls. Krafa Framsóknarflokksins um þingrof og nýjar kosningar er því raun- hæf. — Nánar er lætt um það í ritstjórnargrein blaðsins. Póstverzlun - nýr verzl- unarháttur Póstverzlun má heita alger nýjung hérlendis, en erlendis er mikið um slíkar verzlanir og sumar risastórar. Þær gefa út hina alþekktu vörulista, sem hægt er að panta eftir. Frakkar fækka her- liði sínu í Alsír Haft eftir de Gaulle, að hann muni kalla heim hluta herliðsins innan tíðar v i twmiai iMtt NTB—París, 28. júní. — Haft var eftir de Gaulle, Frakk landsforseta í gærkveldi, að Frakkar hyggðust fækka her- liði sínu í Alsír. Þegar hefði verið gefin út skipun um að kalla heim eitt herfylki, en síðan myndu fleiri koma. í ræðu, sem Debré, forsætisráð- herra Frakklands hélt í dag, er því hins vegar haldið fram, að franskar herdeildir haldi áfram dvöl sinni í Alsír, og ekki veiti af veru þeirra þar. Sagði Debre í ræðu sinni, að' frönsku hersveitirnar ættu að Jón sigraði Dahl Á frjálsíþróttamóti ÍR í gær- kvöldi sigraði Jón Þ. Ólafsson ýEvrópumeistarann Dahl í há- stökki. Veður var mjög slæmt til keppni og árangur þv, slakur. Jón stökk 1,90, en Dahl 1,85. tryggja friðinn í Alsír og vaka yfir öllu því, er Frakklandi við kæmi. Þá vék Debre að viðræðum í Evian, og fletti nokkuð af dular- hulunni, sem yfir þeirri ráðstefnu hefur hvílt. Sagði hann, að hug- myndir og tillögur Frakka uim lausn Alsírvandamálsins, hefðu ekki fengið hljómgrunn og tillögu frönsku sendinefndarinnar um samvinnu Evrópubúa og Múha- meðstrúarmanna í Alsír, hefði verið hafnað, en slika samvinnu teldi franska stjórnin undirstöðu fyrir varanlegum frið í Alsír. Þá vék forsætisráðherrann að Sahara og sagði, að hvemig, sem á málin væri litið, þá yrði ekki komizt hjá því að telja Sahara hluta af Alsír. Að lokum er þess getið í frétt- inni, að De Gaulle forseti hefði látið svo um tnælt, að hann hefði ekkert á móti því að eiga viðræð- ur við Ferhat Abbas, forsætisráð- jjprra útlagastjórnar Serkja í AI- sír, en slíkar viðræður gætu ekki átt sér stað, á meðan hryðjuverk héldu áfram í Alsír. Aður fyrr munu margir hérlend is hafa haft nokkur viðskipti við erlendar póstverzlanir, en það lagðist niður með innflutnings- hömlunum. Nú hefur verið stofn að slíkt fyrirtæki hér á landi, póstverzlunin „HAGKAUP“. Fyr- irtæki þetta hefur sinn eigin vöru , lager og hyggst hafa flestar al- I gengustu vörutegundir á boðstól 1 um við lægra verði en almennt I tíðkast. Fyrirtækið hefur gefið út 1 vörulista, sem fæst í öllum bóka búðum. Vörurnar, seim í verðlistanum eru, sendir fyrirtækið væntanleg- um viðskiptavinu'm sínum svo hvert á land sem er burðargjalds frítt, sé pantað fyrir meira en þúsund krónur í einu, en aðeins gega staðgreiðslu. Með þessu móti losnar fyrir- tækið við að þurfa að leggja á vöruverðið fyrir vanskilum og innheimtukostnaði, en það er verulegur liður í umsetningar- kostnaði venjulegra fyrirtækja. Þar sem fyrirtækið þarf eingöngu að búa vörumar til sendingar í geymsluhúsnæði sínu, lostoar það einnig við að standa straum af dýru verzlunarhúsnæði og af- greiðslufólki. Lækkar því milli- liðakostnaður. Þessi þjónusta er nýnæmi hér- lendis, en erlendis eru slíkar póst verzlanir mjög vinsælar. Strákar stela benzíni af bíl Fjórir strákar í Keflavík á aldr inum 13 til 19 ára, urðu í fyrri- nótt benzínlausir á bfl, sem einn þeirra, 15 ára, átti. Gerðu þeir sér lítið fyrir og fengu sér benz- ínábót af þremur nærstöddum bflum í Iíeflavík. Hjólkoppa hirtu þeir í leið'inni. Lögreglan varð vör við strák- ana og gómaði þá. Tveir þeirra hafa áður komið við sögu lög- reglunnar. Kartöflur seldar frá Akureyri til Grænlands Akureyri í gær. — Héðan j voru nýlega fluttar tvær smá- lestir af kartöflum til Græn-| lands, en einnig dálítið af, nautakjöti. Það var Ludvig | Storr, sem annaðist kaup á' þessum vörum hér fyrir, dönsku Grænlandsverzlunina. Þetta er í fyrsta skipti, sem kartöflur eru útflutningsvara héðan ti! Grænlands, a. m. k.I beina leið. ! Á Akureyri er nú kartöfluforðabúr Islendinga Annars eru kartöflur geysimik- ið á ferðinni um þessar mundir. Þær hafa verið fluttar héðan í stórum stíl með vöruflutningabíl um til Vestfjarða, Snæfellsness, í Húnavatnssýslur og Stranda- sýslu, einnig til Austfjarða Stöð ugt standa yfir flutningar á kart öflum héðan til Reykjavíkur. Fara vörubifxeiðir héðan sífellt hlaðnar þessari nauðsynjavöru. Mikil uppskera kom sér óvenju vel Kartöflubirgðirnar hér fara nú brátt. að ganga til þurrðar, en von er á belgískum kartöfíum til Reykjavíkur í næstu viku, og þang að til á Kaupfélag Eyfirðinga nægan forða. Kartöfluuppskeran hér um slóðir var óvenjumikil í haust sem leið, og kemur það sér sérstaklega vel, eins os nú er á- statt í landinu E.D.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.