Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 2
TÍMINN, sunnudaginn I6.JÚIÍ496IJ Minni síld - bræla fyrir austan - góðviðri nyrðra Fremur lítil síldveiSi var í fyrrinótt. Síldin veiddist aðal- lega austan undir Langanesi, ,8—10 mílur út af Bjarnarey og 10—20 mílur suð-suðvestur af Fonti. Engin síld var í gær farin að veiðast vestan Langa- ness, en Fanney var enn að leita á svæðinu austur af Kol- ! beinsey. Nyrðra var ágætt veður, en eystra var í fyrri- nótt og gærdag rysjótt á síld- armiðunum, austlægur kaldi, en þó mátti heita veiðiveður jnorðarlega á austursvæðinu. Síldarleitinni á Raufarhöfn i var í gærmorgun kunnugt um afla 29 skipa með tæp 17 þúsund mál og tunnur. Seyðisfjarðar- radíó vissi þá um tæpan tug skipa með rúm 6 þúsund mál og tunnur. Víða var saltað í gær, en tunnuleysi var víða farið að segja alvarlega til sín. Á Raufar höfn var lítilsháttar söltun, aðal- lega úr skipum, sem höfðu feng ið slatta af góðri síld ofan á síld, sem aðeins var bræðslutæk Á- berandi var, að síldin af svæð- inu sunnan við Langanes var orö in miklu meira blönduð, en þó prýðileg söltunarsíld innan um. Við verksmiðjukranana á Raufarhöfn biðu um miðjan dag í gær 12—15 skip, og var þar um 12 klukkustunda löndunar- bið. Þrærnar, sem taka um 60 þúsund mál, fylltust í fyrra- kvöld. Bræðsla gengur prýðis- vel, þannig, að verksmiðjan hef ur afkastað allt að 6000 málum á sólarhring, þótt hún sé eigin lega ekki gerð fyrir meira en 5000 mála bræðslu, enda voru gerðar miklar endurbætur á skilvindum hennar fyrir þrem- ur árum. Tunnur eru orðnar af skornum skammti. Menn voru farnir að óttast olíuskort, en úr því bættist í gærmorgun, er olíu skipið Þyi’ill kom með birgðir. Áhöfn gerði uppreisn » Skautbúningur á 250 þúsund Einn af rifstjórum Berl- ingske Tidende sendi blaðinu eftirfarandi grein, sem birtist fyrir skömmu í blaði hans: Það er hægt að komast langt, þegar maður hefur gott útlit. Það er að minnsta kosti reynsla tuttugu og eins árs gamallar íslenzkrar stúlku, Christínu Sveinsson. Á síð- asta hálfa ári hefur hún næstum farið umhverfis jörðina. Aðdragandinn að þessum löngu ferðalögum hennar var sá, að síð- astliðinn vetur, þegar Christína var að leika í fjórðu kvikmynd sinni í Hollywood, hitti hún Don Landhelgin (Framhald aí 1. síðu) lýsti hann sig andvígan öllum slíkum samningum. Þegar samningurinn við Breta var til umræðu í vetur, var á það bent af þeim, er andvígir voru honum, að allar aðrar þjóðir, sem fiskveiðar stunduðu við ísland, hlytu að fara fram á sams konar undanþágur og Bretar fengu. Rík- isstjórnin vildi þá ekkert gera úr þeirri hættu og taldi, að það kæmi ekki til greina, að fleiri fengju slík fríðindi. Lopez, en hann gerir kjóla flestra hinna þekktustu kvikmyndastjarna. Hann varð mjög hr'ifinn af hinni grannvöxnu, íslenzku stúlku og bauð henni að vera sýningardömu á hans vegum á hátíðinni í Cannes í júní síðastliðnum. Það varð þó ekki að ráði, því að Christína fékk annað tilboð, sem freistaði hennar enn meira: Ferðalag til Tokíó og Kyoto í Japan og 100 þúsund krón- Hakakross (Framhald af 1 síðu) - þessir náungar yfirgáfu húsið, límdu þeir þar til gerðar bréfmiða á vesturþýzka fánann, sem stóð á borði þeirra Á honum var hið gamla merki nazistanna á rauðum grunni og orðin „We are back“ þ. e. „við erum komnir aftur“. Þarf ekki að fara í grafgötur um, hvað þessi orð eiga að þýða. Það er athyglisvert, að aftan á bréf- miðanum er lím, svo að hægt er að festa honum hvar sem er. Það er illþolandi, að mönnum skuli líðast að svívirða þjóðfána. sem hafðir eru uppi á opinberum stöðum. Brot af þessu tagi eru al- varlegs eðlis. Er skemmst að minn- ast svivirðingar þeirrar, sem þessir sömu menn höfðu í frammi í Foss- vogskirkjugarði. ur í skotsilfur að auki. Ferð þ'essi hafði þann tilgang að ( vekja áhuga Japana fyrir íslandi sem ferðamannalandi. Til þess að gefa Japönum einhverja hugmynd um sögueyna klæddist hún islenzk um skautbúningi, sem metinn er S á 250 þúsund krónur. Þannig búin j j kom hún meðal annars fram í sjón j I varpi og einnig, þegar hún útdeildi' bæklingum um fsland. Eftir veru sína í Japan fór Christína til Estoril í Portúgal, þar sem hún dvaldist um skeið með foreldrum sínum. Þar lá við, að hópur ungra Spánverja rændi henni, og vildu þeir endilega fara með hana til Galerie Espana, sem er frægt tízkuhús. Urðu þeir svo töfraðir af hinni íslenzku blóma- rós, að þeir sendu þegar eftir blaðamanni og ljósmyndara og birtist síðan viðtal við hana í spænska blaðinu „Sa Bada Graf- ica“. Þessa dagana dvelur Christína í Kaupmannahöfn og er að velta því fyrir sér, hvort hún eigi að sr.úa aftur til Hollywood. H'i’ini hefur nú boðizt sjö ára samningur hjá Paramount-kvikmyndafélaginu en það er langur tími í lífi ungrar stúlku. (Framhald aT ). síðu.) armanni. Hóf Njáll útgerð sína á skipinu með ferð með saltfisk- farm til Hull og Grimsby. Var hann sjálfur um borð sem annar stýrimaður, en skipstjóri var Ás- geir Þórarinsson. Þeir lestuðu í Reykjavík, Akranesi og Horna- firði. Skipið strandaði í Horria- fjarðarósi og tók fjóra sólarhringa að komast upp að bryggju í Höfn í Hornafirði. Bræddi skipsvélin úr sér við það tækifæri. Eftir mikið og dýrt umstang lögðu þeir af stað frá Hornafrði 6. júní og komu til Hull 11. sama mánaðar. Þeir lögðu af stað frá Hull til Grimsby, þegar þeir höfðu skipað upp helming farmsins. Ætluðu þeir að skipa hinum helmingnum upp í Grimsby. Siglingin út skipa- kvína tókst ekki betur en svo, að þeir sigldu á eina lokuna og stór- skemmdu yfirbygginguna á skip- inu. Þeir komust þó af stað til Grimsby. Þegar til Grimsby kom, gekk uppskipunin greiðlega, og stóð til að lesta skipið jafnskjótt koksi, sem átti að fara til Færeyja. Lenti þá í stappi milli Njáls og skip- verja, sem fengu engan gjaldeyri til umráða. Sömuleiðis lenti í þjarki við eigendur koksvagnanna, sem fluttu koksið út í skipið. Vildu þeir fá sérgreiðslu fyrir það. en út- gerðarmaðurinn harðneitaði. Útgerðarmaðurinn Njáll brá sér síðan til London með kvenkokkn- um á skipinu og heyrðist ekkert frá honum þaðan. Þá er það, að þetta mál kemst í ensku blöðin. Til íslands kom Reuterskeyti, þar sem stóð, að útgerðarmaðurinn væri týndur í London, skipverjar væru peningalausir og skipið mat- arlaust. Þetta var skömmu eftir 17. júní. Skipverjar munu hafa fengið einhverjar greiðslur fyrir mat hjá Þórarni Olgeirssyni aðalræðis- manni í Grimsby. Fyrir bjór og brennivíni fengu þeir hjá íslenzk- um sjómönnum af þremur skipum öðrum íslenzkum, sem voru stödd um sama leyti í Grimsby. Skipið var nú komið í 600 punda skuld eða rúmlega 60 þúsund ís- lenzkar krónur, þegar útgerðar- maðurinn kom aftur í leitirnar. Vildi nú hvorki aðalræðismaður- inn í Grimsby né sendiráðið í London veita Njáli meiri fyrir- greiðslu. Hringdi Þórarinn 01- geirsson í eiganda skipsins og ráð- lagði honum að koma hið bráð- asta til Grimsby og kippa þess- um málum í lag. Fór eigand- inn, Jón Franklín, ásamt Kristjáni Eiríkssyni lögfræðingi hið snar- asta með flugvél til Englands. Þá var skipshöfnin búin að ganga fyrir útgerðarmanninn og | lýsa þvi yfir, að þeir neituðu að | sigla úr höfn í Grimsby nema þeir |fengju kaupgreiðslu, 35 sterlings- ,pund á mann. Studdi skipstjóri skipshöfnina í þessum kröfum. Neitaði Njáll að verða við því, enda hafði hann engan gjaldeyri til þess, hann hafði yfirleitt ekki haft neinn gjaldeyri til fararinnar til þess að mæta nauðsynlegum út- gjöldum. Skipið hafði nú legið um kyrrt í Grimsby í hálfan mánuð, er loks- iins fékkst botn í óreiðuna. Ensk- jum blöðum þótti sem vonlegt er mikill matur í þessu og skrifuðu daglega fréttir af þessu einstæða stappi. Var nú málunum kippt í lag, reikningarnir voru borgaðir og skipið lestaði. Sögðu ensku blöðin, að sennilega hefði útgerðarmaður- inn verið fegnasti maður í heimi, þegar skipið sigldi út úr Grimsby- höfn. Skipið er nú á leið til íslands úr þessari ferð, en það kom við í Haugasundi til þess að taka tunn- ur og salt til hafnanna norðan lands og austan. Jón Þorleifsson, listmálari, Blátúnl, andaðist I Landsspítalanum föstudaginn 14. þ. m. Úrsúla Pálsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Bergur P. Jónsson, Jarl Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.