Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 6
TIMINN, sunnudaginn 16. júlí 19j51. Kaupfélag Króksfjarðar fimmtugt Það er ekki einungis, að byggðirnar við innanverðan Breiðafjörð séu einar hinar fegurstu, sem um getur, held- ur hófst þar einnig mjög snemma sú félagsmálahreyf- ing, sem flestu framar vinnur að fegra og betra mannlífi. Samvinnustefnan festi þar traustar rætur þegar á fyrstu árum. Andi Torfa í Ólafsdal svífur þar yfir vötnunum. Sunnudaginn 9. júlí s.l. minnt- ist Kaupfélag Króksfjarðar 50 ára afmælis síns með miklum mann- fagnaði í nýju félagsheimili að Króksfjarðarnesi. Kaupfélagið er stofnað 29. apríl 1911. Áður höfðu bændur í Geira- dalshreppi myndað deild í kaup- félagi Saurbæinga, sem Torfi Ólaiur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, kona hans og móðir. ■ ; ' Arnór Einarsson á Tindum og kona hans. Hann er meðal elztu brautrySj- enda kaupfélagsins. Kaupfélagsstjórar nágrannahéraSa gestir í afmælishófinu, ásamt konum j sinum. Jóhann T. Bjarnason, ísafirði, Ólafur Ólafsson, Guðmundur Hjálm-! arsson, kaupfélagsstjóri i Saurbæ og Þorgeir Guðmundsson, kaupfélags- stjórl á Hólmavík. Skrifstofuhús Kaupfélags Króksfjarðar, íbúðarhús kaupfélagsstjóra og býlið Króksfjarðarnes. Bjarnason í Óláfsdal hafði stofnað 1898. Hafði sú deild komið sér upp nokkrum húsakosti í Króks- fjarðarnesi. En er þarna var kom- ið sögu, var horfið að því ráði að stofna sérstakt kaupfélag. For- göngumaður um stofnun þess og leiðtogi í félagsmálum á þessum slóðum var Ólafur Eggertsson, bóndi á Svarfhóli, og síðan Króks- fjarðarnesi. Hann var höfðingi í bændastétt og félagshyggjumaður. Naut hann öruggs stuðnings sonar síns, Jóns Ólafssonar, sem síðan var kenndur við Króksfjarðarnes og bjó þar, og varð fyrsti formað- ur kaupfélagsins og kaupfélags- stjóri. Formennsku félagsstjórnar hafði hann með höndúm állt til 1954 og kaupfélagsstjóri vár hann til 1943. Er hann nú látinn fyrir nokkrum árum, en nafn hans er enn sem ungt á vörum manna um Geiradal og Reykhólasveit. Félagsmenn Kaupfélags Króks- fjarðar fyrsta árið voru 20. Félag- iT. tók við húsum þeim, er deildin hafði átt sem fyrr segir. Félags- svæðið náði brátt og nær yfir all- an Geiradal og Reykhólasveit. Fé- lagsmenn eru nú 116. Félagið á nú ágætt íbúðarhús handa kaupfé- lagsstjóra sínum, nýtt skrifstofu- hús með íbúðum fyrir starfrfólk, sláturhús, sem verið er að breyta og lagfæra, frystihús með frysti- hólfum til afnota fyrir heimili fé- lagsmanna, nýlega vörugeymslu, dísilrafstöð og bryggju, sem 50— 60 lesta bátur getur lagzt að með flóði. Allt þetta er í Króksfjarðar- nesi. Útibú hefur það á Reykhól- um. Nú í sumar hefst bygging nýs verzlunarhúss í Króksfjarðarnesi. ^ Núverandi kaupfélagsstjóri er Ólafur Ólafsson, systursonur Jóns Ólafssonar. Tók hann við störfum úr hendi frænda síns árið 1943. Kona hans er Friðrikka Bjarna- dóttir, málara og fyrrverandi kaup- félagsstjóra á Hornafirði. Eiga þau 4 börn. Það er athyglisvert, að einungis tveir kaupfélagsstjór- ar hafa verið við Kaupfélag Króks- fjarðar um hálfrar aldar skeið, og standa vonir til, að félagið njóti enn um langa stund ágætrar for- ustu núverandi kaupfélagsstjóra. f afmælishófinu voru tveir af félagsmönnum fyrsta ársins, Arnór Einarsson, Jochumssonar frá Skóg- um, 81 árs, ern og beinn í baki. Hann var endurskoðandi félagsins í mörg ár og síðan i stjórn þess. Og hinn var Júlíus Björnsson í Garpsdal. Hann byrjaði sem end- urskoðandi fyrstu ár félagsins, var síðan í stjórn þess frá 1922 og for- maður félagsstjórnar frá 1954. Aðrir í stjórn eru: Magnús Ingi- mundarson, Bæ, Magnús Þorgeirs- son, Höllustöðum, Arnór Einars- son, Tindum, Karl Árnason, Kambi. Kaupfélag Króksfjarðar hefur verið farsælt félag og traust. Það hefur verið hjálparhella bænd- anna í harðri lífsbaráttu og horn- steinn undir framförum á félags- svæðinu. Glæsilegar byggingar og íögur tún bera því vitni. I Afmælisfagnaðurinn hófst með kaffisamsæti í nýbyggðu félags- ' heimili þar á staðnum. Þar sátu til borðs 160 manns. Borð voru fagur- lega skreytt og veitingar af mikilli I rausn. Meðan gengið var til borðs !og undir borðum léku þeir létta j tónlist, Þorvaldur Steingrímsson og Jan Moravek. Frú Snæbjörg Snæbjarnardóttir söng íslenzk og erlend lög. Borðhaldinu stjórnaði kaupfé- ; lagsstjórinn, Ólafur Ólafsson. , Júlíus Björnsson í Garpsdal, I formaður félagsins rakti sögu þess, i Guðmundur Sveinsson, skóla- stjóri, flutti ræðu, Páll H. Jóns- son flutti kveðjur og hamingju- óskir frá forstjóra SÍS og kaupfé- lögunum. Kristjón Kristjánsson forstjóri mnntist látinna forgöngu- manna og leiðtoga félagsins, Guð- mundur Hjálmarsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Saurbæinga, flutti árnaðaróskir og minntist fyrri tengsla samvinnumanna beggja megin Gilsfjarðar. Á milli ræðu og ávarpa var, auk tónlistar- innar, sem áður er nefnd, almenn- ur söngur. Samsætið allt var með rausnar- og gleðibrag. Er staðið var upp frá borðum, hófst svo dansleikur í félagsheim- ilinu. Léku þeir fyrir dansinum Jan Moravek og Þorvaldur Stein- grimsson. Skemmtu menn sér hið bezta. Hið fegursta veður var allan dag inn 00 setti það svip á samkom- una. Utsýni í Króksfjarðarnesi er frábærlega fagurt. Náttúrufeg- Júlíus Björnsson I Garpsdal, formaS- ur Kaupfélags Króksfjarðar, flytur aðalræðu afmælishófsins. urðin og sumarveðrið mynduðu umgerð þessa veglega mannfagn- aðar. Samvinnumenn um allt land fagna mörgum sigrum. Þeir hafa verið fundvísir á margs konar úr- ræði í lífsbaráttu fólksins. Þeir hafa ríka ástæðu til að gleðjast hver með öðrum á tímamótum slíkum, sem hér hefur verið frá sagt. P.J.H. Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, og starfslið hans. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Ketilríðar Einarsdóttur, frá Tannastaðabakka. Aðstandendur. Dóttlr mín, Guðrún Tómasdóttir, frá Miðhóli, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. júli klukkan 1,30 síðdegis. Ólöf Þorkelsdóttir. Eiginmaður mlnn, Kristján Hannes Magnússon, frá Króki, ísafirði, andaðist fimmtudaginn 13. júlí. Minnlngarathöfn fer fram frá Hall- grímskirkju mánudaginn 17. júlí kl. 13,30. Jarðarförin fer fram frá ísafjarðarkfrkju föstudaginn 17. júlí. Salóme R. Sveinbjarnardóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.